Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 37' Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Skólaslit í íþróttahúsinu á Sauðárkróki Sauðárkróki. Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Morgunbiaðið/Bjöm Björnsson FJÖLBRAUTASKOLA Norður- lands vestra á Sauðárkróki var slitið í íþróttahúsinu laugardag- inn 22. maí sl. að viðstöddu fjöl- menni. Að þessu sinni luku 59 nemendur burtfararprófi og hafa þeir ekki verið fleiri fram að þessu. Af stúdentsprófsbrautum luku 47 nemendur burtfararprófi, flestir af náttúrufræði-, hagfræði- og fé- lagsfræðibraut, en einnig nokkrir af mála-, viðskiptafræði-, tækni- fræði- og tónlistarbraut. Þá út- skrifuðust þrír nemendur af at- vinnulífsbraut 1, og eru það fyrstu nemendurnir sem það gera, og einnig útskrifuðust níu nemendur af iðnnámsbrautum. Við skólaslitin afhenti Jón Frið- berg Hjartarson skólameistari nemendum prófskírteini og viður- kenningar fyrir góðan námsárang- ur og störf að félagsmálum. Var um að ræða viðurkenningar fyrir alhliða árangur svo og á ýmsum sérgreinum brauta. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir góð og farsæl störf að málefnum nemendafélags- ins og fleira. Vigdís Gígja Ingimundardóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir, báðar nemendur skólans, léku saman á þverflautu og píanó og Svana Berglind Karlsdóttir nýstúdent söng við undirleik Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur, en Heiðdís var stúdent frá skólanum á síðastliðnu ári. Kveðjuávörp nemenda Kveðjuávarp nemenda fluttu þau Hrafnhildur Sverrisdóttir út- skrifuð af atvinnulífsbraut og Fjölnir Ásbjörnsson nýstúdent. Þá flutti Sigurður Tómas Björgvins- son kveðju frá tíu ára stúdentum og færði skólanum veglega pen- ingagjöf sem ætlað er að verði vís- ir að sjóði til kaupa á flygli síðar meir. - BB. V estmannaeyjar Skólaslit Stýri- mannaskólans Vestmannaeyjum. STÝRIMANNASKÓLANUM í Eyjum var slitið 22. maí. 18 nemendur voru í skólanum í vetur, fimm á fyrsta stigi og 13 á öðru stigi. Frið- rik Ásmundsson skólastjóri lýsti i skólaslitaræðu sinni yfir áhyggjum af fækkun nemenda í skólanum og hvatti til að stofnaður yrði sjávar- útvegsskóli í Eýjum þar sem yrðu undir sama þaki stýrimannaskóli, vélskóli og ef til vill fiskvinnsluskóli. Þannig taldi hann að verjast mætti því að nám til skipstjórnar á næstu árum. Friðrik rakti í ræðu sinni skóla- starfið í vetur. í máli hans kom fram að skólinn hefði í fyrrahaust flutt í nýtt húsnæði við Vesturveg. Þá hefði verið keyptur nýr sigl- inga- og fiskveiðihermir fyrir nem- endur skólans og væri skólinn nú mjög vel tækjum búinn til skip- stjórnarkennslu. Friðrik benti nem- endum sínum á að sjómennskan væri erfitt starf. Stanslausar bræl- ur hefðu verið í allan vetur og hefðu sjómenn fengið að finna fyr- ir því. I starfi sjómannsins væri ekkert ship o’hoj eða rómantík, og vélstjórnar Iegðust af í Eyjum heldur náttmyrkur, kuldi, erfiði og hætta. Hann þakkaði nemendum sínum fyrir samstarfið og hvatti þá til aðgæslu og árvekni í starfi. Friðrik afhenti síðan nemendum prófskírteinin. Hæstu einkunn í 1. stigi hlaut Óskar Matthíasson, 8,75. Annar varð Gísli Þorsteins- son með 8,09 og þriðji Eiríkur Bragason með 8,05. í öðru stigi varð Guðmundur Jón Valgeirsson hæstur með meðalein- kunnina 9,58. Annar varð Jarl Sig- urgeirsson með 9,38 og þriðji Hörður Sævaldsson með 9,13. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nemendur 2. stigs ásamt Friðrik Ásmundssyni skólastjóra og Sigur- geir Jónssyni yfirkennara. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. Kristjana Þorfinnsdóttir afhenti Eyjaþúðarverðlaunin fyrir reglu- semi og góða ástundun og hlaut Hörður Sævaldsson þau. Sigurður Einarsson færði Guðmundi Jóni Valgeirssyni viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunnina. Hilmar Rósmundsson afhenti, fyrir hönd Útvegsbændafélagsins, Guðmundi J. Valgeirssyni viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í siglingarfræði. Guðmundur J. Valgeirsson hlaut Verðandaúrið fyrir hæstu einkunn í 2. stigi. Stefán Sigurjónsson af- henti, fyrir hönd Rotaryklúbbs Vestmannaeyja, viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í íslensku sem þeir hlutu Hörður Sævaldsson og Guðmundur Valgeirsson. Bjarni Jónasson afhenti verðlaun fyrir góðan árangur í veðurfræði, sem Jarl Sigurgeirsson hlaut. Þá af- henti Sigurgeir Jónsson þeim Þor- valdi Guðmundssyni og Herði Sæ- valdsson viðurkenningar fyrir vel skrifaðar lokaritgerðir. Þorvaldur Guðmundsson flutti síðan ávarp og þakkaði samstarfið fyrir hönd nemenda en að því loknu var boðið upp á kaffiveitingar sem Eykyndilskonur sáu um að vanda. Grímur Austur-Skaftafellssýsla Skólaslit Fram- haldsskólans Höfn. FIMM stúdentar útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu í samvinnu við Menntaskólann á Egilsstöðum í vor. En sem áður eru skirteini nemenda frá ME og þaðan eru þeir form- lega útskrifaðir. Námið hafa þeir þó nær eingöngu stundað við Fram- haldsskólann (FAS) og kemur það fram á skírteinum þeirra. Skólameistari, Zophonías Torfa- son, skýrði frá starfinu í vetur í ræðu sinni og gat nokkurra sýninga og breytinga sem átt hefðu sér stað. Þannig var í fyrsta sinn reynd sam- kennsla í námsgrein milli skóla. Kennari við ME hafði hópa í félags- fræði við ME, FAS og Verkmennta- skóla Austurlands í Neskaupstað. Nemar unnu í sínum verkefnum hver á sínum stað en síðar komu þeir saman í Breiðdal og skýrðu frá starfi sínu. Tölvukennsla hefur aukist til muna og er nú stundum þannig komið að færri komast að tölvunum en vilja. Þó hafa nemendur aðgang að þeim utan kennslustunda. Þá hefur kennsla í raungreinum vaxið svo og á náttúrufræðibraut sem virðist einna vinsælust þessa dag- ana. Einnig hefur orðið aukning í kennslu á íþróttabraut. í bígerð er að auka starfsrétt- indanám og sömuleiðis er fyrirhug- að að starfrækja vélstjórnarbraut næsta skólaár. í FAS stunduðu 100 nemendur nám í vetur og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Við skólaslit voru veittar nokkrar viður- kenningar, svo sem fyrir árangur í Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Hafnarstúdentar frá ME NÝSTÚDENTAR ásamt skólameistara, Zophoníasi Torfasyni. móðurmáli, en þar gaf Mál og menning verðlaun. Kaupfélag Aust- ur-Skaftfellinga verðlaunaði stúd- ent af hagfræðibraut og Ung- mennasambandið Úlfljótur stúdent af íþróttabraut. Þá gat skólameist- ari frábærs árangurs Guðnýjar Þor- steinsdóttur i þýsku en hún náði öðru sæti í þýskuprófi sam lagt var fyrir um allt land í vetur og fær að launum mánaðarferð til Þýska- lands í sumar. í máli skólameistara kom svo fram að hann hyggst draga sig í hlé frá stjórnunarstörfum við skólann og stunda sjálfur nám að nýju en óskar þó að fá að starfa að málefnum skólans áfram þótt í minna mæli verði næsta árið að minnsta kosti. Að lokinni skólaslitaathöfn var gestum, sem voru um 130, boðið til kaffidrykkju í skólanum en skóla- slitin fóru fram í Mánagarði þar sem miklar framkvæmdir við íþrótta- húsnæði hafa verið undanfarið. - JGG. VÁKORT 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** Afgreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendið VISA islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavfk Slmi 91-671700 Skóskápar Maxi skóskáparnir geta henni það sem hún óskar sér. Meira rými. Með breytilegum hillum geyma þeir jafnt stigvél sem há- hæla skó. Maxi skóskóp i svefnherbergið eðo forstofuna. Þýsk gæðovaro. Litir: hvitur, svartur og eik. Nýborg;# Skútuvogur 4, sími 812470. Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nnta HEITT OG KALT vatn ■ spara tíma og rafmagn •Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaöarrofi •Stilling fyrir hálfa hleöslu Verð 42.000,- 39.900j " Stgr. Verð 52.500,- 49.875,- Stgr. Úþ MUNÍLAN Heimilistæki htf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 00 . FAX 69 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.