Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 ÞIINIGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON DÆGURFLOKKAK Einmenningskjördæmi og festa í þjóðmálin Það hefur ekki enn gerst hér á landi að stjórnmálaflokkur hafi hlotið meirihluta í þingkosningum, aðstöðu til að standa einn og óstuddur að myndun ríkisstjórnar. Það er og fátítt í seinni tíð að tveir flokkar fái þingstyrk til stjórnarmyndunar. Fjölflokkastjórn er gjarnan eina lausnin sem kemur upp úr kjörkössunum. Ástæða: of margir, of smáir og of veikir stjórnmálaflokkar. Að þessu sinni verður íjallað stuttlega um dægurflokka, sem skotið hafa upp kolli til hliðar við hefðbundinn fjórblaðasmára hinnar íslenzku flokkaflóru. I Þjóðvarnarflokkurinn var stofnaður í marzmánuði 1953. Flokkurinn barðist gegn varnar- samningnum við Bandaríkin. Stefna hans var að öðru leyti sós- íaldemókratísk. Hann bauð bæði fram í sveitarstjórnar- og alþing- iskosningum; hiaut tvo þingmenn kjörna árið 1953. Bauð síðar fram í samfloti við Alþýðubandalagið. Starfsemi flokksins lauk um 1963. Samtök frjálslyndra og vinstri manna vóru stofnuð 1968. Stofn- endur: Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson, sem sögðu skilið við Alþýðubandalagið þegar það var formlega gert að stjórnmála- flokki. Markmið: „að sameina alla íslenzka jafnaðar- og samvinnu- menn ...“. Fiokkurinn fékk víða kjörna sveitarstjórnarmenn 1970 og fimm alþingismenn 1971. Átti aðild að ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar 1971-74. Hafði samflot með Alþýðuflokki í sveitarstjórn- arkosningum 1974, sem galt nokkuð afhroð. Starfaði fram á árið 1976. Vilmundur heitinn Gylfason stofnaði Bandalag jafnaðarmanna snemma árs 1983, sósíaldemó- kratískan flokk, er kenndi sig við nýjafnaðarstefnu og lagði áherzlu á valddreifingu, uppstokkun stjórnkerfisins og skýrari aðskiln- að Iöggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Flokkurinn fékk ijóra þingmenn kjöma 1983. Eftir lát stofnandans bar flokkurinn ekki sitt barr. Þrír af þingmönnum flokksins gengu til liðs við Al- þýðuflokkinn, áður en kjörtímabi- lið var allt, og einn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. II Nær í tíma er Borgaraflokkur- inn. Höfundur hans var Albert Guðmundsson, fyrrverandi þing- maður og ráðherra fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Stefna hans bar um sitt hvað keim af sjálfstæði- stefnunni: áherzla lögð á einstakl- ingshyggju samhliða félagslegu samstarfi í velferðar- og mannúð- armálum. Fékk sjö þingmenn kjörna 1987. Eftir að stofnandi flokksins, Albert Guðmundsson, lét af formennsku í flokknum (hann er nú sendiherra í Frakkl- andi og víðar) klofnaði þingflokk- urinn. Tveir þingmenn stofnuðu nýjan þingflokk, Flokk hægri manna, en fimm halda enn hóp- inn. Skoðanakannanir benda til þess að fylgi Borgaraflokksins sé mjög dvínandi. Lýðveldisflokkurinn, borgara- legur hægri flokkur, bauð fram árið 1953, en náði ekki fótfestu. Óháði lýðræðisflokkurinn, sem barðist m.a. fyrir sparnaði í ríkis- rekstri, bauð fram 1967 en hafði ekki erindi sem erfiði. III Kvennaframboðið í Reykjavík 1982, sem fékk tvo borgarfulltrúa kjörna, var undanfari Samtaka um kvennalista, sem fengu þijá þingmenn kjörna 1983 og sex 1987. Samtökin eru femínískur flokk- ur, sem leggur áherzlu á að reynsluheimur kvenna sé annar en karla — og mikilvægi þess að auka áhrif kvenna á mótun sam- félagsins og landsstjórnina. Málflutningur Samtaka um kvennalista stendur frekar til aukningar en samdráttar í ríkisumsvifum, en aukin ríkisút- gjöld kalla á aukna skattheimtu. Slíkar þjóðmálaáherzlur flokkast fremur til vinstri en hægri. Fylgi samtakanna hefur komið úr öllum áttum — en ekki sízt frá Alþýðubandalaginu. Skoðana- kannanir benda til þess, þó að þær séu mjög misvísandi, að samtökin hafi skotið rótum. Það orkar því tvímælis að telja þau til dægur- flokka. IV Hér verða ekki tínd til nokkur klofningsframboð úr fjórflokkun- um sem á stundum hafa leitt til þingmennsku. Nú situr á þingi Stefán Valgeirsson fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju en var áður þingmaður Framsóknar- flokks. Þau samtök eru hrein stijálbýlissamtök. Það er Þjóðar- flokkurinn ekki síður. Flokkur mannsins hefur nokkra sérstöðu en er nánast fylgislaus Hér verða heldur ekki rakin léttvigtar-framboð, sem vitna fremur um skopskin en hugsjónir, svo sem Framboðsflokkurinn, Stjórnmálaflokkurinn, Sólskins- flokkurinn o.s.frv. Sama máli gegnir um nokkur kreddu-fram- boð, sem kenndu sig við einhvers konar marx-lenínisma en hlutu litlar undirtektir. íslenzkir stjórnmálaflokkar eru fremur of margir en of fáir. Af- leiðing: ómarkvissar samsteypu- stjórnir, skortur á ákveðni og festu í landsstjórninni. Dægur- flokkar bæta síður en svo úr skák í þeim efnum. Það er máske kominn tími til þess að þjóðin láti reyna á annað en samsteypustjórnir: efli einn flokk til ábyrgðar á landsstjórn- inni; láti hann svo standa reikn- ingsskil á gjörðum sínum í kosn- ingum — að hæfilegum reynsl- utíma loknum. Þetta gerist hins- vegar vart að óbreyttri kjördæma- skipan. Einmenningskjördæmi myndu hinsvegar flýta þróun til meiri festu í íslenzkum stjórn- málum. Utbúa íslenska baðstofu í Seattle Kjósin stefiiir í 2.000 laxa „Þetta er fínt núna, mjög fínt, áin var orðin vatnslítil og veiðin dvínandi, en rigningin breytti því snarlega. Nú er vatnið stórgott, það skolaðist aðeins en er óðum að hreinsast og veiðin hefur tekið kipp. Nú eru komnir rétt yfir 1.900 laxar úr ánni og það stefnir í milli 2.000 og 2.100 laxa,“ sagði Árni Baldursson leigutaki Laxár í Kjós í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Hann sagði lax um alla á og enn væru brögð að því að lax væri að ganga á neðstu svæð- unum. Sem dæmi um líflega veiði síðustu daga má nefna, að síðdeg- is á þriðjudag veiddust 19 laxar í ánni, allt að 17 punda. Rólegt í Langá Flestir tengdir Langá á Mýrum hafa trúlega sætt sig við að sum- arið telst lélegt, það eru aðeins komnir eitthvað á áttunda hundr- að laxar á land og ólíklegt að heildarveiðin nemi þúsund löxum. Þetta er þó snöggtum skárra en 1984 og í raun engin neyð, því lax er víða um á, bara ekki mjög mikið nema á einstöku stöðum. Göngur eru fyrir þó nokkru hætt- ar og veitt er úr legnu Iöxunum. Það er helst að það lifni í veður- breytingum eins og síðustu daga. En það er aldrei meira en þokka- legpir reytingur í besta falli. Sem dæmi um Langá í sumar eða í fyrra, þá hafa vel innan við 100 laxar veiðst á fjallinu í sumar, en um 300 allt síðasta sumar. Veiði að ljúka ... Veiði lýkur í þremur laxveiðiám nú um mánaðamótin, Norðurá, Þverá/Kjarrá og Laxá á Ásum. Um 900 laxar hafa komið úr Norðurá sem telst rýr afrakstur. Eitthvað er þó talið af laxi í ánni og vonandi að hrygning í haust gangi upp. Þverá/Kjarrá hefur gefið um 1300 laxa eftir því sem komist verður næst og Laxá á Ásum um 700 laxa. Á mælikvarða Laxár er það léleg veiði, nánast aflabrestur, en laxafjöldi á hveija dagsstöng er þó meiri en í öðrum ám. Norðurlandasafhið „Nordic He- ritage Museum" hefur verið starf- rækt í borginni Seattle við Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna í nokk- ur ár. í safninu er sögð saga Norð- urlandabúa frá því þeir fluttu vest- ur um haf. Nú er í undirbúningi að opna þar herbergi hvers lands fyrir sig og verður baðstofa í íslenska herberginu með gömlum íslenskum munum. Vestur-íslend- ingurinn Sigurbjörn Johnson var á Islandi á dögunum og barst hon- um talsvert af munum sem hann tók með sér til Bandaríkjanna. Að sögn Sigurbjörns eru um tvö þúsund manns af íslenskum uppruna búsettir í Seattle og nágrenni og eru um 400 þeirra skráðir í Islendingafé- lagið. Ymiss önnur starfsemi íslend- inga hefur verið blómleg í borginni um langan tíma og má þar nefna íslenskan söfnuð og kirkjuna sem reist var um 1915, bókasafnið Vestra og Vestur-íslenska bókmenntafélag- ið sem stofnað var um aldamótin. í minjasafninu er lífi Norður- landabúa lýst eins og það var þegar þeir komu til norðvesturríkja Banda- ríkjanna og ýmsir munir eru varð- veittir þar, t.d. altarið úr gömlu íslensku kirkjunni. íslenska baðstofan, sem opna á í nóvember, hefur verið reist i sjálf- boðavinnu af félögum í íslendingafé- laginu. Viður í baðstofuna fékkst úr gömlu fjósi ,sem verið var að rífa og reyna á að hafa alla innanstokks- muni gamla líka. Sigurbirni bárust ýmsar gjafir meðan hann var hér en enn vantar nokkuð upp á að baðstof- an verði fullbúin gömlum íslénskum munum. í baðstofunni verða einnig verkfæri og bækur. Wélagslíf [fciJj Útivist Helgarferðir 1 .-3. sept. 1. Þórsmörk - Emstrur. Boðið verður upp á göngu frá Emstrum í Þórsmörk (ca. 7 klst.) á laugar- deginum. Gist í Básum. Farar- stjóri Egill Pétursson. 2. Þórsmörk Gist í Útivistarskál- unum Básum. Gönguferðir um Mörkina. Fararstjóri Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. fhmhjnlp I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i ÞríÓúðum, Flverfisgötu 42. Mikill almennur söngur, Samhjálparvinir vitna um reynslu sína af trú og kórinn tekur lagið. Allir velkomnir. Næstkomandi helgi hefst vetr- arstarf Samhjálpar af fullum krafti í Þríbúðum. Á laugardag verður opið hús kl. 14.00-17.00 með fjölbreyttn dagskrá. Meðal annars upplestri og fjöldasöng. Á sunnudag er almenn samkoma kl. 16.00 með miklum söng, vitnisburðum og einsöng. Allir eru velkomnir i Þríbúðir um helgina meðan hús- rúm leyfir. Samhjálp. Skipholti 50b 2. hæð Samkoma i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. ®FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 1 .-3. sept.: Óvissuferð Nú liggur leiðin að hluta um áður ókannaðar slóðir. Gist i svefnpokaplássi. Þórsmörk Gönguferðir við allra hæfi. Frá- bær gistiaðstaða í Skagfjörðs- skála/Langadal. Landmannalaugar - Eldgjá. Á laugardegi er ekið til Eldgjár og gengið að Ófærufossi. Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins i Land- mannalaugum. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag 3. sept.: Kl. 10.00 - Botnssúlur (1095 m). Gengið verður frá Svartagili i Þingvallasveit og komíð niður I Brynjudal. Verð kr. 1.000,- Kl. 13.00 - Brynjudalur. Gengið frá Ingunnarstöðum og inn dalinn. Verð kr. 1 .OOO,- Kl. 08.00 - Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Ferðafélag íslands. Ungt fólk með hlutverk 1jfjíSSl YWAM - ísland Almenn samkoma Almenn samkoma verður i Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður .Friðrik Schram. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.