Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 31.tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovéski herinn yfirgefur höfuðborg Afganistans Fimm hundruð hermenn standa enn vörð um flugvöllinn í Kabúl Termez. Reuter. Á verði við Kabúl-flugvöll brostu þessir sovésku hermenn við ljós- myndara iíeuters-fréttastofúnn- ar þegar þeim var sagt að sovésk- ir fjölmiðlar hefðu greint frá því að allir sovéskir hermenn væru farnir frá höfúðborginni. ANGÓLA Namibe NAMIBlA \ Windhoek Walvis Bay> Keetmanshoop Luderitz' | Höföaborg LANGAR herflutningalestir og skriðdrekar umvafðir rauðum borð- um siluðust yfir landamæri Afganistans og Sovétríkjanna í gær. Að sögn fréttaritara breska dagblaðsins Dally Telegraph mátti meðal annars sjá 300 fallhlífahermenn með fölskvalaus bros á vör eftir þriggja daga ferð frá Kabúl en þeir voru í fylkingarbrjósti í innrás- inni árið 1979. Sovéskir sjónvarpsmenn biðu við landamærin en í fjölmiðlum er brugðið upp þeirri mynd af brottflutningnum að sov- ésk stjórnviska og friðelskandi heilbrigð skynsemi hafi borið sigur úr býtum. Kór ungliða í kommúnistaflokknum söng um eilífan frið með þjóðum heims, dáðir hermannanna, hollustu þeirra við Lenín og visku kommúnistaflokksins. Pravda, málgagn sovéska kommúni- staflokksins, greindi frá því í gærmorgun að síðustu sovésku her- mennirnir væru farnir frá Kabúl og staðfesti Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, staddur í Pakistan, þessar fregnir. Fréttaritari Æeuíers-fréttastofunnar rakst hins vegar á fímm hundr- uð sovéska hermenn sem gæta flugvallarins í höfúðborginni. Að- spurðir sögðust þeir eiga að veija flugvöllinn uns flutningum á sov éskum embættismönnum og birgðum væri lokið að fúliu 15. febrúar. Að sögn talsmanna sovéska hers- ins yfirgáfu 30.000 sovéskir her- menn Afganistan frá ágústmánuði í fyrra til þessa dags. Frá apríl í fyrra til ágústmánaðar höfðu Katrín o g Raymond Petit farin frá Kabúl Samkvæmt fréttum Reuters- fréttastofunnar eru allir vest- rænir sendiráðsstarfsmenn farnir frá Afganistan ef undan er skilinn ítalskur prestur sem starfað hefur við ítalska sendi- ráðið í Kabúl. í gær var flogið með síðustu vestrænu sendi- ráðsmennina til Nýju Delhí, höf- uðborgar Indlands. íslensk kona, Katrín Petit, var þar á meðal ásamt eiginmanni sínum, Raymond Petit, sem veitt hefur franska sendiráðinu forstöðu eftir að sendiherrann var kallað- ur heim. 50.000 hermenn, eða tæpur helm- ingur innrásarliðsins, haldið heim. Samkvæmt því eru 20.000 hermenn enn á leið út úr Afganistan. í Ízvestíu, málgagni sovéskra stjórnvalda, sagði í gær að Kabúl- stjórnin byggi sig nú undir langt umsátur. Svo virðist sem Sovét- menn skilji hergögn eftir í stórum stíl auk þess sem birgðum hefur verið safnað af olíu og mat. I borg- inni eru nú lítil ytri merki um níu ára nærveru Sovétmanna nema ef vera skyldu bifreiðar af Volgu- og Moskovits-gerð, loðhúfur og Kal- asníkoff-rifflar í höndum stjómar- liða. Verslanaskilti á rússnesku víkja meira að segja óðfluga fyrir áletrunum á ensku. Sovétmenn reyna nú hvað þeir geta til að fá skæruliða til sam- starfs við Najibullah forseta. í við- tali í gær sagði Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, að þessar tilraunir Sovétmanna væru gagnslausar. Margir telja að Naji- bullah undirbúi nú flótta frá landinu áður en skæruliðar ná Kabúl á sitt vald. í gær bárust svo þau skilaboð frá Zahir, útlægum konungi Afgan- istans, að hann væri tilbúinn að taka við stjómartaumunum. Sjá „Björgunartilraunir Sovét- manna mistakast" á bls. 20. Viðræður Samstöðu og pólskra stjórnvalda: Kommúnisminn hef- ur knésett Pólverja - segir Lech Walesa í sjónvarpsræðu Varsjá. Reuter. VIÐRÆÐUR pólskra stjórnvalda og Samstöðu um framtíð landsins hófúst í Varsjá í gær. Við upphaf viðræðnanna sagði Lech Walesa, ieiðtogi Samstöðu, að kommún- isminn hefði komið Pólvequm á kné og víðtækar lýðræðisumbæt- ur væru eina leiðin til að forða Grænlendingar og Færeyingar: Lausn fískveiðideilu í ausfsyn Kaupmannahöfn. Frá Nils Jöriren Bruun. fréttaritara MorcninhlAÖsins. ^ ^ Kaupmannahöfh. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR fúnd Jonathans Motz- feldts, formanns grænlensku landsstjórnarinnar, og Jogvans Sundsteins, hins nýja lögmanns í Færeyjum, er útlit fyrir að lausn á fiskveiðideilu Grænlend- inga og Færeyinga sé í sjónmáli. Motzfeldt sagði eftir fúndinn á sunnudag að nýja lögþingið í Færeyjum hygðist stöðva fisk- veiðar Færeyinga við Namibíu. Veiðamar hafa strítt gegn þeirri stefnu Grænlendinga og Dana að beita stjómvöld í Suður- Afríku efnahagsþvingunum og hafa Grænlendingar hótað því að banna veiðar feereyskra skipa í grænlenskri lögsögu. í dág, þriðjudag, verður Namibíu-málið tekið fyrir á fær- eyska lögþinginu. Nýja landsstjóm- Port Nolloth SUÐUR- AFRÍKA KRGN in í Færeyjum hefur lagt fram frum- varp um bann við viðskiptum við Suður-Afríku með því fororði að aftur verið tekið upp viðskiptasam- band við Namibíu þegar landið öðl- ast sjálfstæði. Er stefnt að öðrum fundi Motzfeldts og Sundsteins þeg- ar lögþingið hefur afgreitt málið og segist Motzfeldt vonast til að það verði innan viku. í gærkvöldi sagði Sundstein í viðtali við græn- lenska útvarpið að til greina kæmi að Færeyingar fengju þorskveiði- kvóta við Grænland. Einnig hefði verið rætt um að þeir fengju að veiða loðnu austur af Grænlandi. „Allir hljóta að skilja að Færeying- ar verða að stunda sínar veiðar þar sem kostur er, en nú er lausn á deilu Færeyinga og Grænlendinga í sjónmáli," sagði Sundstein. algera hrani Iandsins. Ræðu Wal- esa var sjónvarpað um gervallt Pólland og lét verkalýðsleiðtog- inn þau orð falla að Samstaða myndi aldrei fallast á efnahags- tillögur ríkisstjórnarinnar nema stjórnarfar yrði samtímis fært í lýðræðislegt horf. Czeslaw Kiszczak hershöfðingi tók á móti 25 manna sendinefnd Samstöðu fyrir hönd stjórnvalda. Kiszczak var innanríkisráðherra í desember árið 1981 þegar verka- lýðsfélagið var bannað. Nú er hann aðalsamningamaður ríkisstjórnar- innar. Búist er við að hinar lang- þráðu viðræður taki sex vikur en þær eru hinar fyrstu síðan kommún- istastjómin reyndi að ráða niðurlög- um Samstöðu með herlögunum fyrir rúmum sjö árum. Við upphaf fundarins var tveggja Samstöðupresta, sem fundist hafa myrtir undanfarnar vikur, minnst með einnar mínútu þögn. Walesa sagði í ávarpi sínu að Pólland væri „í rústum vegna kerfis sem rænir þegnana réttindum sínum og sóar ávöxtum erfiðisins." Lög- leiðing Samstöðu er eitt af umræðu- efnunum og segja stjómvöld að hún geti átt sér stað um leið og verka- lýðsleiðtogar fallist á viðræður um efnahags- og stjórnarfarsumbætur og lýsi sig reiðubúna tii að taka sæti á þingi. Tillaga stjómvalda um að Samstaða myndi nokkurs konar minnihlutastjórnarandstöðu á þingi hefur vakið tortryggni og Walesa hefur sætt gagnrýni fyrir að ljá máls á slíku. Thorkild Hansen látinn Kaupmannahöfn. Politiken. DANSKI rithöfundurinn Thorkild Hansen andaðist á laugardag, 62 ára að aldri, af völdum hjartaáfalls. Hansen var staddur á Litlu-Antillaeyj- um f Karíbahafi ásamt konu sinni, Gitte Jæger. Thorkild Hansen skrifaði meðal annars bækumar Þræla- ströndina og Þrælaeyjamar, sem gefnar hafa verið út á íslensku í þýðingu Gissurs Ó. Erlingsson- ar (Ægisútgáfan), og Jens Munk, sem Magnús Kjartansson þýddi (Menningarsjóður). Meðal þekktra verka hans em auk þess Þrælaskipið og umfangsmikið verk um Knut Hamsun. ■>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.