Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTIJDÁGUR 6. JANÚÁR 1989 23 Nýir bílar General Motors-bílaverksmiðjurn- ar kynntu á miðvikudag tvær nýjar tegundir fólksbíla. Þær verða til sölu í haust og verða taldar til 1990 árgerðar. Bifreið- amar verða með drifi á öllum hjól- um og er yfir byggingin úr plasti. Að ofanverðu er Pontiac Trans Port og að neðan Oldsmobile Sil- houette. Noregur: Fimm kíló af sprengi- efni gerð upptæk Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA lögreglan hefiir handtekið þrjá Norðmenn sem eru þekkt- ir andstæðingar innflytjenda og flóttamanna. Þeir eru grunaðir um að hafa haft uppi áform um að koma fyrir sprengju í íbúðabyggingu í Ósló þar sem innflytjendur eru hýstir til bráðabirgða. Fimm kílógrömm af dínamiti fundust á heimili eins mannsins, Arnes Myrdal. Myrdal, sem margsinnis hefur lýst yfír andstöðu sinni við innflytj- endur á opinberum vettvangi, var fyrir ári kosinn formaður í samtök- um sem kallast Alþýðuhreyfingin gegn innflytjendum. Honum var vikið úr formannsstöðunni síðastlið- ið haust þegar hann lýsti því yfir í blaðaviðtali að innan vébanda sam- takanna störfuðu vopnaðar sveitir manna sem berðust gegn innflytj- endum og flóttamönnum í Noregi. Hámarksrefsing sem þremenn- ingamir eiga yfir höfði sér er sex ára fangelsisdómur. Hvalveiðar Grænlendinga: Meiri kvóti í kjöttonnum Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Alþjóðahvalveiðiráðið hefur ákveðið, að Grænlendingar fái að veiða á þessu ári 23 langreyðar og 60 hrefnur. Eru langreyðarnar fleiri en á nýliðnu ári en hrefiiurnar faerri. Ef kvótinn er metinn í kjöttonnum hefur hann stækkað nokkuð. Byggist veiðiheimildin á ákvæði um veiðirétt frumbyggja, þrátt fyrir hið alþjóðlega hvalveiði- bann. Hvalveiðimenn í Nuuk fá að veiða fimm langreyðar og 20 af 60 hrefn- um eiga að koma í hlut tveggja syðstu sveitarfélaganna, Nanortalik og Julianeháb. Á austurströndinni munu veiðimenn við Scoresby-sund og í Ammasalik skipta með sér 12 hrefnum. Grænlendingar fá í sinn hlut svo- kallaðan undanþágukvóta vegna þess, að þeir hafa lifað á hval frá alda öðli, en verða að ábyrgjast, að kjötsins sé aðeins neytt af íbúun- um á hveijum stað. Ekki verður leyft að veiða langreyðina í júní, júlí og ágúst og er það gert af ótta við, að kjötið kunni að skemmast áður en búið er að skera hvalinn allan og selja. Israel: Ríkisstjórnin flall- ar um breyt- ingar á flárlögum Mesta lægð í efiiahagslífinu frá árinu 1982 Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, fjármálaráð- herra ísraels, lagði fram tillögur í ísraelska þinginu (Knesset) í gær um að lækka fjárlög fyrir árið 1988-89 um einn milljarð shekela (um 25,3 milljarða ísl. króna) til að auka hagvöxt í landinu. Lækkun verðbólgu og minni umsvif stjórnsýslukerfis- ins eru meðal þess sem Peres telur nauðsynlegt til að örva efhahagslífið sem hefiir orðið fyrir miklum skakkafollum vegna átakanna á herteknu svæðunum. Peres lagði til að i kjölfar 12% gengisfellingar she- kelsins gagnvart dollara og mik- illar lækkunar niðurgreiðsla til matvæla og eldsneytis, yrðu út- gjöld til varnarmála, heilbrigðis- mála, mennta- og samgöngumála lækkuð. Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins, leggur fram tillögur um aðgerðir sem fyrirrennarar hans af hægri væng stjómmálanna hafa veigrað sér við að flytja: Greiðslur komi fyrir grunnskólamenntun, greiðslur komi fyrir vitjanir lækna og að niðurgreiðslur af matvömm og almenningssamgöngum, sem aðallega koma þeim efnaminni til góða, verði lækkaðar. Peres leggur til að opinberum starfsmönnum, sem nú eru 440.000, verði fækkað, og að kaup- máttur launa verði lækkaður. Hann hefur einnig samþykkt tillögur um að hafin verði einkavæðing ríkis- fyrirtækja, þar á meðal E1A1 flugfé- lagsins og ríkissímafélagsins. Þá komst íjármálaráðherrann að samkomulagi við Yitzhak Rabin, varnarmálaráðherra, um 120 millj- óna shekela (um 3,2 milljarða ísl. kr.) lækkun á útgjöldum til varnar- mála. Gad Yaacobi, samgöngumálaráð- herra, sagði að ríkisstjórnin myndi endurskoða fjárveitingar til varnar- mála á fimm mánuða fresti eða um leið og kostnaður ríkisins vegna róstanna á herteknu svæðunum yrði metinn. Mexíkó: Jarðskjálflti skók landið Mexikóborg. Reuter. ÖFLUGUR jarðskjálfti reið yfir suðurhluta Mexíkó á miðvikudag en ekki hafði spurst af mannfalli eða spjöllum á mannvirkjum. Skjálftinn mældist 5,1 stig á Richter. Samkvæmt upplýsingum jarðskjálftastöðvarinnar í Mexíkóborg reið skjálfti yfir suðurhluta landsins um þijúley- tið á miðvikudag og reyndust upptök hans vera úti fyrir Kyrrahafsströnd Oaxaca-ríkis. Jarðskjálfti sem mælist 5 stig á Richter eða þaðan af meira er nægilega öflugur til valda miklum usla á þéttbýlis- svæðum. Talsmaður jarðskjálftastöðv- arinnar sagði að skjálftans hefði orðið vart viðs vegar í Mexíkóborg en ekki í Oaxaca- borg, um 320 km sunnar í landinu. VIÐ MINNUM Á 15% AFSLÁTT AF ÖLLUM VÖRUM VERSLUNAR- INNAR Á LAUGAVEG117. ÞÚ MANST, í PORTINU. HEIMILILITLU RISANNA. gramm Laugaveg 17 -sími 12040 n?) □ ARTOFNOISE □ AZTEC CAMERA □ THE BEATMASTERS □ BIG COUNTRY □ BYRDS □ CHESTERFIELDS □ COCTEAU TWINS □ ROBERT CRAY BAND □ CROWDED HOUSE □ ENYA □ ERICB.&RAKIM □ FLEETWOOD MAC □ RORY GALLAGHER □ GODFATHERS □ HEART&SOUL □ HOUSE OF FREAKS □ IMPERIET □ INFORMATION SOCIETY □ JOY DIVISION □ JOHN LENNON □ LET'S ACTIVE □ NICKLOWE □ ROGER MCGUINN □ THE OYSTER BAND □ GRAHAM PARKER □ PROCLAIMERS □ PUBLIC ENEMY □ R.E.M. □ RENEGADE SOUNDWAVE □ SANDYSHAW □ MICHELLE SHOCKED □ PATTI SMITH □ THESMITHS □ BRUCE SPRINGSTEEN □ STARS OF HEAVEN □ TESTDEPT. □ TANITATIKARAM □ TRAVELLING WILBURYS □ T. REX □ TRIFFIDS □ U.2. □ WATERBOYS □ WEDDING PRESENT □ WOODENTOPS □ STEVE WINWOOD □ YARDBIRDS □ YELLO □ BUCKWHEAT ZYDECO HM. ÞUNGAROKK ER LÍKAÁ ÚTSÖLUNNI, T.D.: □ ANTHRAX □ BLACK SABBATH □ BONJOVI □ DEATH ANGEL □ DOKKEN □ EXODUS □ LONDON □ MALICE □ NASARETH □ OBSESSION □ RATT □ RAVEN □ SAXON □ VOIVOD ÞÁ ERU ÞAÐ GEISLADISKARNIR, T.D.: □ BILLY BRAGG □ TRACY CHAPMAN □ ERASURE □ JOY DIVISION □ JONI MITCHELL □ GRAHAM PARKER □ PROCLAIMERS □ STARS OF HEAVEN ATH.: 15% AFSLÁTTUR VEITTUR AF ÖLLUM ÖÐRUM VÖRUM í VERSLUNINN MEÐAN Á ÚTSÖLUNNI STENDUR. NOKKRAR GÓÐAR COUNTRY PLÖTUR (LD & CD): □ HANKWILLIAMS JR. □ JOHNNY CASH □ LYNN ANDERSON □ MERLE HAGGARD □ GEORGEJONES& TAMMY WYNETTE □ CHRISTAL GAYLE □ CHARLIE RICH MÚSÍKMYNDBÖND. VHS: □ KERRANG 3 □ PETSHOPBOYS □ CURE □ WHITESNAKE □ NEILYOUNG □ SAXON □ BIG COUNTRY □ BONJOVI □ STATUSQOU □ CLIFF RICHARS OG FLEIRIOG FLEIRI □ THAT PETROL EMOTION □ TANGERINE DREAM □ TANITATIKARAM □ U.B.40 □ U.2. □ WIRE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.