Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 16
16_____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989_ Ætlar Framsókn að breg’ðast atvinnulífinu? eftir Vilhjálm Egilsson Framsóknarflokkurinn hefur í seinni tíð virst vilja styðja öfluga atvinnustarfsemi og koma í veg fyrir atvinnuleysi og byggðaröskun. Þannig tók Framsókn höndum sam- an með Sjálfstæðisflokknum á árinu 1983 og flokkarnir afstýrðu hruni atvinnuveganna eftir ótrúlegt tíma- bil ævintýramennsku í efnahags- málum þar á undan. Framan af síðasta sumri þiýsti Framsókn líka á alvöru efnahagsaðgerðir til þess að tryggja rekstur útflutningsfyrir- tækjanna. Steingrímur í sams konar stöðu og Þorsteinn Nú virðist Framsókn hins vegar aftur hafa stefnt á vit ævintýra- mennskunnar. Steingrímur Her- mannsson gefur reyndar út yfirlýs- ingar um að það þurfi að taka til höndunum og gera varanlegar efna- hagsráðstafanir. Að því leyti er staða hans innan ríkisstjómarinnar orðin mjög svipuð og staða Þor- steins Pálssonar var orðin undir lok fyrra stjómarsamstarfs. Jon Sig- urðsson og Alþýðubandalagið virð- ast setja Steingrími stólinn fyrir dymar. Jón Baldvin nennir nú ekki leng- ur að eyða tímanum í félagsskap Steingríms en er lagstur í ferðalög, ýmist út um heim að beijast gegn eyðingu skóga eða til að skemmta landanum í skammdeginu með for- manni Alþýðubandalagsins. Jon Baldvin er hættur að sinna efna- hagsmálum svo nokkm nemi. Helsta skoðun hans á þeim málum þessa dagana er sú að óþjóhollt sé að tala um gengisfellingu. Er nú beðið eftir því að hann segi að út- flutningur sé óþjóðhollur. En J_on Baldvin hefur í flestu eftirlátið Joni Sigurðssyni að sjá um efnahags- málin fyrir Alþýðuflokkinn. Steingrímur nær því engu fram fyrir atvinnulífið í stjómarsamstarf- inu. Það sýnist nefnilega vera trúar- atriði hjá Jóni Sigurðssyni og Al- þýðubandalaginu að þjarma að at- vinnulífínu, setja fyrirtæki á haus- inn og framkallá atvinnuleysi. Síðan á að koma atvinnustarfseminni und- ir opinbera eign. Látið er í veðri vaka að halda eigi genginu rangt skráðu til þess að knýja fram upp- stokkun, hagræðingu og fram- leiðsluaukningu í sjávarútvegi. Uppstokkun með þjóðnýtingu En hver er reyndin? Fyrirtækin em pínd í þrot en þegar að upp- gjörinu kemur er bmgðist við með því að breyta skuldum í víkjandi lán eins og á Suðureyri. I hugmyndum að efnahagsaðgerðum er talað um sérstakar neyðarráðstafanir þar sem byggð er í hættu og Patreks- fjörður og Bolungarvík nefnd í því sambandi. (Bolungarvík mun reyndar komin út af neyðarlistan- um.) En hvemig er hægt að gera slíkar neyðarráðstafanir án þess að opinberir aðilar komi með nýtt eig- ið fé eða víkjandi lán inn í fyrirtæk- in? Væm þesir staðir ekki allir bet- ur komnir með því að fá rétt verð fyrir gjaldeyrinn og standa á eigin fótum? Sama helstefnan er líka rekin gegn fyrirtækjum í öðmm atvinnu- greinum. Eignaskattar em hækk- aðir svo gífurlega að fyrirtæki sem ná ákveðinni stærð þurfa að skila eigendum sínum 4% til 5% arði bara til þess að eigendurnir þurfí ekki að borga með þeim. Ef arður- inn er 10% þurfa eigendumir að borga um tvo þriðju teknanna í skatt. Þeir sem leggja fé í atvinnu- rekstur geta átt á því von að þurfa að afhenda ríkinu eignina á tuttugu ámm. Einhvem tíma hét þetta þjóð- nýtingarstefna. Tilverugrundvöllur fyrirgreiðslupólitíkusa Núna er það þó líklega valdafíkn sem hvetur áfram þá sem ráða ferð- inni fremur en trú á ríkisrekstur. Það virðist svo sem eyðileggja eigi rekstrargrandvöll atvinnuveganna til þess að skapa tilvemgmndvöll fyrir nýja tegund fyrirgreiðslu- pólitíkusa. Þeir ætla að koma öllu í þrot og velja þá staði sem verða neyðarráðstafana aðnjótandi. Hvar er Jon Baldvin? Framsókn virðist meira að segja ætla að bregðast samvinnuhreyf- ingunni. Rangt skráð gengi bitnar ekki síst á þeim stöðum úti um land þar sem samvinnuhreyfingin hefur verið burðarás i útgerð og físk- vinnslu. Þessum fyrirtælcjum virðist Framsókn ætla að fóma fyrir fé- lagsskapinn við Alþýðubandalagið og Jón Sigurðsson. Halda samvinnumenn að kaup- félögin séu betur í stakk búin til þess að skapa atvinnu og bera uppi byggð úti um land undir forystu sjóðstjóra í Reykjavík í stað þess að vera undir forræði heimamanna? Veruleikaflótti verksljórans Steingrímur Hermannsson neitar hins vegar ennþá að horfast í augu við raunvemleikann sem er að það þarf að fella gengið og hann nær því ekki fram í núverandi ríkis- stjóm. Hann hefur fundið flóttaleið frá raunvemleikanum og hamast nú sem mest hann má á fjármagns- markaðnum. Hann vill hemja vext- ina með handafli og breyta gmnni lánskjaravísitölu. Hann virðist ekki hafa neinn skilning á því að fjár- magnskostnaður er bæði spuming um vextina og þær upphæðir sem fyrirtækin skulda. Ein aðalástæðan fyrir hinum háu vöxtum ér að út- flutningsfyrirtækjunum er haldið í taprekstri og þau æpa á lánsfé til þess að fjármagna tapið. Þótt vext- ir lækki batnar staðan einungis rétt á meða þeir em að lækka." Tapið heldur áfram og skuldimar hækka. Þá eykst fjármagnskostn- aður á nýjan leik. Vaxtalækkun með handafli frestar einungis um skamma stund óumflýjanlegu greiðsluþroti. Aðeins með því að breyta geng- inu og gefa útflutningsfyrirtækjum möguleika á því að hagnast skap- ast skilyrði fyrir raunvemlegri vaxtalækkun. Þá borga fyrirtækin skuldir en taka ekki lán til þess að þrauka viku til viku. Þá lækkar fjár- magnskostnaðurinn bæði vegna þess að skuldimar lækka og vegna þess að vextimir lækka. Samvinnumenn verða að koma Steingrími í skilning um þetta áður en hann fórnar kaupfélögunum á veraleikaflóttanum. Þorsteinn flúði ekki. Hann lagði fram tillögur og stóð við þær þótt stjómin spiyngi. Ætlar Framsókn að bregðast? Eins og nú horfir með stjórnar- stefnuna virðist svo sem Framsókn sé að bregðast atvinnulífínu. Flokk- urinn tekur þátt í skattahækkunum sem sliga atvinnureksturinn og bitna bæði á samvinnurekstri sem einkarekstri. Þess í stað væri nær að Framsókn reyndi að fínna leiðir sem auðvelduðu almenningi að leggja bæði samvinnufélögum og einkafyrirtækjum til aukið fé. Það þarf að endurreisa fyrirtækin eftir meðferðina. Framsókn tekur líka þátt í þeim alvarlega leik með Al- þýðubandalaginu og Joni Sigurðs- syni að halda genginu rangt skráðu svo lengi að vel rekin fyrirtæki í útflutnings- og samkeppnisgreinum eiga sér vart viðreisnar von. Allur hugur verkstjórans snýst um að fínna leiðir til þess að fleyta atvinnulífínu áfram frá viku til viku með handafli. Hann sér ekki hvert Vilhjálmur Egilsson „Steingrímur Her- mannsson neitar hins vegar ennþá að horfast í augn við raunveru- leikann sem er að það þarf að fella gengið og hann nær þvi ekki fram í núverandi ríkisstjórn. Hann hefúr fúndið flóttaleið frá raunveru- leikanum og hamast nú sem mest hann má á fjármagnsmarkaðnum. Hann vill hemja vextina með handafli og breyta grunni lánskjaravísi- tölu. stefnir en þó eykst atvinnuleysi frá mánuði til mánaðar og þrefaldaðist frá október til desember. Ef svo heldur áfram gætu allt að 5.000 manns verið orðin atvinnulaus fyrir lok apríl. Vonandi tekst framsóknarmönnum að stöðva vemleikaflótta verkstjór- ans á ferð hans um landið. Höfundur er einn af varaþing- mönnum Sjálfstæðisflokks. Óþolandi mðumfestarf- semi forsætisráðherra eftir Vestarr Lúðvíksson Það er með öllu orðið óþolandi fyrir okkur Útvegsbankastarfs- menn að liggja undir duttlungum og óábyrgri yfírlýsingagleði forsæt- isráðherra. Eftir öll þau ósköp, er við öll urðum að þola varðandi Hafskips- málið, allar umræður og að lokum ákvarðanir, sem leiddu til endur- reisnar Útvegsbanka Islands hf., er það með ólíkindum að forsætis- ráðherra skuli ekki sjá aðrar leiðir til bjargar íslenskum efnahagsmál- um, en að leggja beri Útvegsbanka íslands hf. niður. Ef sameina á banka í dag, er ekkert eðlilegra en sameining Bún- aðar- og Landsbanka íslands í einn öflugan ríkisbanka. Síðan má athuga samstarf eða jafnvel sameiningu hlutafélags- bankanna Útvegsbanka íslands hf., Verzlunarbanka Islands hf. og Iðn- aðarbanka Islands hf. í einn öflugan einkabanka, með hugsanlegri eignaraðild t.d. eins banka á Norð- urlöndum eða Bretlandi og jafnvel japanskan banka, með framtíð- arviðskipti í huga. Undirritaður telur að afskipti misviturra stjómmálamanna á liðn- um áratugum í yfírstjóm banka- kerfisins á íslandi sé stærsta mein- semd okkar efnahagsvanda. Þeir ættu ekki og eiga ekki að koma nálægt þessum málum. Vilmundur heitinn Gylfason hafði lög að mæla þegar hann vísaði mönnum á þessar staðreyndir, en eins og með aðra góða menn var ekki hlustað á Vilmund, því fór sem fór. Auðvitað er verðbólgan okkar stærsta böl, en hún er afleiðing kolvitlausrar stefnu í fjárfestingar- málum ráðamanna þjóðarinnar. Við höfum lengi vitað að skipa- stóllinn er of stór miðað við sóknar- getu og aflamöguleika. Sömuleiðis er það viðurkennt að offjárfesting hefíir átt sér stað í skrifstofu- og verzlunarhúsnæði. Það er löngu orðið tímabært að endurskipuleggja þessa hluti og skapa önnur ný tækifæri. Forsætis- ráðherra kom á haustmánuðum 1988 með þau ósköp að þjóðin hefði aldrei staðið nær þjóðargjaldþroti en núna. Okkar ágæti forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir. sá sig knúna að draga úr þessum ósköpum í ára- mótaræðu sinni til þjóðarinnar og sagði að við hefðum ekki efni á slíkum barlómi. Ég er henni inni- lega sammála. Síðan gerist það að forsætisráð- herra snýst eins og vindhani eða refurinn og gefur frá sér hljóð í hina áttina. Nú á að koma á paradís Vestarr Lúðvíksson „Undirritaöur telur að afskipti misviturra stjórnmálamanna á liðnum áratugum í yfir- stjórn bankakerfisins á Islandi sé stærsta mein- semd okkar efnahags- vanda. Þeir ættu ekki og eiga ekki að koma nálægt þessum málum.“ á jörðu hér á íslandi. Já, stutt er öfganna á milli hjá Steingrími. Ég er Steingrími innilega sam- mála að við íslendingar eigum stór- kostlega framtíðarmöguleika sem miðstöð í heimsviðskiptum og sem framleiðendur ómengaðra náttúr- legra matvæla, bæði úr sjó og af landi. en þá verður Steingrímur og fömneyti hans að lyfta sér ögn upp úr þeirri giyfju að sjá ekkert annað til úrlausnar, en að ráðast á okkur, Útvegsbankafólk. Steingrímur, hvfldu fískistofn- ana, sameinaðu tryggingarfélög, banka og fleira, komdu á þegn- skyldu í þjóðfélaginu til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og til þess að kenna unga fólkinu aga meðal annars, þau dansa jú eftir höfðinu. Settu verklegar fram- kvæmdir í gang með framkvæmd varanlegra vega, jarðganga og öðr- um samgöngubótum, að þessum verkefnum loknum verða fískistofn- amir búnir að rétta við sér til fram- tíðar. Fækkaðu alþingismönnum um helming og farðu að dæmi frænda okkar Færeyinga og Norðmanna og segðu af þér þingmennsku á meðan þú gegnir fullu starfi ráð- herra og leyfðu varamanni þínum að taka sæti á Alþingi. Að lokum, leyfðu okkur Útvegs- bankamönnum að stjóma bankan- um okkar í friði, sömuleiðis íslensk- um bankamönnum yfirhöfuð. Megi gæfa fylgja þér að lokum og sjáandinn rata réttan veg. Batn- andi manni er best að lifa. Höfundur er fuiltrúi í Útvegs- banka íslands. Félag járniðnaðarmanna: Hækkun vörugjalds ogskatta mótmælt JÁRNIÐNAÐARMENN mót- mæla harðlega þeirri kjaraskerð- ingu sem Iögð er á launþega í formi hækkunar vöruverðs og skatta á sama tíma og í gildi eru lög sem afnema umsamdar launahækkanir og banna kaup- hækkanir. I ályktun sem samþykkt var á fundi í Félagi jámiðnaðarmanna 18. janúar síðastliðinn segir einnig: „Verðhækkanir rýra ekki aðeins kaupmátt gagnvart nauðsynjavöm, þær leiða einnig til vemlegrar hækkunar á skuldum þeirra laun- þega sem reyna að eignast hús- næði. Þessi kjaraskerðing er fram- kvæmd á sama tíma og vemlegur samdráttur er í tekjum vegna minnkandi vinnu." Fundurinn bendir á að afkoma heimilanna skiptir ekki minna máli en rekstur fyrirtækja og að það er löngu tímabært að þeim þætti séu gerð skil í umræðu úm efnahags- mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.