Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 38
m MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 4. JÚNÍ 1993 Minning Ólafía G. Jónsdótt- ir Hallgrímsson Fædd 12. október 1919 Dáin 29. maí 1993 Ólafía Guðlaug Jónsdóttir eða Lóló eins og vandamenn kölluðu hana jafnan fæddist í Reykjavík 12. október 1919. Að henni komu merk- ar ættir, en faðir hennar var Jón Ólafsson skipstjóri og útgerðarmað- ur og síðar alþingismaður og banka- stjóri við Útvegsbankann. Hann var oft kenndur við útgerðarfyrirtækið „Alliance“. Jón var af merkri ætt á Suðurlandi. Meðal systkina Jóns voru þeir bræður Bogi, yfírkennari við Menntaskólann í Reykjavík, og Gunnar, kaupmaður í Vestmanna- eyjum. Jón var sagður „vinsæll maður og tillögugóður" og „óvenju- legur drengskaparmaður". Móðir Lólóar var Þóra Halldórs- dóttir frá Miðhrauni í Miklaholts- hreppi. Faðir hennar var Halldór Guðmundsson, bóndi þar. Móðir Þóru var Elín Bárðardóttir frá Flesjustöðum. Báðar voru þær móð- ir Lólóar og amma hagleikskonur til handar og hugar. Bróðir Þóru var sr. Lárus Halldórsson á Breiða- bólsstað á Skógaströnd. Lárus var hæfileikaríkur maður, hagmæltur og bestur leturritari um sína daga. Hann lést um aldur fram. Lóló var yngst fímm bama þeirra Jóns og Þóru. Tvö þau elstu, Olafur Helgi og Unnur, eru látin fyrir all- mörgum ánim en tvær systur, Ásta Lára og Ágústa, lifa systkini sín. Öll systkinin mægðust vel og hafa skilað þjóðfélaginu góðu dagsverki og stórum hópi afkomenda. Hinn 20. desember 1942 gekk Lóló að eiga eftirlifandi mann sinn, Thor G. Hallgrímsson, fulltrúa hjá Kveldúlfí hf. og síðar framkvæmda- stjóra þess félags. Foreldrar Thors vom Guðmundur T. Hallgrímsson, læknirá Siglufírði, og Camilla Ther- ese, elsta bam Thors útgerðar- manns Jensen. Lóló og Thor eignuðust íjögur böm, sem öll lifa móður sína. Elst er Þóra, sem átti Guðna Georg Sig- urðsson kjarneðlisfræðing. Þeirra böm eru Þóra, Gunnar og Kjartan. Margrét Camilla átti Ólaf Má Ás- geirsson, veggfóðrara- og dúklagn- ingameistara. Þeirra böm em Thor og María. Elín Ásta átti Sigurbjöm Sveinsson lækni. Þeirra börn em Tómas Öm, Ásta Sóllilja, Friðrik Thor og Katrín Þóra. Yngstur er Thor Ólafur verslunarmaður, sem er ókvæntur og barnlaus. Eins og áður er getið var Lóló komin af traustum og hæfileikarík- um ættboga. Henni var margt ríku- lega gefíð frá náttúmnnar hendi. Hún var fögur kona og glæsileg. Hún hafði góða frásagnargáfu og var orðheppin í betra lagi. Hún hafði tónlistarhæfíleika og hélt við kunn- áttu sinni á píanó, sem hún hafði öðlast á æskuámm. Allt, sem varð- aði handmennt og hún fékkst við, var henni leikur einn. Síðast en ekki síst var hún umtalaður galdra- maður við matseld og töfraði oft fram ótrúlegasta góðgæti. Lóló hafði góðar námsgáfur og lauk stúdentsprófí frá Menntaskól- anum í Reykjavík aðeins 17 ára gömul. Hún fór síðan til Munchen til listnáms, en seinni heimsstyrjöld- in batt enda á þá drauma. Hún kom heim skömmu áður en stríðið hófst og hvarf ekki til náms að nýju. Flest allt, sem hún hafði gert í listnáminu þar, varð eftir í Þýskalandi og varð eldi og eyðingu að bráð. Trúlegt er, að lífshlaup Lólóar hefði orðið ann- að, ef hún hefði náð að þroska bet- ur þessa hæfíleika sína. Hún nýtti hins vegar vel þá klassísku mennt- un, sem hún hafði hlotið í Mennta- skólanum. Hún tók þátt í leikstarf- semi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hún skrifaði lengi skrár fyrir Nýja Bíó, þýddi sögur og leikrit fyrir bamatíma útvarpsins og skrifaði í blöð. Þetta voru þó allt aukastörf, þar sem hún var fyrst og fremst húsmóðir á sínu heimili. Lóló batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Hún fór að mörgu leyti sínar eigin leiðir í lífínu. Síð- asta áratug ævi sinnar var hún far- in að líkamlegri heilsu, en aldrei efaðist maður um andlega snerpu hennar, þegar hún var ekki að fást við mein sín. Hún fékk hægt andlát á heimili sínu. Og hvað þakkar svo tengdasonur að leiðarlokum? Hann þakkar fyrst og fremst fyrir að hafa eignast dá- samlega eiginkonu, dóttur móður sinnar, og með henni góða fjöl- skyldu. Fátt annað í lífínu skiptir einhveiju sem það. Megi Guð blessa minningu Lóló- ar. Sigurbjörn Sveinsson. Ólafía Guðlaug Jónsdóttir hét hún fullu nafni, ljóshærða gjörvulega hnátan sem sleit bamsskónum í Miðstrætinu. Það var einfaldara lífíð í Reykjavíkurborg þeirra tíma, kröf- ur og þarfir náðu ekki því sem dag- urinn í dag krefst. Leiðir okkar lágu saman innan við fermingu og hefir þráðurinn aldrei slitnað síðan. Árin sem liðin eru hafa treyst vináttu og skilning okkar þó að lífið hafi stund- um gefíð okkur rækilega áminn- ingu. Aldrei sundraðist neitt milli okkar Lólóar, eins og ég kýs að kalla hana. Þegar ég lít um öxl og laða fram minningar frá Laufásvegsárunum fær margt á sig aðra mynd. Heim- ili foreldra hennar var glæsilegt og vinir ávallt velkomnir. Faðir hennar, Jón Ólafsson, var mjög vörpulegur á velli, stórgerður en sterkur per- sónuleiki. Hann virtist í fyrstu hijúf- mikið að vera innan um barnabörn- in. Georg var hæglátur maður og dagfarsprúður, hlýlegur og umtals- góður, honum var meinilla við að láta hafa fyrir sér. Eigið heilsuleysi varð honum ekki umræðuefni. Það kom kannski ekki með öllu á óvart að endalokin væru nærri, þó að þau kæmu snögglega. Það er alltaf tóm- legt og söknuður í huga þegar leið- ir skilja. Með þakklæti fyrir sam- verustundirnar, velvild og hlýhug i minn garð og barna minna. Blessuð sé minning hans. Hanna Karen Kristjánsdóttir Stundin deyr og dvínar burt, sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvort óséð - eða liðin. (Einar Ben.) „Er hann afí minn dáinn, þá get- ur hann aldrei fengið gleraugun sín.“ Þetta voru orð litlu dóttur ur, en undir niðri átti þessi harð- gerði maður til hlýju, sem meta varð frá öðru sjónarhorni. Mér reyndist hann góður vinur og örlát- ur. Móðir Lólóar, Þóra Halldórsdótt- ir, var fínleg kona með mjúka og milda rödd. Hún var gædd eðlis- lægri hlýju og alltaf reiðubúin að hlusta á vandamál okkar Lólóar. Þegar árin liðu og Lóló tók stúd- entspróf og sigldi til útlanda.kvöddu vinirnir ekki Laufásveginn, ónei. Þangað lá leiðin og gott var að hitta frú Þóru sem fagnaði vinum Lólóar. Þar voru einnig systur hennar og bróðir sem tóku við því að sinna vinkonunni. Allar þær góðu stundir sem undirrituð átti á heimilum þess- ara vina eru auðæfí hugans. Jón Ólafsson lést árið 1937, en Þóra kona hans árið 1950. Eftir það varð breyting á gamla heimilinu við Lauf- ásveg. Árið 1942 gengu þau Lóló og Thor Hallgrímsson í hjónaband og áttu þau því 50 ára hjúskaparaf- mæli hinn 20. desember 1992. Þau voru glæsilegt par og lífíð brosti við þeim. Á Iöngum lífsferli eru lagðar fyrir okkur margþættar gildrur og mótmæli sem ekki spyr, hvort rétt sé brugðist við. Þrátt fyrir margþætt veikindi gat Lóló brugðið á leik og vorum við afkastamiklar við nýsmíði orða og orðaleikja sem urðu að tímabundnu tungumáli okkar í milli, í þeim til- gangi að hlæja og hafa gaman af. Veit ég að systkinum Lólóar ofbauð orðaforðinn okkar, en við höfðum lúmskt gaman af. Með Lóló vinkonu er genginn svo sérstæður persónuleiki að með ólík- indum er. Bráðgreind var hún og hafði mikla námshæfileika. Var hún mjög víðlesin, gædd bæði leiklistar- og músíkhæfíleikum. Hún átti mjög létt með að tjá sig og þá var penn- inn jafnan tiltækur. Lífíð hefur sitt lag til að tukta okkur til og fékk Lóló sannarlega að þreifa á því. Heilsan var á undanhaldi, sjónin að dvína, en aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún bar sig eins og hetja þótt syrti í álinn. Aðeins tveim dög- um fyrir andlát hennar áttum við tal saman og sagðist hún ekki gef- ast upp fyrr en í fulla hnefana, en, bætti hún við, „þegar við hittumst næst, sest þú telpa mín við „kom- móðuna" (það var píanóið) og spilar lagið mitt“. Þessi síunga vinkona mín raulaði oft hið ljúfa lag Inga minnar við andlátsfrétt afa síns. Við skiljum sjálfsagt ekki til fulls söknuð bams, en margar hugleið- ingar hafa komið fram hjá Ástu litlu núna síðustu daga um að núna gæti hún ekki sungið fyrir afa sinn eða sýnt honum föndrið úr leikskól- anum. Og hvað með skóna hans afa. Er afí engill núna? Já, börnin eru hrein og bein í spumingum sín- um. Og ég veit að Ásta saknar afa síns sárt og því fínnst mér við hæfí að hún kveðji afa sinn með þessum vísum. Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér. Því gleraugunum gleymdi hann, í glugganum hjá mér. Og reistu stóra stigann upp, og styð við himininn. Svo geng ég upp með gleraugun, sem gleymdi hann afi minn. (Þýð. Sig. Júl.) Mig langar, pabbi minn, að kveðja þig og minnast þín um leið með nokkrum orðum. Minnast ár- anna sem við deildum saman, þau hefðu mátt verða fleiri, en enginn ræður sínum náttstað. Mig langar að muna góðu stundirnar okkar, styrk þinn og hlýju þegar eitthvað bjátaði á. Eins og þegar ég lá með umgangspestar eins og gjamt er um börn, þá vissir þú alltaf hvað ætti að gera og hvað væri best fyr- ir mig. Og tímana sem við gátum setið saman og gleymt okkur í spjalli-um „gömlu góðu dagana“. Ég man þegar ég var lítil og þú komst frá útlöndum með dót og sælgæti og sagðir mér sögur af öllum Iöndunum sem þú hafðir heimsótt, þú getur ímyndað þér það, pabbi minn, að það hafi verið ævintýri líkast fyrir litla stelpu. Árin liðu og áherslurnar breyttust og seinna þótti mér einna skemmti- T. Lárussonar „Lífíð hún sá í ljóma þeim ...“ og ég sé hana í þeim ljóma sem hún þráði. Thor og öll bömin: Þóra, Mar- grét, Elín og Thor yngri, hljóðlátt og í einrúmi tek ég þátt í söknuði ykkar allra. Enn sé ég hana fyrir mér, glæsilega stúlku, bjarta yfirlit- um og með glettni í augum. Þannig man ég hana. Vinkona og fjölskylduvinurinn Unnur Arnórs. í dag verður elskuleg amma mín borin til hinstu hvíldar. Þó að árin væru orðin mörg bar fráfall hennar brátt að og emm við þakklát fyrir að hafa fengið að hitta hana í síð- asta sinn fyrir stuttu í fjölskyldu- boði foreldra minna. Þar sem fjölskylda mín bjó lang- dvölum erlendis kynntist ég ömmu minni á annan hátt en flest önnur böm. Mér var títt hugsað til afa Thors og ömmu Lólóar sem voru svo langt í burtu á íslandi og hlakk- aði ætíð til að hitta þau. Þá var alltaf hátíð og mikið um að vera. Þrátt fyrir fjarlægðina sem skildi okkur að fylgdust þau vel með okk- ur systkinum og vom okkur mjög náin. Amma var afar listræn og fjölhæf og mátti glöggt sjá það á heimili þeirra hjóna. Það var allt svo fínt hjá afa og ömmu. Amma var mikil hefðarkona, en það kom ekki í veg fyrir að 'hún væri frjálsleg í fasi og skemmtileg. Það var stutt í bamið í henni og hún var bömum góður félagi. Amma kunni allar erlendu vísurnar mínar og barnagælumar og mér fannst gott að geta sungið með henni. Afí og amma heimsóttu okkur oft erlendis á ferðalögum sín- um um heiminn og amma dvaldist hjá okkur um tíma þegar bræður mínir komu í heiminn. Frá þeim tíma á ég margar góðar og dýrmætar minningar. Amma var afskaplega vel gefín kona og af henni stafaði hlýja og væntumþykja. Eftir að við fluttumst heim til Islands kynntist ég henni sem fullorðinni manneskju og átti margar góðar kvöldstundir með henni þar sem þau bjuggu á Lauga- teignum. Nú kveð ég ömmu mína með söknuði, en ég veit að hún mun ávallt vera nálægt þeim sem þótti vænt um hana. Eg er þakklát fyrir að hafa átt svo góða ömmu. Guð blessi þig, elsku Ömchen. Þóra Guðnadóttir legast að hlusta á þig tala um upp- vaxtarár þín og áhugamál sem voru margvísleg, en þó var aðal áhuga- mál þitt flugvélar. Þær sögur þótti mér gaman að hlusta á og þá varstu virkilega í essinu þínu. Þú áttir það líka til að snúa al- vöru í grín og þá minnist ég sérstak- lega eins atviks. Það var þegar ég kom heim einn daginn og hafði keyrt aftan á bíl og þú spurðir hvemig í ósköpunum ég hefði farið að þessu? Og ég minnti þig á bíl- veltu þína í gamla daga, en þú velt- ir honum aldeilis ekki sagðirðu held- ur lagðir þú bara bílnum hægt og rólega á hliðina. Já, það var ekki langt í húmorinn og léttleikann í sögum þínum. En við vorum nú ekki alltaf sam- mála og áttum það til að þrátta yfir hlutunum, enda kannski ekki við öðru að búast þar sem við bjugg- um undir sama þaki, en innst inni vissum við alltaf að okkur þótti vænt hvort um annað og auðvitað er ég þakklát fyrir það að hafa feng- ið að hafa þig hjá mér, og þá líka Ástu vegna, því að það eru ekki mörg börnin í dag sem fá að kynn- ast því að hafa afann sinn á heimil- inu hjá sér. Þó að söknuðurinn sé mikill hjá okkur mæðgum, og vegir Guðs séu órannsakanlegir, þá veit ég að okk- ur er ætlað að hittast aftur seinna. Ég bið Guð að geyma þig, elsku pabbi minn. Yfir haf sem heima skilur héðan leitar sálin þín. Alvaldshöndin upp þig leiðir inn í dýraríki sín. Vertu sæll! Við sjáumst aftur saman öll, er lífíð þver. Far vel vinur! Fijáls úr heimi. Friður Drottins sé með þér. (Sálmur) Ragna Jóna og Ásta Karen. Georg S. S. Jónsson véistjóri — Minning Fæddur 1. júlí 1918 Dáinn 29. maí 1993 í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Georgs S. S. Jóns- sonar vélstjóra. Foreldrar hans voru Þóra Jónsdóttir og Jón Þorkelsson skipstjóri. Þau hjón eignuðust þrjú böm, Guðrúnu sem nú er látin, Georg og Jónu sem lifír ein þeirra systkina. Georg var innfæddur Reykvíkingur, fæddist á Laugavegi 64a og síðar fluttist fjölskyldan á Njálsgötu 79, en það hús byggði faðir hans. Georg lærði jámsmíði og lauk námi í henni 1939. Síðan fór hann í Vélskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan 1951. Georg gerði sjó- mennskuna að ævistarfi. Hann var til sjós á ýmsum skipum, byrjaði hjá Eimskipafélaginu á „Fossun- um“; Brúarfossi, Goðafossi og Gull- fossi, var síðan á Hvalfellinu og starfaði lengi sem vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ég kom fyrst á heimili Georgs og Ingigerðar konu hans er ég kynntist Þóri syni þeirra. Mér var strax vel tekið. Á þeim árum var Georg til sjós og þvi mikið að heim- an. En smá saman og sérstaklega eftir að hann kom í land kynntumst við betur. Georg sagði skemmtilega frá liðnum dögum. Það fólk sem fætt er í byijun aldarinnar hefur upplifað gífurlegar breytingar. Þeg- ar tuttugasta öldin hóf göngu sína var þjóðin búin að yfírstíga ýmsar þrautir og komast yfír marga raun. Þó gat fólk varla látið sér koma til hugar þau straumhvörf í lífí þjóðar- innar sem áttu eftir að koma í ljós næstu áratugina. Það var gaman að hlusta á hann rifja upp frásagn- arverða atburði úr íslensku þjóðlífí, um menn og málefni, stjórnmál, úr sjómennskunni, frá æskuárunum og því lífí sem Iifað hafði verið. Það kom ýmislegt fram og hann var ekkert fyrir það að fegra hlutina og síst sinn eigin hlut. Það verður ekki tækifæri framar til að ræða við Georg um heima og geima og sakna ég þess. Tónlistin átti sess í hug og hjarta Georgs, hann var innst inni við- kvæmur maður og þótt menntun hans væri á sviði véla og tækni naut hann þess að hlusta og skynja þá dýpt vitundarinnar sem hljómar geta komið til skila. Georg kvæntist Ingigerði Hall- grímsdóttur árið 1953. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Benedikts- son prentari og Ásta Guðjónsdóttir. Georg og Ingigerður eignuðust sex börn. Þau eru Þórir, f. 1954, kvænt- ur Hönnu K. Kristjánsdóttur, Guð- jón, f. 1956, kvæntur Önnu E, Jóns- dóttur, Guðlaug Ásta, f. 1962, sam- býlismaður Sigurður Sveinsson, Ingigerður, f. 1963, sambýlismaður Ellert Gíslason, Ragna Jóna, f. 1968, fráskilin. Barnabörnin eru átta. Georg og Ingigerður slitu sam- vistum. Georg var sérstaklega barngóð- ur, hann hafði gott lag á ungvið- inu. Bamabörnin nutu þess hve hlý- legur og notalegur hann var við þau. Síðustu árin var heilsan farin að bila og var Georg þá búsettur hjá dætrum sínum. Það gaf honum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.