Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR '6. JANÚÁR' 1989 ,,\)ó pu sert í megrunarkurj erþa& enq\n nféökun hjrir þv/i' oð Ofinqcx bersekS- QÆng í bdkaríinu . " Það sem amar að þér er skortur á heilsuleysi, vin- ur____ upp er staðið Þegar Til Velvakanda. Heiðursmaðurinn og stærðfræð- ingurinn snjalli, Vilhjálmur Ög- mundsson bóndi á Narfeyri, keypti varla svo hlut eða tæki að hann reiknaði ekki út notagildi hans, eins og hann orðaði það. Hann vildi kanna hve mikið gagn væri að kaupunum og eins hvort það svaraði kostnaði að ráðast í kaupin. Hvemig er þetta svo í dag? Hvenær er horft fram í tímann eða til baka þegar um svona framkvæmdir er að ræða? Hugsa menn um notagildi þess er þeir kaupa eða hvaða gagn er að því? Það væri þó auðvelt á jafnmikilli tölvu- og tækniöld og nú að fá útkomu slíks. Mér verður hugsað til alls þess sæl- gætis, öls, áfengis og annarra skað- legra efna sem menn belgja í sífellu hugsunarlítið eða laust, hvemig notagildi þeirra yrði reiknað á mæli- stiku Vilhjálms. Já, notagildi þegar manngildið fær og að lúta í lægra haldi. Stjómvöld hrökkva ekki upp við það þótt margt í þjóðlífínu fari forgörðum í þessum vímuefnaflóð- um, enda er þar oftast skrúfað frá krananum til óþurftar heilbrigði mannlegs líf. Krísuvíkursamtökin ræða vanda- málin í dag. 300 ungmenni segja þeir að farist í forarpytti vímuveit- unnar eins og er og fleiri bætast við vikulega. Það vantar fleiri meðferð- arstofnanir. Þetta eru menn sam- mála um. Kvennaathvarf sem ekki þekktist í mínu ungdæmi, hefír stór- an akur að eija. Hvað gengur eigin- lega á? í æsku minni var kvenfólk ímynd þess besta og fegursta í lífínu. Þangað náði eitrið ekki. En nú er það komið líka í forarvilpuna. Guð minn góður. Getur þetta verið? Kon- an sem stóð sterkasta vörðinn um böm og heimilið, varði það ef maður- inn fór út af strikinu. Er hún í dag í hættu? Hvað er notagildi einnar brennivínsflösku, eins sígarettu- pakka, hass og þessháttar? Þarf nokkra Þjóðhagsstofnun til að reikna það út, eða tölvu? Nei, daglega lífið sýnir notagildið í öllum þess nöktu og hræðilegu myndum og daglega lífið sér alla þá mínusa sem sá út- reikningur kemur með. Það er sorg- leg staðreynd að leiðtogar þjóðarinn- ar skuli vera þar sterkastir kyndar- ar. Enginn gróði, eilíft tap hvar sem auga lítur. „Ég er að styrkja ríkið“ sagði einn ánetjandi vímunnar við mig fyrir mörgum ámm og saup á. Ríkið þarf meiri peninga. í dag er hann svo að taka út hjá ríkinu sem hann „hjálp- aði“ því um áður og ríflega það og er nú brostinn vonum og lífsþreki á afvötnunarstofnun. Svona gerast nú hlutimir. í dag er umræðan um fríðindi fólks í áfengiskaupum. Ég hélt að ríkið hefði ekki efni á þvl að gefa áfengi og síst þeim sem hæst launin hafa og er það ekki baráttumál hvers þingflokks að mismuna ekki þegnum þjóðfélagsins. Og hví eru ekki ákveðnar reglur um þetta og menn þá látnir telja þessi fríðindi fram til skatts eins og önnur sem hinn al- menni borgari verður að gera að við- lögðum sektum. Væri ekki rétt að athuga þetta nánar. Kjörorð 1989. Minnkandi víma. Heilbrigð þjóð. Gleðilegt ár. Árni Helgason, Stykkishólmi Að sigrast á sjálfum sér Agæti Velvakandi. „Eg þekki ykkur minnst bama minna, en elska ykkur mest,“ mælti páfínn er hann ávarpaði prímkristna öreigabændur Andesfjalla. Var þama eitthvað um fátaektarákvæði sæluboðunar að ræða. Fátæka fólkið skóp fegurstu þjóðlögin í öllum heim- sálfum. Einstök tónskáld hafa unnið úr menningararfi þessum. Illu heilli bönnuðu valdsmenn íslensku þjóðinni að syngja og dansa. Var þetta gjört í þágu lúthersks rétttrúnaðar. Þjóðin hélt fallega tungumálinu, en undur- fögru þjóðlögjn, dansana og leikina iðkar ekki nokkur maður lengur. „Heims um ból, helg eru jól“ og Klukknahljóð, tækni nútímans gerir þessum fallegpi jólalögum unnt að komast inn í afskekktustu moldar- kofa dreifbýlis. Annars vom nú meiri friðaijól en oft áður. Er von til að mannskæðum styijöldum linni í Pers- aflóa, Palestínu, Afganistan, Namibíu og Angóla. Það er að losna um harðstjóm í Rússa- og Kína- veldi. Eftir er að semja frið á vinnu- stöðunum og inni á heimilunum og að streitusnauður samstarfsandi komi í stað endalausrar keppni og togstreitu. Að sigrast á sjálfum sér er hin eina sanna sigurlöngun. Nýja testamentið lofsyngur fátækt, en ekki örbirgð frá vöggu til grafar. Mannkostir rýma oft með batnandi efnahag, enda er varasemi gegn auðhyggju eins og rauður þráður í gegnum Nýja testamenti. Er og varð- veittur bemskuandi talinn þar frum- skilyrði til himnaríkisinngöngu. Margir sóa tíma sínum í það von- lausa verk að aðlaga valda- eða eignasöfnunaráráttu sjálfum sér í hag, að kenningum Meistarans frá Nazaret. Öllum samfélögum manna sem höfðu eitthvað réttlæti í eigna- skiptingu og raunsanna virðingu fyr- ir lífríkjum náttúru hefur verið eytt. Fyrir 350 ámm sannaðist að unnt er að framfleyta milljónum manna í velferð með nákvæmnislandbúnaði án hruns vistkerfa náttúru, þrátt fyrir mjög breytileg og erfíð ytri skilyrði. Því miður heldur styijöldin við móður náttúru áfram með geisl- unarlekum, iðnaðarmengun og ósón- götum. Það rignir sýru, skógar eyð- ast og lönd blása upp. Nitrógen og fosfór menga grunnvatn, ár, vötn og innhöf og valda þörungaplágum og síðan algerum dauða. Ráðstefnur með tölvuvæddu pappírsflóði, ræðu- gleði úr pontu eða vel auglýst upp- hlaup Grænfriðunga breyta glötun- arstefnuferlinU sáralítið. Enn einu sinni ætla íslenskir forráðamenn að gera átak upp úr áramótum. Spara í stað þess að sóa, jafna eigna- og tekjumisrétti og gjöra fleira alþjóð til heilla. Boðuð er kostnaðarsöm bylting í landbúnaði. Leggja á niður frumstæðan beitarbúskap með hús- dýrafjölda sem stöðutákn, enda þolir ekkert gróðurlendi í veröldinni slíkt til lengdar. í staðinn á að endur- hanna nútíma græðgislandbúnað og aðlaga hann að lögmálum móður náttúru. Ifyrir þessu stendur vel menntuð nútíma þéttbýliskynslóð sem er svo ötul við að skapa ný at- vinnutækifæri og láta fyrirtækin bera sig fjárhagslega. Þjóðsögumar segja oft mikinn sannleik enda gott sem gamlir kveða. Nýársnóttin gefur þeim gull í mund sem heldur út orrahríð álfanna á krossgötunum, uns rönd sólar gægist upp og hrímperlumar taka að glitra í allri fegurð sinni. ekkert má af álf- um þiggja undir þessum kringum- stæðum, hvað sem þeir bjóða fram. En verið getur að þegar sá staðfasti loksins má hirða álfarestina hafí hann misst alla löngun til þess. Fjölmiðlamir em mjög nýttir um hátíðimar, einkum skjárinn. Nýárs- dagur er mörgum dagur letinnar. Hægt er að sitja bergnuminn framan við videóið og öðlast Don Giovanni sjálfkrafa á eftir, komast þá að raun um að fleira er fallegt en tónamir frá villa Oropeza. Bjami Valdimarsson HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Drápum við þessa hvali, spurði ungur vinur Víkveija dagsins, sem við sátum fyrir skömmu og horfðum á sjónvarpið. Myndin fjall- aði reyndar um vandamál afkom- enda okkar á 23. öld. Fljúgandi furðuhlutur hafði komið utan úr geimnum og beint ofurkröftum að jörðinni svo allt var þar í hættu. Þá fundu ráðsnjallir menn það út, að meginkrafturinn beindist að höfunum. Það kom svo í ljós, að furðuhluturinn var hreint ekki að reyna að ná sambandi við menn heldur sjávardýr. Og þegar mann- skepnan hafði náð skilaboðunum, kom í ljós, að þau voru ætluð hnúfubökum. Sú tegund hafði að- eins orðið til á jörðinni, en var þar ekki lengur á 23. öldinni, þar henni hafði verið útrýmt á okkar tímum. Snillingar framtíðarinnar gátu hins vegar ferðast um tímann og komu til okkar, sóttu hnúfubaka og tóku með sér inn í framtíðina. Þegar furðuhluturinn náði svo sambandi við hnúfubakana í höfum 23. aldar- innar sneri hann aftur til síns heima og jarðarbúar áttu sér framtíð á ný. XXX Víkveija brá hastarlega við spumingu vinar síns. Hún átti sér hins vegar rætur í desember- hefti tímaritsins National Geo- graphic, sem Víkveiji og vinur hans höfðu nýlega lesið. Það hefti fjall- aði um umhverfísmál og spurning- una um það, hvort manninum tak- ist að bæta það tjón, sem hann hefur valdið. Þar var m.a. varpað fram þeirri spumingu, hvort hvala- stofnamir geti náð sér á strik á nýjan leik eftir aðgangshörku mannsins og var hnúfubakurinn þar á meðal. Með fylgdi myndarlegt kort, þar sem fáni Islands kom við sögu ásamt fánum Norðmanna og Japana. í greininni var sagt, að þessar þjóðir notfærðu sér smugur í reglugerðum Alþjóðahvalveiði- ráðsins til að veiða hvali undir yfir- skyni vísinda. Víkveiji svaraði vini sínum með stuttu nei-i. Hann beið hins vegar satt að segja hálfskelfdur eftir því að hvalveiðimennirnir birtust á sjónvarpsskerminum og töluðu íslenzku! Svo fór þó ekki. En þeir töluðu ekki ensku, eins og allir aðr- ir í myndinni. Og Víkveija varð hugsað til þess, að áhrifarík yrði sú ræða Halldórs Asgrímssonar að vera, sem hann flytti, þegar þessir á 23. öldinni finna út, með aðstoð National Geographic, hver var sjáv- arútvegsráðherra á Islandi, þegar síðasti hnúfubakurinn synti í heims- höfunum. Skyldu fljúgandi furðu- hlutir geta greint í milli framsókn- armanna og annarra? Víkvetji dags- ins vill lifa í þeirri trú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.