Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 40
AO MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Bjarki Friðriks- son - Minning Nú er hann Bjarki farinn. Hverj- um dettur í hug að á svona stuttum tíma geti maður misst góðan vin? Við kynntumst Bjarka fyrir nokkrum árum, en samt ekki sem vini fyrr en Bjarki og Helga byijuðu að vera saman. Þó svo að það slitn- aði upp úr því þá urðu þau nákomn- ari en fyrr. Bjarki var alltaf hress og kátur. Þegar við hittum hann var hann alltaf brosandi og hress. Hann var iðinn að koma fólki sem var niður- dregið í gott skap, en samt var allt- af gott að tala við hann um það sem bjátaði á. Bjarki var lífsglaður ungur drengur sem átti bjarta framtíð fyrir sér á sviði tónlistar sem hann unni ásamt mörgu fleiru. Hvernig getur lífið verið svona óréttlátt að taka svona góðan dreng frá okkur? Af hveiju hann? En eins og sagt er: Vegir guðs eru órann- sakanlegir. Við viljum þakka fyrir að hafa kynnst Bjarka og minnumst þeirra góðu stunda sem við áttum með honum. Engin orð fá lýst hve mikið við eigum eftir að sakna hans. Elsku Helga okkar og aðrir að- standendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og vonum að þið fáið allan þann styrk sem þið þarfnist. Anna Jóna, Guðmunda, Þóra, og Margrét (Magga). Fimmtudaginn 13. maí bárust okkur þær hörmulegu fréttir að vin- ur okkar Bjarki Friðriksson væri látinn. Hvað réttlætti það að 19 ára gamall drengur í blóma lífsins skuli vera hrifsaður burt svon snemma. Bjarka kynntumst við félagarnir í unglingadeild Seljaskóla og þróað- ist sá kunningsskapur brátt upp í góðan vinskap. Bjarki hafði þann einstaka hæfileika að sætta fólk, ef einhveijar deilur voru í vinahópn- um var Bjarki alltaf kominn til að sætta. Er líða tók á unglingsárin tók líf Bjarka nýja stefnu. Tónlistaráhug- inn og spilamennskan áttu hug hans allan og rættust langþráðar vonir hans um að eignast almenni- legt hljóðfæri er hann komst yfir forláta Hammondorgel sem hann lék á af mikilli snilld. Við félagarn- ir vissum að ef einhver ætti eftir að ná langt þá yrði það Bjarki. Bjarki ætlaði sér mikla hluti í lífinu og hefðu þeir vafalaust ræst hjá honum hefði hann fengið að vera áfram meðal okkar. En minn- ingin um góðan dreng, félaga og vin mun að eilífu lifa í hugum okk- ar og hjörtum. Við biðjum Guð að styrkja þau Friðrik, Þuríði, Arnar, Sigríði og Viðar í þessari miklu sorg. Guðjón, Olafur, Ottar og Karl (Kalli). Nú er hann Bjarki, fyrsti vinur minn, dáinn. Ég kynntist honum þegar ég fluttist í Jörfabakkann fjögurra ára gamall. Við urðum strax vinir og gerðum ýmislegt saman. Við vorum svo litlir að vinir á þessum aldri voru þeir eða sá sem kom heim til manns eða sá sem maður heimsótti. Við vorum mjög mikið saman þegar við vorum litlir og reyndar er það sem við Bjarki gerðum sam- an það eina sem ég man síðan þá. Hann var fyrsti jafnaldrinn sem kallaði mig Marra og það litla at- riði skipar dálítið sérstakan sess hjá mér. Þrátt fyrir ungan aldur var það sem við gerðum ekki til að birta á prenti. Við eigum okkar leyndar- mál. Þá vitneskju eigum við saman og við eigum eftir að ræða það aft- ur seinna þegar röðin kemur að mér. Eftir nokkurra ára kynni fluttist hann til Danmerkur, en áður en hann fór, lofaði hann mér að hann skyldi koma aftur. Það gerði hann. Kvöldið sem hann kom heim hitti ég hann úti á velli. Ég var tíu ára en hann ellefu. Við heilsuðumst frekar vandræðalega, en urðum strax vinir aftur. Ótrúlegt en satt. Þeir hlutir sem við gerðum þá voru ekkert ósvipaðir því sem ég man helst eftir frá því við kynntumst. Unglingsárin voru innan seilingar og við byijuðum að fikra okkur áfram í samskiptum kynjanna. Öllu heldur hann, því að ég var meira í ætt við boðbera milli hans og stelpn- anna sem hann hreifst af og hrif- ust af honum. Eitt kvöldið varð eitthvert ósætti milli hans og stelpunnar sem hann var með á föstu það skiptið. Hann sat með tárin í augunum og bað mig að flytja skilaboð til hennar sem sat í horninu á móti í svipuðu ástandi. Sem betur fer fór allt vel í það skiptið. Rúmlega ári eftir að hann kom heim frá Danmörku, fluttist hann í Seljahverfið, ég í Vogana og við misstum samband. Við hittumst við og við og þegar svo bar undir töluð- um við saman og við áttum eitt stórt leyndarmál síðan við vorum litlir sem við höfum aldrei sagt neinum frá og enginn fær nokkum tímann að vita. Það eigum við sam- an. Hann var fyrsti vinur minn og það er skrítið að hugsa til þess að hitta hann ekki oftar. Þama misst- um við góðan dreng og skarðið sem hann skilur eftir sig, verður aldrei fyllt. Fjölskyldu, ættingjum og vinum hans votta ég samúð mína. Ingimar Helgason. Kveðja frá félögum í skáta- félaginu Segli Okkur félögunum bárust hörmu- leg tíðindi á föstudaginn 14. maí, að okkar kæri skátafélagi Bjarki Friðriksson væri farinn frá okkur eftir stutta viðveru á jörðinni. Við kynntumst Bjarka þegar ha,nn byij- aði í skátafélaginu Segli í Selja- hverfi fyrir sjö árum. Bjarki var mikill fjörkálfur og átti mjög auð- velt með að eignast nýja vini, og voru þeir ófáir. Skátastarfið átti mjög vel við hann og hann vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Hann stofnaði ásamt nokkrum fé- lögum ljósmyndaklúbb Seguls og var kosinn fyrsti formaður þess. En þegar tíminn leið þá beindist hugur hans allur að tónlist. Hann reyndist mjög fær á því sviði og er skemmst að minnast afreks hans á uppsetningu FB á Ðí Kommitt- ments þar sem hann fór á kostum á Hammondinn. Tendraðu lítið skátaljós, láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er. Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjama skær, lýsir lýð, alla tíð nær og fjær. Við vottum fjölskyldu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okk- ar. Eitt sinn skáti — ávallt skáti. Jón, Eðvald, Sigurjón, Eyþór og Páll. Hinn 13. maí fengum við þá sorg- arfrétt að Bjarki vinur okkar væri farinn. Minningin um þennan lífs- glaða dreng mun alltaf lifa í hjört- um okkar. Bjarki var góður strákur og það var ávallt gleði í kringum hann hvar sem hann var, og munum við sérstaklega eftir brosinu hans því að Bjarki var alltaf brosandi. Framtíð Bjarka var björt og var hann mikill tónlistarmaður. Hann var miðpunktur í vinahópi okkar og mun aldrei neinn koma í hans stað. Minning Bjarka mun aldrei gleymast og við minnumst alltaf þeirra góðu stunda sem við áttum með honum. Elsku Þuríður, Friðrik, Arnar, Sigga og Viðar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykk- ur styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg. Kveðja, Linda Dögg, Mekkin, Sigurrós og Oddrún. Það var síðari hluta fimmtudags 13. maí að síminn hringdi. Systir mín segir að hann Bjarki hans Frið- riks sé alvarlega veikur. Ég stend vanmáttug með símann í hendi. 200 kílómetrar aðskilja mig og bróður minn, mágkonu og börn þeirra. Ég get ekki einbeitt mér að nokkrum hlut, en bíð nánari frétta. Loks kemur aftur hringing með frétt, sem ég óttast mest af öllu. Það eina sem ég gat gert var að hugsa til fjölskyldunnar í Kambaselinu og biðja fyrir þeim öllum. Ég hugsaði um allar stundir sem fjölskyldur okkar hafa átt saman á heimilum okkar í Reykjavík, fyrir vestan og einnig i sumarfríum. A heimili þeirra, fyrst í Karfavoginum síðan í Leirubakkanum, var ætíð nóg rými fyrir okkur að gista þegar farið var til Reykjavíkur, þó að húsnæðið væri ekki stórt. Frá þess- um tíma minnist ég litla hrokkin- hærða stráksins, hans Bjarka, sem var svo ljúfur og kátur og hjúfraði sig að frænku ef svo bar undir. Sofnaði á maganum með rassinn upp í loftið. Við deildum saman gleði og sorgum. Að vori 1976 bið- um við Þuríður báðar komu barna okkar í þennan heim, þeirra Siggu og Atla, sem fæddust með mánaðar millibili. Síðan á ég minningar sem gott er að geyma. Það var mikið átak þegar fjöl- skylda þeirra fluttist til Danmerkur til námsdvalar í fjögur ár. Fannst mér það langur tími. Ekki var verið að hringja milli landa i þá daga heldur voru send bréf þrátt fyrir annríki. Eitthvað breikkaði bilið milli okkar við þennan aðskilnað, þó einkum barnanna sem stækkuðu og þroskuðust og Viðar bættist í hópinn þeirra. I Galtalækjarskógi var árvisst að hittast á Bindindismóti. Þar urðum við vitni að frumraun Bjarka sem söngvara með hljómsveitinni „Elsku Unni“. Þar nutu hann og félagar hans aðstoðar föður Bjarka i ríkum mæli þar sem hann var vel heima í tónlistarflutningi. Þá var ljóst að þarna átti hann framtíð fyrir sér. Frænkum hans fannst Bjarki þar á köflum dálítið djarfur, á stuttbux- um og bol þótt kalt væri og rign- ingj en þannig skyldi það vera. Ég hef með dvöl minni á heimili fjölskyldunnar í Kambaselinu á undanförnum dögum orðið vitni að lísfreynslu sem ekki gleymist. Þar hefur verið líkt og félagsmiðstöð ungs fólks sem kemur og fer, gefur og þiggur. Ég vissi að samband foreldranna við vini Bjarka og Siggu væri gott en að það væri þessu líkt grunaði mig ekki. Það er ómetanlegt fyrir alla sem hlut eiga að máli. Framlag vina Bjarka á kveðjustund í tónlistarflutningi er okkur ljós í myrkrinu, það var gert af tilfinningu og smekkvísi, þar voru gefnar gjafir af sannri vináttu. Við ykkur krakkar mínir, sem eruð vinir Bjarka og Siggu og veitt- uð mér styrk á erfiðustu stundum á liðnum dögum með því að leyfa mér að gefa ykkur af móðurum- hyggju minni, vil ég segja: Lífið heldur áfram, en gætið ykkar, ekki síst meðan þið eruð í sárum, lífið er dýrmætt og geymið allar liðnu stundir í hugskoti ykkar. Það hefur verið fjölskyldunni ómetanlegur styrkur hve margir hafa Iitið inn eða haft samband á annan hátt, boðið fram aðstoð, verið boðnir og búnir til allra hluta. Að eiga góða vini er á reynir er dýrmætt. Ég bið góðan guð að styrkja alla vinina, bróður minn, mágkonu, börnin þeirra og síðast en ekki síst afa og ömmu á Jarðlangsstöðum. Megi Bjarki hvíla í friði. Magndís Alexandersdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BRYNHILDUR INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR Ijósmóðir, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álfta- nesi, mánudaginn 7. júní nk. kl. 13.30. Þórunn Haraidsdóttir, Þórmundur Þórarinsson, Elsa Haraldsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Jóna Haraldsdóttir, barnabörn og Valdimar S. Jónsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DANÍEL FRIÐRIK GUÐMUNDSSON fyrrverandi bóndi og oddviti, Efra-Seli, Hrunamannahreppi, verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarfélag aldraðra, Hrunamannahreppi, eða Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra. Ástríður Guðmundsdóttir, Helgi E. Danfelsson, Ásdís Daníelsdóttir, Ástríöur G. Daníelsdóttir, Jóhanna S. Daníelsdóttir, tengdasynir og barnabörn. t Útför systur okkar, GUÐNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR frá Dufansdal, Grænumörk 1, Selfossi, fer fram laugardaginn 5. júní kl. 15.00 frá Selfosskirkju. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Ragnheiður Ólafsdóttir, Jakob Ólafsson. t Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, GYÐA SÓLRÚN LEÓSDÓTTIR, Suðurgötu 16, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. júní kl. 13.30. Guðbjörn Haffjörð Jónsson, Ása Dóra Halldórsdóttir, Skjöldur Skjaldarson, Jóhannes Pétur Halldórsson, Halldór A. Halldórsson, Guðrún Eiríksdóttir, Inga Lóa Steinarsdóttir, Leó Guðmundsson, Gyða Jóhannesdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRA JÓHANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Melgerðí, Fáskrúðsfirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað 30. maí sl., verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. Reynir Níelsson, Sigurveig Níelsdóttir, Vignir Jóhannesson, Svavar Níelsson, Aðalbjörg Nfelsdóttir, Georg Einarsson, Sævar Níelsson, Guðrún Níelsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Skúli Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og veittu styrk við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar og systur, HELGU HELGADÓTTUR, er lést af slysförum 20. maí. Helgi Sigurðsson, Stefanía Sigmarsdóttir, Guðríður Helgadóttir, Sigurður Helgason og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.