Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 15 Rétt hjá Styrmi, rangt hjá Kristjáni eftír Jón Ásgeir Sigurðsson Morgnnblaðið sér ástæðu til þess að slá upp í fyrirsögn í sunnudags- blaði ásökun um að ég hafi framið eða reynt að fremja lögbrot. Mér er ljúft og skylt að bera hönd yfir höfuð, Félagsvísindastofnun Há- skótans segir jú að sunnudagsblað Morgunblaðsins beri fyrir augu 65 prósenta þjóðarinnar. Að kunna að eiga dagblað Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins segir í ágætri ræðu um stöðu íslenskra fjölmiðla, sem hann flutti á starfsmannaþingi Rík- isútvarpsins í maí síðastliðnum: „Það skiptir afar miklu máli, hveijir eiga fjölmiðla oghvort eigendur fjöl- miðla kunna að eiga þá. Mín sann- færing er sú, að ein helsta ástæðan fyrir velgengni Morgunblaðsins í bráðum 80 ár sé sú farsæld, sem fylgt hefur eigendum blaðsins. Þeir hafa kunnað að eiga blað og það er mikil kúnst. Þeir hafa borið gæfu til að haga rekstri Morgunblaðsins á þann veg að ráða starfsfólk á rit- stjórn blaðsins, sem síðan hefur haft frjálsar hendur um ritstjórnar- rekstur þess...“ Á öðrum stað í sömu ræðu lætur Styrmir Gunnarsson ritstjóri að því liggja að kaupsýsiumenn hafi haft svo mikinn áhuga á því að kaupa Stöð 2, það skuldsetta fyrirtæki, vegna þess að þeir hafi „áreiðanlega talið sig vera að kaupa áhrif'. Eg er Styrmi hjartanlega sammála, það verður að tryggja sjálfstæði fjöl- miðlanna og forsendan fyrir því er sú að eigendurnir kunni að eiga þá. Eftir að ég lagði inn umsókn um starf ritstjóra Tímans, var mér gerð fyrir þvl að í stjórn hlutafélagsins, sem ræður ritstjóra, hefðu menn áhyggjur af sjónarmiðum Kristjáns Loftssonar eiganda Hvals hf. og stjórnarformanns Olíufélagsins hf., sem er stór hluthafi í útgáfufélagi Tímans. Kristján þykist greina í fréttaflutningi mínum andstöðu við hvalveiðar. Eg er raunar hlynntur hvalveiðum, en ég lýg ekki til um atburði eða haga fréttaflutningi í þágu þeirrar skoðunar - eða and- stæðra skoðana. Miðað við þær upplýsingar sem ég fékk í síðustu viku, var samræmi við skoðanir Kristjáns Loftssonar samt sem áður óhagganleg forsenda fyrir því að umsækjandi kæmi til greina. Steingrímur Hermannsson stjórnarmaður sagðist 15. septem- ber hafa látið bóka í stjórn útgáfufé- lags Tímans mótmæli sín við þessum afskiptum Olíufélagsins og hótunum þess að leigja Tímanum ekki hús- næði við Hverfisgötu ef ég yrði rit- stjóri. Steingrímur kallaði þetta „óþolandi bolabrögð". Bryndís Hlöð- versdóttir stjómarmaður sagði mér að stjómarmenn hefðu vissulega áhyggjur af afstöðu Olíufélagsins. Jón Sigurðsson stjórnarfonnaður útgáfufélags Tímans sagði mér svo föstudaginn 17. september að við- horf Olíufélagsins stæðu sem bjarg í vegi fyrir því að ég yrði ráðinn ritstjóri. Úr því að skoðana Kristjáns Loftssonar á því hvað sé góð blaða- mennska gætti svo mjög við ákvörð- un stjórnar um ritstjóra, ákvað ég að draga umsókn mína um ritstjóra- starf hjá Tímanum til baka. Atvinnurógur Kristján Loftsson stjómarfor- maður Olíufélagsins hf. ásakar mig um að hfa verið „í vitorði með Græn- friðungum í tilraun til sjóráns". Skal nú greint frá tilefni þessara aivarlegu ásökunar stjórnarfor- mannsins. Enn skal það áréttað að blaðamenn em umboðsmenn al- mennings, þeir fylgjast með, verða vitni að og segja frá atburðum ein- vörðungu í þágu lesenda og hlust- enda. Óðrum hagsmunum þjóna góðir blaðamenn ekki. Fimmtudaginn 9. júní 1988 höfðu talsmenn Grænfriðunga samband við mig og báðu mig að koma til Massachusetts, þar drægi til tíð- inda. Mér var ekki sagt hvað stæði til. Ég leit á mig eins og blaðamann sem fær leyfi til þess að ferðast með skæruliðahópi öðrum megin við víglínuna. Þetta var tækifæri til þess að fylgjast náið með því fólki sem tekur þátt í aðgerðuin Græn- friðunga og gefa íslenskum lesend- um og hlustendum innsýn í starfsað- ferðir þeirra. Það var alveg ljóst frá byijun, 9. júní 1988, að sem blaða- maður segði ég frá öllu sem fyrir augu og eyru bæri. Það var líka alveg ljóst að ég væri á engan hátt þátttakandi í aðgerðum Grænfrið- unga, ég var viðstaddur sem blaða- maður. Þarna voru komnir í nákvæmlega sömu erindagjörðum blaðamaður frá því virta blaði Boston Globe og fréttamaður bandarísku fréttastof- unnar Associated Press. Okkur hafði verið gert viðvart með skömm- um fyrirvara, gegn því að við skýrð- um ekki fyrirfram frá áformum Grænfriðunga. Ég býst við því að Kristján Lofts- son átti sig ekki á starfsreglum blaða- og fréttamanna, og hann veit líklega ekki að orð hans um að ég hafi verið „í vitorði í tilraun til sjóráns" eru alvarlegur atvinnuróg- ur. Það er útaf fyrir sig fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að Kristján Varðandi golfvöll í aust- urhluta Fossvogsdals Opið bréf til bæjarstjórnar Kópavogs eftír Svein Ólafsson Hér með vísa ég til auglýsingar frá Skipulagsstjóra Kópavogs í Al- þýðublaði Kópavogs í júlí/ágúst sl. varðandi „tillögu að breytingu að staðfestu Aðalskipulagi Kópavogs 1988 til 2008“. Um leið vil ég hér með leggja fram mótmæli mín við þessari fyrir- huguðu breytingu. Rökstuðning minn er að fínna í blaðagrein í Morgunblaðinu 31. júlí sl. og sendi ég hjálagt ljósrit af þessari grein til áréttingar og mótmælum mínum til stuðnings. Þó ég telji ekki ástæðu til að fjöl- yrða öllu frekar um þessar fyrirhug- uðu breytingar til þrengingar á umgengnisrétti almennings á nefndu svæði, sem ítrekað áður hefir verið gefið til kynna að ætlað væri til almennrar útivistar, get ég ekki stillt mig um að bæta hér við einu atriði, sem aðrir hafa nefnt. Þetta er slysahættan af staðsetn- ingu golfvallar svo nærri byggð og umferð almennings — og jafnvel húsum — sökum þess mikla hraða, sem talið er að golfkúlur geti náð þegar slegið er. Upplýsingar i grein í danska tímaritinu „Fakta“ nr. 6/92 segja þennan hraða verulega mikið hærri en nefnt hefir verið í skrifum af ýmsum, eða 250 km/klst.. Þessi mikli hraði á harðri kúlu gefur all greinilega til kynna hættuna af golfkúlum fyrir fólk í námunda, eða byggð og t.d. glugga húsa, jafnvel bifreiðar og aðrar eignamuni. Því er vart að treysta að allir „Ég vil að lokum leyfa mér að vænta þess, að komið verði í veg fyrir það sorglega „slys“ sem fjöldi fólks telur það vera, ef áðurnefnd skipulagstillaga yrði samþykkt.“ golfíþróttamenn séu svo nákvæmir, að kúla geti ekki geigað og fari eitt- hvert annað en henni var ætlað. Segir sig nánast sjálft að slíkt, auk annarra ókosta við staðsetningu vallar af þessu tagi í Fossvogsdal, er ekki bara varhugaverð, heldur líka ótæk, jafnframt að verða að mínum dómi að teljast bein svik við margskyns fyrri yfirlýsingar, sem almennt hafa túlkast af fólki sem loforð um að Fossvogsdalur allur yrði opinn og látinn almenningi til afnota sem útivistarsvæði, án þeirr- ar víðtæku skerðingar, sem sam- þykkt áðurnefndrar tiliögu myndi hafa í för með sér. Til áréttingar læt ég fylgja hér með ljósrit af greininni úr tímaritinu „Fakta", um hraðann á margskyns knöttum og kúlum notuðum í alls konar sportiðkun — en þar er þetta greinilega framsett. Ég vil að lokum leyfa mér að vænta þess, að komið verði í veg fyrir það sorglega „slys“ sem fjöldi Sveinn Ólafsson fólks telur það vera, ef áðurnefnd skipulagstillaga yrði samþykkt. Vona ég að bæjarstjórnarfulltrúar upp til hópa meti meira áðurgefnar yfirlýsingar og loforð, ásamt því sem vafalítið má teljast almennur vilji og þarfir, en óskir takmarkaðs hóps íþróttaiðkenda, sem vitað er að muni eiga annarra kosta völ um lausn sinna mála, — sem þeir ættu að geta sætt sig við, og þar sem ekki þarf að ganga á rétt almenn- ings í byggðarlaginu, sem vafalítið myndi mælast illa fyrir og hugsan- lega valda ófyrirséðum núningi og óánægju ef úr yrði. Höfundur cr fyrrverandi fulltrúi og áhugamaður um útivist. Jón Ásgeir Sigurðsson. „Ég býst við því að Kristján Loftsson átti sig ekki á starfsreglum blaða- og fréttamanna, og hann veit líklega ekki að orð hans um að ég hafi verið „í vitorði í tilraun til sjóráns“ eru alvarlegur atvinnuróg- ur.“ reki harðan áróður fyrir sínum sjón- armiðum viðvíkjandi hvalveiðum. En fagmenn í blaðamannastétt láta ekki þvinga sig til þess að skekkja fréttaflutning eða bjaga hann í þágu sjónarmiða blaðaeiganda, þá geta engir lesendur treyst þeim. í för með Grænfriðungum Kristján Loftsson fullyrðir í Morgunblaðinu að ég hafí skrifað hólgrein um áðurnefndar aðgerðir Grænfriðunga í tímaritið Þjóðlíf. Það er ósatt, þetta var einfaldiega vettvangslýsing áhorfanda. Ég lýsti útliti fólksins og hvað það hefði fyrir atvinnu: „Það kom í ljós að allt fólkið á hótelinu þama í Gloucester var í fullu starfi hjá samtökum Grænfrið- unga, annaðhvort á prósentum við það að safna peningum, rannsókn- arstörf eða að skipuleggja mót- mælaaðgerðir. Flest vom búsett á austurströnd Bandaríkjanna, þar á meðal höfuðborginni Washington. Nokkrir voru með háskólapróf í líf- fræði eða félagsvísindum. Ýmsir sögðu sögur af svaðilförum við klif- ur upp skýjakljúfa til að koma fyrir mótmælaskiltum eða hlekkja sig fasta, eða við önnur mótmæli gegri mengun.“ Og þetta var ekki einhliða frásögn af Grænfriðungum. „Örn Daníelsson skipstjóri sat ekki auðum höndum. Hann óskaði þegar í stað eftir aðstoð strandgæsl- unnar, sem kom þeysandi á tveimur hraðskreiðum bátum þessa tvö hundruð metra frá höfuðstöðvunum við höfnina. Örn sagði mér eftir að mótmælunum lauk, að Grænfrið- ungar virtust hafa lagt áherslu á að allt færi friðsamlega fram. Strandgæslumenn sveimuðu um höfnina drykklanga stund en fóru loks um borð í Jökulfellið ásamt með lögreglunni í Gloucester. Þeir voru fljótir að klippa Pat Lowell lausan, þann sem hafði hlekkjað sig við mastrið miðskips. Síðan stóðu þeir í stímabraki við að ná niður Grænfriðungum sem höfðu komið sér fyrir í fjallgönguvöðum sem voru strengdir milli miðmastursins og krananna tveggja. Tveimur klukkustundum eftir að uppskipun átti að hefjast hug- kvæmdist lögreglumönnum að kalla á vettvang stigabíl frá slökkviliðinu. Stiganum var rennt undir Grænfrið- ungana og þar með voru þau öll, átta talsins, komin í vörslu lögregl- unnar. Enn var það til marks um nákvæman undirbúning og reynslu Grænfriðunga, að í landi beið þeirra lögfræðingur strax og fréttist af handtökunum. Nokkrir fískibátar létu úr höfn á meðan Grænfriðungar héldu Jökul- fellinu í böndum. Áhafnirnar gláptu á aðfarirnar um borð í skipinu og varð starsýnt á borðana með áskor- unum um stöðvun hvalveiða og bann við innflutningi á íslenskum fiski. Sumir sýndu uppréttan þumalfing- ur. Á leið í land kallaði stýrimaður á einum fískibátnum í okkur og spurði hvort við værum Grænfrið- ungar. „Ég er það,“ svaraði sá sem stýrði bátnum. „Þetta var vel gert hjá ykkur,“ hrópaði hinn á móti. Lögregluyfirvöld í Gloucester voru ekki á sama máli, því að átt- menningarnir voru hnepptir í varð- hald og ákærðir fyrir að ráðast i óleyfi um borð í erlent skip og fyrir óspektir á almannafæri. Þau voru dregin fyrir dómara síðar um dag- inn.“ Höfundur er fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum. Kynningarfundur DALE CARNEGIE• Þjálfun Fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69 Námskeiðið Konráð Adolphsson D.C. kennari I Fy/rurhæfni og árangur einstaklingsins HB Byggir upp leiðtogahæfnina -■ Bætir minni þitt og einbeitingarkraftinn I Skapar sjálfstraust og þor I Árangursríkari tján ing -■ Beislar streitu og óþarfa áhyggjur I Eykur eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér aröi ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 HD 0 STJORNUNARSKOLINN Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie* námskeiðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.