Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 > Ný Mmerki 2. febrúar nk. Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Póst- og símamálastofnunin hefur sent frá sér tvær tilkynning- ar um frímerkjaútgáfu sína á árinu 1989. I tilkynningu nr. 1 er greint frá þeim frímerkjum, sem væntan- leg eru á árinu. Þar er fyrst sagt frá tveimur fuglamerkjum, sem út koma 2. febrúar. Verður rætt um þau sérstaklega hér síðar. Næstu frímerki verða Norður- landafrímerki, sem út koma 20. apríl. Samtímis koma einnig út slík frímerki á öðrum Norðurlönd- um. Myndefni þessara frímerkja er sameiginlegt og verða þjóð- búningar. Að venju koma svo Evr- ópufrímerki í bytjun maí. Sameig- inlegt myndefni þeirra verður að þessu sinni bamaleikir og leikföng. Síðar á árinu er svo fyrirhugað að gefa út frímerki í tilefni aldaraf- mælis bændaskólans á Hvanneyri og eins aldarafmælis Náttúru- fræðifélags íslands. Þá eigum við samkv. tilkynningunni von á smá- örk með myndefni úr landabréfi Olavus Magnus af Norðurlöndum. Enda þótt það sé ekki tekið fram, mun þessi smáörk eiga að koma út 9. okt., þ.e. á Degi frímerkis- ins. Hér verður því gert hlé á útg- áfu smáarka með myndefni úr ferðabók Gaimards, en þær hafa komið út á þessum degi á liðnum þremur árum. Mér er einnig kunn- ugt um, að fyrri útgáfunefnd hafði valið enn eitt myndefni úr téðri bók til útgáfu á smáörk á Degi frímerkisins 1989. Trúlega bíður það annars tíma. Eins og menn vita, hafa þessar smáarkir verið með yfirverði, sem gengið hefur í Frímerkja- og póstsögusjóð. Þar sem hér virðist hafa orðið stefnu- breyting í útgáfu myndefnis smá- arkanna, býst ég við, að hún sé að einhveiju leyti í sambandi við væntanlega norræna frímerkja- sýningu, NORDIU 91, sem ákveðið er að halda hér í Reykjavík suma- rið 1991, enda er óhugsandi annað en sjóðurinn styrki undirbúning hennar með verulegu ijárframlagi. Hitt má hins vegar undarlegt þykja, að nefnd sú, sem á að sjá um þessa sýningu, hefur ekki enn séð ástæðu til að kynna hana, hvorki meðal íslenzkra frímerkja- safnara né landsmanna almennt. Er vonandi, að við fáum brátt að heyra eitthvað, hvemig undirbún- ingi NORDIU 91 líður. Þá hefur íslenzka póststjómin ákveðið að hefja að nýju útgáfu landslagsfrímerkja, og munu tvö frímerki væntanleg í þeim flokki. í undirbúningi er svo nýtt frímerkjahefti með landvættunum. Þar að auki munum við eiga von á 500 kr. frímerki með sama mynd- efni. Útgáfa svo hás verðgildis er vissulega engin gleðifregn fyrir safnara, en hún endurspeglar því miður þá verðbólgu, sem við ætlum seint að losna við þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna okkar. Ég veit vel, að fyrir nokkrum ámm var jafnvel hugsað til að gefa út 500 kr. frímerkj, en sem betur fer varð ekkert úr því í það skiptið. Lét póststjómin þá nægja að gefa út 250 kr. frímerki í tilefni aldaraf- mælis Landsbanka íslands 1986. Ég býst við, að þörf fyrir svo hátt verðgildi sem 500 krónur sé orðin brýn fyrir póstþjónustu landsins, og þá er erfítt að finna nokkur gild mótrök. Hitt má þá þakka, að nú skuli myndefnið vera valið úr eins konar notkunarseríu (bmgsserie) en ekki minningar- merkjum, því að þá geta þeir, sem safna mótífi eða tegundamerkjum, sleppt að kaupa svo dýrt merki. Þeir hafa sama myndefni á lágum verðgildum. Loks munu jólafrímerki reka lestina, svo sem venja hefur verið um mörg ár. Er vonandi að eins vel takist til með þau og hin síðustu eftir Kjartan Guðjónsson, því að ég hef engan hitt, sem er ekki mjög ánægður með þau Falleg fuglafrímerki 2. febrúar Eins og áður er sagt, koma fyrstu frímerki íslenzku póststjóm- arinnar út fimmtudaginn 2. febrú- ar nk. Eru þau kynnt í tilkynningu nr. 2. Þetta eru tvö verðgildi, 19 kr., sem er almennt burðargjald, og svo 100 kr., sem þörf er fyrir á margs konar sendingar. Myndef- nið er sótt til íslenzkra fugla, og hefur Þröstur Magnússon teiknað þessi merki eins og önnur fugla- merki á liðnum árum af alkunnri smekkvísi. Á lægra verðgildinu er óðins- hani, sem er einn af vinsælustu vaðfuglum hér á landi, þótt hann sé einnig sundfugl. Hann er alger farfugl og kemur ekki til lands fyrr en upp úr 15. maí, næstsein- astur allra varpfugla. í ágústlok eru óðinshanar að mestu horfnir frá landinu. En þrátt fyrir smæð sína halda þeir sig úti á reginhafi. Talið er, að íslenzkir óðinshanar hafi vetursetu við sunnanverðan Arabíuskaga, ólíkt öllum öðmm íslenzkum fuglum. Á 100 kr. merkinu er svo mynd af sólskríkjunni okkar, sem við nefnum snjótittling á vetuma. Þröstur sýnir okkur hana bæði í sumar- og vetrarbúningi. Hún er langalgengasta tegund spörfugla, sem hefur vetursetu hér á landi. Við þekkjum líka, hvemig þessi fallegi fugl leitar á náðir okkar í jarðbönnum að vetri til, 'enda em þeir fjölmargir, sem gauka komi og öðm ætilegu að þeim. Flest okkar kannast líka við Sólskríkju- sjóðinn, sem Þorsteinn Erlingsson skáld stofnaði til þess að styrkja frækaup handa snjótittlingum, þegar að þeim sverfur. Þá er nú líka hið gullfallega kvæði hans um þennan vin hans alþekkt. í tilkynn- ingu póststjómarinnar segir, að eitthvað af snjótittlingum fari til Evrópu á vetuma, enda þótt þeir séu hér einnig sem staðfuglar. Enda þótt bæði þessi frímerki séu falleg, tek ég sólskríkjumerkið fram yfir. Ég hefði því kosið sólsk- ríkjuna á lægra-verðgildið, því að þá hefði hún komið fyrir augu allra þeirra, sem fá almennan póst til sín. 100 krónu frímerki ber sjaldn- ar fyrir augu póstnotenda. Meðan ég sat í útgáfiinefnd póstsins, lét ég einmitt í ljós þá skoðun, að velja beri þá fugla á almenn frímerki, sem við bæði þekkjum bezt og álítum einna fallegasta, enda þótt þar geti vissulega smekkur manna verið misjafn. En hér hafði ég þá og hef enn í huga hina gullfallegu mynd af andar- steggnum á 90 kr. frímerkinu frá 1987. Hvað skyldu þeir annars vera margir, sem séð hafa það merki? Ég vil enda þennan þátt með vinsamlegri ábendingu til forráðamanna Póst- og símamála- stofnunarinnar um að hafa þetta sjónarmið í huga við útgáfu næstu fuglafrímerkja. Þorramáltíð Þá er þorri genginn í garð. Hér áður fyrr var það fólki ekkert gleðiefni þegar hann kvaddi dyra, enda lét hann oft finna óþyrmilega fyrir sér og gerir enn, þótt við í tæknivæddu þjóðfélagi þurfum ekki að óttast hann eins og forfeður okkar. Og að blóta þorra hefur verið til þess að milda skap hans. Fólkið talaði um að þreyja þorrann og Góuna. Þegar þeir mánuðir voru að baki, var hægt að búast við mildari veðréttu, enda er þá sól komin hátt á loft. Þorramatur eða margt af honum er bara sá matur sem alltaf var á borðum íslendinga hér áður fyrr, og hefur tilbreytingin á þorrablótum fremur verið brennivínið en maturinn sjálfur. Þorri er gamalt mánaðarheiti, og er ekki ólíklegt að unga fólkið í dag gleymdi honum, ef þorrablótin væru ekki til að minna á hann. Suða á hangikjöti Margir eru meðmæltir þeirri að- ferð að sjóða hangikjötið aðeins í 20-30 mínútur, en láta það síðan liggja í soðinu þar til að er orðið kalt. Ég mæli eindregið gegn þessu. Þetta getur auðveldlega valdið sýkingu, þar sem nægur hiti næst ekki inni í kjötvöðvanum en aftur á móti nægilegur fyrir hitakærar örverur, sem fjölga sér hressilega við þessar aðstæður. Ef hlemmurinn er svo líka hafður á pottinum, er þetta enn hættu- iegra. Aftur á móti er gott að láta kjötið sjóða í 1 klukkutíma við hægan hita, en láta það sfðan liggja í annan klukkutíma í soð- inu, en án þess að hlemmurinn sé hafður á. Læri með beini þarf heldur lengri suðu en úrbeinað læri, og minni bitar, t.d. af fram- parti, þurfa ekki eins langan tíma og læri. Ég sýð læri alltaf með beini, í heilu lagi, en þá læt ég það sjóða við hægan hita í 75 mínútur, en liggja síðan 30 mínút- ur í soðinu. Gott er að sjóða heilt læri í steikingarpotti í bakaraofni. Sviðasulta 5 sviðahausar 12 lítrar vatn 6 msk. gróft salt 3 blöð matarlím 1. Leggið sviðin í bleyti í kalt saltvatn í 12 klst. Burstið síðan mjög vel með grófum bursta úr tveimur vötnum. Takið heilann úr sviðunum, þvoið þau vel, sér- staklega upp með tungunni. 2. Hitið vatnið, setjið salt út í. Leggið sviðin í sjóðandi vatnið og sjóðið við hægan hita í Ú/2-2 klst. 3. Takið hausana úr soðinu, kælið örlítið en takið síðan allan mat af beinunum. skerið kjötið í sundur, þannig að það verði ekki í stórum bitum. Fjarlægið auga- steininn og eyrun. Leggið síðan þétt í djúpt, aflangt mót, álmót eða jólakökumót. 4. Notið helming soðsins. Setjið fullan straum á helluna og sjóðið soðið niður, þar til það er u.þ.b. 1 lítri. 5. Leggið matarlímið í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið upp úr vatn- inu og bræðið í heitu soðinu. 6. Hellið soðinu yfír sviðin. Kælið eins fljótt og mögulegt er. Athugið: Ef þið notið matarlím í sultuna, linast hún síður þegar hún kemur í stofuhita. Flatkökur 200 g hveiti 400 g heilhveiti 50 g hveitiklíð IV2 tsk. salt IV2 tsk. lyftiduft 5 dl. sjóðandi vatn 1. Setjið hveiti, heilhveiti, hveitiklíð, salt og lyftiduft í skál. 2. Sjóðið vatnið og hellið því sjóðandi út í mjölblönduna. Best er að gera þetta í hrærivél, þar sem erfitt er að hnoða svona heitt deig með höndunum. 3. Skiptið deiginu í 10 hluta, fletjið út og skerið undan diski. Pikkið kökumar. 4. Setjið fullan straum á bökun- arhellu, bakið síðan kökumar beint á hellunni í 2-3 mínútur á hvorri hlið. 5. Bleytið hreina diskaþurrku, setjið utan um flatkökumar, setjið þær síðan með stykkinu utan um í pott, setjið síðan hlemm yfír. Setjið kökumar jafnóðum og þær em bakaðar í stykkið. 6. Skafíð lauslega af hellunni jafnóðum með hníf. Soðbrauð V2 kg rúgmjöl V2 tsk. salt 3 dl volgt vatn 1. Setjið rúgmjöl og salt í skál. Hellið vatninu yfir, hrærið saman með sleif. Setjið síðan á borðið og búið til þykka rúllu, u.þ.b. 6 sm í þvermál. 2. Skerið rúlluna í 4-5 sm bita. 3. Mótið bitana eins og sýnt er á meðfylgjandi mvnd. Þá stækka brauðin við að þeim er þrýst út. Þau eiga að verða um 10 sm í þvermál fullmótuð. 4. Sjóðið brauðin í heitu kjöt- soði (helst saltkjötssoði) í 15-20 mínútur. 5. Soðbrauðið er borðað heitt með heitu saltkjöti eða kalt með smjöri og súrmat, köldu saltkjöti eða öðmm íslenskum mat svo sem kæfu, rúllupylsu eða hangikjöti. Þá er hver kaka skorin í ijóra parta í kross og síðan klofin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.