Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 In memormm Kristín Ólafsdóttir Fædd 22. október 1910 Dáin 25. maí 1993 Loksins kom vor á Fróni. í dal og á hól ilmaði vortíð og hver fugl- inn eftir annan söng sitt dirrindí í takt við voryrkjur sínar. Þetta var hversdagslegur vordagur þó vor- dægrin séu kannski aldrei hvers- dagsleg á köldu landi. Búningar lífsins enda aldrei fegurri og eigin- lega er aldrei eins auðvelt að funda með gleðinni. Því þótti mér undar- lega kalt þegar dauðinn heyrðist taka kólfinn af klukku sinni. Mjúk- lega en miskunnarlaust. Góðvinur minn hefur horfið frá ástvinum sín- um í óskiljanlega arma dásvefnsins. Hljómkviðan í vorinu þagnar og ekkert heyrist að undanskildum ein- um titrandi tóni sem dreginn er eftir kvíðboga. Skynfærin verða svo dauf og það er ekkert hægt að nema utan við tóninn sem titrar og stígur hærra. „Bíddu. Bíddu. Bíddu vinur.“ Þrjár klukkustundir er hennar útdeildi bikar á hádegis- stund 25. maí 1993. Þó lék hún á als oddi aðeins fáum dögum fyrr. Það er undarlegt þegar líf og dauði mætast augliti til auglitis, eins og von og uppgjöf. Það er undarlegt að grasið grænkar og blómin blómgast, að því er virðist af ein- skæru fjöri, í sömu andrá og dauð- inn stígur sigursæll fram á sjónar- sviðið. Skyldi hann hlæja við? Og við bíðum, sjóndauf og heyrnarsljó og höfum glatað græna litnum á stráinu. Mínúturnar eru eins og miskunnarlaus hrynjandi. Smáfugl- inn hefur ekkert nafn lengur. Strá- ið rennur saman við önnur. Himinn og haf greinast ekki sundir. Oft er sárt að bíða en þessi var kvíðvæn- legri en önnur bið. Og svo glymur klukkan. Ástvinurinn góði kveður í fyrsta sinn án þess að þrýsta kossi á kinnar. Og þráði ég kossinn aldr- ei eins og nú'. Voru kossarnir hennar ömmu einhvern tíma sjálfsagðir? Kannski í árdaga einmitt þegar sjóndeildar- hringurinn var svo stuttur og svo bjartur. Þá var amma og faðmurinn Mig setti hljóðan, er mér bárust fréttir af andláti frú Ágústu Ragn- ars, en þetta er leiðin okkar allra og henni verður ekki breytt. Götur Ágústu og eiginmanns hennar Ólafs Ragnars, kaupmanns og síldarsaltanda á Siglufirði, lágu samhliða mínum um hálfrar aldar skeið. Þau hófu búskap sinn á Siglu- firði árið 1936. Vináttutengslin við mig brustu ekki, þó að samverustundunum fækkaði, er þau fluttust til Reykja- víkur árið 1963, um það leyti sem dofna tók yfir atvinnurekstri á Siglufirði. Starfsgrundvöllurinn brast , og dróst saman, þegar síldin kvaddi bæinn og fór. Bústeta þeirra hjóna á Siglufirði, þar sem lífsstarfið stóð sem hæst, og spannaði yfir meira en aldar- fjórðung, var með þeirri reisn að orð fór af. Enda áttu þau bæði ættir að rekja til sterkra stofna. Frú Ágústa var dóttir þeirra hjóna Guðrúnar Tómasdóttur og Ágústs Johnsen, bankagjaldkera í Reykja- vík. Eiginmaðift- hennar, Ólafur, var sonur Ragnars Ólafssonar og konu hans, sem á sínum tíma settu mik- inn svip á athafna- og menningar- líf á Akureyri. Ágústa og Ólafur nutu veru sinn- ar vel á Siglufirði, enda voru þau bæði félagslynd. Ólafur var um ára- bil bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á Siglufirði og var þar í trúnaðar- hennar svo sjálfsagt mál. Eiginlega jafn sjálfsagt og tifíð í Borgundar- hólmsklukkunni í Brekkukoti. Auð- vitað var Brekkukot í sérstöðu vegna ömmunnar sem lifir og er alltaf í grenndinni. Hluti af heims- myndinni. Hluti af öllum veruleika. Og hún var hluti af allri skikkan. Með henni urðu smáir fætur styrk- ari og lítil tunga þjálli. Smáar hend- ur voru vissari um snertinguná. og lítið hjarta hugrakkara að slá. Amma er sú kona nefnd sem elur af sér kynslóð og snertir kynslóðir. Og amma mín var slík kona. Snert- ing hennar var breiður faðmur og jafnan opinn. Eins örugg og ósam- ir eru ánni. Hún er særandi hryggð- in sem kemur þegar sá faðmur hefur lokast. Var ekki sá faðmur einmitt farvegur fyrir hrj'ggðina? Frá þeim faðmi streymdi hlýjan sem laðaði hryggðina út og sefaði hana. Öll orðin í áranna rás. „Varstu að detta, anginn litli? Leyfðu ömmu að kyssa bágtið.“ Sú rödd er feg- urst allra og fær róminn blíðastan hjá ömmum og mömmum sem ástin hefur gert að uppáhalds dætrum sínum. Og hafi amman kysst mjúk- lega mun móðirin kyssa mjúklega. Þannig verður barnið heilla. Og börnin hennar ömmu urðu heilli. Og barnabörnin líka. Snerting hennar hefur skilað arði sem hvergi verður metin til verðmætis ’nema ef vera kynni í gegnumstungnum lófum Guðs. Amma bauð undantekningalaust meira en samneytið eitt þegar mað- ur sótti hana heim. Hún átti jafnan sitt af hveiju í fórum sínum og þær birgðir virtust engan endi taka. Það var alltaf hátíðarbragur á borðhald- inu í hennar húsum, aldrei neitt hversdagslegt. Jafnvel ýsan hafði á sér hátíðarblæ í húsi ömmu minnar og afa. Það var hluti af því besta í lífinu. Amma á eldhússloppnum. Hún átti það til að tauta heil reið- innar býsn fyrir munni sér og ósjaldan stökk barnabarnið til spur- ult um hvað hún vildi því. Amma hló þá gjarnan og benti góðlátlega á að hún hefði þennan kæk að tauta nefndum. Einnig var hann lengi í forsvari félags atvinnurekenda á staðnum. Frú Ágústa sat ekki heldur auð- um höndum. Auk búsýslu hennar starfaði hún í félögum og samtök- um, er höfuðu til kvenna. Hún lék frábærlega vel á píanó, hafði enda lært á það hljóðfæri hjá þekktum kennara. Karlakórinn Vísir sem starfaði með miklum blóma á Siglufirði, undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar, vantaði undirleikara við söng kórs- ins. Leitað var til frú Ágústu, er gekk til liðs við kórfélaga og lék undir söng kórsins um árabil af þeirri smekkvísi og öryggi, sem slíkt krefst. Hún var vel virt af Vísis- mönnum. Frú Ágústa var gleðigjafi, hvar sem hún fór, mikill persónuleiki og fádæma trygglynd og vinaföst. Það sýndi meðal annars það veglyndi er hún sýndi því fólki, er starfaði við verslun, fyrirtæki og heimili þeirra hjóna um áratugi samfleytt. Á Siglufírði stækkaði fjölskyld- an. Þau hjón eignuðust þar fjögur börn, sem öll gengu menntaveginn. Elstur þeirra var Gunnar Friðrik, sem fórst í flugslysi tvítugur að aldri, þá orðinn nemi í Háskóla Is- lands. Missir hans var fjölskyldunni mikil lífsreynsla, en Ágústa þekkti sorgina, þó að hún bæri það ekki á torg, enda trúrækin kona og æðrulaus. Hafði í æsku misst móð- ur sína og nýfædda systur, og síðar bróður sinn ungan og efnilegan mann. við sjálfa sig við húsverkin. Og hún hló öðrum fremur þegar hún hló. Oft hef ég velt þvi fyrir mér hvaðan slík gáfa kemur. Að hlæja svo inni- lega í tíma og ótíma eins og þegar stífla brestur undan stríðum straumi. Þannig hló amma. Aldrei dró úr aðdáun minni á þessum fá- gæta eiginleika reyndrar sálar og veðurbarinnar. Og oft hló hún að sjálfri sér-og þegar hún misskildi setningar eftir að heyrnin fór að bila gat hún hlegið manna hæst. Hún var kraftmikil og bjó við óbil- andi dug. Hún lét í ljós skoðanir sínar og hafði margar þeirra fast- mótaðar og ákveðnar. Þannig vissi hún til að mynda alltaf hvar hún stóð í stjórnmálum. Hún fylgdist grannt með og lét engan segja sér hvað hún ætti að hugsa í þeim efn- um þó að hún laumaðist stundum til þess að hafa áhrif á sína nán- ustu með því að hneykslast innilega ef menn höltruðu til beggja hliða. Fædd 19. júní 1972 Dáin 20. maí 1993 Það er erfitt að átta sig á til- gangi lífsins þegar maður stendur frammi fyrir að eitt af því sem gefur lífi manns gildi er skyndilega hrifið á brott án nokkurra skýringa. Trúlega má kalla hugsanir mínar nú eigingirni, en ég kemst ekki hjá því að hugsa um allt það sem við áttum ógert og allt það sem við höfðum ákveðið að gera saman í sumar. Hvort það sem sagt er að „þeir sem guðirnir elska ...“ o.s.frv. er rétt veit ég ekki eða hvort yfirleitt eitthvað „rétt“ er til í þessari ver- öld. Ég veit það ekki. Þinn yndislegi faðir sagði við mig: „Við vérðum að jafna okkur og sætta okkur við að vera búin að missa þessa yndislegu stúlku." Þessi orð eru trúlega rétt og ég þakka honum fyrir að segja þau við mig á hans erfiðustu stundu. En þau voru samhent hjónin og studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Ólafur Ragnar andaðist árið 1985 í Reykjavík. Tveir synir, þeir Gunn- ar Sverrir, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa, Karl Ágúst, forstjóri Bifreiðaskoðunar íslands, og dóttir- in Guðrún, hjúkrunarkona, lifa for- eldra sína. Ég sendi þeim systkinum, mök- um þeirra, börnum og aðstandend- um samúðarkveðjur. Missirinn er alltaf sár. Ágústa var heilsuhraust um ævina og kom því andlát hennar á óvart þrátt fýr- ir 80 árin. Minning mín um frú Ágústu og Ólaf Ragnars, vináttu þeirra og tryggð við mig, getur ekki fymst og þakka ég henni nú að leiðarlok- um_ samfylgdina. Útför frú Ágústu var gerð 28. maí sl. frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. Guð blessi minningu þeirra hjóna. Björn Dúason. MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stráeti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælis- greina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Það var aldrei særandi, aðeins hressilegt. í mótlæti varð amma engum lík og lét aldrei verk úr hendi falla. Hún reiddist og syrgði heitt en hvorutveggja bræddi hún listilega saman við bjartsýni og kátínu. Eiginlega var hún æðru- laus. Við sátum stundum saman og hún sagði mér hvernig henni hefði liðið þegar áföllin höfðu dunið á í lífinu. Það ræddi hún yfirleitt ekki fyrr en tíminn hafði leyft sárunum að hyldgast því að þá virtist henni vera orðið léttara um mál. Og mað- ur vissi að hún hafði fundið meira til en hún hafði sýnt. Það var þó miklu oftar sem hún bauð manni til kátrar umræðu. Af hvoru tveggja mátti umtalsverðan auð þiggja. Amma naut lífsins og kunni að meta nautnir þess með hóflega stilltu geði. Áður en hún var lögð inn á sjúkrahús í hinsta sinn hafði hún boðið mér til sín í matarboð. Síðan settumst við saman framan Kynni okkar urðu ekki löng, en þó nógu löng til að ég fékk að njóta þeirrar gæfu að þiggja af þinni traustu og óeigingjörnu vináttu sem lýsti sér m.a. í þeim áhyggjum sem þú hafðir af því hvort ég kæmist heim eftir vinnu. Ef vafi lék á því varst þú strax komin til að aka mér heim. Þessa umhyggju vil ég þakka sem og þær stundir sem þú gafst syni mínum með lestri fyrir hann og annarri athygli sem hann kunni svo vel að meta. Þeim stund- um gleymir hann aldrei né heldur „Bart Simpson“-kökunni sem þú bakaðir og færðir honum á fimm ára afmæli hans. Þú varst' mér vinur sem ég á eftir að sakna sárt. Guð gefi fjöl- skyldu þinni styrk í hennar miklu sorg. Þín vinkona, Anna María Kjartansdóttir. Helga frænka okkar er látin! Eftir erfiða bið fengum vjð til- kynningu um að þú hefðir fundist látin. Við söknum þín kæra frænka, söknum bjarta brossins, glettnis- legu augnanna þinna og að eiga ekki eftir að sjá þig birtast óvænt i dyrunum. Líf þitt virtist svo beint og bjart og lífskrafturinn og viljinn svo mik- ill. Við kveðjum þig elsku frænka með söknuði og auðmýkt í hjarta, í þeirri trú að þín bíði ný verkefni. Stefanía, Helgi, Guðríður, Siggi, amma Helga, afi Siggi, Guðríður og Sigmar, við systkinin vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að gefa öllum styrk til að líta fram á veginn og varðveita bjartar minningar um góða stúlku. Jeg byija reisu mín Jesú, í nafni þín, höndin helg mig leiði úr hættum öllum greiði; Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (Bænabókin) Helga, Sigurbjörg, Ármann, Sigurður og Helgi. við sjónvarpið í tilefni þáttar ufn stórsöngvarann mikla frá íslandi og amma var í hátíðarskapi. Hún setti örlítið sérrí í glas, stillti við- tækið á hæsta styrk og skálaði við dótturdóttur sína eins og væru jól. Og eiginlega voru nokkurs konat jól. Hún naut stundarinnar af öllum kröftum og ég naut þess eina ferð- ina enn að eiga skjól i kæti hennar yfir gjöfum lífsins. Það stafar sæt- leika af minningu ömmu minnar og það verður svo um ómunatíð. Skjólstaðir tilverunnar eru færri og svipminni þegar faðmur hennar hefur nú lokast og aldrei verður hann samur þrátt fyrir sæta minn- ingu. Umkomuleysið hefur gengið í garð minn og ráðaleysið hefur tekið sinn hlut í innstu tauginni en ef tungan má sín nokkurs þá flyt ég ömmu minni þakkir fyrir allt og allt með þessari kveðju. Guð blessi minningu hennar. Gunnbjörg Óladóttir. Okkur langar til þess að minnast góðrar vinkonu okkar, Helgu Helgadóttur, sem lést af slysförum 20. maí sl. Helga fæddist 19. júní 1972 á Akranesi. Fyrstu kynni okkar af henni voru þegar leið okkar lá í barnaskóla. Minningar okkar af henni frá þeim tíma eru þær að hún var róleg og frekar feimin ung stúlka en þó alltaf brosandi. Þegar í framhaldsskóla var komið var hún farin að láta heyra meira í sér og var hún fyrst úr þessum vinahópi til að ákveða hvað hún ætlaði að verða í framtíðinni. Fluttist hún því til Reykjavíkur og hóf kokkanám. Helga hafði mikla ánægju af kokka- náminu og aldrei fór maður svang- ur út eftir að hafa verið í heimsókn hjá henni, því að alltaf voru veiting- ar á boðstólum og helst vildi hún fá að elda ofan í mann allan sólar- hringinn. Helga var á samningi í Perlunni og var vinnan henni mikils virði. Eftir að Helga hóf þetta nám gátum við ekki fengið að sjá hana eins oft og við hefðum kosið vegna þess hve mikið hún vann og hefði hún með ánægju viljað vinna meira. En þeg- ar Helga átti loksins frí var hún alltaf til í að gera eitthvað skemmti- legt. Helga var jákvæð, dugleg og var mjög ánægð með lífíð og alltaf brosandi. Hún hafði ótrúlegt þrek og lífskraft. Þess vegna finnst okk- ur óréttlátt og skrýtið að hún skuli hafa verið tekin burt frá okkur í blóma lífsins. Við trúum því að hlut- verki hennar hafi verið lokið hérna meðal okkar og að Guð ætli henni _ æðri og betri störf annars staðar. Minning um ljúfa og góða stúlku, trausta og fallega vinkonu, mun lifa með okkur um ókomna framtíð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Helgi, Stefanía, Guðríður i og Siggi, við vottum ykkur okkar •. dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Rannveig, Linda, Ágúst, • Diana og Þóra. t ÁSA JÓNSDÓTTIR uppeldisfræðingur frá Ásum f Húnavatnssýslu, verður jarösungin í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Systkinabörn. t Eiginmaður minn, ÓSKAR HELGASON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Höfn, Hornafirði, andaðist ó gjörgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn 2. júní. Guðbjörg Gísladóttir. Minning * ___________ Agústa Ragnars Fædd 22. apríl 1913 Dáin 17. maí 1993 Minning Helga Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.