Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 22
22 wi f MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. AGÚST 1989 MORGUNBLAÐIÐ - FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 23 ' Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ný fiskveiðisteftia Sú fiskveiðistefna, sem fylgt hefur verið undan- farin ár, hefur gengið sér til húðar. A sama tíma og afli stendur i stað eða minnkar stækkar fiskiskipaflotinn. Á sama tíma og Hafrannsókna- stofnun telur nauðsynlegt að minnka þorskafla næsta árs í 250 þúsund tonn eru ný fiskiskip á leið til landsins, sem samtals kosta um 2 millj- arða króna. Fjárfestingin eykst en aflinn minnkar! Frá ársbyijun 1988 hafa einungis 30 skip verið úrelt og 5.000 tonna kvóti verið færður til annarra skipa af þeim sökum. Þetta er dropi í hafið. Einn af forystumönn- um útgerðarmanna hefur sagt, að meðan kvótakerfið sé tímabundið sé ekki við því að búast, að umtalsverð fækkun verði í fiskiskipaflota landsmanna með úreldingu og tilfærslu á kvóta. Kaup útgerðarfyrirtækis í Hafnarfirði á einu skipa Pat- reksfirðinga á nauðungar- uppboði hafa sýnt mönnum í hnotskurn til hvers kvóta- kerfið getur leitt. Heilt byggðarlag, sem byggir af- komu sína á sjávarútvegi stendur skyndilega uppi fisk- laust. Eitt helzta markmið okkar íslendinga í sjávarútvegsmál- um hlýtur að vera að stór- auka hagkvæmni í fiskveið- um til þess að þjóðarbúið fái meiri hagnað af þeim. Þetta gerist ekki nema með veru- legri fækkun fiskiskipa, þannig að þau sem eftir verða sæki aflann með minni til- kostnaði. Ný fiskveiðistefna verður að miðast við að tryggja að þetta markmið náist. Kvótakerfið hefur ekki stuðlað að því eins og dæmin sanna. Sú röksemd, að það stuðli ekki að því vegna þess, að það sé tímabundið stenzt tæplega. Þrátt fyrir það, að kvótakerfið sé tímabundið eru útgerðarmenn augljós- lega tilbúnir að kaupa skip á yfirverði vegna kvótans, sem fylgir þeim, og lánastofnanir eru tilbúnar að lána með veði í skipunum, sem byggjast m.a. á kvótanum. Þess vegna er erfitt að sjá, að tímabund- ið kvótakerfi hafi komið í veg fyrir úreldingu flotans að nokkru marki. Það er auðvitað ekkert vit í því að setja tvo milljarða í ný skip á sama tíma og aflinn minnkar. Hins vegar sýnir fengin reynsla, að reglur sem stjórnvöld setja um skipa- kaup halda ekki. Og auðvitað er nauðsynlegt, að það verði einhver endurnýjun í fiski- skipaflotanum frá ári til árs. Er fráleitt að segja sem svo: útgerðarmönnum er fijálst að endurnýja skip sín en þeir fá ekki 60% lán til þess úr Fiskveiðasjóði? Þá endurnýja þeir, sem til þess hafa eigið fé. Um leið verður krafan um sölu úr landi eða úreldingu að vera ófrávíkjanleg. Sam- kvæmt núverandi kerfi er hætta á , að í stað 800 tonna fiskiskips, sem kemur nýtt til landsins verði 100 tonna skip selt úr landi eða úrelt. Enginn getur gagnrýnt dugmikla einstaklinga, sem hafa byggt upp myndarlegt útgerðarfyrirtæki fyrir það að kaupa fiskiskip á nauð- ungaruppboði. Það er ekki við hæfi að ásaka fólk um óeðlileg tengsl við erlenda aðila í þessu sambandi, ef þeir hinir sömu geta ekki staðið við þau orð. Það er meira að segja umhugsunar- efni, hvort Byggðastofnun getur staðið á því að gjald- fella lán í þessu sambandi. Hvað segir Steingrímur Her- mannsson, þingmaður Reykja- neskjördæmis, um slíka ráð- stöfun gagnvart íbúum hans kjördæmis? Patreksfjarðarmálið sýnir hins vegar til hvers kvóta- kerfið getur leitt. Að óbreyttu geta fleiri byggðarlög staðið frammi fyrir því sama og Patreksfirðingar nú að verða fisklaus. Stjórnmálamennirn- ir geta ekki látið það gerast. En þeir geta heldur ekki far- ið að lappa upp á kvótakerfið eins og nú er komið. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins boðar aukið fijáls- ræði í gengismálum, sem þýðir í raun, að þeir sem afla gjaldeyris get.a selt hann hæstbjóðanda. En er hægt að taka þá reglu upp án þess að afnema kvótakerfið og selja aðgang að fiskimiðunum hæstbjóðanda? Er þetta ekki sú spurning, sem Alþingi stendur frammi fyrir nú? Staða og steftia í íslenskum landbúnaði TEXTI: ARNI JOHNSEN - FYRRIGREIN - „Það þarf tvímæla- laust uppskurð í lantl- búnaðarkerfinu“ Rætt við talsmenn bænda og sérfræð- inga í landbúnaðarmálum Umræða um íslenskan landbúnað hefur verið með vaxandi þunga um nokkurt skeið og sýnist þar sitt hveijum. Hinar deildu meining- ar um stöðu og stefhu íslensks landbúnaðar byggjast ýmist á því að landbúnaðurinn sé í erfiðri stöðu sem hluti af íslensku efhahagslífi og þjóðlífi þar sem úrbóta er þörf og hins vegar því sjónarmiði þeirra sem lengst ganga í gagnrýninni og segja að landbúnaðurinn sé einhverskonar misskilningur í nútíma íslensku þjóðfélagi. Fá rök Jylgja gjarnan síðarnefhda sjónarmiðinu, enda erfitt að horfa fram hjá því að íslenskur landbúnaður er hluti af sjálfstæði þjóðarinnar, Qárfestingu og landnytjum. Um áratuga skeið má segja að það hafi kostað landsbyggðina nokkuð að höfuðborgin hefur verið byggð upp eins og höfuðborg ber með sterkum vísinda, þjónustu- og menntastofnunum, en á hinn bóg- inn hlýtur það að vera ósanngjarnt að segja að iandbúnaðurinn á erfið- leikatímum sé baggi á þjóðféiaginu og að byggðastefna sé eitthvað sem eigi ekki við rök að styðjast. Ef sjávarplássin hefðu ekki verið til staðar hefði ekki fengist aflafé til hinna stórvirku framkvæmda síðustu ára, ef landbúnaðurinn hefði dagað uppi á síðustu öld væri margt á annan veg. og neikvæðari en er í dag og þannig má lengi telja. Spyija má hVort eðlilegt sé að bændur beri uppi byggðastefnuna með háu búvöruverði. Það er staðreynd að um árabil hafa svokaliaðir milliliðir fengið sífellt stærri hlut af vöru- verðinu á meðan hlutfallið til bænda hefur ýmist staðið í stað eða lækk- að þótt fjármagnskostnaður og fjár- festing hafi hækkað stórlega. Margir telja að jöfnunarkostnaður ýmissa rekstrarliða sé of mikill, svo sem flutningskostnaður á áburði, mjólk og fleira. Ef áburðurinn er tekinn sem dæmi er reglan í stórum dráttum þannig að dreginn er 160 km radíus frá Gufunesi þar sem Áburðarverksmiðjan er. Tonnið af áburði kostar um 19 þúsund kr., en bóndi í næsta nágrenni við Gufu- nes borgar aðeins lítilræði fyrir flutninginn á tonninu miðað við þann sem er rétt innan við 160 km línuna, því hann borgar allt upp í 1.700 kr. fyrir flutning á tonninu. Sá sem býr síðan í plássi rétt utan við 160 km radíusinn, jafnvel í plássi sem hefur dreifingarmiðstöð á áburði, hann borgar í sama hlut- falli og bóndinn í nágrenni Gufu- ness. Hér er um að ræða um það bil 10% aðstöðumun í áburðarkostn- aði eftir tilbúnum íjarlægðum. Á þessu ári greiddi ríkissjóður 22 milljónir króna af mikilli rausn til þess að lækka áburðarverðið, en 15 milljónir af því fara í jöfnunar- og flutningskostnað sem er hins vegar einnig reiknaður inn í áburð- arverðið þannig að bóndinn sem býr lengst frá dreifingarstöðinni, er einnig í gegnum þann lið, ekki að- eins að tvíborga fyrir sig, heldur borgar hann einnig fyrir hina. Deilt er um að hvort leyfa eigi innflutning á kjöti og mjólkurvör- um, rætt er um hollustu íslenskra afurða, deilt er um niðurgreiðslur, útflutningsbætur og það hvort ekki sé tímabært að skera upp íslenska landbúnaðarkerfið, draga úr mið- stýringunni og sjálfvirkninni sem vissulega fylgir ýmsum þáttum íslensks landbúnaðar. Segja má að nokkur trúnaðarbrestur hafi orðið milli bænda og neytenda í nokkrum atriðum og úr því þarf að bæta. Það virðist stundum gleymast að Ijarfestingin í byggingu íbúðarhúsa og ýmissa mannvirkja í landinu er í raun grundvölluð á sameiginlegri ábyrgð fólksins í Iandinu þannig að vandamál af þessu tagi eru vandamál þjóðarinnar allrar og vandamál eru til þess að Ieysa þau, finna farsælan farveg. í viðræðum við sex menn sem tengjast land- búnaði á ýmsan hátt koma fram viðhorf sem byggjast á reynslu, þekkingu og metnaði fyrir hönd íslensks landbúnaðar og þjóðfélags- ins í heild. Helgi ívarsson; Verðum að klífa þrítugan hamarinn í markaðssókn og nýjum leiðum „Ég hef litið svo á að á meðan bæði vilji og geta til framleiðslu í landbúnaði er meiri en markaðurinn tekur við, sé óhjákvæmilegt að til staðar séu einhveijar reglur til þess að fara eftir og vissulega takmark- ar það frelsi bænda til athafna," sagði Helgi Ivarsson bóndi í Hólum við Stokkseyri, „en það er vandrat- aður meðalvegurinn í þessum efn- um og ég tel líklegt að ef það á að skerða sauðljárrækt meira í einu héraði en öðru þá verði ófriður í kringum það. Jú, markaðs- og neytendamál eru mér hugstæð, sérstaklega innlendi markaðurinn sem er okkar lífsank- eri. Það fer ekki á milli mála að mikil breyting hefur orðið á neyslu- venjum, ekki aðeins að fólk breyti lífsvenjum, heldur endurnýjast mjög hratt hópar fólks með breytt viðhorf og má nefna sem dæmi að núverandi húsráðendur í hópi ungs fólks voru þiggjendur fyrir 10 árum. Á milli okkar sem erum af minni kynslóð og ungs fólks, ég er 60 ára, er svo mikið bil í neysluvenjum að stundum finnst manni að það sé eins og að ekki sé um sama þjóð- erni að ræða og hvernig verður það þegar þeir sem nú alast upp við mjög breyttar aðstæður á heimilum taka völdin eftir 10 ár. Það er ugg- laust erfitt að breyta venjum þessa fólks, og við hljótum að aðlaga okkar framleiðslu og söluvörur þeim neysluvenjum sem orðnar eru þótt framandi séu, en ef við bændur eig- um að hafa fótfestu í framtíðinni verðum við að auka markaðssókn og markaðskynningu, klífa þrítug- an hamarinn og opna nýja mögu- leika og nýjar leiðir í markaðsmál- um.“ . . . sem einhver á jarðarkringlunni getur unnið á ódýrari hátt Við vikum talinu að niðurgreiðsl- um sem mörgum eru þyrnir í aug- um. „Niðurgreiðslur hafa að hluta verið stýring stjórnvalda í baráttu við verðbólgu og kaupmátt og ég sé ekki að niðurgreiðslur séu óeðli- legar þegar um er að ræða hollan mat sem skiptir máli fyrir fólkið í landinu og það skiptir miklu máli fyrir landið í heild að dreifbýlið haldist," sagði Helgi í Hólum. „Það er ekki umdeilt að víða er dreifbýli og landbúnaður það sama og víða er sauðkindin ríkur þáttur í þessum efnum. En um leið og innlendi markaðurinn er þannig að við sitj- um einir að honum fylgja þær skyld- ur að aðlaga framleiðsluna að ósk- um neytenda. í þessu efni á að vera þróun og hún verður að eflast og vera stöðugt í gangi, en vanda- mál landbúnaðar verða aldrei leyst á einn einfaldan hátt. Varðandi kröfur um innflutning á búvöru er ljóst að bændur mót- „Þegar rætt er um innflutning á landbúnaðarafurðum geng ég út frá því sem fyrsta skilyrði að við verð- um að stunda landbúnaðarfram- leiðslu í þessu landi og sjá þjóðinni fyrir landbúnaðarafurðum af öryggisástæðum, vegna sjálfstæðis okkar stefnu og átyrks, vegna heil- brigðis og hollustu miðað við meng- un víða í heiminum þar sem land- búnaðarframleiðsla fer fram og af atvinnuástæðum sem vega þungt þar sem íjárfestingin er til staðar og tengir víða byggð við byggð og síðast en ekki síst er ástæða til land- búnaðarframleiðslu af því að það er gjaldeyrissparandi,“ sagði Kjart- an Olafsson ráðunautur á Selfossi. „Það er ljóst að við verðum að átta okkur á því að landbúnaðarverð er hærra hér en í ýmsum nágranna- löndum okkar og margar ástæður koma til. Það er ef til vill það fyrsta að landbúnaðinum hér eru ekki búnar sömu starfsaðstæður og víða Helgi Ivarsson mæla slíku. Á Vesturlöndum er víðast stefnt að því að öflugur land- búnaður sé til staðar og nánast alls staðar er hann styrktur í bak og erlendis og þá á ég við aðstöðu í sambandi við fjárfestingar- og rekstrarvörur sem hafa um árabil verið tollaðar og skattlagðar og þarf af leiðandi gert framleiðsluna dýrari. Tekin hafa verið spor í rétta átt, en ekki nema spor með tolla- lækkunum og afnámi söluskatts af tækjum. Til úrbóta þarf að beina því fjár- magni sem landbúnaðurinn fær í sjóðum og niðurgreiðslum til þess að lækka sem kostur er ijárfesting- ar- og rekstrarvörur landbúnaðar- ins. Það má nefna áburðarverð. Ég get til dæmis ekki séð annað en að veruleg niðurgreiðsla á áburði sé af hinu góða, því engin ástæða er til að ætla að áburður sé misnot- aður í landinu. Ódýr áburður er jákvæður fyrir landið og innlenda fóðurframleiðslu. Þessar niður- greiðslur á að taka úr sjóðum land- búnaðarins meðan verið er að vinna sig út úr vandanum sem blasir við, fyrir þó með ýmsum hætti sé. Ef menn álíta að okkur beri að iifa á útsölu matvæla sem erlendir aðilar þurfa að losna við þá má spyija hve mörg störf megi ekki finna í landinu, sem einhver á jarðarkringl- unni getur unnið á ódýrari hátt og hvað verður þá mikið eftir handa okkur til að vinna, almennt séð, í okkar landi. En hitt er að það þarf að leita leiða til þess að minnka kostnað við framleiðsluna og þar með fylgir að draga úr opinberum álögum bæði á aðföngum til bú- rekstrar og einnig og ekki síður á framleiðslu vörunnar. Ég tel að matarskatturinn hafi verið mistök sem þarf að leiðrétta. Sérstaða íslenskrar búvöru er mikil. Það er augljóst að þetta land, vegna stijál- býlis og fjarlægðar frá helstu iðnað- arsvæðum jarðar, hefur sérstaka möguleika til þess að framleiða hreina og ómengaða matvöru og það er enginn vafi á því í ofsetnum heimi að með þeim gæðum að búa við hreint loft og vatn þá eru það forréttindi sem margir hafa vart vit á að meta. Og takist að vekja Kjartan Ólafsson en með slíkum aðgerðum mun íjár- magnskostnaður á búunum stór- lækka. Næsta atriði hlýtur að vera átak í hagræðingu og hagkvæmni innanlands þar sem við stöndum hugsanlega frammi fyrir því að leyfa innflutning á landbúnaðaraf- urðum eða framleiða ódýrt ella. Við athygli neytenda á þessum ein- stæðu kostum sem við búum við tel ég að það muni ekki aðeins hætta sú neikvæða umræða að við eigum að lifa á afgangskjöti frá löndum með aðrar aðstæður, heldur munu opnast möguleikar á því að útlend-^ ingar geti notið þessara gæða með okkur. Ég hef' löngum álitið að það sé eitt af megin viðfangsefnum leið- beinenda í landbúnaði að draga úr kostnaði við flárfestinguna í land- búnaði, byggingum og fleiru, því þegar það er ákveðið hvað við meg- um framleiða er einnig möguleiki á þvíað fá meiri verðmæti fyrir minna hráefni. Margir bændur eru að slig- ast undan íjármagnskostnaði og þar þarf að taka til hendinni. Það er víða hægt að fara miklu skemmri leið að takmarkinu, ekki eins fína ef til vill, en full góða. Byggingar sem áttu að verða hornsteinn undir góða afkomu manna og íjárhags- legu sjálfstæði búsins urðu leg- steinn yfir ijárhagslegu sjálfstæði þeirra. verðum í auknum mæli að láta bændur og neytendur hinna ýmsu svæða njóta sérstöðu sinnar og nálægðar við markaði til þess að vera samkeppnisfærir. Það hlýtur. að vera fljótvirkast og best þegar talað er um hugsanlegan niður- skui-ð að láta hagkvæmnina vera í fyrirrúmi. Eins og mál eru í dag er rekin byggðastefna á kostnað landbúnaðarins með tilflutningum á miklu íjármagni af hagstæðum framleiðslusvæðum til óhagstæðra og það verður að vera ljóst hver á að borga þessa byggðastefnu, neyt- endur í hærra vöruverði eða einhver annar og það þarf að vinna þetta mál og stilla því þannig upp að það sé ásættanlegt í þjóðfélaginu al- mennt, en ekki sífellt ágreinings- feni. Þetta er og verður pólitísk ákvörðun ásamt ákvörðun bænda- stéttarinnar sem er í þeirri hættu að einangrast og missa þá markaðs- stöðu sem hún hefur haft á íslandi. í mörgum greinum er milliliða- kostnaðurinn allt of hár og því mið- ur einnig í þeim greinum sem hafa verið fijálsastar í framleiðslu og verðmyndun svo sem eins og kart- öflur og grænmeti. í því tilfelli þarf að huga að neytenda- eða markaðs- torgum þar sem neytendur geta keypt vöru beint af framleiðendum. Kjartan Ólafsson: Bændur og neytendur verða að njóta sérstöðu sinnar o g nálægðar við markaði Yfiriýsing þingflokks Sjálfstæðisflokksins um umbótastefhu í atvinnumálum: Ríkisstj ór nin hefiir unnið gegn hagsmunum þjóðariimar Vantraust á ríkisstjórnina ítrekað og kosninga kraf ist ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins hefur samþykkt eftirfar- andi yfirlýsingu um frjálslynda og víðsýna umbótastefhu í atvinnu- málum. „Við íslendingar þurfum að bijót- ast út úr þeirri sjálfheldu sem at- vinnumál okkar eru komin í. Nú er horft fram á samdrátt í þjóðartekjum annað árið í röð. Það eykur á efna- hagsvanda þjóðarinnar að núverandi ríkisstjórn hefur farið á vit fortíðar- innar við lausn hans og beitt ráðum sem hvarvetna eru á undanhaldi. Af þeim sökum hefur samdrátturinn bæði orðið meiri og verður langvinn- ari en ella. Afleiðingar stjórnarstefnunnar eru aukin skuldasöfnun atvinnulífsins og þjóðarinnar. Þá hefur ríkisstjórnin farið inn á braut þjóðnýtingar ýmissa þeirra atvinnufyrirtækja sem hafa sligast undan skuldabyrðinni en slík stefna hefur hvarvetna leitt til stöðn- unar og versnandi lífskjara almenn- ings. Með stefnu sinni í atvinnumál- um hefur ríkisstjórnin unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það hefur hún einnig gert með meiri skattaá- lögum en dæmi eru um sem komið hafa af miklum þunga niður á heimil- um jafnt sem atvinnufyrirtækjum. íslensk heimili hafa oft áður þurft að taka á sig lífskjaraskerðingu á samdráttartímum. En nú bregður svo við að fjölskyldurnar í landinu sjá aðeins fórnir en engar vonir. Nú er mikil óvissa um atvinnu ijölda fólks og gjaldþrot heimila og fyrirtækja verða enn tíðari. Frjálslynd og víðsýn umbótastefna Nauðsynlegt er fyrir þjóðina að bijótast út úr erfiðleikunum rrteð fijálslyndri og víðsýnni umbóta- stefnu í atvinnumálum. Slík atvinnu- stefna hlýtur að taka á flestum veigamestu þáttum atvinnulífsins og benda á leiðir til framfara og bættra lífskjara alls almennings. Slík at- vinnustefna vekur á ný með Islend- ingum von um betri tíð og trú á framtíðina. Sú frjálslynda og víðsýna umbóta- stefna í atvinnumálum sem sett er fram með þessari yfirlýsingu er svar við óstjórn og ofstjórn núverandi ríkisstjórnar. Hún er byggð á mál- flutningi, tillögum og málefnavinnu sjálfstæðismanna á undanförnum mánuðum. Þessi stefna markar skýr- ar línur í íslenskum stjórnmálum milli þeirra sem vilja umbætur og framfarir og hinna sem ekkert sjá nema stöðnun og afturför. Hornsteinn þessarar atvinnu- stefnu er að endurvekja fijálslyndi og víðsýni við stjórn atvinnumála og gefa atvinnulífinu kost á því að standa á eigin fótum. Við slík skil- yrði eru bestar forsendur til umbóta og árangurs hjá öllu því vinnufúsa fólki sem starfar hjá íslenskum fyrir- tækjum. í hagnaði traustra fyrir- tækja felst vonin um aukinn kaup- mátt og betri lífskjör. Sjálfstæðismenn munu fylgja þessari stefnu eftir með tillögum og málflutningi á Alþingi. Helstu þættir stefnunnar eru: Gengl krónunnar á eftiahagslegum forsendum 1. Gengi krónunnar verði skráð á efnahagslegum forsendum en verð- ur ekki lengur háð pólitískum duttl- ungum. Þetta þýðir að verð á erlend- um gjaldeyri verður fyrst og fremst ákveðið af þeim er eiga viðskipti með hann. Seðlabanki íslands annist skráningu á grunngengi krónunnar en verð á erlendum gjaldeyri getur hækkað eða lækkað innan tiltekinna marka frá því. Meginhlutverk bank- ans verði því að jafna skammtíma- sveiflur. Seðlabankanum verði óheimilt að halda niðri verði á erlend- um gjaldeyri ef það eykur skulda- söfnun þjóðarinnar erlendis og skal breyta grunngengi ef fyrirsjáanleg er þynging á skuldabyrði. Með þess- ari mikilvægu stefnubreytingu er horfið af braut skuldasöfnunar er- lendis og útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar sköpuð skilyrði til að standa á eigin fótum og leggja sitt af mörkum til velferðar landsmanna. 2. Viðskiptabankar og sparisjóðir fái fullar heimildir til þess að versla með erlendan gjaldeyri, taka erlend lán og takast á hendur skuldbinding- ar við erlenda aðila í samræmi við eðlileg viðskiptaleg sjónarmið. Bank- arnir ákveði sjálfir verð á erlendum gjaldeyri í viðskiptum sínum innan tiltekinna frávika frá grunngengi því sem Seðlabankinn markar. Gjaldeyrisviðskipti ftjáls í áfongum 3. Gjaldeyrisviðskiptum verði komið í nútímahorf með því að við- skipti með erlendan gjaldeyri verði gefin öllum fijáls í áföngum. Hinn 1. janúar 1992 skal að fullu verða lokið að samræma lög um gjaldeyris- viðskipti löggjöf þeirri sem gildir í Evrópubandalaginu og annars staðar á Norðurlöndum. Með þessu verða Islendingar að fullu gjaldgengir í samstarfi þjóða EFTA og Evrópu- bandalagsins og atvinnulíf lands- manna fær sambærilega samkeppn- isstöðu um aðgang að fjármagns- markaði og gildir hjá helstu við- skiptaþjóðum okkar. Þá munu íslensk fyrirtæki ekki lengur verða heft í samkeppninni. 4. Eiginfjármyndun í atvinnulif- inu verði örvuð með margvíslegum ráðstöfunum í skattamálum. Skatt- frelsismörk af hlutabréfum og arði af þeim eiga að hækka verulega og frádráttarheimildir vegna hluta- bréfakaupa vefða auknar og skulu ná til smáfyrirtækja. Eignarskattar I vinstri stjórnarinnar verði afnumdir. Nauðsynlegt er að efla eiginfjárstöðu íslensks atvinnulífs til þess að fyrir- tækin geti skilað hagnaði og tryggt að íslendingar verði áfram í hópi þeirra þjóða sem búa við best lífskjör. Millifærslusjóðir afnumdir 5. Millifærslusjóðir verði af- numdir með því að starfsemi hluta- fjársjóðs Byggðastofnunar og starf- semi Atvinnutryggingarsjóðs út- flutningsgreina verði hætt. Byggða- stofnun taki við eignum og skuld- bindingum sjóðanna. Með þessu er horfið frá þjóðnýtingaraðgerðum núverandi ríkisstjórnar en atvinnulíf- inu sköpuð almenn skilyrði sem tryggja vöxt og viðgang vel rekinna fyrirtækja. Hlutabréf í eigu Byggða- stofnunar skulu jafnan vera til sölu á almennum markaði. 6. Starfsemi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins verði hætt en almenn heimild veitt til myndunar sveiflu- jöfnunarsjóða með sparnaði. Með þessu er afnumið það millifærslu- kerfi sem tíðkast hefur með misnotk- un á Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins en þrátt fyrir góðan tilgang í upphafi hefur sjóðurinn aftur og aft- ur verið notaður sem tæki til þess að halda uppi rangri gengisskrán- ingu og þannig verið beitt gegn sjáv- arútveginum. 7. Fiskverð verði á ábyrgð sjávar- útvegsins með því að fulltrúi ríkis- stjórnarinnar verði ekki lengur odda- maður við fiskverðsákvarðanir. Auka á svigrúm til ákvarðana, um fijálst fiskverð. Því á ekki lengur að vera tenging á milli fiskverðsákvarðana og gengisákvarðana eins og verið hefur nú um langt skeið en það fyrir- komulag hefur gefist afar illa. Útgjöld innan tekjuramma 8. Ný vinnubrögð verði tekin upp við fjárlagagcrð þar Sem vinnsla fjár- lagafrumvarps fari fram á raun- hæfum forsendum um tekjur ríkis- sjóðs. Einstök ráðuneyti og stofnanir gepi tillögur um útgjöld innan tekjur- amma. Sett verður fram raunhæf áætlun um aðhald í ríkisbúskapnum þannig að útgjöld rúmist innan tekj- uramma án skattahækkana. 9. Heimildir til aukafjárveitinga úr ríkissjóði verði stói'lega skertar og heimild fjárveitinganefndar Al- þingis þurfi til nema alls ekki verði komist hjá greiðslu umfram heimild- ir vegna samþykktra verkefna. 10. Landsbanki íslands og Búnað- arbanki íslands starfi algjörlega á sama grundvelli og aðrir viðskipta- bankar. Ríkisbankar verði hlutafélög og skulu seldir úr ríkiseign í áföngum þannig að eignarhald á þeim verði eins dreift og kostur er. Með þessu verður íslensku bankakerfi komið í svipað horf og er hjá helstu viðskipta- þjóðunum. Nota á andvirði af sölu hlutabréfa í bönkunum til þess að stuðla að lausn á vanda landbúnaðar- ins og til náttúru- og umhverfis- verndar. Byggðastofnun á að annast ráðstöfun þessa fjár og ráðstafa auk þess tekjum af sölu annarra hluta- bréfa í eigu ríkissjóðs. Virðisaukaskattur í tveimur þrepum 11. Virðisaukaskattur á að verða í tveimur þrepum: Almennt þrep og lægra þrep fyrir matvæli. Með þessu er tekið af skarið um lægri skattlagn- ingu á matvæli en aðrar vörur og komið til móts við þá almennu skoð- un að reynt skuli að halda matvælum eins ódýrum og kostur er. 12. Ríkisábyrgð á starfsemi Fisk- veiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Stofn- lánadeildar landbúnaðarins á að af- nema. Með því er stigið skref í þá átt að gera sjóði þessa sjálfstæðari og betur í stakk búna til þess að sinna breytilegum þörfum atvinnu- veganna. Með þessari stefnumörkun benda sjálfstæðismenn á skýrar leiðir út úr þeim' ógöngum í atvinnumálum sem núverandi ríkisstjórn ber megin- ábyrgð á. Sjálfstæðismenn hafa því í stjórn- arandstöðu tekið frutnkvæði í íslenskum stjórnmálum. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að núverandi ríkisstjórn er ófær um að leiða þjóð- ina farsællega út úr þeim erfiðleikum sem við er að etja. Núverandi ríkisstjórn hefur fengið tækifæri til þess að bregðast við vanda atvinnuveganna. Hún hefur misnotað öll sín tækifæri og er orðin þjóðinni allt of dýr. Þingflokkur sjálfstæðismanna- ítrekar fýrri yfirlýsingar um van- traust á ríkisstjórnina og kröfu um að gengið verði til alþingiskosninga þegar í stað. Það er forsenda fyrir því að mynda-megi starfhæfa og sterka ríkisstjórn sem getur haft for- ystu um nýja stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrelsis með | hagsmuni allra stétta fyrir augum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.