Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 í STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Ferðalög og skemmtanir eru þér efst í huga. Láttu það ekki á þig fá þótt félagi virð- ist eitthvað utan við sig í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú og félagi þinn náið sam- komulagi um fjárfestingu. Vertu vel á verði í vinnunni og láttu ekkert framhjá þér fara. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Vertu samningafús og komdu til móts við óskir félaga þíns. Nú er um að gera að standa saman. Sam- vinna skilar árangri. i Krabbi (21. júní - 22. júl!) Skjótt skipast veður í lofti í dag og þú verður að grípa gæsina þegar hún gefst. Stattu við gefíð loforð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu ekki smámuni spilla góðu vináttusambandi. Ein- hver segir ekki allan sann- leikann. Kvöldið verður Ikærleiksríkt. Meyja (23. ágúst - 22. seDtemberl Komið er að tímamótum hjá þér í vinnunni. Þú lýkur verkefni sem setið hefur á hakanum. Varastu kæru- leysi í fjármálum. Vog “ (23. sept. - 22. október) Nú er rétti tíminn til að huga að helgarferð. Þú hefðir gaman af að heim- sækja vini. Gott er að kunna að velja og hafna. ’ Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert vel með á nótunufn í dag og þú nærð tilætluðum árangri. Gríptu þau tæki- færi sem gefast. Einhver er ýkinn í kvöld. Bogmaöur (22. nóv.. - 21. desember) «9 Oft vægir sá er vitið hefur meira. Ferðaáætlanir virð- ast ætla að ganga upp. Ekki eyða of miklu í skemmtanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ». Þótt þú náir góðum árangri í viðskiptum í dag þarft þú að gæta þín á þeim sem lofa miklu en standa ekki við það. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Kæruleysi getur valdið mis- tökum í vinnunni. Vertu vel á verði. Þú átt ánægjulegar stundir með vinum og ást- vini í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert með hugann við vinn- una, en varastu að vanrækja ættingja. Lestu vel smáa letrið ef þú stendur í samn- ingum. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR ( þETTA ER FOPNPI iMINN.) y,,SKAFTl SEHSI " } f V u : 4 HANN FÓg EINÚ SINNI I UPPSKUftÞ AN SVÆFINGAR' mm TOMMI OG JENNI LJOSKA HV/jO /' ÓSKÖPOHVA ER.TU /HE£> t' n þESSO ? f FERDINAND SMAFOLK DIP VOU FALL in love THE FIR5T TIME YOU 5AW ME ? H0U) AB0UT NOU)? I40U) PO YOU FEEL NOU) U)HEN YOU L00K AT ME 7 T/ U)ELL(UiHEN I TWI5T arouhplike THI5, IT 50RT OF HURT5 MY NECK.. ra H0LP 5TILL..IM G0IN6 TO HIT YOU WITH MY N0TE600K Varðstu ástfanginn af mér í Nei, svo mikil fyrsta sinn sem þú sást mig? áhrif hafðirðu ekki á mig. Hvað með núna? Hvað Sko, þegar ég sný Vertu kyrr ... ég ætla finnst þér núna þegar þú mér svona við, að lemja þig með stíla- horfir á mig? kenni ég eigin- bókinni minni. lega til í hálsinum BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Suður spilar þijú grönd og fær út hjarta. Þetta er sama spilið og var í þættinum í gær, að því undanskildu að nú á norður kóng-gosa sjötta í tígli, í stað kóngs smátt sjötta. Sem breytir töluverðu. Norður ♦ K5 VÁK ♦ KG8643 G92 Suður ♦ Á872 ¥7654 ♦ Á ♦ K1087 Sem fyrr á sagnhafí tvo vinn- ingsmöguleika. Hann getur reynt að fríspila tígulinn, eða einfaldlega svínað fyrir lauf- drottningu. Samningurinn er öruggur ef drottningin kemur niður önnur í tígli, svo það hlýt- ur að vera rétt að byija á þeim lit: Spila tígli á ás, fara inn í borð á spaðakóng og leggja nið- ur tígulkóng. En nú gerist ekki annað en það að báðir mótheijar fylgja lit með smáspilum. Þá er það spurningin: Á að spila þriðja tígl- inum í þeirri von að liturinn falli, eða svína fyrir laufdrottn- ingu? Nú er hægt að útiloka 5-1 og 6-0-legurnar. En það er ekki þar með sagt að líkurnar á 3-3 og 4-2-legunum aukist hlut- fallslega. En svo einfalt er málið ekki. Sem stafar af því að spil varnarinnar eru ekki jafngild. Drottningin er Iykilspil. Hafi hún ekki komið í ÁK, þá er hún ekki önnur. Sem þýðir að það verður að taka út úr reikningsdæminu þær 4-2-legur þar sem drottn- ingin er önnur, eða þriðjung. Fyrirframlíkur á 4-2-legu eru 48,5%. Þegar búið er að skera þriðjung af þeirri tölu standa eftir 32,3%, en er aðeins undir líkunum á 3-3-legunni (35,5%). Með öðrum orðum: í stöðunni eru 52,4% líkur á því að liturinn falli 3-3! Því er rétt að spila þriðja tíglinum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Gausdal í Noregi í vor kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Ferd- inands Hellers (2.565), Svíþjóð, sem hafði hvítt og átti leik, og Spyridons Skembris (2.565), Grikklandi. 18. Bxb6! (Nákvæmara en 18. Rb5 - a6 19. Bxb6 - cxb6 20. c7h— kb7) 18. - cxb6 19. c7+ Ka8 20. cxd8 - Hxd8 21. Hadl - f5 22. d6 og með skiptamun yfir vann Hellers skákina auðveld- lega. Hann deildi efsta sætinu með Dananum Bjarke Kristensen og Norðmanninum Jonathan Tis- dall sem báðir náðu áfanga að stórmeistaratitli. Hellers hefur verið sigursæll í vor, í maí lagði hann Ulf Andersson að velli í ein- vigi 3‘/2-2‘/2 og er nú veldi And- erssons í sænsku skáklífi ógnað í fyrsta skipti í aldarfjórðung.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.