Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 51
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 51 Skakkaföll hjá KR-ingum: Ragnar meiddist aftur Óskar Hrafn Þorvaldsson verðurfrá í tvær vikur RAGNAR Margeirsson, markakóngur KR á sfðasta tímabili, meiddist á æfingu í gærkvöldi. Var talið að hásin hefði slitnað og reynist grunurinn á rökum reistur leikur hann sennilega ekk- ert með liðinu í sumar. Tómas Ingi Tómasson, annar miðherji liðsins er einnig meiddur og Óskar Hrafn Þorvaldsson, miðvörð- ur KR og U-21 s árs landsliðsins, verður frá keppni í a.m.k. tvær vikur. Þorvaldur samdi við Stoke ÞORVALDUR Örlygsson skrif- aði í gær undir tveggja ára samning við enska 1. deildar- liðið Stoke City. Þorvaldur sagðist í samtali við Morgun- blaðið vera ánægður með samninginn, aðstæður væru góðar knattspyrnulega séð í Stoke, en borgin sjálf væri ekki sérlega áhugaverð. orvaldur sagðist hafa átt í við- ræðum við nokkur lið í Eng- landi síðustu vikur, m.a. West Ham, Middlesbrough og Leicester, en áhugi Stoke hefði verið mestur og eftir nokkra yfírlegu hefði hann ákveðið að ganga til liðs við félag- ið. Hann sagði að mikill hugur væri í mönnum í herbúðum Stoke og áhorfendur styddu vel við bakið á liðinu. Á siðasta keppnistímabili, er liðið lék í 2. deild, voru að meðal- tali 20 þúsund áhorfendur á heima- leikjum félagsins og sagði Þorvald- ur það segja mikið um góðan stuðn- ing áhorfenda. Þorvaldur sagðist búast við því að 1. deildarkeppnin yrði mjög hörð og erfíð. Það væru átta lið frá mið- Englandi í deildinni og því yrði mikið um nágrannaslagi sem alltaf væru erfiðir. „Liðið hefur alla burði til að standa sig vel, en það segir sig ekki sjálft að þó liðið hafí unnið aðra deild með nokkrum yfírburðum að það muni standa sig í fyrstu deild. Ég er ánægður með samning- inn og vona að ég geti gert eitt- hvað fyrir félagið og það fyrir mig,“ sagði Þorvaldur. Ikvöld Knattspyrna 2. deild karla Stjömuv.: Stjaman-Grindavík....20 Isaflarðarv.: BÍ-KA............20 Sauðárkr.: Tindastðll - Leiftur.20 fR-völlun ÍR-ÞrótturN...........20 3. deild karla Garðsv.: Víðir-Selfoss.........20 Dalvíkurv.: Dalvík - Haukar.....20 Kópavogsv.: HK - Völsungur......20 Gróttuv.: Grótta-Skallagrímur...20 4. deild karla Varmárv.: Afturelding-Fjölnir...,20 Valbjamarv.: Leiknir-Ármann....20 Nj arðvíkurv.: Nj arðvík - Ægir 20 Golfmót helgarinnar Olís-Texakó golfmótið verður ( Grafar- holtinu um helgina og er þetta þriðja mótið í sumar sem gefur stig til landsliðs. f fyrra voru keppendur rúmlega hundrað og búast má við enn fleirum að þessu sinni. Leikinn verður höggleikur með og án forgjafar. Skráning í golfverslun. Á laugardaginn, verður 18 holu opið mót á Selfossi og verður leikið 7/8 stableford. Opna Gatineau-kvennamótið verður hjá Golfklúbbnum Keili á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur. Skráningu lýkur klukkan 18 í dag en hægt er að skrá sig í síma 653360. Opna Landlistarmótið verður á Hlíðar- velli, Mosfellsbæ, á laugardaginn kl. 8. Skráning fyrir kl. 18 föstudag (667415). Dupont-mót Golfklúbbsins Kjarlar í Mos- fellsbæ verður einnig á laugardaginn. Á sunnudaginn verður aðeins eitt opið mót, fyrir utan Olís-Texakó þjá GR. Það er Bláalónsmót Golfklúbbs Grindavíkur. 18 holur með og án forgjafar. Fjórða golfmótið sem gefur stig til lands- liðs verður um helgina hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og það er Sævar Karl, umboðs- maður Boss sem gefur verðlaunin. Þetta er annað stigamótið sem fram fer 1 Grafar- holtinu og leiknar verða 36 holur með og án forgjafar, 18 á laugardag og 18 á sunnu- dag. I Kópavogi verður Sparisjóðsmótið á laugardag,’ 18 holur með og án forgjafar. A Nesinu veðrur Skeljungsmótð á laugar- dag og þar leika menn 18 holur með og án forgjafar. Á sunnudaginn verður Opna Sandgerðis- mótoð í Sandgerði og þar leika menn einn- ig 18 holur. LEK mót verður á Strandarvelli, Hellu á sunnudaginn. Skráning ( mótið er á morg- un, laugardag. Opna Bláalónsmót Golfklúbbs Grindavík- ur verður haldið á Húsatóftavelli á sunnu- daginn. Leiknar verða 18 holur. Skráning verður ( síma 92-68720 föstudag og laugar- dag frá klukkan 15 til 21. Óskar Hrafn Þorvaldsson Þjóðverjar hafa lýst yfir áhuga sínum á því að halda úrslita- keppni HM í knattspyrnu árið 2006. Joao Havelange forseti Alþjóða knattspyrnusam- bandsins hefur þegar lýst yfir stuðningi við hugmyndina. Fyrirvari Þjóðverja má teljast nokkuð góður, þrettán ár. Ástæðuna segja Þjóðvetjar þá að þeir þurfí tíma til að undirbúa leik- velli í Austur-Þýskalandi undir keppni sem þessa. Þjóðverjar vilja með því að halda keppnina halda upp á sameiningu þjóðarinnar og sagði Gerhard Mayer-Vorfelder, varafor- seti þýska knattspymusambandsins, STEFFI Graf endurheimti efsta sætið á heimslistanum með auðveldum sigri á Huberfrá Þýskalandi í undanúrslitum í einliðaleik kvenna á Opna franska meistaramótinu í gær. Svíinn Stefan Edberg tapaði óvænt fyrir átján ára Úkrafnu- manni, Andrei Medvedev, í átta manna úrslitum. Steffí Graf komst með sigrinum aftur í efsta sætið á heimslist- anum, en þar hefur hún ekki verið síðan í september 1991, er Mónika Seles velti henni af stalli. Seles er nú §arri góðu gamni, en hún er enn að jafna sig eftir að hún var stungin Oskar meiddist á hné í landsleikn- um gegn Rússum s.l. þriðju- dag, hnéskelin færðist til, vefir skemmdust og það blæddi mikið inná liðinn. Hins vegar voru öll liðbönd að þeir vildu með þessu reyna að stuðla að því að knattspyma í sam- einuðu Þýskalandi yrði ein sú besta í heiminum. Havelange forseti FIFA sagði að það myndi sína stuðning knatt- spymuhreyfingarinnar við sameinað Þýskaland í verki með því að ákveða að halda keppnina þar árið 2006.. Þjóðveijar hafa þegar stuðning Rússa, Svía, Belga, Ungveija og Dana innan FIFA og ætti umsókn þeima því að fá jákvæða afgreiðslu. Úrslitakeppni HM í knattspymu verður á næsta ári í Bandaríkjunum, árið 1998 í Frakklandi, Qórum ámm síðar í Asíu, líklega Japan, og Þjóð- veijar em líklegir til að hreppa hnoss- ið árið 2006. með hníf í apríl sl. Graf hafði mikla yfirburði í leikn- um og átti Huber aldrei möguleika. Graf sigraði 6-1 6-1 og mætir Mary Joe Femandez í úrslitaleiknum, en hún sigraði Arantxa Sanchez Vicario í hinum undanúrslitaleiknum giska létt, 6-2 og 6-2. Graf vildi lítið tala um stöðu sína á heimslistanum eftir leikinn, enda varpar það nokkmm skugga á stöðu hennar að Seles, sem var á toppn- umm, var stungin af meintum aðdá- anda Graf. „Ég er í úrslitum á stór- móti, það er það eina sem skiptir mig máli. Mér er alveg sama hvar ég er á heimslistanum," sagði Graf við blaðamenn eftir leikinn. heil og ef allt gengur að óskum ætti hann að geta. byijað að æfa aftur með spelkur í næstu viku. KR tekur á móti Víkingi á sunnu- dagskvöld og síðan sækir liðið Fylki Edberg úr leik Stefan Edberg tapaði nokkuð óvænt fyrir átján ára Úkrainumanni, Andrei Medvedev í átta manna úrslit- um. Medvedev sigraði 3:1 og var Edberg allt annað en hress með úr- slitin. Hann sagði að Medvedev væri mjög sterkur og ætti góða möguleika á því að klára dæmið. í dag verða undanúrslit í einliða- leik karla en þar mætast Hollending- urinn Richard Krajicek og Banda- ríkjamaðurinn Jim Courier annars vegar, og Sergi Bruguera frá Spáni og áðumefndur Medvedev hins veg- ar. heim eftir viku, en Ijóst er að Óskar Hrafn missir af þessum leikjum. Þá verður hann ekki með í Evrópuleikn- um gegn Ungveijum 15. júní og reyndar er óvíst með næstu leiki á eftir. Ragnar var skorinn upp vegna hnémeiðsla fyrir liðlega mánuði og byijaði á léttum æfíngum um miðjan maí. Hann virtist vera að ná sér, en hafi hásinin slitnað í gærkvöldi er ljóst að bið verði á að hann leiki. FOLX I ÍRSKI landsliðsmaðurinn Paul McGrath hefur beðið Jack Charl- ton þjálfara írska landsliðsins opin- berlega afsökunar á því að hafa ekki mætt til leiks er írska landslið- ið lék gegn Albaníu í síðustu viku. ■ PAUL McGrath, sem leikur með Aston Villa sagði í yfírlýsingu sem hann sendi frá sér að hegðun sín hefði verið heimskuieg og stærstu mistökin hafí verið að láta Charlton ekki vita er hann ákvað að mæta ekki til leiks. ■ MCGRATHgaf ekki aðra skýr- ingu á fjarveru sinni en þá en hann hefði verið langt niðri. ■ CHARLTON hefur tekið McGrath í sátt og verður hann í liði íra í næstu leikjum í undan- keppni HM, gegn Lettlandi og Lit- háen. I ALAN Smith var í gær ráðinn framkvæmdastjóri Crystal Palace, Hann tekur við af Steve Coppell sem verið hefur framkvæmdastjóri sl. 12 ár, en sagði af sér fyrir skömmu. Smith var aðstoðamaður Coppels síðustu þijú ár og er því öllum hnútum kunnugur hjá félag- inu. ■ KVENNAKNA TTSPYRNA verður að öllum líkindum með á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða árið 1996 í Atlanta. „Þrátt fyrir að við höfum ekki skrifað undir neinn samning erum við sann- færðir um að átta kvennalið keppá um Ólympíumeistaratitil í Atl- anta,“ sagði Sepp Blatter fram- kvæmdastjóri FIFA í gær. ■ STJÓRN enska liðsins Chelsea mun í dag tilkynna hver verður eftirmaður David Webb í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Get- gátur hafa verið upp um að það kunni að vera Glenn Hoddle, sem eitt sinn lék með Tottenham, og nafn Joe Jordan hefur einnig verið nefnt. Fjölskyldusæti á Laugardalsvelli Vegna reglna um að aðeins megi selja miða í sæti á leikj- um í HM hafa stæðin gegnt stúk- unni á Laugardalsvelli verið stúkuð niður í afínarkaða reiti og eru seld sem sæti, en sessur fylgja. Á leik Islands og Rússlands í fyrrakvöld kostuðu slíkir miðar 1.000 krónur, en 1.500 kr. í stúkuna og 500 kr. fyrir böm norðan megin við stúk- una. Faðir með tvo syni sína var ekki sáttur við skipulagið og sagði við Morgunblaðið að þetta fyrirkomu- lag gengi ekki upp. Fárániegt væri að selja bamamiða á sama verði og fullorðinsmiða ef fjöl- skyldur vildu sitja saman og allir TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMÓTIÐ Reuter Andrei Medvedev sigraði Svíann Stefan Edberg í átta manna úrslitum á Opna franska meistaramótinu í gær. Hann mætir Spánveijanum Sergi Bruguera í undanúrslitum í dag, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Richard Krajicek frá Hollandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Courier. Steffi Graf aftur efst Stefan Edberg tapaði óvænt í átta manna úrslitum foreldrar vildu ekki vita af bömum sínum einum á öðrum stað. „Þetta gerir það að verkum að ég kem ekki aftur á landsleik,“ sagði hann. Morgunblaðið spurði Snorra Finnlaugsson, framkvæmdastjóra KSÍ, hvort ekki væri ástæða til að breyta þessu og bjóða upp á sérstaka fjölskyldureiti í stæðun- um. „Að athuguðu máli er það rétt,“ sagði Snorri. „Þetta er réttmæt ábending og við stefnum að því að vera með fjölskyldusæti héðan í frá enda vi(jum við gera allt sem við getum til að koma til móts við þarfir áhorfenda." Þjóðveijar vilja HMárið2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.