Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Schönberg í Askirkju Tónlist Jón Ásgeirsson Mörg eru þau fyrirtækin sem stofnuð hafa verið til flutnings á alls konar tónlist, en fáum tekist að safna sér í langan starfsdag. Hefur þar miklu valdið hversu starfsaðstaða fólks tengist því að vinna slíkt áhugastarf endur- gjaldslaust og í frítíma, sem annars ætti að vera til hvíldar. Kammersveit Reykjavíkur hefur að þessu leyti nokkra sérstöðu og auk þess að hafa haldið sínu úti lengur en flestir aðrir hafa við- fangsefnin ekki verið valin til þess eins að þjóna undir vinsældaþörf hlustenda, heldur oftlega verið tekist á við verkefni sem annars hefðu mátt vera óflutt. Ef til vill er það einn af leyndardómunum varðandi farsælt starf Kammer- sveitar Reykjavíkur, þó ekki verði horft fram hjá því, að það hefur fyrst og fremst verið fyrir einlæg- an áhuga Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara og þeirra tónlistar- manna sem hlýtt hafa kalli hennar, að svo stór saga er að verða til af starfssögu Kammer- svejtar Reykjavíkur. Á síðustu tónleikum Kammer- sveitarinnar, sem haldnir voru í Áskirkju sl. fímmtudagskvöld, voru aðeins tvö tónverk á efnis- skránni, bæði eftir Amold Shönberg, og hefðu margir talið að ekki kæmi neinn fjöldi til að hlýða á svo erfiða og lítt vinsæla tónlist. Það fór nú samt á annan veg, því nærri húsfyllir var. Fyrra verkið á efnisskránni var kvintett fyrir blásara og er það op. 26 og síðast þriggja verka, sem teljast vera fyrstu tólftónaverk Schön- bergs. Flytjendur voru Blásara- kvintett Reykjavíkur en í honum eru Bemhard Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Jos- eph Ognibene. Kvintettinn op. 26 er í sónötuformi og sérkennilegt sambland tómantískrar lagvenju og hljómskipunar og um leið nokkuð miklu meira en tilraun til að gefa þessum þáttum nýtt inn- tak. Það segir nokkuð tii um verkið, að enn í dag eiga margir ef til vill erfitt með að meðtaka flókinn og skrúðmikinn rithátt verksins, og víst er að margir þeir sem í dag telja sig vera nú- tímalega í hugsun verða harla gamaldags í samanburði við þetta hálfsjötuga tónverk. Segir þetta nokkuð um Schönberg, sem mik- inn skapandi snilling. Blásarak- vintett Reykjavíkur flutti þetta erfiða tónverk í heild mjög vel og á köflum glæsilega. Seinna verkið á efnisskránni var miðverkið af þremur fyrstu tólftónaverkunum og er það Ser- enaðan op. 24. Á sama hátt og blásarakvintettinn er þunglegt verk og langt í gerð er serenaðan leikandi létt og kvik. Serenaðan var flutt af Einari Jóhannessyni, Sigurði I. Snorras}mi, Rut Ingólfs- dóttur, Guðmundi Kristmunds- syni, Arnþóri Jónssyni, Martin Smith, er lék á mandólin, og Þór- ami Sigurbergssyni, gítarleikara, og voru tvö síðamefndu hljófærin nokkur nýlunda í kammertónlist, þegar verkin voru samin. í mið- kafla verksins söng John Speight sonnettu eftir Petrarca. Snillingurinn Paul Zukofsky stjómaði flutningi serenöðunnar og þó megi þakka okkar ágætu tónlistarmönnum fyrir frábæran flutning á Paul Zukofsky trúlega ekki svo lítinn þátt í að svo vel tókst til, enda mátti glögglega heyra að vel hafði verið æft fyrir þessa tónleika. Það sem gefur verki eins og Serenöðunni sér- stakan svip er skemmtileiki í rithætti, lagrænt og blæbrigðaríkt tónferli og er á engan hallað, þó tónleikamir séu taldir vera ein- hveijir þeir merkUstu sem haldnir hafa verið af hérlendum lista- mönnum. Þó ekki sé rétt að eigna sér Paul Zukofsky sem íslending teljum við okkur eiga í honum eitt og annað og enn meira þó gott að þakka. Nicholson og Streep svíkja engan í Heartbum, frekar en fyrri daginn. Hjónaband siglir í hundana Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: HJARTASÁR HEARTBURN ☆ ☆ V* Leikstjóri og framleiðandi Mike Nichols. Kvikmyndatöku- stjóri Nestor Almendros, A.S.C. Handrit Nora Ephron, byggt á samnefndri skáldsögu hennar. Klipping Sam O’Steen. Leiktjöld Tony Walton. Tónlist Carly Sim- on. Aðalleikendur Maryl Streep, Jack Nicholson, Jeff Daniels, Maureen Stapleton, Stockard Channing, Richard Masur, Cat- herine O’Hara, Steven Hill og Milos Forman. Bandarisk. Par- amount 1986. Kvikmyndin Hjartasár — Heart- bum er byggð á samnefndri skáldsögu Nom Ephron, sem aftur ijallaði frjálslega um sætsúrt hjóna- band hennar (Meryl Streep) og rannsóknarblaðamannsins nafn- kunna, Carles Bemstein (Jack Nicholson). Streep kynnist Nicholson af til- viljun og kemst fljótlega á snoðir um að þar fer alræmdur pilsaveið- ari. Sú vitneskja nægir þó ekki til að koma í veg fyrir að ástin grípi um sig og þau ganga í hnappheld- una fyrr en varir. Eiga þó bæði mislukkuð hjónabönd að baki og Streep þess næsta fullviss að hjóna- bönd gangi yfir höfuð ekki, heldur öllu frekar skilnaðir! Streep, sem starfaði sem greinar- höfundur við tímarit í New York, flytur til Washington þar sem hjónakomin hefja búskap í hálfkör- uðu húsnæði. Og allt gendur vel um sinn. Streep helgar sig hinum hefðbundnu húsmóðurstörfum; grautargerð, uppvaski, bameign- um, o.s.frv., en Nicholson fer fljót- lega að bregða á leik. Ephron hefur greinilega verið að létta á sálinni með bókarskrifunum (kvikmyndahandritinu) og tekst prýðisvel að segja af þessu marglita hjónabandi án teljandi beiskju, að manni skilst. Hinsvegar er skop- skynið í besta lagi og myndin grá-gamansöm skoðun á þeirri merkisstofnun, hjónabandinu. Við fylgjumst með ásthrifnum aðdrag- andanum, ári líflegum millikafla og hrunadansi endalokanna. Gaman- semin ofaná, mörg atriðin mein- fyndin og þessir stórkostlegu leikarar, Streep og Nicholson, óað- fínnanleg, magnað par á tjaldinu, þau eru allt sem Hollywood snýst um. Dramatík þáttaskil em samt sem áður býsna óraunveruleg, en kannski eru hjónabönd hinna nafn- toguðu svona yfirborðskennd. Ég ætla þó að vona ekki. Valinkunnir kvikmyndagerðar- menn og leikhópur bæta uppá hnökra í handriti. Hér er einvalalið í hveiju rúmi. Almendros stýrir tök- unni af snilld, virðist kunna jafn vel við sig utandyra sem innan. O’Steen klippir af viðbrugðinni smekkvisi og listilegri útsjónarsemi og leiktjöldin eru sér kapítuli. Nic- hols er laginn við að laða það besta fram hjá leikurunum (sem telja, m.a. kollega hans, Milos Forman). En hann er fyrst og fremst sviðs- leikstjóri og líður myndin nokkuð fyrir það. Fagmannleg skemmtun. P.S. Eitt hollráð geta brokk- gengir makar lært af myndinni: Skiljið kreditkortið eftir heima þeg- ar fíðringurinn hríslast um kropp- inn! Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Laugardaginn 14. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður atvinnumálanefndar og í stjórn byggingarnefndar stofnanna í þágu aldraðra og SVR og Guðmundur Hallvarðsson formaður hafnarstjórnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins \ verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar teklð á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. ■ ■ I ■ ■ I ■ ■ ■ ■ ■ ■ I I ■ ■ ■ Askur, abakki, beyki (rautt og ljóst), eik (ljós og rauð), mahogny, ramin, tekk, ösp (White wood) í ýmsum stærðum til afgreiðslu úr vörugeymslu okkar á Smiðjuvegi 9, Kópavogi TIMBURLATÍD SMIÐJUVEGUR 9 - 200 KÓPA VOGUR - SÍMI46699 1 SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Til sýnis og sölu m.a.: Stórt og glæsilegt endaraðhús í smföum í Grafarvogi rétt viö Gulllnbrú. 4 mjög rúmg. svefnherb. Sólsvalir um 24 fm. Tvöfaldur bílsk. Allur frágangur utanhúss fylgir. Húni sf. er byggjandl. Teikn. á skrifst. Úrvals íbúð með útsýni 4ra herb. á 3. haeð 107,7 fm nettó. Innst við Kleppsveg. Sórhiti. Tvenn- ar svalir. Sórþvottahús. Sameign öll eins og ný. Húseign — eignarióð 4700 fm Steinhús hæð um 132 fm. Nýendurbyggð. Um 74 fm jarðhssð. Ekki fullgerð. Getur verið séríb. Stór og góður bílskúr um 45 frh. Eignin er á vinsælum stað í Garðabæ. 4ra herb. íbúðir við Álftahóla 3. hæð 110,1 fm. Lyftuhús. Glæsil. suðuríb. Kleppsveg 6. hæð 100,7 fm. Lyftuhús. Sólrík suöuríb. Útsýni. Eyjabakka 3. hæð. Sérþvottah. Bílsk. 46,8 fm. Útsýni. Vesturberg 2. hæð. Úrvalsib. Öll eins og ný. Ágæt sameign. Úrvalseign á gjafverði 4ra ára steinhús á útsýnisstað í Mosfellssveit. Húsið er hæð 212 fm nettó fullgerð. Bflskúr 60 fm með jafnstórum kj. Undir húslnu er mikil og góð vinnu- og geymsluaöst. i kj. Stór fullg. lóö. Margskonar skipti möguleg. Útborgun aðeins kr. 560 þús. Óvenjugóö einstaklíb. á 1. hæð viö Rofabæ. Sólverönd. Ágæt sameign. Á úrvalsstað á Seltjarnarnesi Steinhús, kj., hæð og ris. Grunnfl. um 110 fm. Getur verlð m.a. 2 íb. eða rúmg. íb. með góðu skrifsthúsn. Bílsk. um 70 fm. Útsýnisstaöur. Teikn. á skrifst. Fjöldi fjársterkra kaupenda á skrá. Margskonar eignaskipti möguleg. Látlð Almennu fasteignasöl- una um söluna og kaupln eða elgnasklptin. Opið f dag, laugardag kl. 10.00-12.00 ogkl. 13.00-16.00. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.