Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 5 Þjónustusíminn veitir viðskiptavinum banka um land allt nýjustu upplýsingar um stöðu tékkareikninga Mikill vei^ð- munur á sól- baðsstofunum VERÐLAGSSTOFNUN ’hefiir gert verðkönnun á sólbaðsstofum á höfuðborgarsvæðinu. I ljós kom, að 88% munur var á hæsta og lægsta verði á einu skipti í ljósabekk, en hvert skipti er frá 18 mínútum upp í 30. Kaupi fólk kort, sem gildir í fímm skipti, er munur á hæsta og lægsta verði 75%, en 84% verðmunur var á tíu tíma kortum. í könnun Verðlagsstofnunar var eingöngu kannað verð á tímum í ljósabekkjum, en ekki athugað hvaða þjónusta önnur væri innifalin í verðinu. Þá segir í frétt frá Verð- lagsstofnun, áð ekki hafi verið tek- ið tillit til þess, að gerð lampa, og það hversu oft er skipt um perur í þeim, hefur mikið að segja um gæði þjónustunnar. Odýrasti 30 mínútna stakur tími á sólbaðsstofu kostar 275 krónur, en sá dýrasti kostar 450 krónur. Mismunur á verði er því 175 krón- ur, eða 64%. Verð á tíu tíma kortum með 30 mínútum í hvert skipti kost- ar minnst 2510 krónur en mest 3500. Munurinn þar er 990 krónur, eða 39%. Hjá þeim stofum, sem bjóða upp á 5 tíma kort, er verðið í hvert skipti á bilinu 0-16% lægra ef kort- in eru notuð, en ef keyptur er stak- ur tími. Að meðaltali er verðið 10% lægra fyrir hvern tíma ef keypt er 5 tíma kort. Ef keypt er 10 tíma kort er 8-33% afsláttui' miðað við verð á stökum tíma, eða að meðai- tali 18% afsláttur. í frétt Verðlags- stofnunar segir, að ávinningurinn við að kaupa kort með mörgum tímum geti verið hæpinn, þar sem þau gildi í mörgum tilfellum ekki nema í ákveðinn tíma. Briminn á Eskifírði: Ný staða strax: Þjónustusíminn er tölvu- væddur símsvari í Reikni- stofu bankanna. Hann veitir þér upplýsingar um nýjustu stöðuna á tékkareikningi þínum og 20 síðustu Einfalt og bægilegt: Rétt staða strax kostar eitt símtal. Allir hringja í sama símanúmerið: (91) 62 44 44 úr næsta tónvalssíma, reikningsyfirliti eða hringja í bankann. Næst þegar þú átt leið í bankann þinn skaltu velja leyninúmer sem veitir þér aðgang að Þjónustu- Hitaleiðari talin orsök eldsvoðans HREINSUN eftir brunann í fisk- vinnsluhúsi Utgerðarfélagsins Þórs á Eskifirði síðastliðið fostu- dagskvöld stendur enn yfir og gengur fremur hægt, að sögn Magnúsar Guðnasonar, verk- stjóra. Rannsókn Rafrnagnseftir- lits ríkisins og lögreglunnar á málinu er að ljúka og er nú talið að kviknað hafi í út frá hitaleið- ara í affallsröri. Ekki liggur fyrir hversu mikið fjón fyrirtækisins er, en Ingvar Gunnarsson, út- gerðarmaður, telur að trygging- ar muni ekki bæta það að fullu. Sveinbjörn Guðmundsson hjá Rafmagnseftirliti ríkisins á Egils- stöðum segir að líkur bendi til þess, að eldurinn hafi kviknað út frá hita- leiðara í affallsröri, sem lá frá frystiklefa í húsinu. 220 volta spenna var á hitaleiðaranum og virðist svo sem hann hafi brætt sig út úr rörinu og komist þar í einangr- un og eldfim efni. Sveinbjörn segir að þessi bruni sýni vei, hversu mikil- vægt það sé, að koma fyrir ein- hVers konar viðvönmarkerfi í hús- um, sem standi mannlaus mikinn hluta sólarhringsins. Telur hann að hægt hefði verið að afstýra brunan- um ef í húsinu hefði verið reyk- skynjari. Ingvar Gunnarsson, útgerðar- maður segir að verið sé meta tjón fyrirtækisins vegna brunans og enn sé ekki hægt að nefna neinar upp- hæðir hvað það varðar. Húsið hafi verið tryggt, en fyrirsjáanlegt sé að það dugi ekki til að bæta tjónið. Ingvar telur húsið gerónýtt en hann segist þó ákveðinn i að koma því upp aftur eins fljótt og auðið sé. BEIIM LÍIMA BAIMKA UM LAIMO ALLT færslur. Leyninúmer tryggir hvaðan sem er — heima eða erlendis. simanum. að aðeins þú getur fengið upplýsingar um eigin reikning. Þjónustusíminn svarar þér greiðlega allan sólarhringinn. l=»JO|MUSTU 5IMINIM QEilNi iJlNiA BAIMKA UM LAINJD AL.L.T Nú þarftu ekki lengur að bíða eftir Fáðu þér kynningarbækling og settu þig í samband strax. Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og þú veist ailtaf hvar þú stendur 62 44 44 ilP U5TU SIMIÍMIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.