Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 f ...þar sem ferðalagið byrjar! SEGLAGERÐIN ÆGIR 101 REYKJAVfk S. 91 -621 780 í SEGLAGERÐINNI ÆGI FÆST EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF ( ÚTIVISTARVÖRUM. OG NÚ HÖLDUM VIÐ UPP Á 80 ÁRA AFMÆLIÐ UM HELGINA - MEÐ ÞÉRI 1993 HEIÐUR Baldursdóttir, kennari og rithöfundur, lést þann 28. maí síðastliðinn. Hún var þá á þrítug- asta og fimmta aldursári. Heiður fæddist 31. maí 1958, dóttir Baldurs Ragnarsonar, ís- lenskukennara við Menntaskólann við Hamrahlíð, og Þóreyjar Mjall- hvítar Kolbeins, yfirkennara við Þroskaþjálfaskóla Islands. Heiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976 og B.Ed.-prófi frá Kenn- araháskóla Islands árið 1983. Hún hóf nám í sérkennslufræðum við sama skóla 1985 og lauk fyrrihluta þess ásamt starfsleikninámskeiði árið 1987. Seinni hluta námsins lauk hún með BA gráðu árið 1990. Hún varð að hætta námi í sér- kennslufræðum við Temple Uni- versity í Philadelphia vegna veik- inda árið 1992. Heiður stundaði kennslustörf og tók þátt í félagsstörfum, bæði í verkalýðsmálum og á sviði kennslu- mála. Hún var í trúnaðarmannaráði Starfsmannafélagsins Sóknar 1978-79, í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur 1985-1986, í mennta- málanefnd Þroskahjálpar 1987- 1989 og í skólamálaráði Kennara- Heiður Baldursdóttir. sambands íslands 1987-1990. Eftir Heiði eru fimm barnabækur og hlaut hún íslensku barnabókaverð- launin fyrir bókina Álagadalurinn. Eftirlifandi eiginmaður Heiðar er Ómar Sævar Harðarson, stjórn- málafræðingur hjá Hagstofu ís- lands. Börn þeirra eru: Brynhildur, f. 31. ágúst 1978 og Þórey Mjall- hvít, f. 25 ágúst 1980. Þorsteinn Pálsson á hádegisverðarfundi Félags stórkaupmanna Verðmætaaukning sjávar- afurða forsenda hagvaxtar TÆKIFÆRI til hagvaxtar hér á landi í náinni framtíð helg- ast fyrst og fremst af verðmætaaukningu sjávarfangs, því íslendingar eru komnir að endimörkum þess mögulega í aukn- ingu hráefnis úr sjó um allmörg komandi ár, sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra á hádegisverðarfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í gær. Hann kvað mikilvægt fyrir íslendinga að fjárfesta í vöruþróun, tækni, markaðsstarfsemi og gæðastjórnun, því átta lélegir þorskárgangar í röð væru það versta sem þjóðin hefði staðið frammi fyrir, og gæfi ekki tilefni til að taka neina áhættu. Þorsteinn sagði mikið velta á því að byggja upp mikilvæga físk- stofna, þótt það kynni að valda tímabundnum erfiðleikum. Það væri skárri kostur en ef óvarlega væri farið og Islendingar upplifðu að þorskveiðar yrðu úr sögunni um tíma, eins og komið hafi fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Kanadamenn. Tvískinnungur EB Varðandi markaðsmálin lét Þor- steinn í ljósi þá von, að Bandaríkja- markaður, sem dregist hefði sam- an undanfarin ár vegna gjaldeyris- þróunar, gæti verið að sýna bata- merki. íslenskar fiskafurðir hefðu einnig verið að vinna á í Asíu, og brýnt væri að tryggja framtíðar- stöðu greinarinnar innan vébanda EES og GATT, en EB hafi stöðugt staðið í vegi fyrir fríverslun. Þor- steinn sagði þetta töluverðan tví- skinnung af hálfu EB, því meðan innri markaðurinn byggði á styr- kjaleysi, stundaði EB einungis frí- verslun út á við þar sem bandalag- ið væri sterkari aðilinn, en ekki þar sem það stæði verr að vígi. „Þótt við höfum náð 96% toll- frelsi á íslenskar sjávarafurðir eru okkar aðstæður enn þær, að við erum að keppa við ríkisstyrktan Morgunblaðið/Bjarni Fjárfesting- í mark- aðsmálum lausnin SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA segir að skapa verði hagnað í fiskveiðum og -vinnslu svo verða megi af nauðsynlegri fjárfest- ingu í vöruþróun og tækni. AFMÆLISHÁTÍÐ UM HELGINA sjávarútveg," sagði Þorsteinn. „Við höfum ekki möguleika á að styrkja sjávarútveginn úr ríkis- sjóði, og hljótum því að byggja á því að reyna að gera hlutina bet- ur.“ Hagvöxtur fólginn í auknum gæðum sjávarafurða Sjávaútvegsráðherra lagði á það ríka áherslu, að leiðin til aukins hagvaxtar hér á landi væri fólgin í að auka verðmæti þess sem kem- ur á land. Nýjar og strangari regl- ur og gæðakröfur í Evrópubanda- laginu og Bandaríkjunum yllu því að auka þyrfti gæðin allt frá skipi og inn á borð hjá neytandanum. „Við þurfum á fjárfestingu að halda í vöruþróun, tækni og mark- aðsstarfsemi,“ sagði Þorsteinn, sem kvaðst ekki telja að slíkt yrði að veruleika með afskiptum stjórn- valda, heldur væri slíkt eðlilegt framhald af því að vel rekin fyrir- tæki geti sýnt gróða og leitt slíka þróun. V estmannaeyj ar Skrifstofu- sljóri sýslu- manns lætur af störfum BÓKHALD og fjárreiður sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum eru nú til rannsóknar hjá Ríkisendur- skoðun. Georg Kr. Lárusson sýslumaður kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa beðið um slíka úttekt eftir að hafa komið auga á ákveðnar rang- færslur í bókhaldi embættis- ins. Eftir lauslega athugun Ríkisendurskoðunar sagði skrifstofusljóri sýslumanns- embættisins stöðu sinni lausri um miðjan maímánuð og lét af störfum samdægurs. Sýslumaður sagði aðspurður að engar kærur hefðu verið lagð- ar fram vegna málsins og engar kröfur um endurgreiðslur fjár- hæða. Ekki fékkst upplýst hve hárra fjárhæða hinar ákveðnu rangfærslur í bókhaldinu tóku til en sýslumaður svaraði neit- andi spurningum um hvort þær skiptu milljónum króna. Georg Kr. Lárusson sagði að einungis tvö atriði hefðu verið könnuð. Hann kvaðst síðan hafa óskað eftir nákvæmri skoðun á bók- haldi og fjárreiðum embættisins. Heiður Baldursdótt- ir rithöfundur látin 15% afmælisafsláttur á DALLAS tjöldum fjölskylduhústjaldið TILBOÐSVEISLA 10 % AFSLÁTTUR AF ÖLLUH FERÐAÚTBÚNAÐI OG ÚTIVISTARVARNINGI verslun verslun okkar aS Eyjaslóð 7 í Reykjavík Gl-jÐI Dagskrá laugardagur 10:00 Sérverslun ferðafólksins opnar - tilboðsveisla 13:00 Klifur og sig - utan húss Hjálparsveit skáu Garðabae 14:00 Grillpylsur og gos fyrir alla 15:00 Fallhllfarstökk 17:00 Verslunin lokar sunnudagur 13:00 Sérverslun ferðafólksins opnar - tilboðsveisla 14:00 Klifur og sig - utan húss 14:00 Grillfiylsur og gos fyrir alla 15:00 Fallhlifarstökk 17:00 Verslunín lokar f « I 6 H ! I 1 I I 1 I I I +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.