Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 39 Dulbúnir dráparar Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Dulbúníngur („Masquerade“). Sýnd i Bíóhöllinni. Bandarísk. Leikstjóri: Bob Swain. Handrit: David Wolf. Framleiðandi: Michael I. Levy. Kvikmyndataka: David Walther. Tónlist: John Barry. Helstu hlutverk: Rob Lowe, Meg Tilly, Kim Cattrall, John Glover og Doug Savant. Maður, kona, morð er kannski sá ástarþríhymingur bíómyndanna sem við kunnum helst að meta þegar vel er farið með hann og sú Úr myndinni Hinn stórkostlegi. er raunin í myndinni Dulbúning- ur(„Masquerade“), sem sýnd er í Bíóhöllinni. Það er vönduð, vel leikin, og vel gerð sakamálamynd í anda þeirra sem gerðar hafa verið eftir sögum James M. Caine um eiturbeisk morðsamsæri og brennandi ástar- elda. Leikstjórinn, Bob Swain, hef- ur fundið rétta, lágstemmda tóninn til að fletta ofan af sögunni, hratt án þess að flýta sér, skýrt án þess að einfalda og af hjartans tilfínn- ingu án þess að vera væminn. Hið ríkulega millaumhverfí aust- urstrandarinnar í Bandaríkjunum, sem er sögusvið Dulbúnings, ýtir flnlega undir andrúm svika og spill- ingar. Þetta er ein af þessum „kynlífs- og ofbeldismyndum", sem vandlátir vilja kalla, er fer smekk- lega með kynlifíð og sparlega með ofbeldið. Bob Swain gerir sér góða grein fyrir, að það er ekki verknað- urinn sjálfur, í þessu tilfelli morðið, heldur aðdragandinn og ástæðum- ar og allt annað í kringum hann, sem skiptir höfuðmáli. Ur því vinn- ur hann mjög vel uppúr góðu hand- riti. Maður sér aldrei fyrir sér persón- umar í morðingjahlutverki fyrr en myndin flettir. sjálf ofan af þeim. Yfirleitt grunar maður fljótlega einhvem um græsku en eitt af því sem er svo lokkandi við myndina er dulbúningurinn sem hún klæðir morðingjana í eins og heiti hennar bendir til; enginn er eins og hann Flókið samsæri og morð; Rob Lowe í Dulbúningi. sýnist. Hún gefur ekkert upp fyrr en henni hentar og er þannig sífellt að koma manni á óvart. Þess vegna er best að vera eins og hún og gefa ekkert upp um söguþráðinn eða fortíð og tengsl persónanna. Nægir að geta þess að kynták- nið Rob Lowe stendur vel undir nafni, hefur raunar sjaldnar verið kynþokkafyllri, Meg Tilly fer best að túlka brothættar og viðkvæmar persónur, hljóðlega og látlaust og hentar því mjög vel lágstemmdum stíl Swains, og leikarar í minni hlut- verkum standa sig allir með prýði. Dulbúningur er svo sem ekki annað en góð dægrastytting, góður reyfari, góð saga, en hún reynir heldur aldrei að vera neitt meira, er samkvæm sjálfri sér og fyrirtaks skemmtun frá upphafi til enda. Myndbönd og mjaðmahnykkír Hinn stórkostlegi („Moonwalk- er“). Sýnd í BíóhöUinni. Bandarísk. Leikstjóri: CoUn Chilvers. Framleiðendur: Mich- ael Jackson, Dennis E. Jones og Jerry Kramer. Helstu hlut- verk: Michael Jackson, Sean Lennon, Joe Pesci, KeUie Park- er og Brandon Adams. Hinn stórkostlegi („Moonwalk- er), sem sýnd er í Bíóhöllinni, er ekki leikin bíómynd nema að litl- um hluta heldur n.k. ævisaga Michaels Jacksons frá því hann byrjaði komungur að syngja með fjölskyldu sinni til dagsins í dag blönduð gömlum og nýjum mynd- böndum. I fyrri hlutanum eru klippt saman myndbrot frá ferli hans og aðdáunin á viðfangsefn- inu leynir sér aldrei; persónudýrk- unin er alger. Það ætti ekki að fara framhjá neinum að hér er verið að setja goð hátt á stall. íslenska heitið, Hinn stórkostlegi, segir kannski allt sem þarf og líka það að Michael Jackson er sjálfur einn af framleiðendum myndar- innar. Meiripartur seinni hlutans er svo hin eiginlega „Moonwal- ker“-mynd. Það er spuming hvort áhorf- endur hrífist af sjálfsánægjunni. Jackson er strax í byijun settur í samhengi við ýmsar sannarlega stórkostlegar persónur sögunnar, sem allar féllu fyrir morðingja- hendi: John F. Kennedy, Robert Kennedy, Martin L. King og John Lennon (sonur Lennons og Yoko Ono, Sean, fer með hlutverk í myndinni) og síðan er saga Jack- sons rifjuð upp með stuttum atrið- um úr lffsferli hans klipptum sam- an við ný og gömul tónlistarmynd- bönd. Það er ruglingslega fram sett svo oft er erfítt að átta sig á hvert stefnir en innan um eru góðir sprettir. Má þar sérstaklega nefna mjög vandaða og skemmti- lega leirmyndagerð („claymati- on“), sem við fáum sjaldan að sjá í bíó, og tónlistarmyndbandið við lagið „Smooth Criminal" þar sem skemmtilegar uppstillingar, hrað- ar klippingar, danshæfíleikar og hnykkir og skrykkir Jacksons njóta sín vel. Annars er goðið mest á harða- hlaupum þegar hann er sýndur annaðhvort undan aðdáendum sínum eða illmennum. Sjálf „Mo- onwalker“-myndin hefst ekki fyrr en undir hlé eftir allan lofsönginn um Jackson og jafnvel hún er tru- fluð af ýmsum innskotum og er ekki mikið annað en tæknibrellur þegar upp er staðið. Hún er n.k. herferð söngvarans gegn eitur- lyfjum. í henni segir frá Jackson og hópi krakka sem eiga S stríði við eiturlyfjasala, sem Joe Pesci leikur á djöfullegum nótum. Hinn stórkostlegi er fyrst og fremst mynd fyrir aðdáendur Michaels Jacksons. Það má líta á hana sem langt, langt tónlistar- myndband og fyrir þá sem hafa í senn gaman af slíku og dýrka og dá Jackson, er hún gerð. Betur má ef duga skal Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbfó: Bláa eðlan — The Blue Iguana Leikstjóri John Lafia. Handrit John Lafia. Kvikmyndataka Rodolfo Sanchez. Tónlist Ethan James. Aðalleikendur Dylan McDermott, Jessica Harper, James Russo, Pamela Gidley, Tovah Feldsuh, Dean Stockwell, Flea, Yano Anaya. 20th Century Fox/Propaganda Films 1988. Nýjustu mynd Propaganda- manna leikstýrir nýliðinn John Laf- ia eftir eigin handriti. Bláa eðlan er heldur nær farsa en gaman- mynd, þar sem einkum er dárast að einkaspæjaramyndum frá fyrri helmingi aldarinnar, spaghetti- vestrum og vestrum. Eins má kenna fjölmargar skopstælingar frægra atriða úr góðkunnum myndum einsog Lífverði Kurosawa (sem verið er að sýna af og til á Stöð 2 og enginn ætti að missa af), Casablanca og fleiri mætti tína til. Einkaspæjarinn og hrakfalla- bálkurinn McDermott telur sig kominn í feitt er skattayfírvöld Bandarílqanna fela honum að koma uppum ólöglega bankastarfsemi í smábænum E1 Diablo í Mexíkó, og hæfir nafnið staðnum vel. Þama morar allt af hinum argasta óarga- lýð sem stjómað er af forystufólinu Russo, eða „bankastjóranum" Harper. Spæjarinn bruggar nú ráð til að heimta féð og koma því norð- ur yfír landamærin og nýtur full- tingis stráksins Yano, söngkonunn- ar Gidley og ruglar Russo og Harp- er í ríminu. Sitja nú allir á svikráð- um hver um annan þveran. Hreint ekki svo galin hugmynd og leikstjórinn fer oft ferskum og nýstárlegum höndum um viðfangs- efnið. Framleiðslan og vinnubrögð- in fagmannleg, tónlistin góð og sviðsmyndin, með öllum gömlu, góðu Bjúkkunum, hreinasta augna- yndi. Gallinn er hinsvegar sá að líflegt handritið er ekki nógu fynd- ið og ruglingurinn ekki nógu ruglaður. Þá kemur upp hér sama vandamálið og í fyrri mynd þeirra félaga, Sigurjóns og Steven Golins, aðalleikarinn veldur ekki hlutverki sfnu. Menn heltast fljótt úr lestinni í Hollywood, við hvað svo sem þeir starfa. leikarar ekki síst. Þeir fær- ustu þykjast góðir ef þeir geta haldið sig við toppinn í tíu ár, og áratugurinn er ekki lengi að líða. Enda er þar um auðugan garð að gresja hvað snertir athyglisverða skapgerðarleikara, gamlar eða fallnar stjömur, eða aukaleikara. Vandinn er að velja þá þannig sam- an að hópurinn sé áhugaveifíur og skemmtilega samstilltur og það hefur svo sannarlega tekist. Þau Russo (Extremities), Harper (Shock Treatment), Feldshuh (The Idolmaker) og aukaleikarinn óborganlegi, Dean Stockwell, eru stjömur myndarinnar (að ógleymd- um stráknum Yano, furðufyrir- brigði sem nefnist Flóin og Bjúkk- unum!). Frískleg, brosleg og vel hefur tekist að setja saman skrautlegan leikhóp af varamannabekknum. En hérslumuninn vantar því Bláa eðlan getur talist prýðistilraun en tæpast alvarleg. Kjötvörur frá Höfn hf fengu TVENN BR0N8VERDLAUN Á INTERFAIR '88 í DANMÖRKU Við framleiðslu Hafnar kjötvaranna eru gæðin höfð að leiðarljósi HOFN hf. KJÖTVINNSLA - SELFOSSI // J /J / /J /J *,J J (t (t (t (r (r (r (r; (f MUYWOOO LISTARNIR Freistandi fimmtudagur i Hollywood í kvöld kynnnum við vinsældarlistann sem valinn var af gestum síðastliðið laugardagskvöld. Vikurálista Síðastavika Þessa viku Flytjandi Lag 2 1 3 Michael Jackson - Smooth Criminal 1 2 “ Boy Meets Girl - Waiting For A Star To Fall 2 3 5 Sverrir Stormsker - Bless 2 4 9 U2 - Angel Of Harlem 2 5 1 Replay - Michael Mania 1 6 “ Boney M - Boney M /Megamix 2 7 10 Salt’N’Pepa - Twist And Shout 2 8 4 Art Of Noise & Tom Jones - Kiss 2 9 7 Astec Camera - Working In A Goldmine 1 10 “ Martinica - I Love You More Than You Know Þetta verður ekki það eina sem verður á boðstólum í kvöld. Hafsteinn Hafsteinsson, stórsöngvari, mun masta á svæðið ásamt dönsurum úr Gæjum og glanspíum. Michael Jackson á hreinu fHollywood. Annar listi sem þú skalt muna: Tossalisti - Gæjarogglanspíurumhelgina - Síðanskeinsólumhelgina - Náttfataball 2. febrúar - íslandsmeistarakeppnin í Rokk & ról 16.-19. febrúar. Restamant - Diskótek H0LUW00Ð Fylgstu með okkur - Við fylgjumst með þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.