Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 49 Austurstræti verði áfram opið Frá Andrési Pétri Rúnarssyni: Pjöldi þess fólks sem starfar í miðbæ Reykjavíkur eða á þangað viðskiptaerindi undrast mjög þær hugmyndir, sem heyrst hafa að und- anförnu, nefnilega lokun Austur- strætis. Það er varla að menn trúi því sem þeir lesa um þetta efni svo óskynsamlegt sem það er að ætla að snúa þessu öllu við með lokun götunnar aftur. Minna má á það að langan tíma og mikla vinnu tók að fá götuna opnaða á ný, sem reyndar kostaði skattborgarana stór fé. Árið 1991 var gatan opnuð aftur fyrir bílaumferð, en einungis til reynslu í eitt ár og er sá tími nú liðinn og vilja ákveðnir hópar nú loka götunni aftur og bera meðal annars fyrir sig mikla mengun. Mín skoðun er sú að nú liggur reynslan fyrir að opnun götunnar hleypti nýju lífí í athafna- og viðskiptalíf miðbæj- arins, að ógleymdri sjálfri blessaðri menningunni. Þetta vita þeir best sem lifa og starfa í miðborginni. Hér þarf líka að hafa í huga að heilmikið pláss fer i hið nýja Ingólf- storg. Ennfremur má minnast þess að verið er að stórbreyta Bakka- svæðinu. Er því tvímælalaust verið að stefna að einangrun alls svæðis- ins ef tekið væri uppá því að loka umferð um Austurstræti að hluta. Það er vissulega mikið tjón fyrir mannlífið í miðbænum þegar stór- fyrirtæki eins og Morgunblaðið hverfur á brott þaðan og nú síðast lokaði eitt útibú íslandsbanka á Laugavegi og er vonandi að önnur fyritæki og athafnalíf komi í stað- inn. Menn verða nefniiega að horf- ast í augu við þá staðreynd að veð- urfar hér er með þeim hætti að farar- tæki eru nauðsynleg til þess að geta flutt fólk og varning að húsdyrum. Að þessu leyti hagar öðruvísi til hér en sumsstaðar erlendis þar sem veðr- átta er stöðugri. Þar er ef til vill auðveldara að hafa stór opin svæði og göngugötur. Þá þarf óhjákvæmilega að hafa í huga að kvosin milli tjarnarinnar og hafnarinnar verður af landfræðileg- um ástæðum að hafa opnar umferð- aræðar. Að öðrum kosti skapast óleysanieg umferðarvandamál á miðborgarsvæðinu. Ég verð að segja eins og er að ég hef ekki komið auga á góð rök fyrir því að gera Austurstræti að göngugötu. Slíkt er í sjálfu sér að- eins eftiröpun á Strikinu í Kaup- mannahöfn. Nógu mikil vandræði og erfiðleik- ar dynja nú yfir atvinnu- og við- Hver vill láta þræða sig upp á öngul? Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Eitthvert ógeðfelldasta og líklega óþverralegasta tómstundagaman sem þessi guðs volaða veiðiþjóð hef- ur tamið sér er að fara í stangveiði (les: munnöngulsveiðar á fiskum) og nota til þess lifandi þrædda ána- I maðka á öngla. Mig hefur lengi furðað hversu ótrúiega fáir sjá nokkuð athugavert ( við þessa ógeðslegu önguliðju þjóð- arinnar almennt. Að þræða lifandi ánamaðka upp á öngul til að nota sem beitu í munnöngulsveiðar á lax eða silung, eða bara á nánast hvaða físktegund sem er, er einna helst talið sýna hreysti og karlmennsku í þjóðarvitundinni. Vei þeim sem volar eða vílir eitt- hvað út af því: „Ertu ekki karlmað- ur!“ - og „Ertu ekki íslendingur?" er alltaf sama viðkvæðið ef maður dregur góðmennskuna við þessa stórundarlegu afþreyingariðju þjóð- arinnar í efa. Þessarar annars góð- hjörtuðu þjóðar almennt þegar flest- ar aðrar mannþjóðir í hlut eiga. En , sama gegnir ekki um eintök annarra ' tegunda sem þessa jörð gista í huga íslensku þjóðarinnar, því miður. Að- | skilnaðarstefnan er hér í algjöru hámarki. Eða halda menn ekki að ánamaðk- arnir sem sannanlega hafa mjög fullkomið taugakerfi og tilfínningalíf fínni ekki líka til eins og aðrar ver- ur? Að það sé bara ekkert mál fyrir þessar litlu en þörfu jarðvegslífverur að vera þræddar sprellifandi upp á öngla? Jú, menn þurfa ekki að kunna mikið í líffræði til að sjá hversu óhemjukvalir maðkarnir þurfa að þola á meðan ekki bara þræðingunni stendur heldur lengi síðan meðan hægan dauðdaga maðkdýrsins ber að höndum undir þessum hugsana- lausum gjörðum okkar mannanna. Stangveiðimenn, og aðrir góð- hjartaðir Islendingar! Ég skora hér með á ykkur að nota allravinsamleg- ast tilbúnar flugur í beitu við þessa iðju ykkar, ef þið á annað borð telj- ið ykkur endilega þurfa að eyða tóm- stundum ykkar í munnöngulsveiði á fiskum landsins. Það yrði mikið framfaraspor í að draga úr þjáning- arorkunni sem yfir landinu annars grúfir flesta daga ársins. Með kveðju, MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON Grettisgötu 4ÖB, Reykjavík VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu fundust í Miðdal GLERAUGU fundust þann 23. maí sl. fyrir framan þjónustumið- stöð sumarhúsa bókagerðar- manna í Miðdal, skammt frá Laugarvatni. Upplýsingar eru veittar í síma 37520. Lýst eftir stoínum reiðhjólum TVEIMUR fjallahjóium var stolið á Ránargötu aðfaramótt 27. maí sl. Annað hjólið var fjólurautt af gerðinni Mongoose Iboc Sport en hitt var gulsanserað Mongoose Iboc Comp fjallahjól. Þeir sem kynnu að hafa séð hjólin eða fundið vinsamlegast hafi sam- band við Garðar í síma 28947 eftir klukkan 17. Góðum fundar- launum er heitið. Bíllykill fannst við Fríkirkjuna BÍLLYKILL fannst á bílastæðum fyrir sunnan Fríkirkjuna á Frí- kirkjuvegi þann 1. júní sl. Upp- lýsingar eru veittar í síma 34010. Leðurhanski tapaðist SVARTUR leðurhanski hægri handar tapaðist 1. júní sl. í miðbæ Reykjavíkur, nánartiltek- ið í Kvosinni. Finnandi vinsam- legast hafí samband við eiganda í síma 36137 eftir klukkan 15. skiptalífið hér hjá okkur þótt ekki verði gerðar opinberar ráðstafanir með ærnum kostnaði til þess að murka lífið úr miðbænum. Auðvitað verður að hafa skipu- lagsreglur um byggð í miðbænum rétt eins og annars staðar í borg- inni. En opinberar reglur mega ekki verða til þess að menn flýi með við- skipti og athafnir á brott og leiti þangað sem boð og bonn eru ekki sífellt á lofti. Verndarstefna og frið- unaraðgerðir geta átt rétt á sér. En þá mega yfirvöld ekki vera í ein- hverjum þykjustuleik. Afleiðing þess að kofar og kumb- aldar sem verið er að friða - þótt þeir geymi í raun og veru hvorki menningararf né byggingarlist, á mikinn þátt í flóttanum úr miðbæn- um. Menn fengu ekki að byggja á lððum, sem hefðu getað lyft mið- bænum og skapað rými til aukinna viðskipta og mannlífs. Þá fóru þeir annað. Þeir sem þannig vildu sjálf- sagt af góðum hug efla gildi miðbæj- arins urðu vegna skammsýni til þess að gera hann steinrunninn. Svo vilja sumir hefta og tefja umferð í mið- bænum. Það er enn eitt reipið um háls viðskipta og mannlífs á svæð- inu. Einn aðalvandinn við umferðina í miðborginni er skortur á bifreiða- stæðum að margra áliti. Að vísu hefur borgarstjórnin bætt úr þessu og mörg ný stæði hafa verið tekin í notkun. Én engu að síður er það útbreidd skoðun að alltaf sé fullt í bílastæðum á götunum og veldur því að sumt fólk veigrar sér við að fara í miðbæinn. Ef til vill er það ekki búið að venjast lokuðum stæð- um, svo sem undir ráðhúsinu. ANDRÉS PÉTUR RÚNARSSON, atvinnurekandi í Austurstræti. Seljum banka- stjórana á sjó Frá Ingimundi Sæmundssyni: MIG LANGAR til að vita hvort það sé í lögum hjá okkur að menn úr ríkisstjórn séu skipaðir í banka- stjórastöður þegar þær losna. Séu þetta lög vil ég að þeim verði breytt og fráfarandi bankastjóri auglýsi stöðuna lausa og ráði mann í hana sem hann álítur hæfan. Einnig vil ég koma öðru máli á framfæri: Ég vil að þeir menn sem ríkisstjórnir vilja losna við úr stjórn og eru búnir að syngja sitt fegursta fái pláss á togara. Þeim er engin vorkunn að vinna á sjó því allur aðbúnaður hefur batnað mikið á þeim sextíu árum síðan ég var á sjó. Nú hafa menn öll þægindi um borð og vinna flest störf undir þilj- um. Já, sem betur fer hefur þetta breyst. INGIMUNDUR SÆMUNDSSON, Sörlaskjóli 56, Reykjavík. Pennavinir Fertuga bandaríska konu drey- umir um að eignast íslenska penna- vini. Með áhuga á stangveiðum, útivist, kvikmyndum, ferðalögum og sveitatónlist: Deborah Troutman-Dykstra, P.O.Box 1952, Holland, Michigan 49422-1952, U.S.A. LEIÐRÉTTING VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n eate 0 46.880.000,- n 5 af 6 Lfl+bónus 0 812.534,- R1 5 af 6 7 51.532,- H 4af6 397 1.445,- ra 3 af 6 t*H+hónus 1.449 170,- V I K I 1N G A Vinningstölur r miövikudaginn:! 2. júní 1993 Aðaltölur: @@@ BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 48.873.253,- á isi.: 1.993.253,- YStHQ LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Fuglastofninn að ná sér upp en ekki minkurinn í grein Kristjáns Þórhallssonar, ÍÁgreiningsmál Mývetninga", sem birtist í fimmtudagsblaði Morgun- blaðsins urðu þau mistök við vinnslu hennar, að sajgt var að því miður benti margt til þess að minkurinn væri að ná sér á strik við Mývatn. ? handriti Kristjáns var hins vegar, að sem betur fer benti margt til þess, að fuglastofninn á Mývatni væri að ná sér upp á ný og þá fyrst og fremst vegna dugnaðar við minkaveiðar. Morrgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Ráöstefna Skýrslutæknifélags íslands: ipti - grunnur framtíðar Áhrif á þróun netmála á Islandi og í EB Fjarskipti Þriðjudaginn 8. jóní 1993, kl. 13:00, verður haldin ráðstefna á Holiday Inn um þetta mikilsverða málefni. Aðalfyrirlesari verður hr. Karl Heim Rosenbrock, forstióri ETSI, European Telecommunicatíons Standards Institute, en hann hefur víoœka þekkingu á þróun fjarskipta og netmála innan EB. Erindi sitt nefnir hann: Telecommunicatíons Standards - a Building Block for Europe Guðmundur Ólafsson, yfirmaður Fjarskiptaeftírlits ríkisins, flytur erindi um það hverju evrópskir fjarskiptastaðlar og ný (jarskiptalög breyta á íslandi. Að loknum erindunum verða pallborðsumræður. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Skýrslutæknifélag íslands Hallveigarstíg 1 Sími: 2 75 77 Nú ber vel í veiði! Tilboð! Þegar þú kaupir nýja Cardinal Maxxar hjólið færð þú Abu Garcia veiðivörur að eigin vali fyrir 1.000 kr. í kaupbæti. Maxxar hjólin eru hönnuð af Achin Storz, þau eru með tveim kúlulegum og teflonhúðuðum diskabremsum. Nú er tækifærið að eignast þetta frábæra hjól á góðu verði. Söluaöilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ Versturröst Laugavegi 178 • Musik & sport Hafnarfiröi ■ Veiðibúö Lalla Hafnarfriöi ■ Akrasport Akranesi ■ Axel Sveinbjörnsson Akranesi • Kaupfélag Borgfiröinga Borgarnesi ■ Verslunin Kassinn Ólafsvík ■ Verslunin Vísir Blönduósi • Kaupfélag Skagfirðinga Sauöárkróki ■ Siglósport Siglufiröi • Verslunin Valberg Ólafsfiröi Sportvík Dalvík ■ KEA Akureyri ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstööum ■ Verslunin Skógar Egilsstööum Tröllanaust Neskaupstaö ■ Verslun Elísar Guðnasonar Eskifiröi Viðarsbúö Fáskrúðsfiröi • Kaupfélagið Djúpavogi ■ Kaupfélag Árnesinga Kirkjubæjarkiaustrí ■ Sportbær Selfossi Rás Þorlákshöfn ■ Stapafell Keflavík HAFNARSTRÆTl S • REYKJAVÍK. • SÍMAR 91-16760 & 91-14800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.