Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 4
4 MÓRGi/nBLAöÍð ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 Grindavík: 58 björguðust úr brennandi rútu Eldurinn kom upp eftir að sprakk á afturdekki Grindavik. ELDUR kviknaði í rútubifreið á bifreiðastæði við félags- heimilið Festi í Grindavík síðastliðið laugardagskvöld. 58 farþegar voru í rútunni og björguðust þeir allir giftusam- lega úr henni. Ókumaður rútunnar kvaðst hafa verið nýkominn inn á bif- reiðastæðið er hann tók eftir að eldur var laus við aftari hjólbarða rútunnar. Hann kvað farþega hafa komist út úr rútunni vand- ræðalaust en síðan hafí hann með aðstoð félaga síns sem þeg- ar var kominn á vettvang reynt að ráða niðurlögum eidsins með handslökkvitækjum sem voru til- tæk en án árangurs. Kallað var á aðstoð slökkviliðsins í Grindavík sem kom skömmu seinna á vettvang og slökkti eld- inn. Ökumaðurinn kvaðst ekki gera sér grein fyrir upptökum eldsins en svo virðist sem sprungið hafí á afturdekkjum rúturinar og stuttu seinna varð hann eldsins var. Eldurinn komst upp með hlið rútunnar og inn í hana eftir að hliðarrúða sprakk vegna hitans af honum og læsti sig í tvö sæti sem brunnu auk þess sem tvær aðrar sætaraðir sviðnuðu. Ökumaður kvaðst ekki gera sér grein fyrir frekari skemmdum á rútunni. pó Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Rútan er talsvert mikið skemmd eftir brunann. Minni snjór en heldur meiri um- hleyping- ar en 1984 VEÐRÁTTAN að undanfömu er mjög svipuð og vetuma 1983- 1984, 1982-1983, 1980-1981 og 1975-1976, að sögn Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Svona um- hleypingar era ekki algengir og hafa ekki verið síðastliðin fimm ár. í desember 1975 fóm 14 lægðir yfir landið og líklega er lægðafjöldinn sem yfir landið hefur gengið að undanförnu svipaður. Veturinn 1983-1984 var kaldari en nú. Þá var meiri snjór og munar þar nokkru. Aftur á móti eru um- hleypingamir heldur meiri nú. „Veðráttan nú er óvenjulegust fyrir það hve margar lægðir hafa gengið yfír landið. Þetta svipar til veðursins 1975-1976. Þá stóðu þessir umhleypingar yfír á fímmta VEÐURHORFUR í DAG, 7. FEBRÚAR YFIRUT I GÆR: Gert er róð fyrir stormi á Norður- Austur- Fær- eyja- Suðaustur- Suður- og Suðvesturdjúpi. Skammt aust-norð- austur af landinu er 958 mb lægð sem fyllist og hreyfist í noröaust- ur átt, önnur lægð fremur aðgerðarlítil er um 400 km vestsuð- vestur af Reykjanesi. Norðan og vestan-hvassviðri. 6-8 stiga frost, en mun minna frost fyrir sunnan og austanlands. SPÁ:Suð-vestan kaldi um sunnanvert landið en norö-austan stinn- ingskaldi á annesjum norðanlands. Él um vestanvert landið, á ann- esjum norðanlands og austur með Suðurströndinni en nokkuð bjart veður á austurlandi. Frost 1-7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg sunnanátt. Dálítil snjókoma á Suður- og Vesturlandi. En að mestu bjartviðri í öðrum lands- hlutum. Frost 6-7 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suð-austan hvassviðri víða rigning eöa slydda sunnan og austanlands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 3-4 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •|0' Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V Él / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * EE Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl +3 +1 veður snjókoma enjóél Bergen 8 rignlng og súld Helsinki 2 rigning Kaupmannah. 9 alskýjaö Narsaarssuaq +7 lóttskýjaö Nuuk +12 snjókoma Osló 10 skýjaö Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 3 snjóél Algarve 14 helðsklrt Amsterdam 12 léttskýjaft Barcelona 8 þokumóða Bertln 12 heiftsklrt Chicago +19 skýjaft Feneyjar 2 þoka Frankfurt 7 þokumófta Glasgow 11 rigning Hamborg 10 alskýjað Las Palmas 19 hálfskýjað London 14 léttskýjsö Los Angeles 4 heiðskfrt Lúxemborg 6 þoka Madrfd 9 heiftskfrt Malega 18 skýjsft Mallorca 16 skýjsft Montreal +7 snjókoma New York +3 snjókoma Orlando 17 léttskýjað Paris 9 skýjað Róm 13 þokumófta San Dlego S skýjaft Vln 9 akýjaft Waehington 0 úrkoma Winnlpeg +13 anjókoma Særún selur í Hull VÉLBÁTURINN Særún frá Eyr- arbakka er nú komin til Englands og verður aflinn seldur í Hull í dag. Um er að ræða tæp 90 tonn af blönduðum afla, ýsu og þorsk. Særún fékk á sig brotsjó skaammt frá Færeyjum i síðustu viku á leið sinni til Englands með þeim afleið- mgum að siglingartæki skemmdust. í Þorshöfn var settur nýr radar og nýtt lórantæki um borð og sigling- unni síðan haldið áfram til Englands. mánuð. Síðan kom smá hlé um vor- ið og svo héldu þeir áfram allt sumarið til ágústloka. Það væri óvenjulegt ef þetta veð- ur héldist fram á vor, en enn sem komið er er þetta innan þeirra marka sem má búast við öðru hvoru. Á undanfömum árum hefur verið lítið um umhleypinga af þessu tagi. Að vísu var júnímánuður í fyrra svipaður, þá fóru að minnsta kosti 10 eða 12 lægðir yfír landið," sagði Trausti. Hiti á landinu hefur verið rétt ofan við meðallag, en aldrei hefur mælst minna sólskin en í janúar síðastliðnum, samtals tvær stundir. Tveir menn á vél- sleða í jökulsprungn Höfii, Hornafírði TVEIR menn á vélsleða, Gísli Geir Sigiujónsson og Kristján Frið- riksson, lentu ofan í grunna sprungu á Skálafellsjökli í Vatna- jökli sfðastliðinn laugardag og sluppu ómeiddir. „Ég hugsaði mest um að halda í sleðann enda fallið lítið og stóð stutt,“ sagði Geir. „Þeim brá ömgglega meira sem komu á eftir okkur,“ bætti hann við. Það var um hádegi á laugardag, að fjórir menn lögðu á Skálafells- jökul til að huga að snjóbíl og snjó- sleðum, sem Jöklaferðir hf. eiga upp við jökul á Þormóðshnútu. Hugmyndin var að flytja tækin niður í byggð. Ferðalöngum gekk vel á sleðunum upp á jökul og að skála Jöklaferða. Hinsvegar gekk þeim ver að koma bíl og sleðum í gang. Þegar leið á daginn var veðurút- lit verra og um fimmleytið skall á skafrenningur en þá voru ferða- langamir þegar á niðurleið. Skyggni var ekkert og misstu þeir af slóðinni frá því um morguninn en ákváðu að halda niður talsvert vestar en þeir höfðu komið upp. Þá lenti fremsti sleðinn í einu sprungunni á leiðinni og varð það um þriggja til fjögurra metra fall. Þeir tveir sem féllu í sprunguna náðust strax upp. Var þá ákveðið að halda til baka í skálann og sitja veðrið af sér þar. Um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags komu björgunarsveitar- menn frá Höfn á vettvang eftir að ættingjar höfðu tekið að óttast um ferðafélagana. Allir voru þeir vel búnir en vantaði fjarskiptatæki. Höfðu þó vonast til að ljós sæist frá skálanum, sem sýndi að allt væri í lagi hjá þeim. Sáu menn ljós- in en töldu þau merki þess að eitt- hvað væri að. Þegar björgunarsveitarmennim- ir vom komnir á staðinn var haldið að sprungunni og sleðanum náð upp óskemmdum og tók það um tvær klukkustundir. Allt endaði vel og vom allir komnir niður af jökli um kl. 11 á sunnudagsmorgun og fram komu þeir með tvo snjósleða og snjóbíl. JGG Ólafsvík: Mesta gæftaleysi í mörg ár TÍÐARFAR hefiir verið með eindæmum erfitt til sjósóknar það sem af er vetrarvertíð. Þarf að leita mörg ár aftur í tímann til að finna samjöfnuð. Bátarnir hafa þvi lítið getað lagað sig til við veiðaraar og hefur sóknin því aðallega verið Heildaraflinn í janúar er hér í Ólafsvík 1.275 lestir. Aflahæstur línubáta er Garðar II, með 104 tonn í 13 sjóferðum. Matthildur er hæst netabáta, með 77 tonn með 23 sjó- ferðum. Auðbjörg hefur aflað best dragnótabátanna, fengið 52 tonn í 13 sjóferðum. Afli smábáta er ein- ungis 46 tonn í 51 róðri. Þá hefur togarinn Már landað 133 tonnum úr tveimur sjóferðum. stutt útskot á grunnslóðir. Vegna ótíðarinnar og tregs afla hefur atvinna verið í lágmarki. Ekk- ert atvinnuleysi er þó hér. Til landsins hefur veðráttan einnig verið leiðinleg. Ekki hafa verið hörð veður en snjóspýjur og skafrenning- ur úr öllum áttum, með tilheyrandi ófærð, einkum tvær síðustu vikum- ar. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.