Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Sjötugur Gunnar Dal Mér er tjáð að vinur minn, Gunn- ar Dal, sé að verða sjötugur 4. júní í ár. Sá maður hefur lagt mikið af mörkum til skáldskapar og heim- spekisögu. Núna seinast hefur hann auk annars sent frá sér 5 bæklinga um heimsmyndir hinna ýmsu fræði- greina. Lýsir hann þar þróunarferli heimsmyndarinnar hjá manninum frá því að hann fyrst bytjaði að hugsa þangað til aðrar greinar höfðu bæst við. Þetta er framhald af bókinni „Heimsmynd okkar tíma“ sem hann gaf út fyrir tíu árum (1983) og lýsti þróun heimsmyndar- innar frá árinu 1965, en það ár markaði viss tímamót. Því tala ég fyrst um þetta, að þegar ég stund- aði nám í guðfræði um 1965 var hörgull á bókum sem sögðu okkur frá heimsmyndum aldanna. Á þann skort reyndi stundum í tímum í trú- arbragðaheimspeki hjá séra Jóhanni Hannessyni prófessor. Úr þessari þörf hefur Gunnar bætt á þann ein- falda hátt, sem honum einum virðist mögulegt. Þegar fóik á um sárt að binda, hef ég tekið eftir, leitar það oft huggunar i ljóðabók sem Gunnar þýddi eftir kristið skáld að nafni Kahlil Gibran. Þar er um að ræða „Spámanninn", sem selst hefur í 30 þúsund eintökum og oft er vísað til í minningargreinum við hlið versa eftir séra Valdimar Briem. Þetta á ekki að verða bókatai, heldur nefni ég þetta til að benda á spor sem Gunnar hefur skilið eft- ir sig, og eins og Ágústínus kirkju- faðir segir, eru sporin merki um einhveija lifandi veru. Gunnar hefur verið mér og mörgum öðrum, sem sitjum á Café Hressó („Skálanum" hinum eina og sanna) á morgnana slík lifandi vera, sem hefur mótað fótspor sín í sálir okkar. Hann er platónisti fram í fingurgóma, hug- hyggjumaður sem hefur þurft að beijast við efnishyggjutrúarbrögð liðinnar aldar, og oft hefur honum sárnað þegar fulltrúar þeirra trúar- bragða hafa beint að honum spjót- um sínum. Ég hefi tekið eftir því að margir hafa talið sér skylt að ráðast á þennan fulltrúa hughyggj- unnar, en hann hefur brugðið skjót- Stretsbuxur kr. 2.900 Mikift úrval af allskonar buxum Opib ó laugardögum kl. 11-16 um brandi mót slíkum öflum. Fyrstu bækur Gunnars Dal las ég þegar systir mín keypti sér „Rödd Indlands“ (1953) og „Þeir spáðu í stjörnurnar" (1954). Þá strax tók ég eftir einfaldleikanum í frásagn- arstíl hans, sem allir leikmenn eiga að geta skilið. En það er fyrst síð- ustu 15 árin eða svo, sem ég hefi notið daglegra samvista við mann- inn um lengri eða skemmri tíma. Mér eru minnisstæðar margar frá- sagnir úr Indlandsför hans um 1950, en þar lenti hann að sjálfsögðu í merkilegum ævintýrum. Einu sinni villtist hann inn í glæpahverfi í Bombay, en það varð honum til lífs, að bera á höfðinu einkennishúfu lögreglustjórans í Bombay, sem af einhvetju undarlegu tilefni hafði lent á fornsölu í London, þar sem íslendingurinn ungi fékk hana ódýrt. - Auðvitað án þess að hafa hugmynd um hverslags höfuðfat þetta væri! Gunnar Dal er kunnáttumaður í ljóðagerð. Hann stendur föstum fót- um í íslenskri skáldskaparhefð. Hann er sálufélagi Davíðs Stefáns- sonar, sem hann hyllti, að mér skilst í nafnlausri grein í Morgunblaðinu á sextugsafmæli skáldsins. Hann forsmáir þó ekki önnur ljóðform, ef honum þykir þau einhvers virði, svo sem þýðingar hans á ljóðum Gibrans og Tagores bera vott um. („Spámað- urinn“ (10 útgáfur frá 1958) og „Mannssonurinn" (2 útgáfur frá 1986) eftir Gibran, en „Móðir og bam“ (1964) eftir Tagore.) Nýjasta dæmið er í ljóðabók hans sjálfs: „Hús Evrópu“ (1991). Gunnar hefur flokkað ljóðagerð í nokkra flokka eftir gæðum, formi og innihaldi. í efsta flokknum trónir „Faðirvorið" einsamalt. Það er best að segja hon- um núna, að nýlega las ég lærða þýska bók um upphaf endaríms. Höfundurinn telur þar, að „Faðir- vorið“ hafi upphaflega verið með endarími, og leiðir hann til þess rök frá Samveijum og úr Alexandríu- kristni. Þessi rannsókn bendir á endarímið sem þróað form í Jerúsal- em á dögum Krists. Gunnar Dal er kristinn maður, en það jafngildir engan veginn því að viðurkenna danska, norska eða sænska guðfræði (en þær hafa mótað kennimenn þjóðkirkjunnar á þessari öld). Nei, trú hans er trú heimspekings, sem mótaður er af kynnum við þijá menningarheima: grískan, vestur-evrópskan og forn- indverskan, einkum búddískan. Þess vegna talar hann um „öxulöldina": tímann sem ól Pýþagóras, Platón, Búdda, Lao Tse og Jesaja. Hann heldur því meira að segja fram, að það geti ekki verið tilviljun, að nöfn Pýþagórasar, Búddas og Lao Tses merkja öll „hinn uppljómaði". Það segir hann að minnsta kosti. Honum lýst ekkert á ýmsan misskilning Vestur-Evrópumanna á búddisma, sem grundvallast á slæmri franskri •• v þýðingu í upphafi nítjándu aldar, en Schopenhauer las þessa þýðingu, og bjó sér til túlkun á „Nirvana", sem á sér enga stoð í veruleikanum, en hefur engu að síður riðið húsum í háskólum Vesturlanda síðan og farið inn í menntaskólabækur að auki. Kristindómur Gunnars birtist m.a. í jólaljóði hans, sem Jón Ás- | geirsson samdi kórlag við, sem mig * minnir að hafi verið flutt í alþjóð- legri jóladagskrá fyrir nokkrum | árum. Ljóð þetta, „Á jólanótt", birt- I ist fyrst í bókinni „Kastið ekki stein- um“ (1977). Önnur ljóð um kristna trú eru m.a. „Trú mín“ („Öld fífls- ins“, 1981) og „í Péturskirkju" („Land minna mæðra", 1988). Sjálfur á ég Gunnari Dal að þakka ábendingar hans um guðshugtakið „ís“, sem ég að vísu gleypti ekki við svo auðveldlega, fyrr en ég eftir nokkur ár hafði komist á snoðir um ýmis atriði, sem studdu orð hans. Greinar mínar birtust síðan í Morg- unblaðinu árið 1987 og síðar í Al- þýðublaðinu og Tímanum. Ég hefi safnað fleiru í sarpinn þann. Skáldsögur hans eru athyglis- verðar að ýmsu leyti. Má ég minn- ast á sögu hans úr stúdentabylting- unni: „A heitu sumri“ (1970). Tvær bækur hans eru sögur úr indversku þorpi, þar sem nútíminn kveður sér hljóðs í formi samvinnuhreyfingar: „Karnala" (1976); „Gúrú Góvinda" | (1980). í þessum bókum, einkum * þeirri síðari, má fínna ejnhver spá- mæli um nútíma sögu. Önnur þess- ara bóka var send til UNESCO, Menningar- og fræðslusamtaka Sameinuðu þjóðanna, í þeirri von að hún yrði sett á lista samtakanna yfir góðar bækur. UNESCO veitti þá umsögn, að þeir gætu engan veginn mælt með henni, því að í henni væri ráðist á yfírvald í þriðja heiminum, en það var fjöldamorð- inginn Pol Pot í Kambódíu. (Ég hefi séð bréfið.) Fjórða skáldsaga hans heitir „Orðstír og auður“, og fjallar um dramatíska atburði í ein- hverri skáldlegri Reykjavík og skáldlegu Amarfelli og endar bókin sú á gosi í fellinu. Nú sendir útgef- andi hans frá sér fimmtu skáldsögu hans. Fyrir tíu áram var Gunnari GÆÐAFLISAR A GOÐU VEM)I >ra >íu - ■ \ic -U.i- S ss. Tl Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 9098 Piparstautur VARIST EFTIRLÍKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.