Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 25 öðu og" útvegsaðilum. Svör hér á effcir, en tekið skal rmaður Borgaraflokksins, ð frá kynningunni til þess þessar hugrnyndir í gær. | undir sig ákveðnum hluta af kvótan- um, og síðan á kommissarastjóm að | úthluta þeim kvóta, annað hvort eftir | eigin skoðunum eða á fijálsum mark- aði. Það er því rangnefni að kalla | þetta úreldingarsjóð, heldur er verið að búa til stofnun sem á að stjóma sölu á auðlindum, eða koma á auð- lindaskatti,“ sagði Skúli. Hann sagði síðan að tillögur ríkis- f stjómarinnar, um gæðaátak í sjávar- útvegi, væru allrar athygli verðar, | en nauðsynlegt væri að breyta stefn- | unni fyrst. „Við tölum um, að við | flytjum út gæðavöru, og það em | strangar reglur um það í frystihúsum | hvemig flakið skuli skorið í sundur. | En í lokin á reglunum kemur, að físk- | urinn má ekki vera eldri en 8-9 daga f gamall. Það myndi enginn íslending- t ur leggja sér til munns, svo gamlan I físk. Ég held að framtíðin í íslenskum : sjávarútvegi byggist á að við hættum þessum útilegum og kraftsókn í fiski- | stofnana, og dagróðrar komi aftur. í Þá getum við flogið með fiskinn | beint, hvort sem er til Evrópu eða | Japan, og boðið viðskiptavinum okkar | upp á hann ferskan, 2-3 daga gaml- | an. Og þá megum við ekki fækka í skipunum heldur verðum þvert á móti að ijölga þeim til að geta sótt | gæðafískinn, en snúa frá þessari |; gúanóvinnslu, sem við erum að ham- | ast í nú,“ sagði Skúli Alexandersson. að þetta idaskatti ivarútvegsráðherra | útvegsmenn almennt sem tilnefna - hina fjóra." | Matthías segir að þetta mál hafí i ekki verið rætt lið fyrir lið í þing- | flokki Sjálfstæðismanna, en Þor- f steinn Pálsson hafi skýrt frá því í | heild og það verið rætt lítillega sem I trúnaðarmál. „Hins vegar er þetta ; ekki lengur neitt leyndarplagg, því 1 að það er komið í hendur fleiri tuga ef ekki hundruða manna,“ sagði f hann. Matthías var spurður hvort hann | telji að Sjálfstæðismenn á Alþingi I muni allir sem einn leggjast gegn f framgangi málsins. „Það vona ég að ; Guð gefí að hver og einn einasti | þeirra geri það,“ sagði Matthías Bjamason. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐJÓN GUÐMUNDSSON Hong Kong undir kínverskum yfírráðum 1997: Aukinni hagsæld spáð en menntamenn eru uggandi HONG KONG er bresk krúnunýlenda og verður það til miðnætt- is 1. júní 1997 en eftir það mun hún lúta stjórn Kínveija. Hong Kong er á suðausturströnd Kina og á 75 ferkílómetra eyju skammt undan fastalandinu og þar búa 5,8 miHjónir manna við mun betri kjör og allt annað hagkerfí en í nágrannarikinu. Alls er svæðið 1.068 ferkilómetrar og er eitt hið þéttbýlasta í heimi. Sjö af hveij- um tíu íbúum landsins hafa flúið frá hinu viðfeðma nágrannaríki í suðri eða eiga foreldra sem flýðu. Kínveijar hafa ítrekað reynt að fúllvissa íbúa og yfirvöld í Hong Kong um að ekki verði hrófl- að við hagkerfinu þegar nýir herrar taka við völdum. Deng Xiaop- ing, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, segir að þá verði „eitt ríki, tvö hagkerfi". Víst er að Kínveijar sjá sér hag í að taka við blómlegu búi en efasemdaraddir eru uppi meðal kaup- sýslumanna í Hong Kong. Þess er minnst að svipuð loforð voru gefin i Tíbet árið 1950 þegar Kínveijar þvert ofan í loforð juku herstyrk sinn þar. Efnahagslíf í Hong Kong er í miklum blóma og spá hag- fræðingar 7-8% hagvexti á þessu ári. Skipakomur eru hvergi tíðari en í höfninni í Kowloon þar sem 7 milljón tonn af vamingi fara um á mánuði. Flugvélar, sem fljúga hver af annarri yfír skýj- aklúfum í Kowloon og lenda á Kai Tak flugvelli, flytja 106.000 farþega í hverri viku. Verð á fas- teignum hefur hækkað um 20% á árinu 1988 og verið er að byggja tuttugu ný hótel. Nýting hótela er nú í kringum 91% á ári. Ut- anríkisviðskipti tvöfölduðust á ár- unum 1983-1987 og þjóðarfram- leiðsla jókst um 13% 1988. Bjartsýnismenn segja að stjórn- arskiptin 1997 skapi kaupsýslu- mönnum í Hong Kong aukin tæki- færi til fjárfestinga í Kína og segja að sú þróun sé reyndar þegar hafín. Það má til sanns vegar færa því um 60% erlendra fjár- festinga í Kína koma frá kaup- sýslumönnum í Hong Kong. Vegna vaxandi launakostnaðar í Hong Kong hafa iðjuhöldar í auknum mæli flutt starfsemi sína yfir landamærin að Perluár- svæðinu í Guangdong-héraði. Iðjuhöldar geta eftirmunalaust sett þar upp verksmiðjur, flutt tæki og þekkingu frá Hong Kong og fært arðinn inn á reikninga sína í bönkum á heimaslóðum eða erlendis. Mörg þúsund verksmiðj- ur eru starfræktar á svæðinu og umsvifín aukast um 20% á hveiju ári. Perluár-svæðið er nú í harðri samkeppni við Shanghai sem mesta framleiðslusvæðið í Kína. Bjartsýnismennimir benda einnig á sívaxandi _ umsvif Kínveija í Hong Kong. í aðalvið- skiptahverfínu í Kowloon gnæfír Kínabanki hátt yfir öðrum skýja- kljúfum en þó er byggingu hans enn ekki lokið. Kínveijar reka einnig yfir 3.000 fyrirtæki í Hong Kong og nemur ársvelta þeirra 10 milljörðum HK dollara, jafti- virði 78 milljarða Bandaríkjadoll- ara. Drög að stjórnarskrá Arið 1984 lofuðu kínversk stjómvöld Hong Kong-búum víðtækri sjálfstjóm í að minnsta kosti 50 ár eftir 1997 en frá því að það loforð var gefið hefur margt breyst í kínverskum stjóm- málum. Umbótatilraunir Dengs Xiaopings hafa sætt mótbyr og lýðræðissinnar í Hong Kong em óánægðir með fyrstu drög að stjómarskrá sem Kínveijar kynntu þeim í apríl á þessu ári. í henni er gert ráð fyrir að Hong Kong-búar fari með stjóm sinna mála að því undanskildu að Kínveijar móti vamarmála- og utanríkisstefnuna. Þó em margir Hong Kong-búar þeirrar skoðunar að í drögunum sé eitt og annað þeim til ágætis. Þar er kveðið á um gmndvallarréttindi Hong Kong-búa, þ.á m. tjáningarfrelsi, ferðafrelsi, trúfrelsi og sjálfs- ákvörðunarrétt Hong Kong-búa í efnahagsmálum. Þeim er á hinn bóginn meinilla við þau ákvæði í stjómarskránni sem þeir telja að rýri sjálfsákvörðunarrétt sinn. í þessum umdeildu ákvæðum er kveðið á um rétt Kínveija til að breyta stjómarskránni eða öðmm gildandi lögum í Hong Kong. Samkvæmt grein 169 er Kínvetj- um til dæmis heimilt að setja fram Frá miðborginm i Hong Kong. sína túlkun á stjómarskránni og grein 170 veitir þeim rétt til að gera breytingar á henni. í grein 18 er kveðið á um að dómstólar í Hong Kong hafi ekki dómsvald í málum sem snerta vamir ríkis- ins. Talið er líklegt að Kínveijar geri önnur drög að stjórnarskrá Hong Kongs á vordögum 1989. Landflótti Á undanfömum tveimur ámm hafa 80.000 manns tekið sig upp og flutst úr landi, flestir til Banda- ríkjanna, Bretlands eða Ástralíu. í Hong Kong búa eins og fyrr segir 5,8 milljónir manns svo að talan er ekki óeðlilega há. Sé hins vegar haft í huga að helmingur þeirra sem flytjast frá Hong Kong hefur framhaldsskóla- eða há- skólapróf verður vandamálið sýnu alvarlegra, því aðeins 10% íbúana getur sýnt slík prófskírteini. Talið er að um 50.000 manns til við- bótar flytji úr landi á þessu ári Gífúrlegt framboð er af hvers kyns vörum í Hong Kong. og að alls flytji fyórfalt fleiri úr landi í ár en árið 1985. Fyrirtæki hafa orðið að leggja upp laupana vegna skorts á hæfu starfsfólki. í Hong Kong starfa mörg fyrir- tæki sem bjóða útflytjendum upp á ráðgjöf og þar er gefíð út sérs- takt tímarit fyrir útflytjendur, Útflytjandinn (The Emigrant). Margir þeirra kaupsýslumanna og stjómmálamanna sem fara fög- mm orðum um framtíð Hong Kong undir kínverskum yfírráðum geta huggað sig við það að í skjóli auðs síns eiga þeir auðvelt með að útvega sér erlent vegabréfi ef framtíðarsýn þeirra reynist ekki á rökum reist. í starfsmanna- samningum margra erlendra fyr- irtækja í Hong Kong er að finna ákvæði um að viðkomandi fyrir- tæki útvegi yfirmönnum sínum erlend vegabréf. Mörg stærstu fyrirtækin í Hong Kong em á sama hátt farin að Reuter fjárfesta í auknum mæli erlendis. Hong Kong og Shanghai-bankinn keypti nýlega þau 48% sem hann átti ekki fyrir í Marine Midland- bankanum í New York. Ennfrem- ur keypti hann 14% hlut í Mid- land-bankanum í Bretlandi. Al- þjóðafyrirtækin Union Carbide og American Chemicals hafa neyðst til að flytja aðalstöðvar sínar til Singapore sökum menntamanna- flóttans frá Hong Kong. Eigi að koma í veg fyrir þróun- ina í Hong Kong verða næstu drög kínverskra stjómvalda að stjómarskrá að eyða ótta Hong Kong-búa. Þeir verða að sýna fram á að efnahags- og utanríkis- stefna þeirra leggi ekki í rúst hagkerfi einhvers auðugasta sam- félags í Asíu. Byggt á The Economist og The Far East and Australasia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.