Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 33
33 Guðbrandur Bjarnason prentari - Minning Brandur hefur kvatt okkur. Það var hlýtt og stillt veður daginn sem hann kvaddi, rétt eins og veðurguð- irnir væru að votta honum tilhlýði- lega virðingu með þessu yfirlætis- lausa veðri. Það er skrýtið að hugsa til þess að hann taki ekki framar á móti manni á Skarphéðinsgötunni með kímið bros undir gráhvítu skeggi og gleraugun hálfsigin á nefinu, fagnandi og hlýlegur. Og ég sem átti eftir að ræða svo margt við hann Brand, spytja hann og segja honum svo margt, um lífið og tilveruna, menn og málefni. Hann var nefnilega dálítið sérstak- ur þessi föðurbróðir, Guðbrandur Vigfús Oxford Bjarnason, skírður eftir frænda okkar dr. Guðbrandi Vigfússyni prófessor við háskólann í Oxford. Sagan segir að presturinn — einnig frændi — sem gaf Brandi þetta virðulega nafn hafi komið for- eldrunum í opna skjöldu með því að bæta upp á sitt eindæmi Oxford- nafninu við í sjálfri skírninni, bara svona svo það færi ekki milli mála hveijum mektarmanni snáðinn héti eftir. Sjálfsagt vissi hann að Brandur var fæddur nærri hundrað árum síðar en frændinn, sá eldri 1827 en sá yngri 1920, en hann gat engan veg- inn vitað að Brandur fyndi úpp á því að kveðja á hundraðasta dánarári frændans. Kannski er þetta svo bara eintóm tilviljun, en mikið er þetta nú líkt Brandi. Það er ekkert erfitt að skilja hvað gerði þennan ljúfa mann svona skemmtilegan og aðlaðandi. Gesta- komur voru tíðar á Skarphéðins- götunni og maður var gjarnan þaul- setinn. A unglingsárunum var það heillandi uppgötvun að í fjölskyld- unni væri alvöru sósíalisti sem átti bækur eftir þá rauðu, brjóstmynd af Lenín og allt. Heiminum var um- bylt í réttlátt þjóðfélag í nánast hverri heimsókn hjá Brandi, stjórnin felld og betri kosin, kerfið stokkað upp — og mikið skelfing var maður nálægt því að leysa lífsgátuna þegar spjallinu lauk. Mér þótti líka alltaf vel við hæfi að Brandur tilheyrði þeirri stétt manna — prentunim — sem einna fyrst starfsstétta á Islandi stofnaði stéttarfélag, 1897, til að fylgja eftir sínum hagsmunum. Seinna fannst mér það vera lífsvið- horfin og lífsmátinn sem maður fann samsvörun í. Alger afneitun á vægð- arlausri efnishyggju og lífsgæða- kapphlaupi. Margir ganga fyrr eða síðar á vit Mammons og dansa tryllt- an dans í kringum gullkálfinn, þrátt fyrir góðan ásetning. En á Skarphéð- insgötunni þurfti ekki einu sinni að sporna við fótum. Það var ekkert að láta glepjast af; eftirsókn eftir vindi stóð aldrei til. Og Brandur var yfir- höfuð aldrei í neinu kapphlaupi. Hann flýtti sér hægt. Anna sagði stundum í gríni að pabbi sinn skipti aldrei ofar en í annan gír; sæi maður Skóda lulla í fjörutíu eftir Miklu- brautinni þá væri það Brandur — á hraðferð. En það sem gerði Brand að Brandi og ólíkan öllum öðrum var samt sem áður kímnigáfan. Það hljómar næstum hjáróma að segja að Brandur hafi haft kímnigáfu, það er nær að segja að húmorinn hafi verið lífsstíll. Það var ekki hægt annað en að sjá skemmtilegar hliðar á tilverunni þegar maður var nálægt þessum sæta yfirlætislausa rólyndis- kalli; útskeifur, afslappaður, með hendur í vösum eða sígarettustubb- inn milli fingranna, segjandi ein- hveija speki sem alltaf kom manni í gott skap. Flestar þær hugrenning- ar sem nú sækja á að Brandi látnum eru litaðar þeirri glaðværð og lífsgleði sem einkenndi húmorinn hans, húmor sem var ekkert heilagt. Jafnvel giftingin þeirra hefur yfir- bragð rómantískrar gamansemi ef satt er sagt um ferð þeirra Guð- brands og Halldóru til borgardóm- ara. Fulltrúi hins veraldlega yfirvalds ku hafa verið kunningi Brands. Venju samkvæmt eru brúðhjónin innt eftir fullu nafni. Undanbragðalaust segir Brandur sannleikanum sam- kvæmt: „Guðbrandur Vigfús Oxford Bjarnason og Halldóra Hermanía Svana Sigfúsdóttir" — og yfirvaldið svarar um hæl: „í alvöru Brandur minn, hvað heitið þið?“ Eða þegar Guðlaug frænka sat uppi í herbergi sínu í Urðarstígnum með pilt í heimsókn þegar Haddýju og Brand bar þar að garði sem oft- ar. Hún varð hálf vandræðaleg yfir kauða, hallaði ólíkindalega á eftir sér og setti upp englasvipinn: „Nei, nei engir gestir hjá mér, þetta er bara hún Fríða vinkona." En svo óheppi- lega vildi til að í sömu andrá kíkir Fríða út um dyragættina. Nokkru síðar heyrðist af samræðum Brands við Guðlaugu: „Heyrðu Guðlaug, vin- konur þínar — ha, þær eru ekki allar með skegg er það, — nei — það er bara Fríða er það ekki...?“ Brandur átti slíkan aragrúa af vinum og kunningjum að það tók HANDMKHNTASKÓU ÍSLAHDS Póstbox 1464 121 Reykjavík Sími 27644 Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1400 (slendingum bæði heima og erlendis á síðastliðnum átta árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameð- ferð, skrautskrift og gerð kúluhúsa - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiöréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með þvi að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tíma- lengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta lika. 2 ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MER AD KOSTNADARLAUSU heilan eftirmiðdag að rölta með hon- um niður Laugaveginn. Það eru næstum engar ýkjur að segja að' annan hver maður hafi þurft að heilsa Brandi, eða segjum þriðji hver. Og hann deildi manni gjarnan með sér af meðfæddum áhuga sínum á mannlífínu: „Heyrðu, ég hitti mann um daginn..og svo fékk maður hlutdeild í því markverðasta sem þar bar á góma, og það gátu verið nýj- ustu tíðindi, hversdagslegt veraldar- vafstur, pólitík eða fílósófískar vangaveltur. Þá skipti engu sérstöku máli hvort maður þekkti viðkomandi eða ekki, það var alveg jafnskemmti- legt fyrir það. Brandur föðurbróðir minn lifði lífínu vel. Hann var gæfumaður og kunni þá list að láta hveijum degi nægja sína þjáningu. Hann átti sér- staklega samheldna ijölskyldu sem gekk saman í gegnum súrt og sætt. Líf hans var svo sem ekkert laust við áföll frekar en líf okkar flestra, en hann tók því sem að höndum bar og var sáttur við sitt lífshlaup. Brandur kvaddi hljóðlega eins og hans var von og það ríkir kyrrð og friður yfir brottför hans. Brandur gerði mitt líf ríkara og eflaust margra annarra. Það verða fleiri en ég til að sakna hans. Haddýju og krökkunum votta ég mína dýpstu samúð. Þorgerður Einarsdóttir Vegna mistaka við birtingu þessarar greinar sl. þriðjudag birtist hún aftur. YRIRVEIÐIMENN GOTT VERÐ - GOÐAR VORUR ^BROWNINQ og Viri eru þekkt merki meðal skotveiðimanna IBrowning A-500 er hálfsjálfvirk haglabyssa, sém slegið hefur í gegn á íslandi eins og annars staðar. Sportval hf. hefur selt vel á þriðja hundrað Browning A-500 frá síðustu áramótum. Nú höfum við þessar byssur loksins á lager og getum boðið greiðslukjör á þeim. IBROWNING ko^ar i dag kr. 55.000,-. Hannes H. Gilbert ogfélagi hans voru ráánir af sveitarfélögum á Suóumesjum í vor til þess að reyna að halda vargfugli í skefjum. Þeir hafa skotið yfir sex þúsund skotum úr Brouming A-500 hálfsjálfvirkum byssum og í einu orði sagt, en< þetta frábœrar byssur, að þeirra sögn. Þeir mœla hiklaust með Browning A-500. Vs hjá Sportval höfum ákveðið að vera með sérstakt tilboð á haglaskotum. Tilboðið gildir fyrir hin þekktu Viri-skot, sem framleidd eru í Frakklandi, og einnig Sellier- og Bellot-skotin vinsælu. Gefin er 15% afsláttur séu keypt 500 skot eða fleiri af hverri gerð. Viri super Hunt 36 gr. kr. 270/10 skot Haglastærð nr. 5 og 6 Viri mini Magnum 42 gr. kr. 310/10 skot nr. 2, 4 og 6 Viri Magnum 50 gr. kr. 485/10 skot nr. 2 og 4 Viri super Skeet 28 gr. kr. 485/25 skot Sellier og Bellot 36 gr. kr. 340/25 skot nr. 4 og 5 pappi Riffilskot 22 Hornet kr. 300/20 skot Riffilskot 222 kr. 485/20 skot Riffilskot 7x57, 308, 30-06 kr. 785/20 skot Þetta verð miðast ð 15% afslátt. Við bjóðum mikið t aí byssubeltum, verð frá kr. 980,- 'ii .... Gervigæsir kr. Leirdúfur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.