Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 21 Gunnar Ingi Gunnarsson „Hér er á ferðinni spurningin um verndun einkalífs, verndun mik- ilvægustu mannrétt- inda. Hér er Qallað um verndun trúnaðar milli læknis og sjúklings, já og verndun trúnaðar almennt! Trúnaður er forsenda skráningar í sjúkraskýrslur. “ konar erindum, eigi lagalegan rétt á þeirri rannsóknaraðferð sem þeir vildu nota í Árbæ og hafa nýlega beitt annars staðar, eins og sagt verður frá síðar. „Árbæjaraðferðin. Áður en fógeti kom með úrskurð sinn, hafði deilan verið til með- ferðar hjá Guðmundi Bjamasyni, ráðherra, Ólafi Ólafssyni, land- lækni, Læknafélagi íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, Félagi íslenskra heimilislækna og samn- inganefndum lækna og Trygginga- stofnunar ríkisins. Landlæknir hafði einnig fengið í hendur álits- gerð próf. Sigurðar Líndal varðandi eftirlitsákvæði gjaldskrársamning- anna. Niðurstaða hans varð sú, að hann taldi ákvæðið bijóta í bága við gildandi læknalög og Codex Ethicus. Guðmundur Bjamason, ráðherra, mun hafa fengið Eirík Tómasson hrl. til að leggja mat á sama eftirlitsákvæði og mun Eirík- ur hafa komist að svipaðri niður- stöðu. Þannið skapaðist smám sam- an vilji fyrir breytingum á eftirlits- aðferðinni og fulltrúar deiluaðila funduðu oftsinnis. í febrúar og mars sl. var síðan gerður samningur milli Læknafé- lags íslands og T.r. um aðra leið til eftirlits með framkvæmd gjald- skrársamninganna og þar með rétt- mæti reikninga lækna. Þessi leið, eða aðferð, hafði áður verið reynd við eftirlit með reikningum sérfræð- inga. Menn urðu sammála um að nota þá aðferð til reynslu. Þama var kominn samningur um eftirlit sem allir áttu að geta sætt sig við. Kjarni þessa samnings er sá, að reynist þörf á að gera samanburð á reikningi læknis og skráningu hans í sjúkraskrá, þá er það gert þannig, að læknirinn sjálfur er lát- inn sýna fram á samræmi milli inn- sendra reikninga (sem valdir em án vitundar læknisins og hann fær hvorki að sjá né kynna sér fyrir- fram) og þess sem skráð er í sjúkra- skýrslu, án þess að óviðkomandi aðilar þurfi að skoða hin skráðu samskipti. Þannig er læknirinn lát- tcvss - .'si’iCtó k~ ,-jií>d Wiovd fte •softc inn rekja úr sjúkraskýrslu sinni það sem þar er skráð af reiknings- hæfum verkum og fulltrúar hins opinbera geta þá séð hvort upplest- urinn sé í samræmi við innsenda reikninga. Hér kemur aðeins fram það sem hefði hvort sem er birst á reikningi. Engar aðrar upplýsingar. Ef ósamræmi er milli sjúkraskrár og reiknings við slíkan samlestur, eða þá að aðrar ástæður gefa til- efni til, ber að snúa sér beint til sjúklinganna sjálfra, til að fá úr því skorið, hvort læknirinn hafi veitt þá þjónustu, sem hann gerði reikn- ing fyrir. Þess má raunar geta hér að mér hefur verið tjáð að Kanadamenn láti trúnaðarmál í sjúkraskýrslum alveg í friði við sams konar eftirlit og hafr aðeins beint og reglulegt samband við sjúklinga til að kanna réttmæti reikninga þarlendra lækna með því að taka jafnóðum stikk- prufur úr innsendum reikningum. Ég veit ekki betur en að það hafi gefíst vel. Þáttur Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ekki vildi Ríkisendurskoðun kæra úrskurð borgarfógeta til Hæstaréttar, heldur afhentu þeir Rannsóknarlögreglu ríkisins mál hins grunaða læknis í Árbæ. Þar með hlutu þeir, þá þegar, að hafa haft nægjanleg málsgögn í höndun- um til þess að flokka það undir lög- reglumál. Nokkru síðar hafði fulltrúi frá Rannsóknarlögreglu ríkisins sam- band við mig símleiðis og vildi ræða við mig nánar um það, hvort þeir mættu ekki kanna frekar réttmæti reikninga læknisins í Árbæ með sama hætti og samkomulag hafði náðst um. Ég hafði ekkert við það að athuga. Skömmu síðar kom rannsóknarlögreglumaður á stofu til mín og við röktum aðferðina nákvæmlega svo enginn misskiln- ingur yrði varðandi framkvæmdina. Lögreglumaðurinn var afar kurteis og tillitssamur. Hann stakk meðal annars upp á því að rannsóknin færi fram utan starfstíma stöðvar- innar. Hann spurði jafnframt, hvort ég vildi vera viðstaddur rannsókn- ina, en ég taldi ekki ástæðu til þess, enda treysti ég því að skoðunin yrði framkvæmd eins og um hafði verið rætt. Auk þess vildi ég sem minnst blanda mér í mál kollegans á stöðinni. Rannsóknarlögreglan mætti síðar-á staðinn ásamt fylgdarliði sínu og hinum grunaða lækni. Skoð- un fór fram, haft var samband við sjúklinga og málið síðar lagt í hend- ur ríkissaksóknara. Ég vissi ekki betur en að þama hefði hið nýja samkomulag verið reynt í fyrsta skipti á heilsugæslustöð og þess vegna kom til nafnið „Árbæjarað- ferðin". Fyrir nokkrum dögum hringdi í mig blaðamaðurinn SME, frá DV, og tjáði mér að hann vissi til þess að hin umsamda aðferð hefði aldrei verið notuð við rannsókn á _ rétt- mæti reikninga læknisins í Árbæ, eins og ég hefði haldið fram. Lækn- ir í fylgd með Rannsóknarlögreglu ríkisins hefði einnig skoðað sjúkra- skrámar! Ekki vildi ég trúa þessu í fyrstu, en fékk síðar staðfest, að svo hafi verið. Mér þóttu þetta al- varleg tíðindi og þá sérstaklega í ljósi þess, að ég hafði treyst því, að Rannsóknarlögreglan stæði að málinu eins og rætt hafði verið um, bæði í síma og í viðtalinu, sem fram fór á stofu minni, eins og áður er getið. Ekki veit ég hvers vegna þetta fór svona, en fyrir mig var fregnin mikið áfall eftir allt það umstang, sem ég hafði staðið í, til að reyna að vemda trúnaðarmál skjólstæðinga Árbæjarstöðvarinnar í samræmi við þær lagalegu og sið- ferðilegu skyldur, sem ég taldi mig eiga að sinna. Annars breytti áfallið engu varð- andi kjama málsins. „Árbæjarað- ferðin“ var til sem slík. Hún er byggð á samkomulagi milli lækna og hins opinbera. Hins vegar var „Arbæjaraðferðin" því miður ekki notuð í Árbæ. Ilún hefur hins veg- ar verið reynd annars staðar og hefur fullnægt kröfum beggja aðila. Hún veitir hinu opinbera aðgang að þeim nothæfu upplýsingum, sem kunna að fást úr sjúkraskýrslum við könnun á reikningum. Hún brýt- ur ekki í bága við lög og siðareglur. Með samkomulaginu um „Árbæj- araðferðina", sem gert var í febrú- ar/mars sl., lauk prinsípdeilunni um eftirlitsákvæðigjaldskrársamninga. Enn er deilan hins vegar í gangi vegna hlutdeildar Ríkisendurskoð- unar. Keflavíkurmálið Fyrir nokkmm vikum fréttist af því að menn á vegum Ríkisendur- skoðunar hefðu mætt á hgst. í Keflavík, ásamt lækni á þeirra veg- um, og stæðu þar í vikulöngum lestri úr sjúkraskýrslum til stað- festingar á reikningum. Læknum staðarins var tilkynnt að rannsókn- in væri ekki gerð vegna gruns um misferli. Hér væri einungis um al- menna könnun að ræða. Þetta vakti furðu mína og margra annarra koll- ega. Var nauðsynlegt að ögra lækn- um staðarins og skjólstæðingum þeirra með slíkri gandreið inn í trún- aðarmál? Nú hlaut Ríkisendurskoð- un að þekkja viðkvæmni málsins af fyrri reynslu. Gátu þeir ekki lát- ið þessa skoðun fara fram skv. sam- komulaginu margnefnda? Þannig hefði hagsmunum ríkisins verið þjónað jafn vel. Var Ríkisendur- skoðun einungis að láta reyna á styrk sinn og stöðu? Hafði Ríkisend- urskoðun reiðst eða jafnvel of- metnast? Hver átti frumkvæðið að þessari rannsókn og þeirri aðferð sem beitt var? Því miður varð ekki komið í veg fyrir skyndiskoðunina í Keflavík, skaðinn var skeður. Hins vegar mótmælti stjóm Félags ísl. heimilis- lækna þessari skoðun harðlega í bréfi til stjómar Læknafélags ís- lands og hvatti til þess að samtökin reyndu, eftir mætti, að koma í veg fyrir þvílíkt brot á lögum og siða- reglum lækna. Jafnframt var bent á samkomulagið margnefnda. Hvers vegna var það sniðgengið? Hvað gera skjólstæðingar heilsu- gæslulæknanna í Keflavík, ef Hæstiréttur dæmir skoðun Ríkis- endurskoðunar ólögmæta? Verða heilsugæslulæknamir í Keflavík kærðir fyrir brot á þagnar- skylduákvæðum læknalaga? Hver veit? Grindavíkurmálið Þegar Ríkisendurskoðun hugðist næst gera atlögu að sjúkraskýrslum Grindvíkinga, var læknir staðarins hvattur til að banna slíka skoðun, en heimila hins vegar „Árbæjarað- ferðina". Ríkisendurskoðunarmenn vildu ekki una því og fyrir vikið kvaðst læknirinn hafa orðið fyrir ýmsum hótunum af hálfu rannsókn- armanna, en hann gaf sig hvergi. Haldinn var almennur borgarafund- ur í Grindavík og málið kynnt. Ríkisendurskoðun skaut máinu til bæjarfógeta í Keflavík. Hann heim- ilaði Ríkisendurskoðun aðgang. Úrskurðurinn var samstundis kærð- ur til Hæstaréttar, sem vísaði mál- inu aftur til bæjarfógeta, nú rétt fyrir áramótin sl., þar eð úrskurður hans hafði veitt Ríkisendurskoðun viðtækari heimild en krafa hafði verið gerð um! Mér er sagt að slíkt megi dómari ekki gera. Hvers vegna veitir fógetinn Ríkisendur- skoðun víðtækari heimild en farið var fram á? Júridískir leikmenn em alveg hissa! Mest hissa em kannski lögmenn? Endurflutningur málsins hefur þegar átt sér stað og hæsta- réttardóms er að vænta næstu daga. Niðurstöðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, því hér er stórt mál á ferðinni. Mun stærra mál en flestir gera sér grein fyrir. Nánar um það síðar. Þáttur ljölmiðla Það hefur verið óskemmtilega lærdómsríkt að fylgjast með þætti fjölmiðla í umfjöllun þeirra mála, sem getið er í þessari grein. Því miður hefur þáttur þeirra verið þannig, þegar á heildina er litið, að maður ber minna traust til þeirra að þessari reynslu fenginni. Ekki vil ég trúa því að frétta- og blaða- menn leiki sér að því að fara rang- lega með staðreyndir, en mikið virð- ist vanta uppá að vandvirkni sé höfð að leiðarljósi við umfjöllun svona viðkvæmra mála. Stundum skín jafnvel æsifréttamennskan í gegn. Nokkrum sinnum er farið með rangt mál og stundum er það leiðrétt og stundum ekki. Skoðum nokkur dæmi. í tilefni þess að Ríkisendurskoð- un hafði verið meinaður aðgangur að sjúkraskýrslum í Árbæjarstöð- inni, er haft viðtal í sjónvarpinu við Halldór V. Sigurðsson, ríkisendur- skoðanda. í viðtalinu spyr frétta- maður Halldór um hvaða reiknings- upphæðir sé hér verið að ræða. Halldór segir þá að reikningarnir geti verið á bilinu 300 til 900 þús- und krónur. Þetta var ósatt og er það enn. í fyrsta lagi hefur enginn heilsugæslulæknir í Árbæ nokkum tíma sent hinu opinbera reikning á bilinu 300 til 900 þús. kr. í öðm lagi þá veit ég ekki til þess að nokk- ur heilsugæslulæknir starfandi í Reykjavík hafí nokkm sinni sent frá sér reikning á því bili sem Hall- dór nefndi í viðtalinu. Og í þriðja lagi gátu reikningsupphæðimar sem Halldór var inntur eftir verið á bilinu nokkur þús. upp í rúmlega 100 þús. hjá þeim læknum, sem til umfjöllunar vom út af þessu máli! Þetta er sannleikurinn. Ekki veit ég hvers vegna Halldór V. Sigurðs- son gefur þama upp hæstu tölur á launa- og kostnaðarreikningum sér- fræðinga, þegar verið var að fjalla um rannsókn áreikningum heilsu- gæslulæknis í Árbæ. Ekki trúi ég því að hann hafí ekki vitað betur. Ríkisendurskoðandi hlýtur að vita um hvaða tölur hann er að tala hveiju sinni. Reynt var að fá fréttastofu sjón- varps til að gefa fulltrúa heimilis- og heilsugæslulækna kost á að leið- rétta þessar tölur og koma á fram- færi mótmælum, en það tókst aldr- ei. Læknar sendu kvörtunarbréf. Úr leiðara DV 3. feb. 1988, und- ir fyrirsögninni Lögvemdað mis- ferli..., „Nú er vel hægt að skilja að sjúkraskrár séu trúnaðarmál milli læknis og sjúklings en það er á hinn bóginn fáránleg regla að sá trúnaður sé skálkaskjól fyrir lækna til að svindla á reikningum og hafa þannig fé af almenningi." (Ellert B. Schram). Úr DV 3. des. 1988 undir fyrir- sögninni Heilsugæslulæknar: Einn neitar rannsókn, annar hef- ur hlotið dóm. í þessari grein seg- ir blaðamaðurinn SME að heilsu- gæslulæknirinn í Grindavík hafi neitað Ríkisendurskoðun um rann- sókn á sjúkraskrám stöðvarinnar. Hann segir einnig undir þessari fyrirsögn um heilsugæslulækna, að læknir á Akureyri hafi þegar hlotið dóm. Síðar í greininni er haft eftir Halldóri V. Sigurðssyni ríkisendur- skoðanda að ákveðinn gmnur um misferli liggi að baki þeirri rann- sókn í Keflavík sem ijallað er um í greininni. Úr DV 6. des. 1988 undir fyrir- sögninni Neitar ekki skoðun held- ur aðferðum. Hér leiðréttir SME allt það sem að ofan er rakið úr DV þann 3. des. Læknirinn hafði ekki neitað skoðun. Hann neitaði aðferðinni. Heilsugæslulæknir á Akureyri hafði ekki hlotið dóm. Heilsugæslulæknarnir í Keflavík em ekki gmnaðir um misferli. í þessari grein er þó beðist velvirðing- ar á rangindunum frá 3. des. Hér hefur SME farið miður fijálslega með mjög alvarlegt mál. Ekki verða fleiri dæmi rakin hér. Þáttur Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun er mjög mikil- væg stofnun í þjóðfélaginu. Mörg dæmi em því til sönnunar. Lögin sem marka starfsemi stofnunarinn- ar gefa henni mikil völd. Valdsvið hennar verður að gera starfsmönn- • um hennar kleift að sinna hlutverk- um sínum. Ríkisendurskoðun er dæmi um stofnun þar sem einkar mikilvægt er að aðeins vandaðir hæfileikamenn veljist til starfa. Því er ég þess fullviss að Halldór V. Sigurðsson og hans menn skilja vel nauðsyn þess trúnaðar, sem verður að fá að vera ótmflaður milli lækn- is og sjúklings. Þeir skilja einnig að sá trúnaður er oft falinn í sjúkra- skrám og að hann er varinn í lækna- lögum og Codex Ethicus. Þeir hljóta einnig að skilja, starfs síns vegna, að sjúkraskrámar era oftast lítils virði sem sönnunargögn við eftirlit með reikningum lækna. Þeir vita vel að þótt læknisverk, sem reikn- ingur hefur verið gerður fyrir, standi ekki skráð í sjúkraskrá, þá sannar það ekkert varðandi rétt- mæti reikningsins. Þeir vita einnig að jafnvel þótt verkið sé skráð í sjúkraskrá, þá sannar það heldur ekki réttmæti reikningsins. Þeim er því jafn ljóst og okkur hinum að það þarf ávallt að snúa sér til sjúklinganna sjálfra til að fá raun- hæfan botn í slíka rannsókn. Það er því ekki bara lögbrot að fara í sjúkraskýrslumar, heldur líka al- gjör óþarfí! Það er hægt að snúa sér beint að sjúklingnum sjálfum og spyija hann hvort hann hafr fengið þá þjónustu sem viðkomandi læknir gerði reikning fyrir. En ef menn vilja endilega kanna sjúkra- skrána fyrst, þá er hægt að nota Árbæjaraðferðina. Atlagan að trún- aðinum er því óþörf. Lokaorð Nú liggur fyrir Hæstarétti krafa Ríkisendurskoðunar um að fá að- gang að sjúkraskrám heilsugæslu- stöðvarinnar í Grindavík fyrir milli- göngu læknis á þeirra vegum. Ef Hæstiréttur ákveður að læknirinn megi fara í sjúkraskýrslurnar í hlut- verki trúnaðarlæknis Ríkisendur- skoðunar, vegna þess að hann er læknir og bundinn þagnarskyldu, þá byltir slíkur dómur ekki aðeins gildi og hlutverki sjúkraskráa hér á landi til frambúðar, heldur einnig skilgreiningu þagnarskyldunnar. Þá er hún ekki lengur aðeins lög- boðin skylda læknis til að varðveita trúnaðarmál , heldur einnig réttur til að fara í trúnaðarmál. Gæfi slíkur dómur þá ekki öllum þeim sem era bundnir þagnarskyldu í starfí sínu sambærilega heimild? Slíkt fær að sjálfsögðu ekki staðist. Ekki veit ég hvort mér hefur tekist að útskýra eðli deilunnar með þessarf grein, en vonandi verðuf hún til þess að fólk geri sér betur grein fyrir því, hversu stórt mál þetta er. Hér er á ferðinni spurning- in um vemdun einkalífs, vemdun mikilvægustu mannréttinda. Hér er §allað um vemdun trúnaðar milli læknis og sjúklings, já og vemdun trúnaðar almennt! Trúnaður er for- senda skráningar í sjúkraskýrslur. Sjúklingar heimila yfírleitt skrán- ingu trúnaðarmála sinna vegna þess, einmitt, að þeir treysta því að læknar gegni þagnarskyldu sinni, sem og aðrir, er hafa með hagsmunamál þeirra að gera. Ef óviðkomandi aðila verður gert heimilt að skoða sjúkraskýrslur hvenær sem er og hvar sem er, þá hrynur núverandi form á skráningu upplýsinga í sjúkraskýrslur. Þá yrði skráning heilbrigðisþjónustunnar ómarktæk í framtíðinni. Sjúklingar kæmu sennilega til með að tak- marka það, sem læknar þeirra mættu skrá, með hliðsjón af því, að óviðkomandi hefðu fengið að- V gang að sjúkraskránum. Svo má aldrei verða Heimildir 1. Lœknalög (16. gr.) frá 1. júli 1988. 2. Codex Ethicus. 3. Gjiddskrá heilsugæslulœkna. 4. Sérfræðigjaldskrá LR. 6. Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 67, 20. mai 1978. 6. Erindisbréf heilsugæslulækna. 7. Álitsgerð próf. Sigurðar Líndal vegna eftirlitsákvæðis gjaldskrár- samninga. 8. Úrskurður borgarfógeta i málinu Rikisendurskoðun gegn læknum og stjórn heilsugæslustöðvarinnar i Árbæ. 9. Minnispunktar LÍ vegna samkomu- lags um nýja aðferð við eftirlit með framkvæmd gjaldskrársamninga. 10. Sjónvarpsupptaka (RÚV) vegna við- tals við Halldór V. Sigurðsson rikis- endurskoðanda i tilefni Árbæjar- málsins. 11. Leiðari DV 3. febrúar 1988. 12. Greinar úr DV 3. og 6. des. 1988. 13. Úrskurður siðanefndar Læknafé- lags tslands. 14. Opið bréf til alþingismanna vegna beiðni rikisendurskoðanda um laga- breytingar. 15. Mótmælabréf frá stjóm Félags íslenskra heimilislækna til stjómar Læknafélags tslands vegna Keflavikurmálsins. Höfundur er yfírlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.