Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 18
m MQKGUNBIlAÐlÐ 'FtMMTUDAG'UR igjla ÁQÚST: Viö rýmum sófasettalagerinn í dag og næstu viku. Tugir söfasetta veröa seldir á hlægilega lágu verði, áður en haustvörurnar koma. Nokkur sett með smávægilega útlitsgalla verða seld á enn lægra verði. Nú er færi á að eignast stórkostleg sófasett með úrvalsleðri eðavönduðu áklæði viðverði, sem slær allt út. ALLT NIÐUR í KR. 98.900!!! Blaðid sem þú vaknar við! Kosningar í Hollandi Tekist á um eftiahags- mál og umhverfísmál Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. HOLLENDINGAR ganga til þingkosninga miðvikudaginn 6. september til að velja 150 full- trúa í neðri deild þingsins. Rikis- stjórn undir forsæti Ruud Lubb- ers sagði af sér í vor vegna ágreinings. Flokki Lubbers, Kristilegum démókrötum, er spáð nokkurri fylg- isaukningu í kosningunum en sam- starfsflokknum, Frjálslynda flokkn- um, er spáð umtalsverðu fylgistapi. Alls bjóða 25 flokkar fram en líkleg- astir til stjórnarmyndunar eru Kristilegir demókratar annars veg- ar og Verkamannaflokkurinn eða Frjálslyndi flokkurinn hins vegar. Talið er líklegt að Lubbers kjósi fremur áframhaldandi samstarf við Frjálslynda flokkinn vegna þess að Verkamannaflokkurinn er mun stærri og áhrifameiri á þinginu og því líklegri til að krefjast meiri áhrifa innan ríkisstjórnarinnar. Á síðasta þingi hafði Verka- mannaflokkurinn 52 þingmenn en skoðanakannanir sem birtust í Hol- landi á sunnudag benda til þess að flQkkurinn tapi einu til tveimur þingsætum. Leiðtogi flokksins, Wim Kok, vill ganga Iengra en Lubbérs í umhverfismálum, m.a. með stórauknum framlögum til al- menningssamgangna. Sömuleiðis hafnar Verkamannaflokkurinn fyr- irætlunum fráfarandi ríkisstjórnar um skattalækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum. Verkamannaflokk- urinn krefst jafnframt minni út- gjalda til varnarmála og er andvíg- ur endurnýjun skammdrægra eld- flauga innan NATO. Almenn ánægja er í Hollandi með árangur ríkisstjórnar Lubbers í efnahagsmálum en mikillar þreytu gætir vegna sífelldra aðhalds- og sparnaðaraðgerða. Lubbers hefur í kosningaræðum undanfarið heitið kjósendum skynsamlegri ráðstöfun þess tekjuafgangs sem hefur orðið til í landinu og m.a. tekið undir aukin framlög til umhverfismála. Kristilegir demókratar hafa hins vegar vísað á bug hugmyndum Verkamannaflokksins um minni skattalækkanir eða jafnvel skatta- hækkanir komist þeir til valda. Talsmenn Verkamannaflokksins hafa í kosningabaráttunni reynt að nálgast Kristilega demókrata með þeim afleiðingum að þeir hafa misst fylgi sitt til vinstrisinnaðra græn- ingja sem hafa sótt á í skoðana- könnunum undanfarið. Sömu skoð- anakannanir spá því að Kristilegir demókratar bæti við sig einu til tveimur þingsætum og hafi þá 55-56 þingmenn í stað 54 á síðasta þingi. Allt þykir benda til þess að Ftjálslyndi flokkurinn tapi sex til sjö þingsætum. Fylgistapið er rakið til þess að flokkurinn klauf ríkis- stjórnina í vor og sömuleiðis inn- byrðis ágreinings og mikilla óvin- sælda leiðtoga flokksins, Jooris Voorhoeve. Kannanir þykja benda til þess að tæki fyrrverandi formað- ur flokksins, Hans Wiegel, aftur við forystunni fengi flokkurinn 30 þing- menn í kosningunum í stað 20 eins og nú er spáð. Ef þær spár sem birtar hafa verið standast er ljóst að Kristilegir demókratar og fijáls- lyndi hafa tapað meirihluta sínum. Lubbers mun þá ekki eiga annarra kosta völ en að ganga til samstarfs við Verkamannaflokkinn eða mynda ríkisstjórn með fijálslyndum og einhveiju hinna mörgu kosn- ingabandalaga sem smáflokkarnir standa að. Reuter Hluti hringabeltisins sem umlykur Tríton, fylgihnött Neptúnusar. Tveir af þremur hringjum, sem myndaðir eru úr ýmsum smáögnum speglast í sólarljósinu. Þeir eru í 19 og 33 þúsund mílna hæð yfir yfirborði Trítons. Kaldast í öllu sól- kerfinu á Tríton Pasadena, Kaliforníu. Reuter. Daily Telegraph. KALDASTI staðurinn í sólkerfinu er að öllum líkindum á Tríton, fylgi- hnetti reikisljörnunnar Neptúnusar, að sögn vísindamanna. Upplýsing- ar frá bandaríska könnunarfarinu Voyager sýna að þar sé 240 gráðu frost við yfirborð. Hingað til hefur verið talið að kaldast væri á reiki- stjörnunni Plútó en yfírborðshiti þar hefur aldrei verið mældur með þeim hætti sem Voyager hefur gert á Tríton. „Yfirborð Trítons er einnig óvenju skært og við eigum eftir að finna út hvers vegna svo er,“ sagði einn vísindamannanna, sem rannsaka myndir og upplýsingar sem borist hafa frá Voyager. Myndir Voyagers af Tríton hafi komið vísindamönnum mjög á óvart. Þeir segja að margt bendi til þess að þar séu eldfjöll sem spúi köfnunarefni, sem þéttist í ský er reki að norðurpól tunglsins og falli þar sem snjór. Á norðurpólnum sé stöðyugt myrkur. Vísindamenn hafa einnig sagt síðustu daga að á Tríton séu jöklar og fjallgarðar, hamrabelti og ein- hvers konar mýrlendi. „Það væri örugglega erfitt að ganga í því og menn myndu sökkva í hveiju skrefi, líkt og þeir væru að ganga í keri fullu af hafragraut,“ sagði einn vísindamannanna. RÝMINGARSALA Laugavegi 91 (Domus) f kjallara og á 2. hæð. Kápur, úlpur, buxur, blússur, jakkar, pils, krumpugallar, jogginggallar, barnafatnaður, skyrtur, sokkar, nærfatnaður, kaffi- og matarstell, glös og hnífapör, skóiaúlpur og sportskór, og margt, margt fleira. Opið virka daga frá kl. 13-18. Laugardaga frá kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.