Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 fclk f fréttum Gengið til góðs Indveijinn Sri Chinmoy er einn virtasti andlegi leiðtogi okkar tíma. Hann er búsettur í New York í Bandaríkjunum og hefur hann leitt hugleiðsluhóp hjá Sam- einuðu þjóðunum um árabil. Hann ferðast víða um heim, heimsækir kirkjunnar menn, þjóðhöfðingja, listamenn, íþróttafólk og afreks- menn á hinum ýmsu sviðum. Sjálfur er hann íþróttamaður af lífi og sál, stundar meðal annars hlaup og lyftingar. Lyftingar hans hafa vakið heimsathygli en í tvígang hefur hann lyft rúmlega þremur tonnum með annarri hendi og hafa þær lyftur verið viðurkenndar af breskum og bandarískum lyfting- asamböndum. Fyrir Ólympíuleik- ana í Seoul í Kóreu lyfti hann, á þar til gerðum standi, mörgum þekktum keppandanum sem og embættismönnum með annarri hendi og á ferðalagi um heiminn á síðasta ári framkvæmdi hann 700 slfkar lyftur. Eftir að til New York kom, í nóvembermánuði sfðastliðnum, lyfti hann sem svar- ar hans eigin líkamsþyngd, sem er um 78 kíló, 100 sinnum á 68 mínútum. Stuttu síðar endurtók hann þetta 100 sinnum, nú á að- eins 22 mínútum og 43 sekúndum, sem þýðir að hver lyfta hefur tek- ið um 12 og hálfa sekúndu. Vitni voru að öllum lyftum hans og meðal annarra voru viðstaddir formaður bandarísku ólympíu- nefndarinnar og varaformaður alþjóðlegu vaxtaræktarsamtak- anna. Afrek af þessu tagi virðast of- urmannleg en bænir og hugleiðsla síðustu áratugi hafa gefið Sri Chinmoy innri sem ytri styrk. Hann segir: „Með því að lyfta mönnum er ég að hvetja þá og fylla hugmóði um leið og ég votta þeim og afpekum þeirra mína dýpstu virðingu." Og annarsstað- ar segir Sri Chinmoy: „Ég legg áherslu á að innri styrkur og innri friður getur leitt til friðar í heimin- um öllum. Allir menn þrá frið. Með styrk bæna, hugleiðslu og góðs vilja getum við leitt mann- kynið til hærra vitundarstigs". Starf hans allt einkennist af óeigingimi og einlægum vilja til þess að leiða menn til aukins and- legs þroska sem er forsenda fyrir velferð mannkyns. Hann hefur skrifað um 700 bækur, málað þúsundir málverka og tónsmíðar hans skipta einnig þúsundum. Hann heldur tónleika og sýningar víða um heim svo og flytur fyrir- lestra um andleg málefni. Hér á landi hélt hann meðal annars tón- leika í Háskólabíói í apríl á sfðast- liðnu ári. Hugleiðslusetur eru mörg í hans nafni og er eitt slíkt starfandi í Reykjavík. Hugleiðsla, bænir og góður vilji er leiðin sem Sri Chinmoy hefur gengið til góðs. SRI CHINMOY Hér má sjá hvaða aðferðir Sri Chinmoy notar við að lyfta fólki. Sri Chinmoy hitti Jóhannes Pál páfa II í Vatíkaninu i lok ársins. Er þetta í þriðja sinn sem þeir ræðast við. Sagði Jóhannes Páll páfi við það tækifæri: „Ég er mjög þakklátur fyrir heimsókn þína. Guð blessi þig og verk þín.“ COSPER —Þegiðu.þú fælir fiskana burtu. HAPPADRÆTTI Stórhapp- ilrætti Flug- björgunar- sveitanna Nýlega voru afhentir aðalvinn- ingar í stórhappdrætti Plug- björgunarsveitanna, en dregið var 24. desember síðastliðinn. Bergþór Ólafsson vann svokallaðan heimili- spakka sem innihélt Macintosh Plus einkatölvu, kvikmyndatökuvél, hljómtækjasamstæðu, sjónvarps- og myndbandstæki, örbylgjuofn og farsíma, samtals að verðmæti 825.000,-. VESTUR-ISLENDINGAR Islendingafélagið í San Fransiskó Islendingafélagið í San Fransiskó í Bandarílq'unum hélt jólafagnað í desember þar sem aðventuljósin voru tendruð af bömum. Séra Vig- fús Þór Amason prestur í Siglu- fírði, sem er í ársleyfí við fram- haldsnám í Berkeley, las jólaguð- spjallið og flutti jólahugvekju. Jóla- sveinn (Júlíus Baldursson) skemmti bömunum og gaf gjafír. Formaður íslendingafélagsins í San Fransiskó er Ámi Amason og er félagslíf hjá félaginu þar mjög blómlegt. Á myndinni em frá vinstri Þómnn Hulda Vigfúsdóttir, jólasveinninn Júlíus Baldursson og Björg Vigfús- dóttir. Lilja Eiríksdóttir hlaut í vinning LandCruiser Turbo Diesel-bif- reið, að verðmæti rúmlega tvær milljónir króna. Bergþór Ólafsson tekur við heimilispakkanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.