Morgunblaðið - 16.09.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 16.09.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 25 Fellibylurinn Gilbert: Þúsundir Bandaríkja- manna flýja heimili sín Reuter Myndin, sem er tekin úr gervihnetti, sýnir fellibylinn Gilbert yfir Mexíkó-flóa í gær. Miami. Reuter. FELLIBYLURINN Gilbert var í gær yfir Mexikóflóa og stefndi til norðausturhluta Mexíkó og til Texas. Lokaðir vegir og skemmdir flugvellir torvelduðu björgunarstörf í Yucatan-skaga Mexíkó, sem fellibylurinn geys- aði yfir á miðvikudag. Þúsundir íbúa Texas og Louisiana-fylkis sem búa nálægt ströndinni flúðu heimili sín. Björgunarstarf gekk erfíðlega í Yucatan vegna skemmda á vegum og flugvöllum. Talið er að 100.000 íbúar við ströndina hafí misst heim- ili sín vegna flóða í kjölfar fellibyls- ins. Gilbert er um 1600 km í ummál og búist var við því að auga hans yrði yfír Texas í dag. Hraðinn í mestu hviðunum mældist 320 km/klst þegar hann fór yfír Yucat- an-skaga. Yfir Mexíkóflóa féll vind- hraði hans en búist var við að hlýir hafstraumar myndu auka hann að nýju. Fellibylurinn er sá mesti sem hefur verið á vesturhveli jarðar á þessari öld. Klukkan fjögur að ísl. tíma í gær var fellibylurinn 660 km suðaustur af Brownsville í Texas, við landamæri Mexíkó, en þar er búist við að hann komi fyrst til Bandaríkjanna. Hann færðist nær með 15 km hraða á klukkustund, en vindhraðinn var kominn niður í 190 km/klst. Fimm þúsund íbúar bæjarins Port Isabel, sem er við strönd Tex- as, yfírgáfu heimili sín í gærmorgun en fellibylurinn stefndi beint þang- að. Allir íbúar við ströndina hafa reynt að búa sig eftir bestu getu undir komu fellibylsins. Fólk byrgði glugga á húsum sínum og bátar voru settir í skjól. Mikið hefur selst af dósamat, svo og af kertum og rafhlöðum. Eftir að fellibylurinn Gilbert var farinn frá Jamaica sagðist forsætis- ráðherra landsins áætla að eyjar- skeggjar þyrftu um 400 milljón dali (um 18,5 milljarða ísl. kr.) til að byija að bæta það tjón sem Gil- bert olli. Um hálf milljón manna missti heimili sín og níu létu lífíð. Þrír voru skotnir í höfuðborg Jam- aica af hermönnum sem gættu þess að engu væri stolið úr verslunum og verksmiðjum i kjölfar eyðilegg- ingarinnar. Fellibylurinn olli flóðum og einnig skemmdum á uppskeru. Tvær stofnanir Sameinuðu þjóð- anna hafa heitið aðstoð við Jama- ica-búa upp á 75 þúsund dali (3,5 milljónir ísl. kr.) til kaupa á ábreið- um, dósamat, töflum til að hreinsa vatn og vélum til að færa tré og annað sem fellibylurinn feykti með sér. Alls er talið að 26 manns hafí látið lífíð af völdum fellibylsins, á þremur dögum. HUSQVARNA PRISMA Nú er aman Skemmtilega kíædd. Þá líður þér vel. Með hjálp HUSQVARNA PRISMA getur þú saumað falleg föt fyrir lítið. PRISMA hefur alla nútima sauma, og að sjálf- sögðu fylgir með henni námskeið. Láttu ekki erfíða tíma koma í veg fyrir að þú og fjölskyldan geti verið vel klædd. HUSQVARNA PRISMA Gerir saumaskapinn skemmtilegan. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00 Husqvarna T I \ *■ i bj .. r t c I h | \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.