Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 Minning: Pálína Agústa Arinbjarnardóttir Fædd 2. júli 1928 Dáin 28. desember 1988 Skammdegið virtist enn dekkra og jólahátíðin náði ekki að lýsa það ögn upp, þegar ljóst varð að Pálína Arinbjamardóttir, mín kæra vin- kona, myndi ekki ná sér aftur eftir heilablæðingu þá sem hún hlaut 18. desember. Eftir 10 daga legu kvaddi hún. Alltaf þegar einhver náinn ætt- ingi eða vinur fellur frá, grípum við okkur í því að hugsa fyrst og fremst um sjálfa okkur, rifja upp allar yndislegar endurminnjngar sem við eigum um viðkomandi, draga perlur kærra minninga upp á band sem talnaband væri, snúa því milli fingra okkar, snerta hveija perlu og vera þakklát fyrir að perlur þess- ar eru óforgengilegar og enginn getur tekið þær frá okkur. Fyrstu perlumar á talnabandi minninga eru frá árinu 1965. Þá kynntumst við fyrst gegnum eigin- menn okkar sem þá störfuðu sam- an. Pála og fyrri maður hennar, Friðrik, höfðu slitið samvistir og þá þurfti Pála mín að fara að vinna fyrir hópnum sínum, þremur ungum bömum. Hún átti hauk í homi, sem var móðir hennar, Ágústa. Hún gætti litlu dætranna tveggja, Ágústu og Þórunnar, en Arinbjöm litli fékk pláss á dagheimili. Seinna sagði Pála mín mér, hve sárt það hefði tekið sig að þurfa að láta Arinbjöm á dagheimili. Litli hnokk- inn gat ekki skilið af hverju hann mátti ekki líka vera hjá ömmu sinni. En síðan lágu leiðir hennar og seinni manns hennar, Þorsteins Friðriks- sonar, saman. Það var gæfa þeirra beggja, Þorsteinn varð ástríkur fósturfaðir bamanna hennar þriggja og saman eignuðust þau soninn Friðrik. Fyrst bjuggu þau í Hvassaleiti og þaðan eigum við Pála mín margar perlur saman. Báðar fjölskyldur okkar fóru að byggja, Pála og Þorsteinn í Kjalar- landi. Oft stungum við saman ne§- um yfir teikningum, skoðuðum hálf- klámð hús beggja, héldum upp á veglegt afmæli Steina og svo má lengi teija. En ein skemmtilegasta perlan á talnabandinu mínu er, þeg- ar Pála mín spennti á sig skauta dóttur sinnar og renndi sér af hjart- ans lyst á svelli í Hvassaleitinu. Hún lifði svo sannarlega lífinu lif- andi. En örlögin höguðu því svo, að árið 1977 vorum við báðar orðnar einstæðar mæður. Pála mín í annað sinn, er Steini lést af hjartaáfalli á besta aldri. Fjölskyldan var þá bú- sett í Svíþjóð. Það vom þung spor fyrir Pálu mína að koma til Islands tii að jarðsetja mann sinn. Húsið þeirra í Kjaiarlandinu var þá leigt út svo að utan fór hún aftur, en kom heim alkomin strax og hún gat. Bjó hún þá hjá föður sínum á Baldursgötunni fyrst um sinn, þar til hún gat flutt í húsið sitt. Aftur var Pála orðin eina fyrirvinnan, en nú vom bömin orðin meira sjálf- bjarga. Hún gat valið úr vinnu, enda með ágætt verslunarskóla- próf, samviskusöm og skarpgreind. Vann hún við skrifstofustörf til dauðadags. Nú skyldi ætla, að lífsferill Pálu minnar hafi verið eintómir erfíðleik- ar. Uppi stóð hún fyrst ein með þrjú ung böm, missti móður sína, sem var henni svo kær, upplifði lát Steina í rúminu við hliðina á sér á erlendri gmnd og að lokum lést faðir hennar, sem hjá henni átti athvarf síðustu ár sín. Þá var Pála mín stödd úti í Kaupmannahöfn í langþráðu fríi, sem lítið varð úr, þvi að dótturskyldumar kvöddu hana heim. En langt er frá að nokk- ur tæki eftir eða hugði að Pála mín ætti erfítt. Smá erfiðleikum hló hún að, stærri erfiðleika blés hún á, sorg tók ofurlítið lengri tíma. En fyrst og fremst horfði hún alltaf fram á veginn og datt ekki í hug að láta það, sem ekki verður breytt gera líf sitt og bamanna sinna að einhveijum táradal. í hennar húsum réði ávallt gleði, gáski og jákvætt lífsviðhorf ríkjum. Periur minninganna á talnaband- inu okkar Pálu minnar em ótal- margar. Flestar þeirra em aðeins fyrir hana og mig, svo miklar trún- aðarvinkonur vomm við. Ekki nógu oft þakkaði ég henni góð ráð sem hún gaf mér eða einfaldlega fyrir að gefa sér tíma til að hlusta á mig. Oftar en ekki tókst henni að láta mig finna, að hún stæði í þakk- arskuld við mig, svo hlýr og einlæg- ur vinur var hún. Við skeggræddum um alla heima og geima, ekki að- eins böm og hvunndaginn, heldur líka heimspeki, bókmenntir, efna- hagsmál, atvinnumál, trúmál og eilífðarmálin. Við kölluðum það aldrei dauðann, heldur eilífðarmál- in. Og nú þegar hún er farin yfir móðuna miklu, veit ég að hún fyrir- gefur mér að segja frá einu sam- tali okkar: „Ég þarf að koma böm- unum mínum öllum til manns, en veistu hvað, Bagga, ég vil ekki verða gamalmenni. Það er ömurlegt að verða ósjálfbjarga og ég má ekki til þess hugsa að verða bömun- um mínum byrði." Henni varð að ósk sinni. Og ekki aðeins kom hún bömunum sínum til manns, sem öll em jafn myndarleg og nýtir þjóð- félagsþegnar, heldur em þau öll fjögur þessir elskulegu og hlýju persónuleikar eins og Pála mín var. Móðurhlutverkinu skilaði hún vissu- lega með miklum sóma. Síðustu árin bjó Páia mín á bemskuheimili sínu, sem hún hafði endumýjað að mestu og gert sér yndislegt heimili. Friðrik, yngsti sonurinn, er farinn að búa í sinni eigin íbúð á neðri hæðinni og eldri bömin þijú hafa öll stofnað sitt eig- ið heimili. Hún átti líka einlægan vin síðustu árin, Jón Sigurðsson, þótt ekki byggju þau í sambýli, heldur góðu nábýli. Oft sagði hún mér, hve mikils virði það væri sér að hafa kynnst Jóni. Við hann gat hún rætt í einlægni og átti fullan skilning hans. Slíkt er ómetanlegt. Að lokum langar mig að snerta eina perluna enn á talnabandinu. Ég var sem oftar í heimsókn hjá Pálu minni, sem þá bjó i Búðar- gerði. Faðir hennar, Arinbjörn, var ósköp lasinn og ég settist inn hjá gamla manninum og átti við hann langt spjall. „Ég er orðinn óttalegt skar og veit að ég á ekki langt eft- ir. En eitt skal ég segja þér, ég kvíði ekki vistaskiptunum. Bráðum mun ég hitta hana Ágústu rnína." Þess vegna skulum við ekki vera döpur. Mér finnst sem ég sjái Pálu mína standa fyrir framan okkur, brosa sínu hlýja brosi, haila eilítið undir flatt og segja við okkur öll: „Æi, verið þið nú ekki hrygg. Ég er komin til mömmu, pabba og Steina." Skammdegið er að baki, við göngum mót hækkandi sólu. Pála okkar hefur fengið góða heimkomu. — Og perlumar eigum við öll áfram. Björg Sigurvinsdóttír I dag er til moldar borin Pálína Ágústa Arinbjamardóttir, tengda- móðir mín, en hún lést á gjörgæslu- deild Borgarspítalans aðfaranótt 28. desember sl,- eftir stutta en erf- iða sjúkdómslegu, aðeins sextug að aldri. Pála fæddist 2. júií 1928 í Reykjavík, dóttir merkishjónanna Arinbjamar Þorkelssonar, húsa- smíðameistara og Ágústu Guðríðar Ágústsdóttur, en þau eru bæði lát- in. Eftirlifandi er bróðir Pálu, Þórir Sigurður, læknir í Svíþjóð. Uppvaxtarárin voru ljúf í faðmi fjölskyldunnar við leik og nám en einnig átti hún morg sumur í ffænd- garði að Heijólfsstöðum í Áiftaveri. Þau vom henni einkar kær í minn- ingunni. Pála lauk námi frá Verslunar- skója fslands 1947. Árið 1952 giftist Pála Friðrik Ingvarssyni frá Vestmannaeyjum og eignuðust þau þijú böm. Þau era Ágústa, eiginkona mín, f. ’52; Arinbjöm, f. ’56, kvæntur Margréti G. Andrésdóttur; og Þórann, f. ’59, gift Ólafí B. Blöndal. Þau slitu sam- vistir. Seinni maður Pálu var Þorsteinn Friðriksson, en hann lést í janúar 1977 aðeins 47 ára að aldri. Þau áttu saman Friðrik f. ’66. Bama- bömin era orðin sex. Heimili hennar, fallegt og hlýtt, var samastaður íjölskyldunnar, allt- af opinn vettvangur umræðna- og skoðanaskipta, jafnt um þjóðmál sem málefni Qöiskyldunnar, sem hún bar takmarkalausa umhyggju fyrir. Lífsgleði og létt lund ásamt hlýju og tillitsemi í garð manna og málleysingja vora sterkustu ein- kenni skapgerðar hennar. Hún var dýrkuð af bamabömum sínum, amman sem var alltaf að gera eitt- hvað spennandi. Með Pálu er gengin einstök dugn- aðar- og atorkukona. Með fullu starfí vann hún að umfangsmiklum endurbótum á æskuheimili sínu að Baldursgötu 29, utan dyra sem inn- an. Var því verki um það bil lokið þegar kallið kom. Þrátt fyrir eigin framkvæmda- semi hafði hún alltaf tíma til að rétta hjálparhönd öðram fjölskyldu- meðlimum ef eitthvað stóð til. Sam- verastundir okkar hjóna með Pálu og fjölskylduvininum Jóni Sigurðs- syni, við byggingu bústaðarins í Rangárvallasýslu, gróðursetningu, útreiðar og gönguferðir era ógleym- anlegar. Þar safnaðist fjölskyldan öll saman á afmæli Pálu sl. sumar. Minningamar era margar, minn- ingar um góðan félaga og vin ásamt ástkærri tengdamóður. Að Ieiðarlokum kveð ég og þakka með söknuð í hjarta. Far þú í friði, ffiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og ailt. (V. Briem.) Bömum hennar, öðrum aðstand- endum og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hallgrímur Jónasson í dag er til moldar borin Pálína Arinbjamardóttir. Það er erfítt að átta sig á því að Pála sé dáin. Föstu- daginn 16. desember urðum við samferða á hádegi af okkar vinnu- stað, þar sem við höfðum báðar lokið okkar vinnuviku. Þann 1. des- ember sl. hafði Pála fengið stytt- ingu vinnutíma síns, sem fólst í því að hætta um hádegi tvo daga vik- unnar eins og ég hefi gert okkar samstarfstíma. Spaugaði hún oft- sinnis við mig vegna þessara for- réttinda minna. Nú var hún sjálf komin í þann hóp og var því sann- kölluð ástæða til að gleðjast. Við tíunduðum við hvor aðra, hvað við ætluðum að gera yfír helgina. Mér fannst við vera eins og skólastelp- ur, glaðar og gerðum að gamni okkar enda komnar í jólaskap. Sorgin var óhuggulega nærri. Minning: Baldvin Ringsted tannlæknir Fæddur 23. október 1914 Dáinn 27. desember 1988 Það er stríð í þangar rann þulinn sjóður af vilja að missa þann sem mikið er við að skílja. (Þjóðvísa) Tengdafaðir minn, Baldvin Ringsted tannlæknir, frá Sigtúnum á Kljáströnd, var til moldar borinn í gær, fimmtudaginn 5. janúar, 74 ára að aldri. Að leiðarlokum langar mig, fyrir hönd bama hans og tengdabarna, að kveðja þennan heiðursmann og öðling með örfáum orðum. Er fundum okkar bar fyrst sam- an hafði Baldvin mestan hluta lífsstarfs síns að baki og bjó yfír þvflíkri lífsreynslu og þekkingu að hann var mér æ síðan viskubrunnur sem ég naut góðs af hveiju sinni sem við hittumst. Ekki fór á milli mála að þar sem Baldvin fór var maður sem hafði lært það á breytilegu lífshiaupi sínu að flestu er dýrmætara að vera samkvæmur sjálfum sér. í daglegri umgengni var Baldvin hlý persóna og glettin, sem þó hvorki bar tilfínn- ingar sínar á torg né flíkaði skoðun- um sínum á mönnum og máiefnum. En því betur sem maður kynntist honum komsi maður að raun um að Baldvin var treystandi í hvívetna, lét sér annt um sitt fólk og bar hag þess framar öllu fyrir bijósti. Enda tókst honum með þrautseigju og fyrirhyggju sinnar kynslóðar að sigla fleyi sínu heilu í höfn. Kærastu minningar hans voru tengdar samverustundum með Qöl- skyldu sinni úti í náttúranni og þá sérstaklega á æskustöðvum hans, Kljáströnd. í slíkum ferðum dró Baldvin upp myndir af lífi og starfí fólks fyrr á tíð og lagði sig í líma við það að afkomendur sínir bæra skynbragð á það umhverfi sem þeir væru sprottnir úr. Fjölskyldan var hans homsteinn í lífínu. Mér er sérstaklega minnisstætt er við Baldvin ókum eitt fallegt vorkvöld út á Kljáströnd. Þar vökt- um við nóttina við veiðar og sam- ræður um allt milli himins og jarðar og nutum fegurðar náttúrannar. Að sjálfu sér leiðir að ekki voru samræður óslitnar, þagnir komu inn á milli, en ekki naut ég þeirra síður. í þögninni leið okkur vel því við fundum hvor á öðram hve mjög við nutum þessara stunda og frekari umræða þar að lútandi var þarflaus. Ég veit að Baldvin gekk óhrædd- ur til móts við skapadægur sitt og ég veit að í ógerðum athöfnum mínum sem á einhvem hátt tengj- ast kynnum mínum af þesum manni þá mun hann þar lifa áfram. Fyrir hönd bama hans og tengda- bama þakka ég honum samfylgdina og votta honum að Iokum mína dýpstu virðingu. Ágústu og hans nánustu ættingjum sendi ég samúð- arkveðjur. Blessuð sé minninggóðs drengs. Kristján Þór Júlíusson þegar ég kom í vinnuna á mánudag- inn þann 19. var mér sagt að Pála hefði veikst og það gæti bragðið til beggja vona. Þann 29. desember var hún dáin, tómleikinn tók við. Við Pála höfðum verið vinnufé- lagar í u.þ.b. 3 ár. Það er ekki lang- ur tími ef miðað er við mannsævina en mér fannst ég vera búin að þekkja hana mikið lengur. Hún var þannig að maður laðaðist að henni, aldrei bar skugga á þennan sam- starfstíma okkar. Þegar tími gafst til frá vinnu ræddum við mikið sam- an, það var alveg sama um hvað við töluðum, áhuginn var svo mikill og á svo mörgum sviðum, að um- ræðumar urðu alla tíð spennandi. Pála var fróð, fróðleiksfús, einlæg með afbrigðum og svo hrein og bein. Mér fínnst ég hafi eignast góðan vin, sem ég minnist með söknuði. Hún var afar samviskusöm í starfí og ætíð tilbúin að hliðra til, fyrir utan hve einstaklega jákvæð og glaðlynd hún ávallt var. Hennar er saknað mjög sem starfsfélaga. Elsku Ágústa mín. Fjölskyldu þinni, systkinum þínum og þeirra fjölskyldum votta ég innilega samúð mína. Guð styrki ykkur öll. Ragnheiður Jónsdóttir í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Pálínu Arinbjamar- dóttur, læknafulltrúa. Um mitt ár 1984 kynntist ég Pálínu er hún kom að geðdeild Landspítalans og hóf þar störf sem læknaritari. Hún hafði þá nýlokið prófí frá Einkaritarskólanum Mími og langaði nú að reyna starfskrafta sína á nýju sviði. Hún var áhuga- söm, var umhugað um að læra allt sem snerti nýja starfíð og sanna sig sem góður starfskraftur. Það kom fljótt í ljós að hún var sam- viskusöm svo af bar, átti gott með að umgangast fólk og var einkar lipur í allri umgengni. Hún varglað- vær og ljúf í viðmóti við alla, en vissi þó alltaf hvað hún vildi og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Eftir u.þ.b. tveggja ára vera á geðdeildinni á Landspítalanum losnaði staða læknaritara á Kleppi og lét þá Pála í ljós áhuga á að flytja sig um sess innan deildarinar og taka þá stöðu. Það sem trúlega réði mestu um þá löngun hennar var, að Ágústa dóttir hennar vann þar við sömu störf. „Ég veit að við Ágústa vinnum vel saman," sagði hún þá við mig. Seinna komst ég að raun um hversu náið samband var á milli þeirra mæðgna. Einnig á þessum nýja vinnustað ávann hún sér fljótlega traust samstarfsmanna sinna með einlægni sinni, samvisku- semi og góðu viðmóti. Um nokkurra ára skeið hafði hana dreymt um að flytjast aftir í gamla húsið á Baldursgötunni, þar sem hún hafði alist upp með foreldr- um sínum og fyrir u.þ.b. tveimur áram varð þetta að veraleika. Hún gerði miklar endurbætur á gamla húsinu og undi sér þar hið besta. Heimili hennar var einkar hlýlegt og smekklegt og þangað var greini- legt að bömum, tengdabörnum og bamabörnum þótti gott að koma. Þessi hópur skipaði án efa stærstan sess í lífí hennar. Pálína var tvígift. Fyrri maður hennar og hún slitu samvistir, en seinni mann sinn missti hún langt um aldur fram. Síðustu árin átti hún samleið með Jóni Sigurðssyni, skrifstofumanni, sem einnig var starfsmaður á Landspítalanum. Á sl. hausti var henni ráðlagt af læknum að taka sér hvild frá störf- um um sinn til að endumæra sig eftir smávægileg óþægindi sem hún hafði kennt. Hún dvaldi á heilsu- hælinu í Hveragerði um flögurra vikna skeið. í byijun desember kom hún aftur til starfa hress og kát, og fannst hún vera endumærð. Ekki áttum við von á að innan mánaðar yrði hún öll. Viku fyrir jól var hún flutt skyndilega á sjúkra- hús og þar lézt hún nokkram dögum seinna, eða hinn 28. desember. Það hefur verið höggvið skarð í hópinn okkar. Við munum sakna Pálu. Ég sendi ástvinum hennar öllum innilegar samúðarkveðjur. Sólveig Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.