Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 14
SCMDMfNBLÁÖIÐ. FÖSTITDAOORI4';.0'lIíNÍ 1),993 r,Í4 Um starfsemi Iðnlánasjóðs eftirSvein Valfells Árið 1935 var stofnaður sjóður er skyldi vera iðnaðinum til halds og trausts. Starfsemi sjóðsins var veiga- lítil til ársins 1963 er iðnrekendur og iðnaðarmenn gengust undir að greiða gjald í sjóðinn er kallast iðnl- ánasjóðsgjald. Sum fyrirtæki hafa greitt í sjóðinn frá upphafi, þ.e. í 30 ár. Er þetta stofnfé meginuppistáðan af eigin fé sjóðsins, u.þ.b. 4.000 millj- ónir króna, en því til viðbótar lagði ríkissjóður fram u.þ.b. 1.700 milljón- ir króna. Allt reiknað til verðlags nú. Eigið fé sjóðsins í dag er um 3.200 milljónir svo að 2.500 milljónir hafa tapast. í lögum um Iðnlánasjóð, nr. 76 frá 1987, segir um tilgang sjóðsins að hann sé til að efla framleiðslu og framleiðni í iðnaði með því að veita stofnlán og styðja við almennt um- bótastarf í iðnaði. Á fundi með endur- skoðendum nýverið upplýsti for- stöðumaður sjóðsins þó að um 30% útlána hans sé veitt til annars en segir í lögum um tilgang sjóðsins. í fréttum um uppboð á húsi Borgar- kringlunnar hf. kemur fram að Iðnl- ánasjóður er einn aðallánveitandinn. Þetta er dæmi um útlán sem ekki fellur að lögbundnum tilgangi sjóðs- ins. Sú lagalega túlkun hefur verið sett fram að umboð Iðnlánasjóðs tak- markist við lögin um Iðnlánasjóð og önnur starfsemi en þar sé skilgreind sé óheimil. Andstætt því hefur því einnig verið haldið fram að Iðnlána- sjóði sé allt það heimilt sem ekki sé beinlínis bannað í lögunum. Sam- bærilegur sjóður er Fiskveiðasjóður íslands. Hann hefur þann tilgang, að lána fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Ekki er kunnugt um að Fiskveiðasjóður hafi lánað til ann- arrar starfsemi en þeirrar sem getið er í lögum um hann. Ársskýrsla Iðnlánasjóðs vegna ársins 1992 er nú komin út. Veglegt rit, prentað á glæstan pappír með mörgum myndum og virðist hvergi hafa verið til hennar sparað. Margt athyglisvert kemur fram í ársreikn- ingum sjóðsns. Vaxtamismunur er álagning banka og sparisjóða á flármagn það sem þeir taka að láni og endurlána. Segja má að í bankastarfsemi sé bæði heildsala og smásala. Fjárfest- ingarbankar eins og Iðnlánasjóður og Fiskveiðasjóður láni fáum stórum viðskiptavinum. Aðrir bankar og sparisjóðir stundi smásölu með fjölda viðskiptavina. Álagning og kostnað- ur smásalans er verulega hærri en heildsalans, sem er með einfaldari rekstur. Viðskiptavinir Iðnlánasjóðs eru um 1.250 og lánveitingar um з. 000 en í íslandsbanka hf. eru t.d. yfir 70.000 reikningar ogtugþúsund- ir lána. í reikningum Iðnlánasjóðs segir, að vaxtamunur heildarfjár- magns sé 1,33%. Ef betur er að gáð er vaxtamunur inn- og útlána sem viðskiptavinurinn greiðir meiri. Mis- munur ijármunatekna og gjalda án verðbreytingarfærslu er u.þ.b. 690 milljónir króna og vaxtaberandi útlán и. þ.b. 12,3 milljarðar króna. Þetta gerir vaxtamun upp á 5,6%. Til sam- anburðar má benda á að Fiskveiða- sjóður er með 3% vaxtamun metið á sama hátt og íslandsbanki um 6,4%. Segja má því að Iðnlánasjóður sé heildsölubanki með smásöluálagn- ingu. ■ I ársreikningum Iðnlánasjóðs fyrir árið 1992 kemur fram að hagnaður ársins hafi numið 55,9 milljónum króna. Iðnlánasjóðsgjald nemur 147,8 milljónum og framleiðslugjald af áli kr. 3,5 milljónum króna. Að iðnlánasjóðsgjaldi og framleiðslu- gjaldi af áli slepptu, sem eru framlög frá iðnaðinum, er tap sjóðsins á árinu 1992 95 milljónir króna en ekki 55,9 milljóna króna hagnaður. Framlag sjóðsins í afskriftasjóð útlána er kr. 439,3 milljónir, sem er matsatriði og óvíst hvort dugi til að mæta’væntanlegu tapi vegna útlána, en því til viðbótar er tap af eignar- hlutum í öðrum félögum kr. 30,7 milljónir eða samtals 470 milljónir króna. Fiskveiðasjóður skilaði 122 milljón króna hagnaði eftir 262 millj- óna króna framlag í afskriftareikn- ing. Það vekur athygli að ársskýrsla Fiskveiðasjóðs er einföld, ódýr í framleiðslu með engum myndum. Iðnlánasjóður er í leiguhúsnæði. í reikningunum kemur fram að inn- réttingar og skrifstofubúnaður kosti kr. 91,2 milljónir króna, tölvubúnað- ur kr. 43,1 milljón króna og aðrar eignir 17,2 milljónir króna eða sam- tals 151 milljón kr. sem er um 7 milljónir á starfsmann. Hjá Fisk- veiðasjóði, sem er helmingi (50%) stærri en Iðnlánasjóður og er í eigin húsnæði, er bókfærð eign húsnæðis- ins 90,5 milljónir króna og annar búnaður á 19,9 milljónir króna eða samtals 110 milljónir eða 4,8 milljón- ir á starfsmann og er þá húsnæðið, sem er eign sjóðsins, innifalið. Útlán á starfsmann hjá Fiskveiðasjóði eru kr. 911 milljónir króna en hjá Iðnl- ánasjóði 618 milljónir króna. Lögum samkvæmt skal Iðnaðar- banki íslands hafa á hendi, sam- kvæmt sérstökum samningi, dagleg- an rekstur Iðnlánasjóðs. Þegar Iðn- aðarbankinn hf. sameinaðist Islands- banka hf. fluttust öll réttindi pg skyldur Iðnaðarbankans yfir á ís- landsbanka hf. Engu að síður rifti Iðnlánasjóður samningi um rekstur sjóðsins og hóf sjálfstæðan rekstur, þótt lög segðu annað. í skýringu nr. 15 í reikningunum kemur fram að veitt voru eftirfar- andi framlög til ótilgreindra aðila. Framlög til markaðsmála 33 milljón- ir króna, lánum breytt í framlag 58 milljónir króna og framlag til ha- grannsókna 15,5 milljónir króna eða samtals 106,6 milljónir króna. Eðli- legt væri að upplýst væri hverjir hafa fengið styrki, en það kemur hvergi fram í skýrslunni. Ekki er séð að þagmælskuskylda gildi um styrk- veitingar, en í lögum um sjóðinn segir: „... að óheimilt sé að láta óviðkomandi aðilum í té nokkuð af þeim upplýsingum sem gefnar eru í sambandi við lántökubeðnir eða lán- tökur úr sjóðnum." Atvinnuvegir á íslandi hafa verið í aldanna rás að mestu sjálfsþurftar- búskapur bænda og leiguliða, allt fram að byrjun þessarar aldar. Hjá öðrum vestrænum þjóðum sem stundað hafa viðskipti, verslun og iðnað öldum saman, hafa þróast siða- reglur um hagsmunatengsl og hags- munaárekstra í viðskiptum auk ann- arra siðareglna. Isiandsbanki hf. hef- ur sett slíkar reglur sínum_ starfs- mönnum eða Codex Ethicus íslands- banka hf. Þótt fyllsta traust sé borið til starfsmanna eru slíkar reglur sett- ar til að fyrirbyggja vantraust við- skiptaaðila og annarra er tengjast bankanum og að ógætni valdi ekki mistökum. Nýverið stofnaði Iðnlánasjóður fyrirtæki í samkeppni við önnur fyrir- tæki er greiða iðnlánasjóðsgjald. Er til þess stofnað vegna gjaldþrots númer tvö hjá fyrirtæki sem Iðnlána- sjóður lánði stórfé til. Fyrir voru fyr- irtæki er önnuðu markaðnum og við- bótaríjárfesting í þessum iðnaði óþörf, eins og gjaldþrotin sanna. Hagsmunaárekstrar? Áður en þetta seinna gjaldþrot varð hafði Iðnlánasjóður undirritað viljayfirlýsingu um að selja þetta fyrirtæki öðrum. Fylgja skyldu með í kaupunum vélar og vélbúnaður annars fyrirtækis, er enn var starf- andi og veðsett var Iðnlánasjóði. Þessi ráðagerð fórst fyrir. í stjórn hins nýja fyrirtækis Iðnlánasjóðs, Hrauns hf., sátu starfsmenn sjóðs- ins, sem hafa allan aðgang að fjár- málalegum upplýsingum keppinaut- anna. Eftir að iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið veitti Iðnlánasjóði ámæli Hluthafafundur eða matarboð eftir Þór Sigfússon Fyrir skömmu voru haldnir tveir aðalfundir íslenskra viðskipta- banka, jslandsbanka_ og Lands- banka. Á aðalfundi íslandsbanka, þar sem mættu nokkur hundruð hluthafa, urðu heitar umræður um stöðu bankans og stjórnun hans. í ársreikningum hans kom fram að tap á rekstrinum nam 170 milljón- um króna þrátt fyrir að verulega hafi verið dregið úr rekstrarkostn- aði m.a. með fækkun útibúa, upp- sögnum og almennum sparnaðarað- gerðum. Margir hluthafar lýstu yfir óánægju með rekstrarafkomuna. Bankastjórn var gagnrýnd og þess krafist að umbótum í rekstri bank- ans yrði hraðað. Loks fór fram kosning til stjórnar og þar komst m.a. að fulltrúi þeirra hluthafa, sem ekki voru í stjórn bankans á síðasta rekstrarári og töldu stjórnun hans ábótavant. Ríkisbankasljórnin hélt samsæti... Hjá Landsbankanum hélt banka- stjórn hans ársfund, sem hefur svip- aðan tilgang og aðalfundur hlutafé- lags, en þar var töluvert öðruvísi um að litast. Þar voru allir banka- stjórar bankans saman komnir, bankaráð Landsbankans, skipað pólitískum fulltrúum, auk fulltrúa eigenda bankans þ.e. „allra lands- manna“, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Eftir huggulegan mat og drykk var ársskýrsla bankans kynnt. Þar kom fram að hallinn á rekstrinum nam um 4.000 milljón- um á síðasta ári. Heitar umræður áttu sér ekki stað, enginn stóð upp og gagnrýndi bankastjóra Lands- bankans eða bankaráð hans. Þeir sem hefðu viljað gera usla í þessu boði Landsbankans hefðu átt við ofurefli að etja. Allir fóru heim eft- ir stuttan og snaggaralegan fund vitandi að allavega þeir myndu ekki missa vinnuna eða verða kallaðir til ábyrgðar vegna stöðu bankans. ...og kallaði nokkra ritara til ábyrgðar Vegna slæmrar afkomu voru síð- an almennir bankastarfsmenn, rit- arar og afgreiðslufólk, kallaðir til ábyrgðar og þeim sagt upp störfum. Þetta er vandi ríkisfyrirtækja í hnotskurn. Það er erfitt að kalla yfirmenn þeirra til ábyrgðar ólíkt því sem er hjá hlutafélögum þar sem hluthafar geta á hluthafafundum heimtað breytingar ef reksturinn gengur illa. Áuðvitáð þarf stundum að segja upp fólki í fyrirtækjum en aðgerðir og aðgerðarleysi Lands- bankans í hagræðingu sýna vel hversu óhagkvæmt ríkisrekstrar- formið er í bankarekstri. Ríkisbankakerfið er úr sér gengið Auðvitað gætu mistök við út- sendingu uppsagnarbréfa komið upp hjá hlutafélagsbanka rétt eins og hjá Landsbankanum, en vand- kvæði við ríkisrekstrarformið koma skýrt fram þegar atburðir síðustu daga og vikna eru skoðaðir. í fyrsta lagi verður til samtiygging stjórn- enda ríkisbankans sem gerir það að verkum að yfirmönnum er und- antekningarlítið aldrei sagt upp. Erlendis er stjórnendum oft sagt upp en ekki einungis almennu starfsfólki. Stjórnendum stórra bandarískra og evrópskra hlutafé- laga hefur verið sagt upp af óánægðum hluthöfum þegar af- koma fyrirtækjanna er slæm eða upp hefur komist um flottræfilshátt stjórnendanna. Á hluthafafundi ís- landsbanka var m.a. rætt um að fækka í yfirstjórn bankans og spara þannig í rekstrinum. Nú þegar er einn aðalbankastjóri Islandsbanka í stað þriggja áður sem eru fyrstu merki þess sem framundan er í Þór Sigfússon „Þetta er vandi ríkis- fyrirtækja í hnotskurn. Það er erf itt að kalla yfirmenn þeirra til ábyrgðar ólíkt því sem er hjá hlutafélögum þar sem hluthafar geta á hluthafafundum heimt- að breytingar ef rekst- urinn gengur illa.“ breytingum á yfirstjórn bankans. I öðru lagi tekur enginn ábyrgð á ákvörðunum eins og t.d. uppsögn- um. Bankastjórn Landsbankans vís- ar á fulltrúa eigenda og fulltrúi eig- enda vísar á bankann. Aldrei vísa bankastjórar íslandsbanka ábyrgð á almennum rekstrarákvörðunum yfir á hluthafa eða öfugt. Loks má nefna að sambandsleysi yfirstjórnar ríkisbankans við starfs- menn virðist verulegt. Hér er ekki á nokkurn hátt fullyrt að banka- stjórar eða bankaráð Landsbankans samanstandi ekki af hæfu fólki en þekking þeirra á rekstri fyrirtækja eins og banka er takmöruð. ...og þörf er á breyttu rekstrarformi Kostir hlutafélagsformsins um- fram önnur rekstrarform hafa mar- goft sýnt yfirburði sína enda er þetta algengasta rekstrarform fyr- irtækja um allan heim. Bankastjór- ar í hlutafélagsbanka þurfa að standa sig, þeir geta ekki varpað ábyrgð ákvarðana í almennum rekstri yfir á hluthafa. Bankastjórar hlutafélagabanka þurfa einnig að hlusta á hluthafa og hlýða ákvörð- unum þeirra. Engin náttúrulögmál ríkja í hlutafélagsbanka sem segja að bankastjórar verði ávallt að styðja ákveðna stjórnmálaflokka. Við þurfum að breyta Búnaðar- bankanum og Landsbankanum í hlutafélög eins og íslandsbanka. Við þurfum að selja hluti í þeim á almennum markaði og að dreifa eignaraðild í þeim þannig að of mikið vald safnist ekki á fárra hend- ur. Þá má geta þess að það þarf ekki að selja öll hlutabréfin heldur einungis hluta af þeim. Ef eftir- spurn er ekki næg þá getur ríkið átt tiltekinn hlut áfram þar til mark- aður er til staðar fyrir bréfin. Við íslendingar hljótum að læra af reynslu undangenginna ára. Reynslan á að kenna okkur að of- fjárfesting, sóun og pólitísk greiða- semi eru náfrænkur sem verða ekki aðskildar og hafa komið sér vel fyrir í ríkisreknu fjármálakerfi okk- ar. Til þess að snúa við blaðinu þarf að breyta bönkunum í hlutafé- lög og selja hluti í þeim. Höfundur er hagfræðingur „Að iðnlánasjóðsgjaldi og framleiðslugjaldi af áli slepptu, sem eru framlög frá iðnaðinum, er tap sjóðsins á árinu 1992 95 milljónir króna en ekki 55,9 milljóna króna hagnaður.“ vegna stjórnarsetu starfsmanna hans í hinu nýja félagi viku starfsmenn sjóðsins úr stjórn félagsins. Einnig má benda á að starfsmaður Iðnlána- sjóðs situr í stjóm Iðnþróunarsjóðs, sem er að nokkru leyti samkeppnis- aðili Iðnlánasjóðs. Eru hér mögulegir hagsmunaárekstrar? Einnig má benda á að forstjóri Iðnlánasjóðs er stjórnarformaður Hampiðjunnar hf., en framkvæmdastjóri hennar er for- maður Félags íslenskra iðnrekenda og yfirmaður framkvæmdastjóra fé- lagsins, sem situr í stjórn Iðnlána- sjóðs. Eru hagsmunatengsl möguleg? A undanförnum árum hefur stefna stjórnvalda í austri sem vestri leitað æ meira inn á þá braut að einka- væða fyrirtæki og banka. Stofnanir, opinberar sem hálfopinberar, eiga á hættu að leiðast af braut síns upp- runalega tilgangs og beinast inn á að vera valdastólar stjórnenda sinna, þar sem hagsmunir forstjóranna sitja í fyrirrúmi. Þróunarbanki Evrópu er dæmi um það, þar sem eyðsla í glæsi- byggingu um starfsemina og ferða- lög forstjórans höfðu forgang fyrir lánveitingum til nauðstaddra þjóða. Reynslan hefur kennt mönnum að nauðsynlegt aðhald fæst helst ef bein fjárhagsleg tengsl eru milli þeirra, er velja stjórnendur fyrirtæk- is, og afkomu fyrirtækisins. Dæmi um slíkt aðhald, er gagnrýni hlut- hafa íslandsbanka hf. á aðalfundi hans nýlega, þegar beint stjórnarkjör var viðhaft í fýrsta skipti. Deilt hefur verið um hvort Iðnlána- sjóður sé óskoruð eign ríkisins eða sameign þeirra er í sjóðinn hafa greitt. Nú liggur /rammi tillaga um að stofna eigi íslenska íjárfestingar- bankann hf. Steypa á saman Iðnlána- sjóði og Iðnþróunarsjóði í eitt félag, að undanskyldri vöru- og markaðsde- ild Iðnlánasjóðs, sem á að vera sjálf- stæður sjóður. Ríkissjóður á að eiga 60% hlutafjárins og nýr sjóður er nefnist Iðnaðarsjóður 40%. Tekjur hans skulu renna til reksturs á nýju félagi sem myndað verður úr Lands- sambandi iðnaðarmanna, Félagi ís- lenskra iðnrekenda, Félagi prentiðn- aðarins og Verktakasambandi ís- lands. Þeir sem greitt hafa iðnlána- sjóðsgjald, en til eru fyrirtæki sem greitt hafa á annað hundrað milljón- ir króna að núvirði í slíkt gjald, fá einskis hagræðis notið ef þau eru eða verða ekki félagar í þessum samtök- um. Sé sá skilningur réttur að Iðnlána- sjóður sé alfarið eign ríkisins, þá er verið að afhenda þrýstihópi eignir almennings. En á hinn bóginn ef þeir, sem greitt hafa í þennan sjóð, eiga einhvern eignarhlut í honum, þá er verið að afhenda þeirra eign öðrum. Óvíst er þó að þetta verði samþykkt, þar sem þetta brýtur í bága við landsfundarsamþykkt og stefnuskrá annars stjórnarflokksins, Sjálfstæðisflokksins. Því er spurt: Er Iðnlánasjóður á réttri leið? Höfundur er verk- og viðskiptjifræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.