Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 Khameini styð- ur eftiahagsað- gerðir Rafsanjani Reuter Verkalýðsleiðtoginn og stjórnarandstæðingurinn Datta Samant, var meðal þeirra, sem lögreglan í Bom- bey lét höggin dynja á vegna verkfallsaðgerða á Indlandi í gær. Hann og hundruð annarra stjórnarand- stæðinga voru handtekin. Indland: Sjö farast í mótmæla- verkfalli gegn Gandhi N£ju Delí. Reuter. SJO týndu lífinu og hundruð manna voru handtekin í verkfollum á Indlandi í gær, sem stjórnarandstaðan hafði boðað til. Manntjónið varð þó mun minna en óttast hafði verið fyrir verkfallið, en það var boðað til þess að ítreka kröfur um afsögn Rajivs Gandhis, forsætisráð- herra landsins. Kosningar eru fyrirhugaðar í landinu í desember. Kambódíu- viðræðurn- ar dragast á langinn París. Reuter. DEILUR um lokayfirlýsingu urðu til þess að ekki var hægt að slíta Kambódíu-viðræðunum í París í gær eins og áætlað var. Víetnamar héldu fast við áætlun sína um brottflutning hermanna sinna úr Kambódíu en stjórnar- erindrekar, sem þátt tóku í við- ræðunum, töldu að hún myndi aðeins leiða til frekari blóðsút- hellinga í landinu. Stjórnarerindreki sagði að ríki sem styðja skæruliðasamsteypuna í Kólumbíu hefðu viljað að í yfirlýs- ingunni yrði aðeins lítillega minnst á veru víetnamska hersins í Kambódíu. Annar þáttakandi í frið- arviðræðunum sagði að Víetnamar og stjórnin í Kambódíu vildu að minnst yrði á áform Víetnama um að hefla brottflutning hermanna sinna úr landinu 26. september. Víetnamskir hermenn réðust inn í Kambódíu árið 1978 og bundu enda á fjögurra ára ógnarstjórn Rauðu khmeranna, sem kostaði rúmlega milljón manns lífið. Frá því hefur skæruhernaður brotist út með jöfnu millibili í landinu. Rauðu khmerarnir njóta stuðnings Kínveija og hafa ásamt tveimur öðrum skæruliðahreyfingum, sem ekki aðhyllast kommúnisma, barist gegn kambódíska stjórnarhernum og Víetnömum. í viðræðunum tókst ekki að finna lausn á því hvernig þessar fjórar fylkingar gætu deilt með sér völdunum í landinu. Franskir embættismenn sögðu að viðræðurnar gætu hafist að nýju innan nokkurra mánaða. Því var líkast sem frídagur væri í öllum stærstu borgum Indlands og héldu flestir borgarar sig fjarri líklegum átakasvæðum, enda hafði Gándhi gripið til stórfelldra ráðstaf- ana í von um að brjóta verkfallið á bak aftur eða koma í veg fyrir að áhrif þess yrðu of alvarleg. í nær öllum borgum landsins var lög- reglulið á götum úti til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Fjölmargir ríkisstarfsmenn gistu í skrifstofum sínum aðfaranótt verkfallsins, þar sem þeir óttuðust að komast ekki til vinnu, en þeim hafði verið hótað öllu illu af hálfu ríkisins, ef þeir kæmu ekki tii vinnu. Verkfallið var gífurlega víðtækt — mismunandi eftir landshlutum þó. Samgöngur urðu þó ekki fyrir miklum skakkaföllum og í flestum stærri borgum fengu almennings- farartæki að fara leiðar sinnar óá- reitt, öfugt við það sem yfirleitt tíðkast í verkföllum þar. Flugsam- göngur við útlönd urðu ekki fyrir neinni röskun. Andóf gegn stjórn Rajivs Gand- his hefur mjög aukist á síðustu vik- um og hafa ásakanir um hverskon- ar spillingu og mútuþægni dunið á Gandhi og fylgismönnum hans ekki síst vegna vopnakaupa frá Bofors- fyrirtækinu sænska. Lauk deilum um þetta á þingi með því að stjórn- arandstaðan gekk út og kváðust leiðtogar hennar ætla að taka bar- áttuna upp á meðal almennings. Nikósíu. Reuter. ANDLEGUR leiðtogi írans, Ayatollah Ali Khameini, léði í gær tillögum um efnahagsúr- bætur stuðning sinn og gagn- rýndi harðlínumenn, sem segja trúarhita mikilvægari en efna- hagsaðgerðir. Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani íransforseti kvaddi Khameini til fundar við ríkisstjórnina, en í gær var fyrsti starfsdagur hennar. Ríkisstjórn Rafsanjanis var samþykkt á þingfúndi á þriðjudag. „Ovinurinn breiðir út þá hug- mynd, að reyni menn að leysa varída alþýðunnar — auka þjóðar- framleiðsluna, starfrækja námurn- ar og iðnaðinn á'ný og auka land- búnaðarframleiðsluna — hafi menn gleymt eða veikt markmið bylting- arinnar,“ var haft eftir Khameini í ríkisútvarpi írans. „Þetta er rangt... og það er mjög sorglegt þegar maður sér vini apa eftir óvininum í barnaskap sínum.“ Khameini, sem tok við starfi erkiklerks í íran af Ruollah heitn- um Khomeini í júní síðastliðnum, sagði að með byltingunni hefðu menn ekki einungis verið að sækj- ast eftir fjársjóðum í næsta lífi með háleitri hugmyndafræði, hún snerist líka um velferð í þessu lífi og kvað hann markmið þessi vera fyllilega samrýmanleg og innan seilingar. Rafsanjani hefur lagt áherslu á efnahagsuppbyggingu í landinu, en átta ára langt stríð við Iraka kom efnahagnum mjög úr jafn- vægi. Þrátt fyrir miklar olíuauð- lindir er verðbólga kömin úr öllum böndum og skortur er á helstu nauðsynjavöru. Rafsanjani og ríkisstjórn hans fór til grafhýsis Khomeinis í gær, en Khomeini ítrekaði mjög í þess- ari jarðvist nauðsyn þess að vörn hinnar íslömsku byltingar hefði algeran forgang í stjórn ríkisins. Sagði Rafsanjani að ferð þeirra til grafhýsisins undirstrikaði glögg- lega þann ásetning stjórnarinnar, að hvika ekki af þeirri braut, sem Khomeini hefði markað. Rafsanjani vann umtalsverðan sigur á þriðjudag, þegar þingið — sem er þéttskipað harðlínumönn- um — samþykkti ríkisstjórnartil- lögu hans umyrðalaust, enda þótt ráðherrarnir hafi verið valdir með tilliti til starfshæfni frekar en pólitísks eða trúarlegs eldmóðs. Hins vegar var eftir því tekið að Ahmet, sonur Khomeinis heit- ins, var með í för ráðherranna, og þykir það vera vísbending um að róttækninnar sé ekki langt að leita. Opna spila- víti í Moskvu Moskvu. Reuter. OPNAÐ hefúr verið spilavíti í Moskvu með samþykki sovéskra yfirvalda, sem hingað til hafa sagt fjárhættuspil til marks um spillingu. Verður þó aðeins út- lendingum heimill aðgangur. Spilavítið er í Savoy-hótelinu gegnt Rauða torginu og eru inn- réttingar þar sagðar hinar glæsile- gustu, en það var finnskt fyrir- tæki sem smíðaði þær. Að sögn vikuritsins Moskvu- frétta fá eingöngu útlendingar aðgang að spilavítinu en þar er að finna tvær rúllettur og þrjú pókerborð. Geta menn keypt spila- peninga með greiðslukorti og vinn- inga fá þeir greidda í ávísun sem ekki er hægt að leysa út fyrr en eftir brottför frá Sovétríkjunum, þ.e. í öðru landi. Að sögn eigenda spilavítisins er ráðgert að opna einnig spilavíti í Tallín, höfuðborg Eistlands, í haust. Trabantinn fær nýja vél Meira en tíu ára bið eftir nýrri bifreið Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-þýski smábíllinn Tra- bant, sem veldur mengun í öfúgu hlutfalli við smæð sína, mun fá nýja vél á næsta ári sem er bæði hagkvæmari og veldur minni mengun en forveri henn- ar. Trabant-bifreiðin hefur verið framleidd svo til óbreytt frá 1958 og ætíð með tveggja skrokka tvígengisvél. Á næsta ári verður sett í hana fjórgengisvél sem fram- leidd er samkvæmt sérstöku leyfi vestur-þýsku Volkswagen-verk- smiðjanna. Hefur það áhrif á verð bifreiðarinnar, sem hækkar um 65% í 19.865 mörk eða jafnvirði 616 þúsunda ísl. króna, kominn á götuna í Austur-Þýskalandi. Jafn- gildir það rúmlega hálfum öðrum árslaunum þar í landi. Fjöldaframleiðsla verður hafin á hinni nýju tegund Trabant-bif- reiðarinnar í maí á næsta ári. Nú mun bið venjulegrar aust- ur-þýskrar fjölskyldu eftir nýrri bifreið vera á annan áratug og ekki er útlit fyrir að breyting verði þar á. Austur-Þjóðverjar segja í gamni að Trabantinn hljóti að vera besta bifreið heims fyrst hún er uppseld -fram yfir næstu aldamót. Jafn langur biðlisti sé ekki eftir nokk- urri annarri bifreiðategund. AZT-lyfið gefiir alnæm- issjúklingnnum nýja von - en alnæmisútgjöldin eru eins og tímasprengja í heilbrigðiskerfínu Washington. Reuter. NÝJAR uppgötvanir í læknis- og IyQafræði hafa valdið því, að nú er talið unnt að bæta og lengja líf alnæmissjúklinga. Er það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni en sá hængur er þó á, að lyfjameð- ferðin er ákaflega kostnaðarsöm. Ottast því margir, að útgjöldin vegna sjúkdómsins eigi eftir að ríða heilsugæsluna á slig þegar frá liður. Ekki er nema áratugur síðan menn uppgötvuðu tilvist alnæmis- ins og nú er í fyrsta sinn komið á markað lyf, sem virðist stöðva eða draga úr sjúkdómnum á öllum stigum hans. Er hér um að ræða lyfið AZT, sgm Wellcorne-fyrir- tækið í London framleiðir, en eins og fyrr segir er framleiðslan mjög dýr. Ársskammturinn fyrir hvern sjúkling kostar nú um 480.000 ísl. kr. og eftir því sem sýktu fólki fjölgar mun kostnaðurinn lenda á heilbrigðiskerfinu með sívaxandi þunga. Sumir alnæmissjúklingar eru að vísu velmegandi fólk en stærsti hópurinn og sem stækkar stöðugt eru eiturlyfjasjúklingar og makar þeirra og börn, fólk, sem á hvorki til hnífs né skeiðar. Við rannsóknir á AZT hefur komið í ljós, að það heldur aftur af alnæmisveirunni og það jafnt í fólki, sem enn er einkennalaust, og í þeim, sem komnir eru með sjúkdómseinkennin. Áætlað er, að um 20.000 manns um allan heim fái nú AZT reglulega en þeir, sem þurfa á því að halda, eru margf- alt fleiri. Til dæmis er talið, að allt að tvær milljónir Bandaríkja- manna hafi smitast. Talsmenn bandarísku heilsu- gæslunnar segja, að AZT sé mik- ilvægur áfangi í baráttunni við alnæmið og skora á alla, sem hafa minnstu ástæðu til, að gang- ast undir alnæmisprófun. Þeir segjast þó efast um, að þeir, sem eiga mest á hættu, bregðist vel við áskoruninni og bæta því raun- ar við, að það sé kannski eins gott. Bandarísk stjórnvöld veija nú rúmlega 60 milljörðum ísl. kr. árlega til stuðnings við alnæmis- sjúklinga en ef þeim, sem tækju AZT, yrði fjölgað í 600.000 eins og sumir telja nauðsynlegt, myndu útgjöldin aukast um nærri 300 milljarða kr. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá hvaða af- leiðingar þetta hefði í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið almennt enda er það svo í Bandaríkjunum og víðar, að menn veigra sér við að hugsa þetta dæmi til enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.