Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Saga og kirkja Bókmenntir Erlendur Jónsson SAGA OG KIRKJA. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar. 238 bls. Sögufélag. Reykjavík, 1988. Þetta afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar er »gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. september 1987« eins og stendur á titilsíðu. Magnús Már varð þrítugur prófess- or í guðfræði. Síðar söðlaði hann um og gerðist prófessor í sögu. Rektor Háskólans var hann líka um árabil. Eru þá ótalin rannsóknastörf hans í kennslugreinum sínum. Það er því ekki ófyrirsynju að í af- mælisriti þessu skuli vera ritgerðir um guðfræði, sögu, bókmenntir og iögspeki. Þótt Magnús Már kenndi hvoruga hinna síðartöldu greina skarast þær margvíslega við sérsvið hans. Af guðfræðilegu efni í Sögu og kirkju þótti mér athyglisverðastur þáttur séra Siguijóns Einarssonar: „ ... hvar er nú höfðingi mektug- ur?“ Lítil samantekt um iíkpredik- anir Palladíusar í handbók Marteins Einarssonar. Þótt »Herra Christian / herskip sendi / tvö í Eyjafjörð / með trú hreina« verður að segja það Dönum til lofs að þeir leyfðu Islendingum að boða hinn nýja sið á móðurmáli, gagnstætt t.d. Norð- mönnum sem urðu að taka við dönskunni með siðaskiptunum. Eins og lesa má um í ritgerð séra Sigur- jóns varð hér ekki aðeins trúarleg bylting heldur einnig stjómarfars- leg og hugarfarsleg. Siðaskiptin ollu hér gagngerðum aldahvörfum á flestum sviðum. Það var eitt með öðru að staða konunnar varð veik- ari en áður: »Benda má á í því sam- bandi,« segir séra Siguijón, »að lút- erska kirkjan hafði enga þá stöðu að bjóða konu, sem að völdum jafn- aðist á við stöðu priorinnu eða abbadísar í katólsku klaustri, en það „kvenídeal“, sem lúterska kirkj- an hóf til vegs minnir einkum á lútersku prestkonuna, eins og við þekkjum hana allt fram á okkar öld.« Ahugaverð er einnig ritgerðin Þankabrot úr Þingeyrakiaustri eftir séra Guðmund Þorsteinsson. Þing- eyraklaustur var ekki merkilegast fyrir þá sök að það var fyrsta Magnús Már Lárusson klaustur sem stofnsett var á íslandi heldur vegna hins að þar voru íslensk fræði rækt af meiri elju en dæmi voru til í öðrum klaustrum. Spyija má hvort það hafi verið til- viljun að skammt frá Þingeyrum var fyrsta bókin í letur færð og fyrstu prentsmiðjunni síðar valinn staður. Úr sama héraði komu svo enn síðar langflestir brautryðjendur á sviði íslenskra fræða. Séra Guð- mundur lýsir andblænum í klaustr- inu að svo miklu leyti sem vitað er hvemig lífinu var jrfírhöfuð lifað á slíkum stað. Af sögulegu efni í riti þessu þykja mér athyglisverðastir þættimir Upphaf þjóðar á íslandi eftir Gunn- ar Karlsson og Stéttakúgun eða samfylking bænda? Um söguskoð- un Bjöms Þorsteinssonar eftir Helga Þorláksson. í þætti sínum bendir Helgi meðal annars á hvem- ig marxisminn mótaði skoðanir sagnfræðinga þeirra sem hann að- hylltust, ellegar urðu fyrir áhrifum frá honum en í þeim hópi mátti telja Bjöm Þorsteinsson. Gunnar vitnar í lærða menn og spinnur um orð þeirra hugleiðingar um efni sem seint verður útrætt. Því þjóðar- hugtak breytist ekki aðeins frá öld til aldar. Það vegur líka misþungt í vitund manna þótt uppi séu á sama tíma. Meðal bókmenntaefnis þykir mér hlýða að geta hugleiðingar Jónasar Kristjánssonar, Þorgeirsþættir i Flateyjarbók. Jónas tekur fyrir smáþætti þá sem fylgja Fóst- bræðrasögu í Flateyjarbók en ekki er að fínna í öðmm handritum sög- unnar. Spuming er hvort þættir þessir hafí fallið niður í handritun- 13 um eða þeir hafi aldrei verið hluti sögunnar, þeim hafi aðeins verið aukið við í uppskrift Flateyjarbók- ar. Málið er ekki stórt eins og Jón- as bendir á en allrar athygli vert vegna þess að þættir þeir, sem um ræðir, bregða frá nútíma sjónarhóli séð spaugilegu ljósi yfir hugsunar- hátt og framferði þeirra fóstbræðra. Síðastur hinna tæplega tuttugu þátta bókarinnar er svo Sögustefn- an sem grein lögspekinnar eftir Sigurð Líndal. Sigurður fer ofan í réttarfarshugmyndir evrópskra lög- fræðinga á 18. og 19. öld. Á 19. öld setti rómantíkin mjög svip á lögfræði sem aðrar fræðigreinar, ekki hvað síst í Þýskalandi. áhugi íjóðverja á fomgermönskum lögum leiddi svo til hins að þeir beindu sjónum meðal annars til fslands og tóku að rækja íslensk fræði sem mest þeir máttu. Meðal annarra nefnir Sigurður Konrad Maurer sem hingað kom og studdi íslendinga með ráðum og dáð, t.d. með því að greiða fyrir útgáfu þjóðsagna Jóns Amasonar sem prentaðar vom í Þýskalandi. Ég hef nefnt hér þá þætti ritsins sem mér þykja athyglisverðastir. Ekki ber svo að skilja að ekki sé fleira markvert í bókinni. Með sam- antekt hennar og útgáfu er fjölfróð- um lærdómsmanni verðugur sómi sýndur. VERÐ FRÁ 7.745 ÞÚSUND STADGREITT VERÐ FRÁ 1.376 ÞÚSUND STADCREITT í FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 685100 & 689633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.