Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 31. ÁGÚST 1989 1, Borgarleik- húsið afhent Leikfélagi Reykjavíkur Skrúðganga frá Iðnó DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri, mun afhenda Leikfélagi Reykjavíkur Borgarleikhúsið til afhota á stóra sviði leikhússins sunnudaginn 3. september næstkomandi kl. 17. Formleg vígsla leikhússins og fyrstu frumsýningar eru fyrirhugaðar helgina 20. til 22. október. í tilefni afhendingarinnar munu leikfélagsmenn fara í skrúðgöngu frá Iðnó kl. 16 að Borgarleikhús- inu. Leikfélagíð kvaddi Iðnó í Von- arstræti í lok síðasta leikárs eftir að hafa verið leigjandi þar í 92 ár. Nýtt leikár hófst með æfingum á Ljósi heimsins og Höll sumar- landsins, leikgerðum Kjartans Ragnarssonar eftir Heimsljósi Halldórs Laxness. Æfingar hafa staðið yfir undanfarna daga á tveimur stöðum í borginni, en frá og með mánudeginum 4. septem- ber starfar Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu við Listabraut í Kringlu. Strætisvagnar Reykjavíkur: Vetraráætl- un tekur gildi á mánudag Vetraráætlun Strætisvagna Reykjavíkur tekur gildi mánu- daginn 4. september og eykst þá tíðni ferða á 9 leiðum. Vagnar á leiðum 2—7 og 10—12 aka á 15 mínútna fresti kl. 07—19 mánudaga til föstudaga. Akstur á kvöldin og um helgar á áðurtöldum leiðum er óbreyttur. Vagnar á leiðum 8—9 og 13—14 aka á 30 mínútna fresti alla daga, einnig á kvöldin. Helgina 2. og 3. september verður skipt um leiðaspjöld á við- komustöðum SVR en leiðabók SVR birtir nánari upplýsingar um ferðir vagnanna, segir í fréttatil- kynningu frá Strætisvögnum Reykjavíkur. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Dæmi um veró Jukkur 45 cm Jukkur 60 cm Jukkur75cm Burknar Burknar Drekatré Drekatré NOarsef Gullpálmi Iðna Lísa Ungplöntur Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur nú sem hæst.. Nú seljum við allar pottaplöntur með 20-50% afslætti. Aldrei fyrr höfum við boðið eins mikið af góðum plöntum á eins góðu verði. Missið ekkiafþessu einstaka tækifæri. — .I Líka í Krínglunni Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 n 'mimiifiMs Verð frá kr. 47.610,- tiíboú til FLOKM Sértilboó í 10 daga feróir til Orlando Brottför frá íslandi: 7., 14. og 21. sept., 12. og 19. okt. Brottför frá Orlando: 17. og 24. sept., 1., 22. og 29. okt. *lnnifalið í veröinu er viku notkun á FORD ÞRUMUFUGLI„ TFiUNDERBIRD" (án bensíns og söluskotts of bílnum). *Miðað við að a.m.k. tveir ferðist saman. Flugvallaskattur ekki innifalinn. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.