Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 37
(¥>r JfAÚíW?®? .p H'JOAOinjfFHcl !?ISA.Pr/UDROV MORGUNBLÁÐIÍ) ÞRIÐJÚDÁGÚR Y. FÉBRÚAR 1989' m 37 Minning: Stefán Pálsson, Ásólfs- stöðum, Þjórsárdal Fæddur 13. febrúar 1920 Dáinn 30. janúar 1989 Stefán Pálsson, bóndi á Ásólfs- stöðum, Þjórsárdal hefur nú kvatt þennan heim, fjöldskyldu sína og vini. Stefán hafði legið meira og minna á hjartadeild Landspítalans frá því í ágústsmánuði sl. Hann fór heim í dalinn sinn til að fagna nýju ári, en dvaldi þar aðeins f þijá daga, því þá fór hann aftur á spítalann þar sem hann lést 30. janúar sl. Stefán hafði farið í hjartaaðgerð 1983 til Bandaríkjanna og ekki haft fullt vinnuþrek í nokkur ár. Eftir Danmerkurferð þeirra hjóna í júní sl. tók heilsu hans að hraka. Þegar ég og Davíð sonur minn komum austur í sumar hafði hann það á orði að þetta yrði í síðasta sinn sem hann heyjaði í dalnum, en ekki hefðum við trúað því þá að sú yrði raunin. Stefán Pálsson er fæddur og uppalinn að Ásólfsstöðum og hefur fólk hans búið þar í marga ættliði. Hann ólst upp á stóru heimili föður síns Páls Stefánssonar, bónda og athafnamanns, er rak þekktan gististað að Ásólfsstöðum. Þangað bárust ýmsir straumar menningar með ólíku fólki er sótti þennan fagra stað heim. Þannig varð Stefán heimsmaður, gestrisinn og hlýr. 9. nóvember 1946 kvæntist Stef- án föðursystur minni Unni Bjama- dóttur frá Hafnarfirði og lifír hún mann sinn. Þau hófu búskap að Ásólfsstöðum það sama ár. Þannig varð Stefán hluti af æsku minni, tengdur sumrinu og góðum minn- ingum um gott fólk er þar bjó og hefur heimili þeirra hjóna ætíð stað- ið mér opið, fyrst sem bami, einni eða með foreldmm mínum en síðar syni mínum sem einnig tengir minn- inguna um Stefán sumrinu og þeirri hlýju sem því fylgir og einkenndi hann. Þau hjónin áttu fjögur böm, Amalíu, Pál, Guðnýju og Hafstein, sem er yngstur þeirra og mér næst- ur að árum. Öll hafa þau verið mér og syni mínum góðir vinir. Á þeim árstíma, þegar myrkur umlykur landsmenn og allra veðra er von, og við þráum sól og sum- aryl, leitum við gjaman S sjóð minn- inga, sem tengjast sumrinu, sól og birtu. Þannig á ég mér minningu frá Asólfsstöðum sem lýsir skamm- degið, ilmur af nýslegnum túnum, fuglasöngur, fegurð náttúmnnar og gott fólk sem gaf mér og syni mínum tíma, þrátt fyrir annir sem fylgja þessum árstíma á bóndabýl- um. Við vomm alltaf velkomin hvemig sem á stóð. Og nú þegar við kveðjum Stefán Pálsson bónda á Ásólfsstöðum kem- ur upp í hugann mynd af því sem blasti við þegar við vomm komin að Bringu þar sem við stoppuðum gjaman til að horfa yfír dalinn og gleðjast yfír fegurð hans, vitandi Blómostofii Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll Kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. að við ættum góða daga í vændum meðal vina. Væri Stefán við slátt eða rakstur á traktor sínum brást ekki að hann kæmi strax og fagn- aði okkur þótt verklok væm langt undan. Stefán var annt um íslenskt mál og ekki ósjaldan man ég eftir því að hafa verið í flósinu með honum, þar sem hann var við mjaltir og lét hann mig hafa yfír beygingar og leiðrétti borgarmálið eins og hann kallaði það. Hann naut þess mjög að hlusta á klassíska tónlist og góðan söng. Hann var hafsjór af fróðleik um landið, hafði einnig gaman af að ferðast til annarra landa og var ótrúlega fróður um þá staði sem hann heimsótti hvort heldur innanlands eða utanlands. Nú þegar ég staldra við og geri mér grein fyrir að Stefán verður ekki í dalnum næst þegar við kom- um, veit ég að minningin um hann verður samt alltaf til staðar. Ég mun hugsa um Stefán eins og ég man hann best og tengja minning- una við þá birtu sem fylgir sumr- inu. Ég vil þakka Stefáni þá hlýju og umhyggju sem hann ætíð sýndi mér og syni mínum á sin rólega og trausta hátt. Það að vita að ég gat komið í dalinn hvenær sem var er mér ómetanlegt og vil ég þakka eisku Stefáni, öll þau góðu sumur er ég varði með honum og fjölskyldu hans. Guð veri með honum. Kæra Unnur og frændsystkini, við Davíð Ezra sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur, um leið og við þökkum fyrir að hafa mátt kynnast þessum ljúfa manni sem Stefán var. Þórunn Guðmundsdóttir AFGASRULLUR fyrir bílaverkstædi ESSO Olíufélagið hf 681100 Island og EB: Erum vii ai missa af vagninum? Utanrílcismálanefnd Sjálfstæðisflokksins í samvinnu vió sjálf- stæðisfélögin í Kópavogi, gengst fyrir ráðstefnu um samskipti íslands og EB, nk. þriðjudag 7. febrúar 1989, í félagsheimili sjálfstæðisfélaganna, Hamraborg l, Kópavogi. Ráöstefnan hefst kl. 17.30 og veröur dagskráin sem hér segir: Ráðstefnan sett: Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi utanríkis- ráðherra. Framsöguerindi: Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og fyrrv. iðnaðarráðherra. Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sö- lusambands íslenskra fiskframleiðenda. Matarhlé. Pallborðsumræður: Stjórnandi Halldór Jónsson, formaðurfulltrú- aráðs sjálfstæðis félaganna í Kópavogi. Þátttakendur: Geir H. Haarde, alþingismaður, Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda, Björn Frið- finnsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, Víglundur Þorsteinsson, formaður Islenskra iðnrekenda. Ráóstefnustjóri: Hreinn Loftsson, formaðurutanríkismálanefndarSjálfstæðisflokksins. Utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélögin íKópavogi. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið: • Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. • Rafstofan Bæ, Borgarfirði. • Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. • Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi. • Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal • Póllinn hf., ísafirði. • Rafsjá hf., Sauðárkróki. • Sír hf., Akureyri. • Grímur & Árni, Húsavík. • Raftækjaverslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum. • Rafvöruverslun Stefáns N. Stefánssonar, Breiðdalsvík. • Kristall, Höfn í Hornafirði. • Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. • Árvirkinn hf., Selfossi. • Raftækjaverslun Sigurðar Ingvarssonar, Garði. • Ljósboginn, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.