Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 25 Weetab/x IVeeiabix Tónstjörnur heiðraðar MICK Jagger og Keith Richards, úr þeirri gamalgrónu hljómsveit Rolling Stones, voru síðastliðið miðvikudagskvöld vígðir inni í Heiðurs- klúbb tónskálda. Richards sagði um lagasmíðar sínar og félaga sinna: „Besta lag í heimi var samið af Adam og Evu, og við erum bara að semja tilbrigði við það.“ Við athöfnina fékk Ray gamli Charles sérstök verðlaun fyrir að hafa gert tónsmíðar og hljóðfæraleik að sérstaklega árangursríku lífsstarfí; hér hefur Billy Joel (til vinstri) sagt eitthvað fyndið við Ray. Lyf gegn flensu innan seilingar? VERA kann að lyf gegn inflú- ensu sé innan seilingar ef marka má niðurstöður vísinda- Betlar- ar sýni kurteisi BETLARAR þurfa að sýna fyllstu kurteisi ef þeir ætla að sinna „starfi“ sínu í Wash- ington. Borgarstjórnin sam- þykkti nýverið að það væri leyfilegt að stunda kurteisis- legt betl í borginni, en bannað að áreita fólk. Mannréttindasamtök í Banda- ríkjunum hafa mótmælt sam- þykktinni og látið á sér skilja að hún kunni að bijóta í bága við stjómarskrána, þar eð hún hefti málfrelsi betlara. Samtökin hyggjast fá samþykktinni hnekkt með dómsúrskurði. HJART^NS TREFJARÍKT m JT T ORKURÍKT MAL FITUSNAUTT manna sem kynntar voru í tíma; ritinu Nature í síðustu viku. í tímaritinu er greint frá nefúða sem inniheldur efnasambönd sem hindra fjölgun og þar með útbreiðslu inflúensuveirunnar. Ónæmiskerfí mannskepnunnar hefur att kappi við inflúensu frá dögum Forn-Grikkja að því er hermt er. Nú bregður hins vegar svo við að vísindamönnum frá Englandi og Ástralíu hefur tekist að mynda efnasambönd sem virð- ast hægja útbreiðslu veirunnar í dýrum. Á yfirborði veirunnar er að finna ensím sem nefnist síalídasi og gegnir veigamiklu hlutverki í fjölgun hennar. Ensímið auðveldar veirunni einnig að smjúga inn í slímhúðina í nefi, hálsi og lungum. Vísindamönnunum tókst með að- stoð tölvu að líkja eftir tveimur efnasamböndum sem hindra en- símið síalídasa í að gegna hlut- verki sínu. Dýrum var síðan gefínn nefúði sem settur er saman úr þessum efnasamböndum og gaf tilraunin góða raun. HOLLT... Whole Wheal Breakfast Cereal trefjarIkur uorgunverður og gott með mjólk, súrmjól AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. Herferð gegn ólög- legum innflytj endum Kaupmannahöfn, Solingen, París. Reuter. The Daily Telegraph. FRANSKA stjórnin samþykkti í gær drög að nýjum lögum sem miða að því að stemma stigu við straumi innflytjenda til Frakk- lands. Samkvæmt drögunum þurfa margir innflytjendur að bíða lengur eftir landvistarleyfí eða heimild til að fá ættingja til Frakklands. Enn- fremur eru reglur um útlendinga sem giftast Frökkum hertar til að hindra málamyndahjónabönd. Enn- fremur eru framfærslustyrkir til útlendinga sem eru án tilskilinna leyfa takmarkaðir. Dagblaðið Le Monde hafði eftir Charles Pasqua, innanríkisráðherra Frakklands, að stefnt væri að því að „engir innflytjendur" kæmu til landsins. Ef það tækist ekki yrði það aðeins vatn á myllu hægriöfga- manna. Kirkjuleiðtogar í Frakklandi mót- mæltu ákvörðun stjórnarinnar og sögðu að ekki væri réttlátt að hegna útlendingum fyrir vaxandi glæpi og atvinnuleysi í landinu. Samkomulag náðist um nýjar reglur til að stemma stigu við ólög- legum innflytjendum í ríkjum Evr- ópubandalagsins (EB) á fímdi EB- ráðherra, sem hafa með málefni innflytjenda að gera, í Kaupmanna- höfn á þriðjudagskvöld. í samþykkt ráðherranna var hvatt til nákvæms eftirlits með og brottreksturs út- lendinga sem dveldust eða störfuðu í EB-löndunum án tilskilinna leyfa. Jafnframt sömdu ráðherramir um sameiginlegar reglur um samein- ingu fíölskyidna innflytjenda og flóttafólks. Nokkur hundruð manns efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan fundar- staðinn og sögðu að verið væri að breyta EB í eitt allsherjar lögreglu- ríki. Evrópulögregla, Europol, væri fædd með ákvörðun ráðherranna. Þjóðveijar hertu einnig í vikunni sem leið á löggjöf um innflytjendur og flóttamenn. Frakkar og Þjóðveij- ar eiga við mikinn vanda að stríða vegna ólöglegra innflytjenda og flóttamanna. I Frakklandi era allt að milljón ólöglegir innflytjendur og það sem af er árinu hafa 150.000 flóttamenn streymt til Þýskalands. Óttast er að franskir öfgamenn fari að dæmi þýskra skoðanabræðra sinna því um helgina var kveikt í rafeindatækjaverksmiðju í Ville- fontaine við Grenoble í eigu tyrk- nesks innflytjenda og vora haka- krossar málaðir á veggi hússins. Þá voru spjöll unnin á bænahúsi í ann- arri borg sem tyrkneskir innflytj- endur vöndu komur sínar í. Reuter Hjónavígslan æfð BRÚÐKAUP Narahitos, krón- prins í Japan, og heitmeyjar hans Nasako Owada fer fram á miðvikudag. Hjónavígslan var æfð í gær og myndin var tekin þegar keisaraynjan tilvonandi hélt á æfinguna frá heimili sínu í Tókýó. ÖRKIN 1012-10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.