Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 47 Skákeinvíginu í Seattle lokið með sigri Karpovs: Hvarflaði aldrei að mér að ég ynni þessa skák - sagði Jóhann Hjartarson um 5. einvígisskákina sem lauk með jaftitefli Frá Valgerði Hafstað, fréttaritara Morgunblaðsins í Seattle. MIKIL spenna lá í loftinu þegar Jóhann Hjartarson og Anatólij Karpov tefldu fimmtu skák ein- vígisins, sem fram fór í Seattle á sunnudag. Aheyrendur réðu sér varla fyrir eftirvæntingu en skákin var æsispennandi og fjörug. Jóhann Hjartarson tefldi af ör- yggi og aðeins hálftíma áður en skákinni lauk sagði bandaríski al- þjóðlegi meistarinn, John Donald- son, Jóhann eiga mikla möguleika á að sigra. En Karpov gaf engan höggstað á sér, og að 33 leikjum loknum bauð Jóhann Karpov jafntefli. Þar með lauk einvíginu með sigri Karpov sem hlaut þrjá og hálfan vinning, en Jóhann hlaut einn og hálfan. Að skákinni lokinni ræddi fréttaritari Morgunblaðsins við Karpov, sem hrósaði Jóhanni fyrir taflmennskuna í fjórðu og fímmtu skákinni. Karpov sagði för sinni heitið til New York-borgar fljót- lega, en þar hyggst hann dvelja um tveggja vikna skeið. Þaðan heldur hann síðan til Linares á Spáni, þar sem hann mun, ásamt Jóhanni, tefla á skákmóti er hefst 17. febrúar. „Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi vinna þessa skák,“ sagði Jóhann Hjartarson við fréttaritara Morgunblaðsins, þegar skákinni var lokið. Hann sagði fjórðu skák- ina hafa verið erfiðasta, en jafn- framt hafí hann telft þá skák best. Aðspurður hvers vegna sjálf- straust hans virtist aukast eftir þriðju skákina, sagði Jóhann: „Líklega var það vegna þess að ég kom Karpov á óvart í byijun Ú’órðu skákarinnar." Jóhann kvaðst hafa verið ánægður með aðbúnaðinn á móts- stað, en bætti við: „Það voru smá hnökrar á aðstöðunni til að byija með, sem stöfuðu að reynsluleysi þeirra sem að einvíginu stóðu." Fréttaritari spurði Jóhann hvað nú tæki við. „Ætli maður verði ekki að flýta sér heim,“ svaraði hann. „Það er hálfur mánuður í næsta mót, sem er á Spáni. Það er ekkert gefíð eftir." búin var með 15. leiknum. Reiturinn a8 er tekinn frá fyrir drottninguna. Hrókurinn er einnig færður yfír á kóngsvænginn, ef það er mögulegt. Samt sem áður er þessi leikur ekki sannfærandi. Peðið á d6 stendur í vegi fyrir ferð hróksins yfír á mið- borðið. Eina vandamál hvíts í stöð- unni er riddarinn hans á d2. Eina hlutverk hans á þeim reit er að valda peðið á e4. Ef hægt væri að koma riddaranum á g3 myndi biskupinn á cl fá opna skálínu. Þess vegna verð- ur hvítur að huga að riddaranum og koma heijum sírium í árásarstöðu. 18. Rh2?! - Þetta er skref í ranga átt. Þessi leikur væri skiljanlegur, ef hvítur ætlaði að leika Rhfl, Rg3 og Rf3. Þar með þyrfti hann fjóra leiki til að ná fram stöðu, sem hægt er að ná í tveimur leikjum, með því að leika Rfl—Rg3. Áður þyrfti þó að styrkja e4 reitinn. Besti leikurinn væri 18. Hae3, síðan Da6.19. De2 myndi leiða til unaarlegrar stöðu þar sem hvor- ugt liðið væri vel skipulagt. Samt sem áður vildi ég heldur stjóma hvítu mönnunum. 18. - g6! Skjót og góð viðbrögð. Svörtum liggur ekkert á; herskáir leikur eins og 18. — d5; 19. e5 eða 18. — c5; 19. d5 væm slæmir fyrir svartan. Þess vegria ákveður hann að koma biskupnum i spilið. 19. Rg4?! - Jóhann lýkur við að framkvæma slæma hugmynd. Þessi leikur er skilj- anlegur að því leyti, að hvítur vill losna við vamarriddarann á f6. En hvítur er að reyna að tefla með stöðu- lega yfirburði. Sem þýðir að hann á að forðast uppskipti. Þess vegna er leikurinn 19. Rhfl mun eðlilegri. 19. — Rxg4! Fallegur leikur. Svartur nær upp- skiptum og opnar um leið skálínuna h8-al og fær uppbót að auki: hvítur þarf að veikja stöðu sína til að drepa riddarann aftur. Kannski væri best að taka á sig tvípeð með 20. hxg4 og vona að geta miðað á h6 reitinn með Hh3. 20. Dxg4 — c5!; Notfærir sér að hrókurinn á el er óvaldaður. Ef hvítur leikur d5? myndi Bxd5 vinna peð. 21. dxc5 - dxc5; 22. e5? - Greinilegur afleikur. E-peðið verð- ur freistandi skotmark. Betra er að leika 22. Rc4 sem heldur stöðunni í jafnvægi. 22. - Dd4!; 23. Dg3 - Jóhann reynir að halda lífí í stöð- unni mðe því að halda drottningunni áfram á borðinu. Aftur er 23. Rc4 eðlilegasti leikurinn. 23. — Hae6. 24. Hae3 — c4; Frábærlega teflt. Svartur tengir menn sína fallega saman. Með d3- reitinn á valdi sínu hefur svartur nú betra tafl. 25. Bf5 - Rd3! Hvítum er boðið upp á að vinna skiptamun. Það væri svörtum í hag. Spjót svarts stæðu þá á hróknum á el þar sem biskupinn á cl valdar riddarann á d2. í stuttu máli er ridd- arinn á d3 skrímsli sem verður að vinna á. 26. Bxd3 - cxd3; 27. Hxd3 - Hxe5!; Frábær drottningarfóm. Svartur heldur frumkvæðinu og nú er öll taphætta úr sögunni. 28. Hxd4 - Hxel+; 29. Kh2 - Hxcl; 30.RÍ3? Jóhann vanmetur hættuna. Ég hafði búist við 30. Db3. Hvítur þarf að koma drottningunni í betri stöðu. Hún „valdar" varla kónginn á kóngs- vængnum; er frekar taktískt skot- mark. 30. - Hc5! Kemur í veg fyrir að riddaranum sé leikið á e5, þar sem hann væri virkur. 31. Hd7 - Bxf3; 32. Dxf3 - Hf5. Jafhtefli. Svartur stendur betur. Þetta var erfítt einvígi fyrir Jóhann. En hann mun njóta reynslunnar alla ævi. „Það var bara sjálfstraustið sem vantaði í upphafi," sagði Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksam- bands íslands, þegar úrslitin lágu fyrir. „Jóhann hafði frumkvæðið í fjórðu og fimmmtu skákinni en vantreysti sjálfum sér bæði í ann- ari og þriðju." Bandaríski stórmeistarinn Yasser Seirawan hafði einnig á orði að framkoma Jóhanns hefði breyst í seinustu skákunum: „Jó- hann virtist miklu yfírvegaðari nú en áður,“ sagði hann meðan á síðustu skákinni stóð. Starfsfólk einvígisins taldi eng- an vafa leika á því að vinsældir Jóhanns væm meiri en Karpovs meðal áhorfenda. „Karpov var ræðnari en Jóhann," sagði ein starfsstúlkan, en Jóhann var hlé- drægur og erfítt var að ná af hon- um tali. Ahugi fólks var samt sem áður miklu meiri á Jóhanni en á Karpov." Þótt Karpov hafi sýnt og sannað að í skáklistinni gnæfi hann yfír flesta aðra er hann maður lágur vexti og höfðinu lægri en Jóhann. Stellingar stórmeistaranna vom ólíkar við taflborðið þegar Karpov var í þungum þönkum í einvíginu studdi hann hönd undir kinn en gaut augunum öðm hveiju út í salinn er Jóhann átti leik. Jóhann hélt hins vegar höndum um höfuð þegar hann var djúpt hugsi, og hugsaði um stöðuna. I blaðamannaherbergi var sá orðrómur á kreiki á sunnudags- kvöld að í áhorfendasal hefði Bobby Fisher fyrrverandi heims- meistari, fylgst með hverri skák, dulbúinn svo hann yrði ekki ónáð- aður. Mun hann hafa læðst með veggjum, síðhærður, með skegg Morgunblaðið/Reuter. Jóhann Hjartarson leikur í 5. ein- vígisskákinni í Seattle á sunnu- dagsnóttina. niður á bringu, en sú lýsing mun einmitt eiga vel við Fisher eins og hann er nú. Lokahátíð einvígisins verðnr^— haldin á Sheraton-hótelinu, mánu- dagskvöldið 6. febrúar. Þaðan mun Karpov fara 50.000 dölum ríkari, en í hlut Jóhanns falla 30.000 dalir, eða um 1,5 milljón króna. TEYGflUR §r ÞRBC fyriralla ■ alla ciaga - allan daginn Innritun í símum 687701 og 687801 Gerum sértilboð fyrir starfsmannahópa. í \ cZ^ÍV++«viÍCUjcLío SÓLEYJAR ^ Ný námskeið að hefjast Það er staðreynd að aivöru líkamsþjálfun sem skilarfögrum vexti verður aldrei létt. Við hjá Dansstúdíói Sóleyjar getum hins vegar lofað því að hjá okkur verður hún skemmtileg og hressandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.