Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1989 Kabúl-stjórnin í Afganistan: Bj örgunartilraunir Sovétmanna mistakast Ferð Shevardnadze til Pakistan varð árangnrslaus Islamabad. Nikósfu. Reuter. TILRAUNIR, sem Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, gerði um helgina til að koma í veg fyrir að skæru- liðar í Afganistan réðu niðurlögum leppstjórnar Sovétmanna i Kabúl með hervaldi virðast hafa mistekist. Ráðagerðir um fúnd ráðherrans og afganskra skæruliðaleiðtoga í Pakistan voru lagð- ar á hilluna og bar Shevardnadze tímaskorti við en skæruliðar segja ástæðuna kröfúr þeirra þess efnis að Sovétmenn hætti öllum stuðningi við stjórn Najibullas í Kabúl. A sunnudag undir- rituðu fulltrúar átta afganskra skæruliðahópa í íran og sjö hópa með bækistöðvar i Pakistan samning um undirbúning valda- töku í Afganistan að loknum brottflutningi sovéskra hermanna frá landinu. Félagar skæruliðahópa með bækistöðvar í íran eru flestir shítar en hópamir í Pakistan súnnítar. Hafa þeir, að sögn út- varpsins í höfuðborg írans, Teher- an, orðið ásáttir um skiptingu sæta á ráðgefandi samkundu allra hópanna, svonefndri shura, er Bretland; Sfjórnin sögð styðja kyn- þáttastefnuna London. Reuter. SAMTÖK sem betjast gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefhu suður- afrískra stjórnvalda (AAM) birtu í gær skýrslu þar sem breska stjórnin er sökuð um að ljá að- skilnaðarstefnunni stuðning í skýrslunni segja samtökin, sem hafa bækistöðvar í London, að breska ríkisstjómin hafi reynt „eft- ir mætti" að stuðla að viðskiptum við Suður-Afríku og reynst bresk- um fyrirtækjum innan handar með upplýsingar um markaði þar. Því er einnig haldið fram að við- skipta- og iðnaðarráðuneytið hafi hvatt bresk fyrirtæki til að taka þátt í gasvinnslu út af strönd Suð- ur-Afríku. koma skal saman 10. febrúar til að setja saman bráðbirgðastjóm í Afganistan. Aðstoðamtanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Júlíj Vor- ontsov, ræddi málefni Afganistan um helgina við Ali Akhbar Velay- ati, utanríkisráðherra írans, og Ali Khameini forseta. Teheran- útvarpið sagði Vorontsov og íranska ráðamenn hafa verið sam- mála um nauðsyn þess að koma í veg fyrir blóðbað eftir brottför Sovéthersins frá Afganistan. „Báðir aðilar minntu á svipuð við- horf ríkjanna og þá samvinnu sem nú ætti sér stað milli írans og Sovétríkjanna, hvortttveggja ná- grannalönd Afgana, en samvinna ríkjanna væri mikilvæg fyrir þenn- an hluta heims," sagði útvarpið. Fjöldi sovéskra hermanna hélt í gær yfir landamærin frá Afgan- istan til sovésku borgarinnar Termez og vestar voru tveir fjöl- mennir hópar á leið til Kushka. Skæmliðar hafa ekki áreitt sov- éska herliðið á leið þess út úr landinu en Sovétmenn hafa misst lið í snjóflóðum og skæmliðaárás- um á önnur skotmörk, þ.á m. olíu- leiðslur, að sögn sovéska flokks- málgagnsins Prövdu. Ljóst virðist að mujahedin-skæmliðamir í Afg- anistan hafí lítinn áhuga á friðar- viðræðum við Sovétmenn og Kab- úl-stjómina þar sem þeir telja sig geta velt leppstjóm Najibullas úr sessi fljótlega eftir að síðustu Sov- étmennimir verða á brott frá borg- inni. Erlendir stjómarerindrekar Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER segja að aðeins eitt gæti knúið skæmliða til samninga við Kabúl- stjómina; það væri sú ákvörðun Bandaríkjastjómar að stöðva vopnasendingar til þeirra um Pak- istan. Shevardnadze viðurkenndi á blaðamannafundi fyrir brottför sína frá Pakistan að sér hefði ekki tekist að fá Pakistanstjóm til að tryggja að vopnasendingar til skæmliða yrðu stöðvaðar um leið og Sovétherinn væri á brott frá Afganistan. Ráðherrann hét áframhaldandi stuðningi við Kab- úlstjómina. „Enginn hefur uppgjöf í huga,“ sagði hann. „En brott- flutningur herliðsins má ekki leiða til borgarastyrjaldar. Það verður að fínna pólitíska lausn sem stöðv- ar bræðravígin," bætti hann við. Ef blóðsúthellingum linnti ekki yrðu Sovétmenn að minnast þess að þeir hefðu „skyldur að rækja í Afganistan." Hann útskýrði ekki nánar til hvaða ráða stjóm hans myndi grípa en sagði þó að hún hefði ekki í hyggju að senda her- lið til landsins á ný. Reuter Friðarsamningar voru gerðir í Genf á síðasta ári þar sem ákveðið var að allt sovéskt herlið yrði á brott frá Afganistan 15. febrúar á þessu ári. Mujahedin-skæruliðar, sem barist hafa gegn sovéska innr- ásarliðinu og leppstjórninni í Kabúl í níu ár, voru ekki aðilar að samningunum og er búist við að Kabúl falli í hendur þeirra innan skamms. A myndinni sjást tvær konur, liðsmenn í sérstöku kvenna- herliði Kabúlstjórnarinnar, vopnaðar sovéskum AK-47 hríðskotariffl- um, á Qöldafúndi í Kabúl á sunnudag. Reiði og tortryggni stuðl- ar að hjartasjúkdómum -segir bandarískur sálfræðingur New York Times ^ FIMM sinnum meiri líkur eru á því að heiftúðugt og tortrygg- ið fólk deyi áður en það nær fímmtugsaldri en þeir sem ró- lyndir eru að eðlisfari og fúllir trúnaðartrausts, að sögn sál- fræðingsins dr. Redfords B. Williams, prófessors við lækna- miðstöðina í Duke-háskóla f Durham, Norður-Karólfnu í Bandaríkjunum. Hann segir að þessar niðurstöður sanni enn frekar að svonefíidri A-manngerð —óðamála vinnusjúklingum sem ávallt eru að flýta sér — sé ekki hættara við að deyja innnn fimmtugsaldurs af völdum hjartasjúkdóma en öðrum mönnum. Hann segist hafa fært sönnur á það með rannsókn sinni að önuglyndu fólki sé hættari við að deyja fyrir aldur fram af völdum hvaða sjúkdóms sem er. Á sjötta áratugnum settu hjartasérfræðingamir dr. Meyer Friedman og dr. Ray Rosenman fram þá kenningu að einstakling- um í A-hegðunarhóp væri tvisvar sinnum hættara við hjartasjúk- dómum en einstaklingum í B- hegðunarhóp. En strax á sjöunda áratugnum orkaði kenning þeirra tvímælis því margar rann- sóknir sem gerðar höfðu verið bentu síst til þess að hjartasjúk- dómar legðust frekar á einstakl- inga í A-hegðunarhópi. „Við getum sagt það með nokkurri vissu að þeir, sem til- heyra A-hegðunarhóp og jafn- framt hafa tilhneigingu til reiði- kasta og eru tortryggnir að eðlis- fari, eru í áhættuhópi," segir dr. Williams. Hann byggir niðurstöður sínar á fjölmörgum rannsóknum, þar á meðal rannsókn á 118 lögfræð- ingum sem stóð yfír í 25 ár. • Dánartíðni fyrir fímmtugsaldur meðal þeirra sem voru annálaðir skapofsamenn reyndist fímm sinnum hærri en starfsbræðra þeirra sem voru geðprúðari. Fólk tjáir reiði. sína og tor- tryggni í daglegri umgengni, segir dr. Williams. Margir reiðast heiftarlega eða fyllast óróa þegar þeir standa við hrað-afgreiðslu- kassa í verslun og sjá að við- skiptavinurinn á undan er með fleiri vörutegundir en heimilt er við þennan tiltekna kassa. Önug- lynda manngerðin lætur sér ekki nægja að komast í uppnám," segir Williams,„heldur tekur hún til sinna ráða.“ Svo virðist sem geðstirt og geðgott fólk hafí taugakerfí sem starfar á ólíkan hátt í grundvall- aratriðum. Þegar geðgóður ein- staklingur verður fyrir áreiti og kemst í uppnám þá virkar par- asympatíska taugakerfíð „eins og lítil skeiðklukka," segir dr. Williams og heift einstaklingsins fjarar út. Parasympatíska tauga- kerfið í geðstirðum einstaklingi virðist á hinn bóginn vera veik- byggðara; sá einstaklingur er lengur í óþægilegu uppnámi og bregst þar af leiðandi á allt ann- an hátt við áreiti í umhverfínu. Þessi einkenni koma I ljós strax á fyrstu árum ævinnar. Geðstirt fólk undir álagi hefur hærri blóðþrýsting en geðgott fólk og það getur valdið skemmdum á hjarta og æða- kerfí, að sögn dr. Williams. „Ég held að við ættum að láta kenninguna um A-hegðunarhóp lönd og leið,“ segir dr. Williams. „Ekkert rennir stoðum undir það að A-manngerð sé hættara við dauða fyrir aldur ffarp. Hins vegar bendir margt til þess að önuglynt fólk megi vara sig.“ DBASE ni 13.-16. fébrúar Kl. 9-13 Kennd veröur uppsetning gagnasafna, skráning gagna og úrvinnsla, samsetning gagnasafna, útreikningar, prentun o.fl. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. i Fer inn á lang flest heimili landsins! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.