Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1989 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL.10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ílf ftfrglÉTi Dla farið með góða dægradvöl Til Velvakanda í mörg ár hefur Bridsþáttur sem birtur er á hverjum degi í blaðinu verið iðkendum og áhugafólki þess- arar íþróttar til hinnar mestu ánægju. Stuttar en skemmtilegar skýringar hafa sett svip sinn á þessa þætti og þeim til sóma sem um hefur fjallað. En nú bregður dimmu á langan og frækinn feril. Af og til í marga mánuði hefur frágangur þáttanna verið svo hroðvirknislegur að óviðunandi er. Það sem er ástæða þess að gera þessa dægradvöl svona skemmti- lega er að spil allra sagnhafa eru sýnd, í N og S og A og V svo þeir sem lesa geti áttað sig á spilunum og skoðað möguleikana, en nú bregður svo við að spilunum er ruglað svo hvað eftir annað að með ólíkindum er, og þeir sem oft fyrst flettu blaðinu til að skoða bridsinn skilja vart hvemig slík vinnubrögð geta endurtekið sig sí og æ á þessu annars vandaða blaði. Það er nú von mín og fjölda ann- arra bridsáhugamanna að fram- vegis verði ekki kastað höndunum til þessa efnis eins og átt hefur sér stað nú um sinn. Höfundur bridsþáttanna og les- endur blaðsins eiga kröfu á því að uppsetning og frágangur sé þannig af hendi leystur að allir geti vel við unað og blaðinu áe sómi að. Magnús Sigurjónsson FELLUM MATARSKATTINN Sigurður hringdi: Mig langar til að kvarta yfir verð- lagi á matvælum hér á landi. Vina- fólk mitt sem býr erlendis og hefur ekki komið hingað lengi, var hér í heimsókn nýverið. Þeim blöskraði alveg verðlagið á matvælum í landinu. Ég sagði þeim frá skáttin- um sem lagður hefur verið á mat- vælin og þau urðu mjög hneyskluð. Sérstaklega þótti þeim þó súrt í broti hvað harðfiskurinn er orðinn dýr. Það var mikil umræða um þenn- an matarskatt í byijum, bæði frá Alþýðusambandinu og stjómarand- stöðunni, en nú heyrist ekkert um þetta lengur. Alþýðubandalagið ætlaði að taka þetta upp og Ólafur Ragnar Grímsson sagði að Jón Baldvin væri brennimerktur út af skattinum. Ég ætla bara að vona að Borgaraflokkurinn fari ekki í stjórn nema matarskatturinn verði felldur. Þessir hringdu .. Hringnr Stór sérsmíðaður karlmanns silf- urhringur með slípuðum agat- steini týndist á karlaklósettinu á biðstöð strætisvagna Reykjavíkur við Lækjartorg, 2. febrúar. Finnandi vinsamlegast hringi í Þór í síma 79590. Fundarlaun. Koparhúðun Kona hringdi: Ég þarf að hafa upp á þeim sem auglýsti fyrir nokkm að hann koparhúðaði ungbarnaskó. Ég er með skó sem mig langar til að láta koparhúða. Tapað - fúndið Gleraugu í gráu hlustri fundust í Lækjargötu fyrir skömmu. Upp- lýsingar í síma 74265. Armband tapaðist Gullarmband tapaðist 20. jan- úar. Annað hvort á Hótel Sögu eða í leigubifreið frá Hótel Sögu vestur á Sólvallagötu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 16047. VANTAR LAKK A BILINN? KOMDU Á LAKKBARINN HJÁ OKKUR VIÐ BJÓÐUM ALLA LITI. SELJUM LAKK Á ÚÐABRÚSA. Notum eingöngu úðabrúsa með „fanspray" ventii. Autolack-Systeme BORGARTUNI 26 SÍMI 622262 Ást er ... . . . að sjá um morg- un-teið. TM Reg. U.S. Pat Ott.— all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate — 'TARNOW5KI Mamma!! HÖGNI HREKKVÍSI HÖGNI EfZ /M/&TTUR f EOLLUM SKPZÚPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.