Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 35 TVyggingaskóli SÍT brautskráir 32 FRÁ árinu 1962 hefur Samband íslenskra tryggingafélaga starf- rækt skóla fyrir starfsfólk vátryggingafélaganna undir heitinu Tryggingaskóli SIT. Málefni skólans eru í höndum sérstakrar skólanefndar sem skipuð er fimm mönnum. Daglegan rekstur annars hins vegar Samband íslenskra tryggingafélaga. Vátrygg- ingafélögin innan vébanda SÍT standa straum af kostnaði við rekstur skólans. Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti, þ.e. annars vegar all- langt og viðamikið grunnnám, og hins vegar sérnám, sem eru nám- skeið um afmörkuð svið vátrygg- inga og vátryggingastarfsemi, og er ætlað þeim, er lokið hafa grunn- námi. Námskeiðum skólans lýkur yfirleitt með prófum. Einnig gengst skólinn fyrir fræðslufúndum, og hefur með höndum nokkra útgáfu- starfsemi. Tryggingaskólanum var slitið fimmtudaginn 27. maí 1993. Alls stunduðu 64 nemendur nám við skólann á 4 námskeiðum í vetur. Fjöldi nemenda, sem gekkst undir próf og stóðust þau, var að þessu sinni 32. Ekki var tekið próf í tengslum við tvö namskeið skólans. Við skólaslitin afhenti Sigurjón Pét- ursson, formaður skólanefndar, nemendum prófskírteini. Frá stofn- un Tyggingaskólans hafa verið gef- in út 820 prófskírteini. Að undan- förnu hefur tilhögun og uppbygging náms í skólanum í vaxandi mæli tekið mið af þróun í menntamálum vátryggingamanna í samkeppnis- löndum íslendinga. Formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, Ólafur B. Thors, aflienti nemendum bókaverðlaun fyrir framúrskarandi prófárangur. Nemendur sem verðlaun hlutu að þessu sinni voru Lára Jóhannsdóttir hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og Valdimar Johnsen hjá Vá- tryggingafélagi íslands hf. (Fréttatilkynning) Rekstrarstjóri Ný- listasafnsins ráðinn RÁÐINN hefur verið rekstrarstjóri við Nýlistasafnið, Ragnheiður Ragnarsdóttir, arkitekt og myndlistarmaður, hefur verið ráðin í stöðuna og hóf hún störf 1. apríl sl. Frá upphafi stofnunar safnsins 1978 hefur svo til öll vinna í safn- inu verið framkvæmd af meðlimum í félagi Nýlistasafnsins. Þessi vinna hefur verið grundvallandi fyrir líf og starf í safninu og hefur hún verið innt af hendi endurgjaldslaust að mestu. Ragnheiður Ragnarsdóttir lauk prófi í arkitektúr frá Akademíunni í Kaupmannahöfn 1981 ogbrottfar- arprófi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands 1991. Hún hefur á undanförnum árum starfað m.a. hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, á Teiknistofu Guðrúnar _ Jónsdóttur og hjá Arkitektafélagi íslands. Frá því hún lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla íslands hefur hún tek- ið þátt í sýningu ásamt austurríska myndlistarmanninum Franz Graf í Gent í Belgíu, séð um uppsetningu á sýningu í Gerðubergi ásamt fleir- um í tilefni 60 ára afmælis Guð- bergs Bergssonar, verið í stjórn Nýlistasafnsins og tekið þátt í und- irbúningi safnsýninga þar. Starfssvið rekstrarstjóra er margþætt, en auk þess að sjá um daglegan rekstur safnsins felur það í sér skipulagningu safnsýninga, boðssýninga á vegum safnsins, umsjón með listaverkaeign og öll tengsl við utanaðkomandi aðila, s.s. erlend söfn og sýnendur. Opnunar- tími skrifstofu er frá kl. 14—18 alla virka daga. (Fréttatilkynning) Nýstúdentar frá Kvennaskólanum í Reykjavik. Kvennaskólinn út- skrifar 53 stúdenta KVENNASKÓLANUM í Reylqavík var slitið laugardaginn 22. maí sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Utskrifaðir voru 53 stúdentar, 19 af félags- fræðibraut, 18 af náttúrufræðibraut og 16 af nýmálabraut. í skólanum voru 413 nemendur sl. vetur, þar af 203 í 1. bekk eða 100 fleiri en fyrr. Skólinn fékk til umráða nýrri byggingu gamla Verzlunarskólans og deildi henni með Háskóla íslands en framvegis verður allt húsið tekið undir Kvennaskólann og nemendafjöldinn verður á næstu árum á bilinu 450-500. Bestum árangri á millibekkjaprófí náði Anný Lára Emilsdóttir, 1. bekk, I. ágætseinkunn 9,58 og var það hæsta einkunn skólans. Hæst í 2. bekk var Ásdís Amalds og í 3. bekk Rakel Fjóla Kolbeins. Hæsta einkunn á stúdentsprófí hlaut Elísabet Gerður Þorkelsdóttir á náttúrufræðibraut 8,95. Fyrir það hlaut hún verðlaun úr Minningar- sjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda skólans, auk fjölda annarra verð- launa. Meðal annarra viðurkenninga og verðlauna má nefna bókaverðlaun frá erlendum sendiráðum sem flest runnu til Maríu Pétursdóttur og Sig- urborgar Ýrar Óladóttur á mála- braut. Úr Verðlaunasjóði frk. Ragn- heiðar Jónsdóttur hlaut Hildur Hrönn Oddsdóttir söguverðlaun og úr Móðurmálssjóði hlutu j>ær Sigur- borg- Ýr Óladóttir og Asdís Mjöll Guðnadóttir verðlaun fyrir íslenskar bókmenntir og málfræði. Verðlaun vom einnig veitt Lilju Sólrúnu Guð- mundsdóttur úr Verðlaunasjóði Guðrúnar J. Briem fyrir handmennt- ir og Steinunn Halldórsdóttir hlaut verðlaun frá Verðlaunasjóði Vigdís- ar Kristjánsdóttur fyrir myndmennt. Að þessu sinni vom einnig veitt í fyrsta sinn verðlaun fyrir bestu „stúdentsprófsritgerðina" úr Verð- launasjóði dr. Guðrúnar P. Helga- dóttur sem stofnaður var í tilefni af sjötugsafmæli frú Guðnínar á sl. ári. Þessi verðlaun hlaut Ásdís Mjöll Guðnadóttir. Frú Guðrún flutti ávarp af þessu tilefni og minntist atvika af ferli sínum sem íslensku- kennara. Skólameistari gerði „viðmót skóla“ að umræðuefni skólaslita- ræðu sinnar og þá kröfu sem felst í því hugtaki bæði til starfsfólks skóla en þó einkum til nemenda sjálfra. Ema G. Kaaber flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta, Ragna M. Gunn- arsdóttir talaði fyrir hönd 10 ára stúdenta og færðu þær skólanum peningagjöf. Einnig vom viðstaddar 6 konur úr 70 ára afmælisárgangi skólans sem rifjuðu upp undir kaffí- borðum ýmsar minningar úr tíð frk. Ingibjargar H. Bjamason og frk. Ragnheiðar Jónsdóttur enda voru skólaár. þeirra mikið blómaskeið í sögu skólans. Við athöfnina lék Hörður Áskels- son á kirkjuorgelið og lauk svo 119. starfsári Kvennaskólans í Reykja- vík. (Fréttatllkynmng.) Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. Hressir sölumenn! SLATTUVELAR OG ORF SLÁTTUVÉLAR: R A F -, BENSÍN-, HJÓLA- EÐA LOFTPÚÐAVÉLAR PÚ FINNUR VÉL VIÐ PITT HÆFI í GARÐINN ÞINN HJÁ OKKUR. MTD 478 R Stór og öflug sláttuvél með 5 hp B&S mótor með drifi, auðstillanlegum hjólalyftum og stórum grassafnara. VerB 64.250,- kr. Vélar m/grassafnara verB frá 34.750,- kr. MTD 072 R Ódýr lúxusvél með 3,75 hestafla vél. 50 cm sláttubreidd, stór og breið hjól, útbúin auðstillan- legum hjólalyftum. Meðfærileg í flutningi og geymslu. Verö 24.900,- kr. Flymo E 300 Rafknúni svifnökkvinn. Þú hefur hann í hendi þ( léttan og meðfærílegan. Bestur fyrir litlar lóðir. Verö 15.900,- kr. 042 R Verö 19.900,-kr. RAÐGREIÐSLUR (B) Opið á laugardögum frákl. 10:00 til 16:00. G. Á. Pétursson hf. Sláttuvélamarkaðurinn Faxafeni 14 • Sími: 68 55 80 Flymo raforf MT 300 Rafknúið orf sem hentar vel til þess aö slá grasbrúska og illgresi á litlum og meðalstórum lóöum. 350 W 7.550,- kr. 450 W 8.925,-kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.