Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 41 rauóu Stóriðja á rauðu Ijósi Þegar ríkisstjórnin tók við völdum hafði verið unn- in töluverð undirbúningsvinna vegna hugsanlegrar stóriðju og mun niðurstaða hagkvæmniathugunar væntanlega liggja fyrir ífebrúar nk. Alþýðubandalagið, sem hefur undirtökin í ríkis- stjórninni, hefur sýnt mikla þvermóðsku í þessu máli og reynt að stöðva það. Fær Alþýðubandalagið að stöðva framþróun í stór- iðjumálum á rauðu Ijósi? Lúxus - ekki lúxus - lúxus... Lúxustollar hafa verið algengir hérlendis á síðustu framsóknaráratugum. Meðal dæma um þessa áráttu stjórnmálamanna til þess að hafa vit fyrir lýðnum, var þegar framsókn- armenn lögðust gegn innflutningi á litasjónvörpum til landsins. Eins töldu sumir að banna ætti greiðslu- kortþarsem þarfæri „lúxus" og loks varþaðtal- inn „lúxus“ aðfáferðagjaldeyri. Fyrirtækin máttu fá ótakmarkað magn gjaldeyris en almenningur varð skömmtuninni að bráð. Á árunum 1983-1987 tókst Sjálfstæðisflokknum að snúa samstarfs- flokknum af brautum þessara lúxushugmynda, en nú hefur ríkisstjórnin snúið við blaðinu. Vinstri stjórnin hefurákveðið hvað sé „hollt" og hvað sé „óhollt“ almenningi. Þannig er sælgæti „óholt" og því skattlagt.... Hvað verður „lúxus" á morgun? Salernispappír er „lúxus" víða í austantjaldsríkjum.... Verðstöóvun - fyrir aðra en ríkið Verðstöðvun er enn við lýði hérlendis fyrir einkaað- ila. Hið opinbera virðist aftur á móti geta heimilað sjálfu sér hækkanir á flestum þáttum. Þetta á við m.a. um bensínverð, afnotagjöld, áfengi og tóbak svo eitthvað sé nefnt. Þannig gilda regl- urnar aðeins á annan veginn. Stefna þjóðargjaldþrotsins Á meðan frændur okkar í Evrópu lækka skatta og einfalda skattkerfið ásamt því að minnka umsvif ríkisins, þá hefurvinstri stjórn Steingríms Hermannssonar ákveðið að fara svipaðar leiðirog ríkisstjórnum íTékkóslóvakíu og Rúmeníu þóttu fýsilegar í kringum 1960. Þessi lönd standa nú nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinnifyrr. W Miðstýringin og F fjölskyldusjóðirnir ap Það hefur viðgengist alltof lengi í íslensku þjóðmálum að hentistefna sem á flestum sviðum hefur orðið ofan á. Það gengur ekki öllu lengur að afturhaldið standi gegn því að stöðugleiki og eðlilegar framfarirverði í íslensku samfélagi. Það gengur ekki öllu lengur að stjórn- málamenn geti sett upp einhverskonar fjölskyldusjóði, þar sem fé skattborgar- anna er útdeilt eftir misjafnlega merkileg- um leiðum. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því, að ungt fólk vill lifa í samfélagi með öðrum þjóðum og nennir ekki að fá á sig stimpil tækifærismennsku, sem birtist m.a. íþví að eitt árið samræmum við reglur við önnur lönd, en kippum þeim úr sambandi árið eftir, eins og raunin hefur orðið hjá núverandi stjórn. Ríkishyggju, sem birtist íviðhaldi langviðamesta ríkisbankakerfis á Vesturlöndum. Þröngsýni, sem birtist í hræðslu við nágrannalönd okkar; fjármagn og fólk. Loks eitthvað sem kalla mætti ENGINN MÁGERA ÞAÐOFGOTT- stefnan, sem birtist m.a. í því að skatt- leggja á aukalega eignir fólks, hugmyndir eru settarfram um að skattleggja „ofsa- gróða" ýmissa góðgerðarfélaga o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið hat- rammurgegn höftum og ofstjórn. Þannig hefurhann orðið leiðandi sem frjálslynt afl ííslenskum stjórnmálum og staðið fyr- irþeim frjálslyndu umbótum, sem þó hafa náðst fram í íslensku samfélagi. Baráttan stendur fyrst og fremst við henti- stefnu, höft og óstjórn vinstri stjórnarinn- ar, sem þurfa að víkja fyrir frjálslyndi og stöðugleika. Tilþessa verkefnis ákalla ungirsjálfstæð- ismenn alla landsmenn. Það síðasta, sem þessiþjóð þarf, er faryfirá rauðu Ijósi! MHEIMDALLUR W>$al FÉLAG UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA M O L A R Saga úr fiskúúðiani... Það getur verið grátbroslegt, nú þegar Ólafur Grímsson hrellir almenning „í þessu landi" nánast daglega með nýj- um skattálögum, að rifja upp áróður þessa sama Ólafs áður en hann varð fjármálaráðherra. Þá varð matarskatturinn illræmdi, sem hann segir nú að sé ekki til, honum til- efni til yfirreiðar yfir verslanir þar sem hann predikaði, m.a. af kassa í Mikla- garði, hvílíkt óréttlæti fælist í þessum skatti. Komust margir við þegar Ólafur sagði í sjónvarpssal frá því með tárin í augun- um að hann vissi um gamlan mann, sem hefði komið í fiskbúð, og spurt hvað ýsuflakið kostaði. Og er honum hafði verið sagt það, fór hann út án þess að versla, hann hafði ekki efni á að kaupa sér fisk í soðið, þessi gamli maður. Ja, það ervarla löng biðröð ífiskbúðun- um núna, lagsmaður.... Staðfesta Júns Hannibalssonar Flestir muna eftir því þegar Jón Hanni- balsson hafnaði því að aka á ráðherra- drossíu með bílstjóra en fékk sér í stað- inn „ráðherrabragga" - í huganum - en endaði síðan á „jeppabifreið í eigu fjármálaráðuneytisins" með húsvörðinn í Arnarhvoli fyrir bílstjóra, (þ.e. sama aðferð og Ólafur Grímsson virðist nota). en því miður tákrænt fyrir staðfestu Jóns í öllum hinum stærri og veiga- meiri málum. Er ekki ofmælt að Jón hafi haft pólskipti í viðhorfum til rétt um það bil allra hluta, frá því fyrir svona ári síðan. Eftir að Jón hafði forðað sér úr fjármála- ráðuneytinu sfðastliðið haust, virtist hann þó ætla að standa vörð um sam- stöðu (slands með vestrænum lýðræð- isþjóðum á sviði utanríkismála, þótt frá vestrænum leiðum hafi verið horfið við stjórn efnahagsmála. Nú hafa jafnvel á þeim vettvangi skipast veður í lofti. Er þá átt við byggingu varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll, með þátttöku mann- virkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins. í stuttu máli hefur Jón sjálfur sagt já, Steingrímur Hermannsson segir hins- vegar loðið kannski og alþýðubanda- lagsmaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, segir þvert nei. Nú er spurningin, ræður Alþýðubanda- lagið, sem virðist hafa undirtökin í þess- ari ríkisstjórn, ferðinni í þessu máli eða Jón Hannibalsson? Ef Jón ræður ferð- inni, er þá ástæða til að tortryggja heil- indi þessa fyrrum alþýðubandalags- manns og stofnfélaga í samtökum her- stöðvaandstæðinga í málinu, t.d. í Ijósi ákafa hans í að sameinast Alþýðu- bandalaginu? Gildir hér hið fornkveðna, að römm sé sú taug er rekka dregur föðurtúna til? Verður varaflugvöllurinn en eitt „braggamálið" hjá Jóni Hannibalssyni? „Rauökembingar ræna fú" Að lokum birtast hér í „molum" tvær stökur sem urðu til eftir fund „rauð- kembinga" á Vestfjörðum: Birtir senn i byggðum vestra, bjargræði mun ná til flestra. í lofti yfir sveitir settir, svífa rauðir gervihnettir. Þjóðarvoði í stóla sté, starfar hópur glanna. Rauðkembingar ræna fé, ef rekur á fjörur manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.