Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 * ••!• - 'i. n ,, 1 , 4 íí c Bjornberq Uppþvottavélar Úrvalsvestur- þýskarvélar 5 gerðir, 5 litir. Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Eínar Farestveit&Co.hf BOROARTÚNI28, SÍM116995. Lelð 4 stoppar við dymar Loforð og vanefiidir Helgað ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tt Ármúla 29 símar 38640 - 686100 l Þ0RGRINISS0N & C0 Armstrong LDFTAPLjöTUR KOBKOPLŒT GÓLFFLÍSAR EINANGRUN GLERULL STEINULL eftir Guðmund H. Garðarsson Tæpt ár er liðið frá því að ríkis- stjórn Steingríms^ Hermannssonar komst til valda á íslandi. Eigi skal rakinn aðdragandi þessarar óheilla ríkisstjórnar. Hún lofaði miklu og ekki stóð á stóryrðum og fordæm- ingu á Sjálfstæðisflokknum og sjálf- stæðismönnum. Töframenn pólití- skra blekkinga tóku höndum saman og mynduðu stjórn „félagshyggju og frjálslyndis". Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, lofaði að tryggja rekstrarstöðu atvinnulífs- ins, sérstaklega útflutningsatvinnu- veganna. Ólafur Ragnar Grímsson, íjármálaráðherra, lofaði að á árinu 1989 myndi ríkissjóður skila tekjuaf- gangi. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, lofaði gulli og grænum skógum. Allt annað en gömlu íhaldsúrræðin. Aðeins 30% Meirihluta aðspurðra í skoðana- könnun haustið 1988 studdu ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar. Fólkið trúði orðum og loforðum þess- ara þremenninga. I dag, tæpu ári síðar, eru það aðeins um 30% að- spurðra í skoðanakönnunum, sem styðja ríkisstjórn Steingríms. Fólkið talar um óvinsælustu ríkisstjórn ís- lands frá upphafi. Einkenni hnignunar Hvað hefur gerst? Það hefur ekki verið staðið við stóru orðin. íslend- ingar hafa aldrei verið verr staddir en nú. ★ Atvinnuvegunum hnignar. ★ Atvinnuleysi er mikið. ★ Óstjóm er í ríkisíjármálum. ★ í stað 600 milljón króna tekjuaf- SIEMENS Góðir rafmagnsofnar á 1. flokks verði! Við bjóðum mikið úrval af SIEMENS rafmagnsofnum í ýmsum stærðum. Aflstærðir: 400,600,800, 1000,1200,1500 W. Kjörnir t.d. í sumarbústaði. Áratuga góð reynsla á íslandi. Gömlu SIEMENS gæðin! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 gangs hjá ríkissjóði árið 1989 er áætlaður rekstrarhalli upp á 4-5.000 milljónir króna. ★ í húsnæðiskerfinu er verið að brjóta gerða samninga við verka- lýðshreyfinguna. ★ Verðbólgan er komin í 20-30%. ★ Greiðslubyrði á lánum hefur þyngst. ★ Pólitísku siðferði hefur hnignað. ★ Orðheldni og samstaða skiptir ráðherra í ríkisstjóm engu máli. Þeir em oft á öndverðum meiði og lítillækka hvorir aðra á opin- bemm vettvangi. ★ Geðleysi og lítilsvirðing fyrir samstarfsmönnum fylgir ætíð stjórnleysi og upplausn. Þetta em meðal helztu einkenna ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Sérhyggja ræður Þetta finnur og veit fólkið í landinu. Þess vegna nýtur ríkis- stjómin ekki stuðnings. íslendingar em hreinskiptið fólk. íslendingar vilja heiðarlega stjórn- endur, sem vinna saman af heilindum að heill og hamingju landsmanna. Það gera ráðherrar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ekki. Þar hugsar hver um sinn hag, en ekki heildarhagsmuni íslenzku þjóðarinn- ar. Þetta finnur fólkið. Þess vegna hafnar það núverandi ríkisstjórn. Allir þekkja vondan feril ríkis- stjórnarinnar í skattamálum. Allir þekkja svikin loforð um ráðstafanir til að tryggja stöðu atvinnuveganna. Hraðfrystiiðnaðurinn hefur aldrei staðið verr. Fjölmörg frystihús em lokuð. Mikil óvissa ríkir um afkomu og framtíð þúsunda manna. Svikin í húsnæðiskerfinu Einn er sá þáttur í svikavef ríkis- stjórnarinnar, sem nú er að koma í ljós og menn höfðu ekki gert sér grein fyrir fyrr. Hann lýtur að húsnæðismálakerf- inu. I fjölda ára hafa húsnæðismálin verið eitt helzta vandamál íslend- inga. Á það sér langa og flókna sögu, sem ekki skal farið nánar út í að svo stöddu. En í stuttu máli má segja, að íslendingar hafi flutzt úr moldar- kofanum í nútíma fullkomin híbýli á tíð tveggja kynslóða, hvers upphaf má rekja til fyrstu áratuga þessarar aldar. En fólkinu hefur ijölgað og kröf- urnar aukizt. Mikið fjármagn hefur þurft til að framkalla þessa miklu byltingu í húsnæðismálum, sem er einsdæmi meðal þjóða. En á síðasta áratug hefir flármögnun húsnæðis- Iána farið úr skorðum með þar af leiðandi neikvæðum afleiðingum fyr- ir þá sem hafa þörf fyrir nýtt hús- næði. Er það fyrst og fremst sök stjórnmálamanna. Frelsisskerðing Á sínum tíma hafði Sjálfstæðisflokk- urinn frumkvæði í uppbyggingu hús- næðismálakerfis, sem byggðist á virku framlagi húsbyggjenda annars vegar og íjárframlögum úr sameigin- legum sjóðum hins opinbera hins vegar. Inn í þetta kerfi komu síðar lífeyrissjóðirnir með verulegt íjár- magn, bæði beint og óbeint. Þetta fyrirkomulag reyndist að mörgu leyti vel. Illu heilli þoldu vinstri flokkarnir ekki þetta fyrirkomulag, sem byggð- ist á sjálfstæðu mati viðkomandi aðila á æskilegri fjármögnun í sam- ræmi við eðlilegar þarfir fólksins. • Vinstri flokkarnir, sérstaklega Al- þýðuflokkurinn, vildu aukna miðstýr- ingu. Þeir vildu hafa vald yfir ákvarð- anatöku í veitingu lána. Meta stöðu hvers einstaklings í gegnum öfluga ríkisstofnun, Húsnæðisstofnun, sem þeir réðu yfir. I samræmi við þetta knúðu stjórnmálamenn aðila vinnu- markaðarins í ársbyijun 1986 til að gera samning um íjármögnun hús- næðismálakerfisins á grundvelli framlaga, sem nema 55% af árlegu ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna. Á móti lofaði ríkisvaldið nokkrum mill- jörðum og niðurgreiddum vöxtum til að auðvelda húsbyggjendum endur- greiðslu verðtryggðra lána. Framlög fólksins Verkalýðshreyfingin var í góðri trú um að á grundvelli þessa sam- komulags væri unnt að tryggja eðli- lega afgreiðslu lána til félagslegra íbúða og annarra um ókomna framtíð. Árleg framlög lífeyrissjóðanna nema milljörðum króna. í ár geta þau farið í allt að 10.000 miiljónum króna. Á sama tíma lækkar ríkisjóð- ur sitt framlag og má þakka fyrir, ef hann leggur 1.000 milljónir króna fram í ár. Ríkisstjórnin hefur í þessu eina atriði þegar svikið gerða samn- inga við verkalýðshreyfinguna. En þetta er aðeins eitt atriðið. Sérstakir reikning^r Annað enn verra kom í ljós fyrir nokkrum dögum. Upplýst var að af fé lífeyrissjóðanna, sem átti að fara í lán til húsbyggjenda samkvæmt samningi, var lagt inn á sérstakan reikning Húsnæðisstofnunar hjá Seðlabanka íslands. Hér var ekki neinar smáupphæðir að ræða heldur 2.000 milljónir króna eða sem nemur 667 lánum miðað við 3,0 milljóna króna meðallán til hvers lántakanda. Þessir peningar eiga samkvæmt samningi og lögum að fara til fólks- ins, sem veitti Húsnæðismálastofnun þessi lán úr eigin lífeyrissjóðum til endurlána í gegnum heildarkerfið. Að geyma þetta fé og lengja biðrað- ir fólksins eftir lánum úr Húsnæðis- stofnun eru hin verstu svik og lög- brot. Hvorki félagsmálaráðherra né einhveijir valdamenn í kerfinu geta einhliða lagt þetta fé inn á biðreikn- ing í Seðlabanka íslands eða í öðrum lánastofnunum. Ef þessir peningar fara ekki þegar í lánveitingar til þeirra, sem ekki hafa fengið af- greiðslu í Húsnæðismálastofnun, verður félagsmálaráðherra og ríkis- stjórnin kölluð til ábyrgðar, þegar Glæfralegar getsakir eftirFinn Birgisson í grein, sem ég skrifaði nýverið í Morgunblaðið, vék ég dálítið að Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi og þætti hans í því að koma á kreik niðrandi sögusögnum um látinn afa minn. Fullyrti ég þar að hann hefði brugðið fyrir sig ósannindum. Undan þessu hefur sviðið, því hinn 22. ágúst sl. birt- ist í Morgunblaðinu löng grein eftir Guðjón, þar sem haiin reynir að rekja hálfrar aldar gamla at- burði og renna stoðum undir fyrr- greindar sögusagnir. Grein Guðjóns er ítarleg og fróðleg um margt. Honum mis- tekst þó gjörsamlega það ætlunar- verk að færa fram sannanir fyrir því, að það hafi verið Finnur Jóns- son, sem beitti sér fyrir einhveijum allra síðustu hreppaflutningum á íslandi, þegar fátæk barnafjöl- skylda var flutt nauðug frá ísafirði norður á Strandir vorið 1933. Greinin er þvert á móti einhver besti vitnisburður sem hugsast getur um það, að fyrir þessu finnst enginn fótur og að það er einung- is á færi harðsoðinna óvildar- manna að smíða svo glæfralegar getsakir úr fyrirliggjandi heimild- um. Enda koðnar sönnunarfærsla sagnfræðingsins undir lokin niður í spurninguna: „Getur ekki hugs- ast að ... Finni Jónssyni... hafi skyndilega hugnast að ...? í ofanálag sneiðir Guðjón Frið- riksson algerlega hjá því að svara eiginlegri ásökun minni um ósann- indi af hans hálfu. Þau viðhafði hann, þegar hann í Þjóðviljafrétt 3. febrúar 1979 tíundaði umrædda hreppaflutningssögu og kvað hana hafa birtst skömmu áður í endur- minningum Jóns skraddara í tíma- ritinu Hljóðabungu. — Þar er hana nefnilega hvergi að finna eins og Guðjón mátti vita manna best, því hann skrifaði sjálfur niður endur- minningarnar eftir Jóni. Getur hugsast að hann hafi vel munað hvað í þeim stóð og skrifað frétt- ina gegn betri vitund? Með fréttaklausunni var þessari óþokkalegu sögu þannig fyrst komið í umferð opinberlega — með þeirri sérstæðu en kunnuglegu aðferð að eiginlega er hvorki hægt að eigna hana Jóni skraddara né Guðjóni. Getur hugsast að sagn- fræðinginn hafi skort dirfsku til Grunn II 7.-8. sept. kl. 9-13 Námskeið fyrir lengra komna. Farið verður í algengustu skipanir MS-DOS stýrikerfisins með æfingum. A TH: VR og íleiri stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku. Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. Finnur Birgisson „Með fréttaklausunni var þessari óþokkalegu sögu þannig fyrst kom- ið í umferð opinberlega — með þeirri sérstæðu en kunnuglegu aðferð að eiginlega er hvorki hægt að eigna hana Jóni skraddara né Guð- jóni. Getur hugsast að sagnfræðinginn hafi skort dirfsku til að koma henni frá sér á annan hátt?“ að. koma henni frá sér á annan hátt? Vonandi gefast ekki fleiri tilefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.