Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 40 •< OC h C/í I cc 3 Q. CO CQ DC 3 Q. _l UJ h CO I co I oc 3 Q. cn 2 a> CL -J LLi h- C/) I cc ■á U oc 3 a _i ui P 0> I Foreidrar! Leyfið börnunum að rasa út. Reynsla okkar er sú að böm losna við feimni og verða öruggari í f ramkomu á að stunda danstíma. SÓLEY JAR *4 vera með Jazz-funk síðastliðin námskeið og alveg geggjað stuð. Því ætlum við að bæta viö öðrum hópumfyrir 13-15 ára. Nýjasta nýtt frá New York. Jazz-funk byggist upp á meiri hreyfingu og reynt að losa um feimni og hlédrægni. Eingöngu er notuð „house“ músik. Kennari: Bryndís Ein- arsdóttir. Innritun á Michael Jackson námskeið og Jazz-funk. Byrjum 6. feKrúar með námskeió fyrir 8-9 áro, 10-12 ára og 13 ára og eldri stelpur og stráka. Innritun í símum 687701 og 687801. JAZZ FUNK Nú erum við búin að Vinningsröðin 4. febrúar: 112-1X2-XX2-112 HVERVANN? 2.605.069 kr. 12 réttir = 2.084.293 kr. Enn var enginn með 12 rétta - og því er þrefaldur pottur núna! 11 réttir = 520.776 kr. 33 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 15.781 félk f fréttum ÍÞRÓTTIR Fatlaður með fotluðum, ófatlaður með ófötluðum Morgunblaðið/Ámi Sæberg í systkinahópnum. Haukur ásamt tvíburunum Gunnari Þór og Kristínu og næstelsta bróðurnum, Helga. — segir Haukur Gunnarsson Styrr hefur staðið um Hauk Gunnarsson, fatlaða íþrótta- manninn, sem á heimsmet í 100 m hlaupi og vann til gullverð- launa í því hlaupi auk bronsverð- launa í 200 og 400 m á Ólympíu- leikum fatlaðra í Seoul í fyrra- haust. Hann var kosinn maður ársins á Stjörnunni og Rás 2 og íþróttamaður ársins á DV en þegar kom að því að velja íþrótta- manq ársins, voru menn ekki á eitt sáttir um valið. Haukur varð þriðji í kjörinu og segist ánægður með árangurinn. Hann hafi ekki gert sér vonir um að ná svo langt. Árangurinn á Ólympíu- leikunum sé besta viðurkenning sem hann hafi fengið. Umræðuna og leiðindin vegna vals íþrótta- fréttamanna vill hann sem minnst tala um. Segir umfjöllun- ina hafa verið afar þreytandi og leiðinlega fyrir sig og Einar Vil- hjálmsson, sem hlaut titilinn. En Haukur hefiir ekki látið hana á sig fá og æfir sig af kappi, sjálf- um sér til ánægju, ekki fyrir aðra. Nema þá helst kærustuna BÍna. Haukur er 22 ára, fæddur 20. október 1966. Hann er elstur fjög- urra systkina, þeirra Helga nítján ára og tvíburanna Gunnars Þórs og Kristínar þrettán ára. Þau búa hjá móður sinni, Signði Kristjáns- dóttur. Haukur er fæddur spastísk- ur og hann segir að sér hafí reynst erfítt að sætta sig við fotlun sína. í dag sé hann sáttur og til marks um það nefnir hann hversu gaman honum hafí þótt að lenda í stórum hópi manna í Seoul, sem allir voru spastískir eins og hann. í byijun janúar hóf Haukur nám á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Honum líkar vel í skólanum en segir hann erfíðan. Aður vann hann sem sendill hjá SÍS, bensínafgreiðslumaður í eina viku en lengst af hjá Sól hf. Hauk- ur segir Davíð Scheving Thorsteins- son og samstarfsfólk hafa stutt sig vel í þeim keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Ekki þekkja allir samnemendur Hauks ólympíumethafann frá liðnu hausti en sumir kennarar hafa kynnt hann sem slíkan fyrir bekkn- um. „Krakkamir hrökkva óneitan- lega við þegar það gerist. Sjálfur hef ég gaman af þessu, það er allt- af gaman þegar fólk tekur eftir manni," segir hann og brosir svolít- ið leyndardómsfullur á svip. Þegar hann er spurður hvað búi að baki svipnum, kemur í ljós að kærastan hans, Valgerður Gunnarsdóttir, var ein þeirra sem veitti Hauki athygli í byijun vetrar á fyrsta ballinu sem Haukur fór einn á. Valgerður er árinu yngri en Haukur og vinnur í Gjaldheimtunni." Fáa undrar líklega að íþróttimar skuli vera aðaláhugamál Hauks. Hann hristir höfuðið þegar hann er spurður um önnur áhugamál. Vinimir eru fáir og eiga íþrótta- áhugann sameiginlegan með Hauki. Valgerður æfír ekki íþróttir en hef- ur engu að síður áhuga á þeim. Hann æfír tvisvar til þrisvar í viku með Armanni, auk þess sem hann æfír hjá ÍFR og keppir annað slagið í fótbolta sér til gamans. „Ég byijaði að spila fótbolta hér I Breið- holtinu þegar ég var sex ára en komst ekki í keppnisliðið, þar sem ég haltraði of mikið. Núna leik ég með ÍFR og svo með mönnum yfír þrítugu. Þeir em bráðhressir en mddar," segir Haukur og skellir upp úr. „Þama fæ ég að vera með, í stað þess að sitja á bekknum." Stuttu síðar hringir síminn. Haukur svarar og kemur brosandi út að eyrum til baka. Segir að sér hafí verið boðið að keppa á innanhús- móti í knattspymu, sem ÍFR tekur þátt í. Haukur segist alltaf hafa haft mikið dálæti á fótbolta þó að sprett- hlaupið hafi náð yfírhöndinni með ámnum. Hann er eldheitur aðdá- andi Liverpool og knattspymu- mannsins Ian Rush. Af íslenskum liðum heldur hann með Val. „Ætli ég sé ekki Valsari, að minnsta kosti á meðan Siggi Sveins leikur með liðinu. Ég fylgi honum, það kemur enginn annar til greina." Arið 1980 var Hauki sagt frá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og hann segist í fyrstu ekki hafa ætlað sér að ganga í félagið. „Ég viðurkenndi ekki að ég væri fatlað- ur. En að endingu ákvað ég að prófa að spila boccia, sem er eins konar boltaleikur. 1983 var mér boðið á bama- og unglingamót í fijálsum íþróttum í Noregi. Ég þáði boðið og gekk mjög vel þar. Ari síðar var ég tilnefndur á Olympíu- leika fatlaðra f Bandaríkjunum. A þeim leikum vann ég tvö brons. Þegar ég kom heim fór ég að æfa mig sjálfur, _þar til mér var boðið að æfa hjá Ármanni. Ég fann strax að þar var þjálfari og hópur sem mér hentaði. Eg hef síðan æft fijálsar með Ármanni og einnig fengið að keppa á mótum. Það geri ég ánægjunnar vegna, því þó ég sé ekki bestur á mótum ófatlaðra, þá veit ég hvar ég stend. Mér fínnst ég ófatlaður innan um ófatlaða en fatlaður þegar ég er með fötluðum. Ég er mjög þakklátur fyrir að fá að vera í Armanni og ég hefði ekki náð eins góðum árangri og raun ber vitni, ef ég hefði ekki æft svona vel þar.“ Haukur með nokkra af verðlaunagripunum, sem hann hefur unnið. L i » \ tv> tMViú iuú^jvá . * 1 L ,igovK|o>i ,*> louvuiiiinuí .ÞÞSMv QO OVdðfc ismia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.