Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 33 Sykurmolarnlr sœtu Morgunblaðið/Börkur Molar, Risaeðla og Strax í Lundúnum SYKURMOLARNIR luku nýverlö mánaðarlangri tónleikaför um Evrópu og voru síöustu tónleik- arnir haldnir í Lundúnum. Tón- leikarnir voru tvennir, þeir fyrri í Kilburn National Ballroom, en hinir sfAari f nœturklúbbnum The Borderline, sem er f Soho örskammt frá Oxford-stræti. Er skemmst frá þvf að segja að tónleikarnir voru báðir vel sóttir og Molunum ákaft fagnað. Ekki sfður voru tónleikarnir þó tæki- færi fyrir hljómsveitirnar Risa- eðluna og Strax að koma sár og sfnu á framfæri og verður ekki annað sagt en það hafi tekist vel. Fyrri tónleikarnir voru, sem fyrr sagði, haldnir í Kilburn Natio- nal Ballroom og voru um 3.000 manns viðstaddir. Risaeðlan hit- aði upp og var ágætlega tekið, þó svo ekki verði á móti mælt að sveitin hafi goldið þess nokk- uð að hljómleikagestir voru fyrst og fremst komnir til að sjá Mol- ana og því nokkuð óþreyjufullir. Tónlist Risaeðlunnarerfremur hrá og einföld í sniðum. Gagnrýn- anda fannst hún þó á tíðum full litlaus og fyrir vikiö náði Risaeðl- an hvorki að hrífa hann né flesta aðra áhorfendur. Ég er eiginlega helst á því að henni sé líkjandi við ungt og upprennandi vín: lo- far góðu, en þarf að þroskast. Þegar Sykurmolarnir komu á sviðið ætlaði allt að ærast og Molarnir sviku ekki, því í söng- kerfinu tók gamalkunnur óður að hljóma. Það var söngur þeirra Karíusar og Baktusar: „Svangir bræður sitja hér" í flutningi Sigríðar Hagalín og Hinriks Bjarnasonar. Áheyrendur kunnu greinilega vel að meta braginn, ekki síst hinir íslensku, sem fjöl- Risaeðlan mennt höfðu á staðinn, og tóku hressilega undir. Molarnir biðu þó ekki boðanna og hófu þegar leikinn. Bæði voru tekin gömul lög og ný og virtist litlu skipta hvort áheyrendur könnuðust við lögin eða ekki, þeir voru með á nótunum frá upphafi til enda. Aldrei betri Molar! Hér skal staðhæft að Sykur- molarnir hafa aldrei verið í betra formi og hana nú! Eða svo gripið sé til orða einhvers almagnaðs poppgoöans: Aldrei betri Molarl Hjálpaðist þar allt að. Hljóm- sveitarmeðlimir voru greinilega í essinu sínu, spilamennskan var eins og hún best getur orðið og það, sem nýtt var í pokahorninu, var ægiskemmtilegt. Dagskráin var keyrð áfram af miklum krafti og varla andað milli laga. Það sem undirritaður hafði þó einna mest gaman af var sú staðreynd að Sykurmol- arnir létu sér íslenskuna að mestu nægja, nema hvað stöku sinnum tóku þeir sér ensku í munn til þess að gera létt gys að áheyrendum (Einar örn gekk þó skrefi lengra á stundum). Þetta varð til þess að ég hef endanlega sannfærst um það að allt kjaftæði um að enskan sé mönnum nauðsynleg til þess að komast áfram í „bransanum", sé úr lausu lofti gripið. Hins vegar Morgunblaöið/Börkur kann hún að vera margri popp- stjörnunni bráðnauðsynleg til þess að hylja fádæmalólegar textasmíðar. Þetta á þó að sjálf- sögðu einungis við efni sem gef- ið er út fyrir íslenskan markað, því ég efa að enskumælandi plötukaupendur falli í stafi yfir Ijóðrænum tilburðum Islendinga á tungu þeirra Shakespeares og Byrons. Seinna kvöldiA Síðari tónleikarnir voru, sem fyrr segir, haldnir í klúbbnum The Borderline. Klúbburinn er vart í stærra lagi, en rúmar þó fleira fólk en maður skyldi halda. Strax hófu tónleikana og léku ýmis lög af fyrri plötum, mest þó af hinni síðustu. Flutningurinn var í fjör- ugra lagi og kunnu áheyrendur greinilega vel að meta það sem á boðstólum var. Verður að segj- ast að undirritaður minnist þess vart að upphitunarhljómsveit fengi jafngóðar undirtektir. Hér er þó ekki verið að halda fram að áheyrendur hafi ekki ráðið sér af hrifningu, en það er fremur sjaldgæft hér í borg að upphitun- arhljómsveitir séu yfirleitt virtar viðlits. Óhætt er að segja að Sigurður Gröndal gítarleikari hafi vakið verðskuldaða athygli, enda hafði hann sig nokkuð í frammi. Góður rómur var einnig gerður að söng Ragnhildar Gísladóttur, en sumir töldu þó að hann ætti það sam- merkt með hljómsveitinni, að vera fullíburðarmikill, þ.e.a.s. of mikið lagt upp úr tæknibreilum ýmiskonar, en slíkt er ekki metið mikils þessa dagana í Lundún- um. Síðast en ekki síst ber að geta þáttar Prestons Heymans, ásláttarleikara, en hann stóð sig með miklum ágætum. Eftir stutt hié kom loks hljóm- sveitin, sem beðið hafði verið eftir með hvað mestri óþreyju: Sykurmolarnir. Hún hóf leikinn og gaf hvergi eftir í þenslunni. Hins vegar er ég ekki frá því að þreyta hafi verið farin að segja til sín, því nokkuð fannst mér skorta á þann þrótt, sem ein- kennt hafði tónleikana í Kilburn National Ballroom. Þá spillti líka fyrir að hljómburður var mun lé- legri en verið hafði hjó Strax. Þegar allt kemur til alls held ég að Strax geti unað vel við sitt, meðan Risaeðlan þarf greinilega að herða sig nokkuð í að ná þeirri samstillingu og þeim þétt- leika, sem til þarf til þess að komast í atvinnumannadeildina. Sykurmolarnir sýndu það hins vegar og sönnuðu að þeir hafa allt það til að bera sem góðar poppstjörnur prýðir og veitist gangan upp á tindinn létt. Bíð ég sem aðrir næstu plötu með óþreyju. Andrós Magnússon __________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Sl. fimmtudag var áætlað að hefja barometerkeppni og voru 50 pör skráð til leiks. Einhver misskiln- ingur varð milli stjórnar og stjórn- anda þannig að sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds Michell- tvímenningur. Nú skal reyna á nýjan leik í kvöld, fimmtudagskvöld og eru skráðir keppendur hvattir til að mæta og um leið biður stjóm félags- ins velvirðingar á þessum mistök- um. Hugsanlega er hægt að bæta við 2-4 pörum í keppnina og tekur Isak hjá Bridssambandinu við þátt- tökutilkynningum. Úrslit í Michell-tvímenningnum urðu þessi. N/S-riðill: Hallgrímur Hallgrímsson — Sveinn Sigurgeirsson 298 Þorvaldur — Karen V. 297 Jóhann Jóhannsson — Kristján Siggeirsson 293 Jón Þorkelsson — Gylfi J. Gylfason 292 Gróa Guðnadóttir — Guðrún Jóhannesdóttir 285 Haukur Harðarson — Vignir Hauksson °S3 A/V-riðill: Ágúst Helgason — Hannes Jónsson 340 Óskar Karlsson — Guðlaugur 324 Þórður Jónsson — Gunnar K. Guðmundsson 320 Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 314 Jón Viðar Jónmundsson — Sveinbjörn Eyjólfsson 312 Hjördís Eyþórsdóttir — Anton Gunnarsson 304 Veitt voru 6.000 kr. verðlaun fyrir 1. sætið, 3.000 fyrir annað sætið og 2.000 kr. fyrir þriðja sætið. Bridsdeild Rangæingafélagsins ^ Þegar lokið var fjórum leikjum af 13 í aðalsveitakeppni deildarinn- ar var staða efstu sveita þessi: (Spil- aðir em tveir 16 spila leikir á kvöldi.) Ingólfur Jónsson 93 Daníel Halldórsson 79 Baldur Guðmundsson 73 Lilja Halldórsdóttir 72 Sæmundur Jónsson 72 Spilað er á miðvikusdagskvöldum í Ármúla 40 og hefst keppni kl. 19.30. Keppnisstjóri er Siguijón Tryggvason. Rafmagns- og steikarpannan frá KENWOOD er naudsynleg í hverju eldhúsi Verð frá kr. 7.220,- Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta Heimllls- og raftækjadelld HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 B3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.