Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 43
Ólafur Þórðarson hefur gert fjög- ur mörk í vikunni. ÍÞRÚWR FOLK ■ ÓLAFUR Þórðarson, sem leikur með Brann í Noregi hefur gert það gott í deildinni í vikunni. Hann gerði tvö mörk í gær er Brann sigraði Mjölne, 4:1. Ólafur gerði einnig tvö mörk um síðustu helgi er Brann sigraði Molde með sömu markatölu. ■ EINAR Villijálmsson sigraði í keppni í spjótkasti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem fram fór í Bern í Sviss í fyrrakvöld. Einar kastaði 82,96 metra. í 2. sæti varð Andreas Linden frá V-Þýska- landi með 80,58 metra. M ALFREÐ Gíslason leikur ekki með íslenska landsliðinu í hand- knattleik sem mætir Austur-Þjóð- verjum tvívegis hér á landi í næstu viku. Alfreð hefur átt við meiðsli í öxl að stríða og treystir sér ekki í leikina. ■ ATLI Hilmarsson leikur að öllum líkindum með íslenska lands- liðinu gegn Austur-Þjóðverjum í næstu viku. Atli hafði gefið út þá yfirlýsing að hann væri hættur að leika með landsliðinu, en hefur nú endurskoðað afstöðu sína. Krisiján Arason og Geir Sveinsson koma til landsins á mánudag og verða með í leikjunum. ■ ST. Mirren, lið Guðmundar Torfasonar, er úr leik í skozku deildarbikarkeppninni. Liðið tapaði fyrir Aberdeen 3:1 á útivelli. ■ REAL Madrid sigraði Li- verpool, 2:0, í vináttuleik í Madrid í gær. Hugo Sanchez og Emilio Butragueno gerðu mörk Real snemma í leiknum. ÚRSLIT 1. DEILD KA 15 7 6 2 24: 13 27 KR 15 7 5 3 24: 17 26 FH 15 7 5 3 20: 13 26 FRAM 15 8 2 5 19: 13 26 ÍA 15 7 2 6 15: 16 23 VALUR 15 6 3 6 16: 14 21 VÍKINGUR 15 4 5 6 22: 24 17 PÓR 15 3 6 6 16: 23 15 FYLKIR 15 4 1 10 15: 28 13 iBK 15 2, 5 8 15: 25 11 2. DEILD STJARNAN 15 12 1 2 38: 13 37 VÍÐIR 15 10 2 3 21: 15 32 ÍBV 1 15 10 0 5 41: 27 30 BREIÐABLIK 15 6 4 5 33: 24 22 SELFOSS 15 7 1 7 19: 25 22 ÍR 15 4 5 6 17: 20 17 LEIFTUR 15 4 5 6 13: 16 17 TINDASTÓLL 15 4 2 9 27: 25 14 VÖLSUNGUR15 3 2 10 20: 36 11 EINHERJI 15 3 2 10 16: 44 11 ENGLAND 1. deild: Covcntry—Mancliester City......2:1 Gynn 55., Smith 90. - White 19. Mancliester United—Norwich.....0:2 — Gordon 43., Fleck 75. vsp. Nottingham Forest—Derby........2:1 Crosby 46., Pedrce 66. — Hodge 18. sjálfsm. QPR-Luton......................0:0 Sheffíeld Wednesday—Everton....1:1 Atkinson 90. — Sheedy 29. (>«(») T81JÍ..A .18 MORGUNBLAÐIÐ- 31: i ; ■ (), 1989 43 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Eyjamenn halda ennívonina Ejamenn fengu þijú dýrmæt stig í toppbaráttu 2. deildar er þeir sigruðu Einheija 4:0 á Vopnafirði í gær. Heimamenn voru mun betri ^■■■■1 I fyrri hálfleik og FráBimi óðu þá í færum en Bjömssyni það var eins og þeim Vopnafirði værj fyrjrmunað að skora. Eyjamenn náðu hins vegar að skora gegn gangi leiksins á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þar var að verki Friðrik Sæbjörnsson eftir hornspyrnu. . í síðari hálfleik voru Eyjamenn sterkari en náðu ekki að bæta við mörkum fyrr en tuttugu minútur voru til leiksloka. Þá komu þijú á tíu mínútna kafla. Fyrst skoraði Leifur Geir Hafsteinsson af stuttu færi, síðan Jón Bragi Arnarson og loks Hlynur Stefánsson úr víti. Eftir tapið í gær virðist fátt geta komið í veg fyrir að Einheiji falli í 3. deild. FH-ingar yfirspilaðir KR-ingar komnir í 2. sæti eftir sigur á FH-ingum. Fjögurra liða barátta á toppnum - ÞEIR virðast ekki gefa góða raun rauðu búningarnir í 1. deildinni þessa dagana. Vais- mönnum hefur gengið afleit- lega undanfarið, Vfkingar fengu skell gegn KA ífyrra- kvöld og í gær léku FH-ingar í rauðum varabúningum og máttu þola tap gegn KR, 2:0. KR-ingar hafa sennilega aldrei leikið betur í sumar en í fyrri hálfleik í gær en þá voru FH- ingar hreinlega yfirspilaðir. Með sigrinum í gær skutust KR-ingar upp í 2. sæti deild- arinnar. Ótrúleg spenna er nú á toppnum þegar þijár umferðir eru eftir. Ljóst er að KA, Guðmundur KR, FH og Fram Jóhannsson koma til með að skrifar beijast um íslands- meistaratitilinn en KA stendur bezt að vígi, hefur eins stigs forskot á hin liðin þijú og eftir að keppa við Fylki og Val heima og ÍBK á útivelli. KR-ingar byijuðu leikinn í gær af krafti og einsettu sér að gefa FH-ingum engan frið til að byggja upp spil. Allt annað var að sjá til KR-inganna en í bikarúrslitaleikn- um á sunnudag. Boltinn gekk manna á milli og mörg hættuleg færi sköpuðust. Uppskeran var tvö mörk. Það fyrra gerði Pétur Péturs- son með glæsilegu skoti utan víta- teigs efst í markhornið en hið síðara kom eftir snilldarlegan undirbúning Rúnars Kristinssonar. Hann lék varnarmenn FH grátt og sendi fyr- ir markið þar sem Jóhann Lapas var réttur maður á réttum stað og ýtti boltanum yfir marklínuna. Síðari hálfleikur var mun jafnari og einkenndist af barningi. FH- ingar þyngdu sóknina en KR-ingar ásettu sér að halda fengnum hlut, vörðust og fengu hættulegar skyndisóknir inn á miili. Úr einni slíkri gerði Rúnar Kristinsson mark, sem dæmt var af sökum rangstöðu. FH-ingar fengu bezta færi sitt á síðustu mínútu en þá varði Þorfinn- ur Hjaltason með tilþrifum skalla frá Guðmundi Val Sigurðssyni. KR-ingar eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna í fyrri hálfeik. Liðið lék sem ein heiid og leikgleðin var mikil. FH-ingar voru slegnir út af laginu strax í upphafi og náðu sér ekki á strik. Morgunblaðiö/Július Rúnar Kristinsson, sem átti mjög góðan leik í gær, hefur snúið á FH- inginn Bjöm Jónsson. Rúnar Kristinsson, Pétur Pét- ursson, Gunnar Oddsson, Heimir Guðjónsson, Sigurður Björg- vinsson, KR.Hörður Magnús- son, Birgir Skúlason, FH. FOTBOLTI Haukar í 3. deild Haukar tryggðu sér sæti í 3. deildinni í knattspymu er þeir sigmðu Skotfélag Reykjavíkur í gær, 4:2, í SV- riðli úrslitakeppni 4. deildar. Guðjón Guðmundsson, Gauti Marínósson, Helgi Eiríksson og Páll Poulsen gerðu mörk Hauka en Stefán Stefánsson og Þor- finnur Ómarsson mörk Skot- félagsins. Haukar hafa tryggt sér sigur í SV-riðli en einn leikur er eftir, gegn Ármenningum sem eru með fjögur stig. KR — FH 2 : O KR-völlur, íslandsmótið 1. deild, mið- vikudaginn 30. ágúst 1989. Mörk KR: Pðtur Pétursson (11.), Jó- hann Lapas (31.). Gult spjald: Jóhann Lapas, Pétur Pét- ursson, KR. Magnús Pálsson, FH. Dómari: Bragi Bergmann. Áhorfendur: 1568. Lið KR: Þorfinnur Hjaltason, Sigurður Björgvinsson, Jóhann Lapas, Þormóður Egilsson, Gunnar Skúlason (Bjöm Rafnsson vm. á 75. mín.), Rúnar Krist- insson, Gunnar Oddsson, Þorsteinn Halldórsson, Heimir Guðjónsson, Sæ- bjöm Guðmundsson, Pétur Pétursson. Lið FH: Halldór Halldórsson, Birgir Skúlason, Ólafur Jóhannesson, Pálmi Jónsson, Bjöm Jonsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Kristján Gíslason, Þórhallur Víkingsson, Hörður Magnús- son, Magnús Pálsson, Ólafur Kristjáns- son. KNATTSPYRNA / 2. DEILD ENGLAND Tímamót hjá Coventry Coventry komst á topp 1. deild- ar ensku knattspyrnunnar í gær í fyrsta skipti í 106 ára sögu liðsins þegar það sigraði Manchest- er City 2:1. David Smith skoraði úrslitamarkið á síðustu mínútú. Varnarmaðurinn Gary Pallister, sem keyptur var til Manchester United fyrir metupphæð eða 2,3 milljónir punda, átti afleitan dag í fyrsta leik sínúm fyrir félagið. Hann átti sök á báðum mörkunum í 2:0 ósigri gegn Norwich. Bryan Rob- son, fyrirliði enska landsliðsins, meiddist í leiknum og er óvíst hvort hann getur leikið gegn Svíum í undankeppni HM í næstu viku. TENNIS Tennisáhugafólk! Skráning í innitíma veturinn ’89-’90 fer fram föstudaginn 1. september kl. 16.00-21.00 hjá Tennisklúbbi Víkings, Traðarlandi, eða í síma 33050. Tennisklúbbur Víkings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.