Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.1989, Blaðsíða 44
BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: I.Guðmundsson, sími :24020 SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. ■:5a Verðlagsráð: * Alagning á mjólkurvör- ur hækkuð VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilað að álagning á mjólkurvörur hækki um 1 prósentustig. Þetta þýðir að smásöluverð þessara vara hækkar svipað. Álagning á mjólk hækkar úr 12,8% í 13,8%, á smjöri, ijóma, skyri og undanrennu hækkar álagningin úr 10% í 11% og álagn- ing á ostum hækkar úr 13% í 14%. Enn frekari h'ækkanir á mjólkur- vörum eru framundan og verður fjall- að um þær á fundi Verðlagsráðs í dag. Sú hækkun verður um eða yfir 10% en fer eftir því hvort niður- greiðslur verða óbreyttar eða ekki. Auk fyrrgreindra hækkana heimil- aði Verðlagsráð 9,8% hækkun á sem- enti á fundi sínum í gærdag. Það þýðir að steypa mun hækka uin 5-6%. Oðrum hækkunarbeiðnum var frest- að. Það sem fyrir liggur eru beiðnir um 10% hækkun á fargjöldum í inn- anlandsflugi, tæplega 8% hækkun á taxta leigubíla og 10% hækkun á ýsu. Aldurslagasj óður fískiskipa: Samþykktar bætur fyrir 15 skipí ár Aldurslagasjóður fískiskipa hefúr samþykkt að greiða sam- tals 59,7 milljóna króna bætur vegna úreldingar 15 fískiskipa á þessu ári en í fyrra samþykkti sjóðurinn að greiða 9 milljóna króna bætur vegna úreldingar 9 fiskiskipa, að sögn Péturs Sig- urðssonar hjá Samábyrgð Is- lands á fískiskipum. Aldurslagasjóður greiðir 45 þús- und krónur fyrir hveija rúmlest 15 ára gamalla skipa og eldri, sem úrelt eru, þó að hámarki 13,5 millj- ónir fyrir hvert skip. Heildarárgjöld sjóðsins voru 48,2 milljónir króna í fyrra. I ár eru gjöldin 640 krónur fyrir hverja rúm- lest, þó að hámarki 192 þúsund krónur fyrir hvert skip. I sjóðinn er greitt af 12 rúmlesta og stærri stálskipum, svo og sléttsúðuðum tréskipum en ekki plastbátum, að sögn Péturs Sigurðssonar. ■ Morgunblaðið/RAX Fjörutíu tíma að tæma skipið Bandaríska olíuflutningaskipið L.H. Gianella liggur nú í Helguvík- urhöfn þar sem verið er að dæla fyrsta olíufarminum, sem skipað er upp í höfhinni, úr því. Það verk mun taka um 40 tíma. Skipið er 29.000 tonn að stærð, 187,5 metra langt og ristir rúma 10 metra. Eins og sjá má af myndinni umlykur flotgirðing skipið á meðan dælt er úr því en mengunarvarnir eru með fúllkomnasta móti í höfíiinni. Eins og fram hefúr komið í fréttum er nú þrem- ur áföngum af sjö lokið við uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Verk- inu öllu á að vera Iokið 1994 en verið er að semja við verktaka um vinnu við Ijórða áfangann. Steinþró frá tíundu öld fínnst við uppgröft á Granastöðum Notkun slíkra kera óalgeng á þeim tíma, segja fornleifaft*æðingar ÓVÆNTUR fornleifafundur varð við uppgröft að Granastöðum fremst í Eyjafírði í vikubyijun, en grafið hefúr verið þar í sumar. Uppgreftri lauk kl. 17 í fyrradag, en klukkustund áður var komið niður á heilmikla klappaða steinþró, eða kerald. Bjarni Einarsson fornleifafræð- ingur sagði í samtali við Morgun- blaðið að fundurinn hefði verið óvæntur, hann vissi ekki til að slík ílát hefðu verið notuð á þessum tíma, eða á 10. öld. „Ég þekki svona steinþró frá miðöldum, en ég veit ekki dæmi þess að hún hafi verið notuð svo snemrna," sagði Bjarni. Keraldið er stórt og mikið og tekur 30-40 lítra. Það fannst rétt innan við dyrnar að skálanum, sem er kaldasti staður hússins. Bjarni sagði að það gæti bent til þess að það hefði verið notað í sam- bandi við vinnslu mjólkur- eða ull- arafurða. Keraldinu var sökkt ofan í gólf- ið og fast upp að því var hellulagð- ur flötur, eða einhverskonar kista og sagði Bjarni að allt benti til að einhver vökvi hefði verið látinn renna ofan í keraldið, en hvaða vökvi það nákvæmlega hefur verið á eftir að finna út. Patreksfírðingar fimda með ráðherrum: Hefiir verið neftit að úthluta kvóta með bráðabirgðalögum STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að það hafi verið nefnt sem lausn á vanda Patreksfirðinga að staðnum verði úthlutað kvóta með bráðabirgðalögum. Sveitarstjórnarmenn Pat- reksfirðinga áttu í gær fund með forsæt.isráðherra, sjávarútvegsráð- herra og forstjóra Byggðastofnunar. Að fundinum loknum sagði forsætisráðherra að það væri öruggt að Patreksfirðingum yrði hjálp- að, en lausnin lægi ekki fyrir. „Við gátum ekki gefið önnur loforð en þau, að það verður unn- ið að þessum málum af Byggða- stofnun, sjávarútvegsráðherra og öðrum í ríkisstjórninni eins og geta okkar leyfir og okkur er full- komlega ljóst þetta alvarlega ástand,“ sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagði að þótt um það hefði verið rætt að úthluta byggðarlaginu kvóta með bráða- birgðalögum, yrði að reyna aðrar leiðir fyrst. Aukinn kvóti þýddi fleiri skip á miðin, og það þyrfti þá að finna Patreksfirðingum skip. Steingrímur sagðist hins vegar telja nauðsynlegt að rekstri frystihúss yrði haldið áfram á Patreksfirði. Fulltrúar Patreksfirðinga á fundinum vildu ekki tjá sig við blaðamenn. Sjá síðu 26. ‘Morgunblaðið/Hörður Geirsson Þetta kerald fannst á lokaprettinum við uppgröfltinn á Granastöðum í Eyjafirði. Fundurinn kom mönnum á óvart, því ekki er vitað til að slík ílát hafí verið notuð svo snemma, eða á 10. öld. Ekki er held- ur vitað til hvers nákvæmlega keraldið var notað. Bjarni sagði að vel hefði gengið í sumar þrátt fyrir að mikið hefði rignt. Hann sagði að næg verkefni væru eftir varðandi uppgröftinn, en það væri háð fjárveitingum á næsta ári hvort haldið yrði áfram næsta sumar. Umferðarslys í Eyjafírði UMFERÐARSLYS varð á Eyja- Qarðarbraut í gærkvöldi er tveir fólksbílar skullu þar hvor framan á öðrum. Tvennt var í öðrum bílnum en ökumaður einn í hinum. Fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsli þess voru ekki talin alvarleg. Slysið átti sér stað skammt norður af Kristnesi skömmu fyrir kl. 22. Áreksturinn hefur verið nokkuð harður því bílarnir skemmdust mikið. Annar raunar svo mikið að klippa varð hann í sundur til að ná öku- manninum út. Tildrög slyssins lágu ekki Ijós fyrir seint í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.