Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 34
c8 34 -MORGUNBhÁÐTO- FIMMTUDAGIJR Sl.-ÁGÖSÍ-Íl'^-- Sigurbjörg Páls- dóttir - Minning Fædd6. júlí 1907 Dáin 23. ágúst 1989 Það er dæmigert að orðin sem maður grípur til í vanmætti sínu við að lýsa Sigurbjörgu Pálsdóttur enda flest á -leysi. Falsleysi, lát- leysi, tilgerðarleysi... og önnur í líkum dúr. Hér gildir um Sigur- björgu svipað og Bókin um Veginn segir um Alvaldið: að ekkert nafn ■hæfi því og „Sá sem þekkir Alvald- ið er fáorður um það; sá sem er margorður um það þekkir það ekki. Leiðir okkar og Sigurbjargar lágu fyrst saman fyrir réttum níu árum þegar við fluttum í Blönduhlíð 7 haustið 1981. Satt að segja áttum við ekki von á kynnum fram yfir það sem tíðkast milli nágranna; fólkið á neðri eða efri hæð. En við vorum með tvo litla drengi í far- angrinum og fljótlega fóru þeir að gera sér dælt við konuna á neðri hæðinni. Iðulega þegar átti að handsama þá í háttinn greip maður í tómt og fann þá loks niðri hjá Sigurbjörgu þar sem þeir sátu yfir mjólk, s_pilum og bakkelsi. Þannig tókust kynni með okkur sem við treystum ár frá ári. Sigurbjörg var einkennilega ald- urslaus manneskja, fordómalaus og víðsýn og varla sá flötur á mannlíf- inu að ekki ætti heima í samtali við hana. Einlægni hennar og alger skortur á tilgerð gæddu hana tign sem er sjaldfundin hjá mannfólki og minnir frekar á náttúrufyrir- bæri: lind, tré, fjall. Þegar við kynntumst Sigur- björgu hafði hún verið ekkja um ellefu ára skeið, maður hennar var Ársæll Sigurðsson, kennari við Austurbæjarskólann, höfundur ijölda kennslubóka og farsæll sómamaður. Bæði voru þau Ársæll Vestur-Skaftfellingar og gengu í hjónaband árið 1941. Þótt við hefðum engin bein kynni af Ársæli bar heimilið honum vitni, falleg húsgögnin voru hans verk og á veggjum héngu máiverk sem hann hafði málað af listfengi. Sjálf var Sigurbjörg smekkvís og glæsi- legt handbragð á öllu sem hún kom nærri. Skömmu eftir stríð byggðu þau húsið í Blönduhlíð 7 í félagi við vina- fólk sitt og sömu misserin reistu þau sér sumarhús í nágrenni Álfta- vatns og komu þar upp gróðurvin og athvarfi. Við fráfall Ársæls, árið 1970, dreif Sigurbjörg í að taka bílpróf og festi kaup á gulri Volks- wagen-bjöllu og fór á henni alira sinna .ferða. Margir íbúar Hlíða- hverfis kannast við gömlu konuna á gula bílnum sem birtist jafnan á götunni í sumarbyijun og hvarf við fyrstu frost á haustin. Svo árviss var atburðurinn að manni þótti jafn- an sumarið hefjast þegar Sigur- björg tók bílinn úr vetrarhíði og síðan hélt veturinn innreið sína þeg- ar hún bjó um Bjölluna sína í skúrn- um og arkaði með númeraplöturnar upp í Bifreiðaeftirlit. Sigurbjörg var forkur til allrar vinnu og unun að sjá hana að verki, t.d. í garðinum hér heima. Einhvern tímann þegar hún hafði bograð all- an daginn yfir gróðrinum, létum við í ljós undrun okkar yfir að hún skyldi geta þetta án þess að fá bakverk eða gigt. Sigurbjörg rétti úr sér og hugleiddi þessa gátu and- artak en sagði svo: „Það er af því ég er svo löt“. Því eitt gat hún ekki þolað og það var ef henni var t Systir okkar og mágkona, MARGRÉT J. PETERSEN, Tvöroyri, Færeyjum, lést 21. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. F.h. aðstandenda, Þorvaldur Jónsson, Berta J. Snædal, Oddný Jónsdóttir, Gunnlaugur Snædal. t INGVER PETERSEN, Ostervang 9, 3450 Allerod, lést í Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn að morgni 27. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Bloustrod kirke í Allerod, föstudaginn 1. september kl. 14.00. Bröste-umboðið hf., Katrín Gunnarsdóttir. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN INGVAR EIRÍKSSON, Barónsstíg 3A, sem lést 22. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 1. september kl. 10.30. Stella Guðjónsdóttir, Sigurður H. Konráðsson, Ómar Sigurðsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Bára Sigurðardóttir, Kristján Þorgeirsson, Erla Sigurðardóttir, Jón Arnar Sverrisson og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, GUÐJÓNS P. VALDASONAR, Hásteinsvegi 15 b, Vestmannaeyjum. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarna- börn. hælt — um sjálfa sig mátti hún ekkert gott heyra og hló aldrei glað-'- ar en ef maður brá á leik og hlóð á hana vömmum og skömmum. Minningargrein hefði' tæplega verið henni að skapi. Það var unun að sjá hana um- gangast gróður, ekki bara í sumar- bústaðnum þar sem allt var kafið gróðri heldur einnig stofur hennar sem eru gróðri vafðar og stappaði kraftaverki næst hvað hún gat kom- ið öllu til þroska. Einu sinni fékk Sigurbjörg pakka með álímdri af- skorinni rós og tók sér fyrir hendur að vekja rósina til iífs, hafði hana með sér upp í sumarbústað og kom aftur með hana í bæinn og iinnti ekki látum fyrr en rósin hafði skot- ið rótum og náð sér á strik í gróður- mold. Við það tækifæri hafði lítill drengur þessi orð; „Hún Sigurbjörg er eins og móðir náttúra." Og það var kjarni málsins: eðlis- kostir Sigurbjargar og umfaðmandi hlýja voru í ætt við náttúmna. Sigurbjörgu og Ársæli varð ekki barna auðið en þeirri ást sem kennd er við móður bjó hún yfir í ríkum mæli og beindi að lífinu umhverfis. Drengjunum okkar var hún sem amma og hollvinur okkar allra, óbil- andi í tryggð sinni og umburðar- lyndi. Sigurbjörg var einstaklega sterk- byggð og heilsuhraust og ótrúlegt að þar færi kona á níræðisaldri, teinrétt í baki og fjaðurmögnuð í hreyfingum. Lífsgleði hennar var við bmgðið og jafnan stutt í hlátur- inn, einkum ef helgið var á hennar kostnað. Áhugamál hennar voru svo mörg að hún hafði aldrei smugu til að láta sér leiðast. Hún og Ársæll höfðu verið miklir ferðagarpar og farið um ísland vítt og breitt, langs og þvers og áttu stórt safn mynda frá ferðum sínum. Og mikið var það dæmigert fyrir Sigurbjörgu að þeg- ar hún — komin fast að áttræðu — brá sér út fyrir landsteinana, hafði hún mestan hug á að heimsækja nyrstu byggðir Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Og þar næst fór hún til Færeyja. Það hæfir lítt þegar jafn náttúra- leg manneskja og Sigurbjörg á í hlut að mögla undan lögmálum lífs og dauða. Hún kom illa undan erfíð- um vetri; í vor var hún lögð á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt, náði aldrei að upplifa sumarið og dó 23. ágúst síðastliðinn. Við spurningunni hvort til sé kraftur sem megni að græða þessa afskornu rós, eigum við ekkert svar. En minning um vammlausa konu mun lifa í hugum þeirra sem kynnt- ust henni. Hrafiihildur Ragnarsdóttir Pétur Gunnarsson . Minning: Pétur G. Guðmunds- son netagerðarmaður Fæddur 21. janúar 1910 Dáinn 24. ágúst 1989 í dag fer fram frá. Aðventkirkj- unni í Ueykjavík útför frænda míns, Péturs Guðmundssonar, sem lést á Landakotsspítala 24. ágúst sl. Mig langar að minnast hans með nokkr- um orðum. Pétur fæddist á Fá- skmðsfirði 21. janúar 1910. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Erlendssonar og Bjargar Péturs- dóttur, sem bæði voru frá Fáskrúðs- firði. Hann var næstelstur af fjóram systkinum. Elstur er Ottó, búsettur á Fáskrúðsfirði, kvæntur Svein- björgu Jóhannsdóttur. Næstur kom Pétur og síðan Guðbjörg Elín, bú- sett í Reykjavík og var gift Garðari Kristjánssyni sem er látinn. Yngst- ur var Stefán Halldór faðir minn sem lést fyrir tæpum þremur áram. Eftirlifandi kona hans er Aldís Kristjánsdóttir. Pétur byrjaði 15 ára að stunda sjóróðra með föður sínum og Ottó bróður' sínum. Árið 1942 keyptu bræðurnir þrír sér litinn bát sem þeir gerðu út í nokkur ár. Á vetram fór hann jafnan á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum, eins og flestir sem bjuggu í litlum sjávarþorpum þurftu að gera á þessum árum, en snéri jafnan aftur heim á vorin til að róa á litla bátnum með bræðrum sínum. Ég minnist þess er ég var aðeins níu eða tíu ára gömul að Pétur og pabbi voru að koma af vertíð, pabbi frá Sandgerði en Pétur frá Vestmannaeyjum. Þeir hittust um borð í Esjunni á leið austur og voru þá með sinn gítarinn hvor. Pétur hafði hugsað sér að gefa mér og systur minni gítarinn saman og það hafði pabbi einnig hugsað sér að gera. Við fengum því sinn gitar- inn hvor og var því mikil gleði hjá- litlum stúlkum yfír að hafa eignast okkar fyrstu gítara og að geta byij- að að æfa okkur. Árið 1951 fluttist Pétur til Vest- mannaeyja og snéri sér að neta- gerð. Hann starfaði hjá netagerð Reykdals Jónssonar í mörg ár, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan í Reykjavík. Þegar netagerð Reyk- dals Jónssonar var lögð niður fór hann að vinna hjá Alfreð Guð- mundssyni við netagerð og vann þar á meðan kraftar entust. Pétur var ókvæntur og barnlaus. Hann sameinaðist söfnuði Sjöunda dags aðventista á íslandi árið 1941 og var staðfastur í þeirri trú til hinsta dags. Hann var mjög heil- steyptur í sinni trú og var stöðugt að undirbúa sig og aðra til að vera viðbúinn að mæta Jesú i guðsríki. Alltaf áminnti hann okkur frænd- systkinin sín um að það mikilvæg- asta í lífinu væri að undirbúa sig fyrir guðsríki, því að ganga okkar hér er aðeins undirbúningur undir það sem koma skal á hinni nýju jörð. Þannig lifði hann og þannig dó hann í þeirri trúarvissu að þegar Jesús komi aftur og kallar þá út sem sofnað hafa í trú á hann muni þeir fyrst upp rísa og fá að lifa með honum í mikilli dýrð um alla eilífð. Það er sætt að sofna í svo mikilli trú og ég veit að Pétur fær að rísa upp og búa með Jesú eins og hann þráði svo heitt. Guði sé lof fyrir slíka trú og þvílíkan frænda, . hann sem var mér svo góður frændi. Minning hans mun lifa með mér. Ég sendi öllum ættingjum og vin- um samúðarkveðjur. Fjóla Stefánsdóttir Lára Jónsdótt- ir - Minning Fædd 13. ágúst 1923 Dáin 26. ágúst 1989 Elskuleg vinkona mín er látin. Andlát hennar kom engum á óvart. Á þeim krossgötum sem skilja leið- ir hinna lifandi og hinna látnu lítum við um öxl og minnumst liðinna daga. Haustið ’46 kom glaðvær hópur ungra stúlkna saman i Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, Sólvalla- götu 12. Við Lára vissum hvor af annarri, höfðum oft talað saman í síma. Hún vann á símstöðinni á Seyðisfirði, ég á Akureyri. Við vor- um spenntar að sjást og sáumst fyrst í spegli hlið við hlið og þekkt- umst á augabragði. Við urðum strax góðar vinkonur. Lára var skemmtileg, hýr og góð stúlka. Hún var dóttir hjónanna Sigurlínu Sig- urðardóttur og Jóns Vigfússonar og átti 2 systur og 3 bræður. Lára ólst upp hjá hjónunum Gísla Lárus- syni og frú Láru konu hans. Hún kallaði þau alltaf fóstru og fóstra. Margar endurminningar á ég frá þessum vetri í Húsó og Lára er í mörgum þeim myndum. Eftir að við stofnuðum báðar heimili hér í Reykjavík var stutt á milli okkar. Lára vann þá á síman- um en ég var heima að gæta bús og barna. Lára var svo elskuleg að líta oft inn á heimleiðinni. Hún var mikið ein, maður hennar Valur Hin- riksson var mikið að heiman vegna vinnu sinnar. Þau vora bæði mjög barngóð og aufúsugestir bama minna. Eins héldum við nokkrar saman saumaklúbb. Lára var mikil handavinnukona, pijónaði og hekl- að meira en flestar aðrar konur. Ófáar gjafir útbjó hún fyrir ætt- ingja og vini. Þegar elsta dóttir okkar gifti sig bakaði Lára fallega kransaköku sem hún gaf okkur. Eg minnist bamajólaboðs sem hún hélt fyrir dætur mínar, dætur Kristjáns og Bubbu og nokkur börn til viðbótar. Allt svo fallega gert sem gladdi lítil böm og öll fengu þau smágjafir þegar heim var hald- ið. Þau vora þá barnlaus, Lára og Valur, en seinna fengu þau lítinn dreng sem var þeim gleðigjafi. Hann fékk nafn fósturforeldra Lára og heitir Gísli Lárus. Seinna fóra þau oft öll sarnan í ferðir til útlanda og höfðu mikla ánægju af. I ágúst ’79 hné Valur niður og andaðist stuttu seinna aðeins 55 ára gamall og var sonurinn þá að- eins 16 ára. Það var að vonum mikið áfall fyrir Lára og soninn á viðkvæmum aldri. Þau áttu þá heima í Hörðalandi 16. Lára vann á símanum meðan heilsan leyfði. Hún giftist aftur í desember ’84 Guðlaugi Jónssyni sem einnig er frá Seyðisfirði. Heimili þeirra var á Sunnubraut 33. Allir vonuðu að þau gætu átt mörg góð ár saman. En Lára mín varð fljótt veik og nú er hún farin til æðri heima. Ég sakna hennar og hef gert lengi. Blessuð sé minning hennar. Að lokum færi ég Guðlaugi, Gísla Lárusi og systkinum Láru bestu samúðarkveðjur frá mér og íjöl- skyldu minni. Anna Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.