Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 1S Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fullkomin aðstaða BIFREIÐAEFTIRLITSMAÐUR að störfum í nýju stöðinni, en aðstaða við skoðun er ákaflega fullkomin og allt gengur hratt fyrir sig. Ný bifreiða- skoðunarstöð í Njarðvík Njarðvík. BIFREIÐASKOÐUN íslands hef- ur opnað nýja og fullkomna skoð- unarstöð við Njarðarbraut í Njarð- vík. Bifreiðaskoðun var áður til húsa við Iðavelli í Keflavík en hefur nú flutt alla starfsemi til Njarðvíkur. Nýja stöðin í Njarðvík er ætluð fyrir Suðumesjasvæðið og er hún sú áttunda í röðinni sem Bifreiðaskoðun Islands hefur byggt að sögn Sverris Sverrisson- ar rekstrarsljóra. Forstöðumaður Bifreiðaskoðunnar í Njarðvík er Guðmundur Helgi Guð- jónsson og sagði hann að um 10.000 bílar yrðu skoðaðir þar á ári, þar af væru um 7.000 aðalskoðanir, tæp- lega 2.000 endurskoðanir og síðan um 700 nýskráningar sem væri mesti fjöldi á landinu að Reykjavík undan- tekinni. Bifreiðaskoðun í Njarðvík er búin fullkomnum tækjakosti, stöðin, sem er sérhönnuð sem slík, er um 250 fermetrar og kostaði um 45 milljónir. Þar starfa nú 5 manns þar af 3 skoðunarmenn. -BB Samband ungra sjálfstæðismanna Fundur um störf SUS og framkvæmd stefnumála á þingi Yfirskrift fundarins er „Hvað varð um hugmyndir ungra sjálfstæðismanna“ SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur í kvöld fund um störf og stefnu SUS og framkvæmd stefnumála þess á Al- þingi undir yfirskriftinni „Hvað varð um hugsjónir ungra sjálfstæðismanna?" Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn í Kornhlöðunni og hefst klukkan 18. Jón Kristinn Snæhólm Ari Edwald Egilsson Einar Kr. Guðfinnsson Framsögu á fundinum hafa þeir Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms- málaráðherra, Jón Kristinn Snæ- hólm sagnfræðingur og alþingis- mennirnir Vilhjálmur Egilsson og Einar Kr. Guðfinnsson. í fréttatilkynningu frá SUS seg- ir m.a.: „Undanfarin ár hafa nokkr- ir fyrrverandi forystumenn ungra sjálfstæðismanna setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Margir vilja hins vegar meina að um leið og þeir náðu kjöri á Alþingi hafi þeir gleymt hugsjónunum, sem þeir börðust áður svo hatrammlega fyr- ir. Sú gagnrýni sem ungu mennim- ir héldu uppi á eldri forystumenn flokksins á sínum tíma hitti þá Guðlaugur Þór Þórðarson sjálfa fyrir er þeir komast til valda. Er þetta raunin? Hafa þessir menn villst af leið? Hvers vegna er báknið ekki farið burt? Hví eru hagsmunir kjör- dæmanna settir ofar heildar- hagsmunum þjóðarinnar?" Fundarstjóri á fundinum verður Guðlaugur Þór Þórðarson, formað- ur SUS. Ný bók uni mannfræði, túlkun og þýðingar NÝLEGA kom út bókin Bey- ond Boundaries: Understand- ing, Translation and Ant- hropological Discourse hjá Berg Publishers í Oxford á Englandi. Ritstjóri bókarinnar er Gísli Pálsson prófessor í mannfræði við félagsvísinda- deild Háskóla Islands. ' Mannfræðingar hafa löngum litið á sig sem „þýðendur“, hlut- verk þeirra sé fyrst og fremst fólg- ið í að brúa bilið á milli ólíkra menningarheima og gera fólki skiljanleg þau samfélög sem við fyrstu kynni reynast „framandleg" á einhvern hátt. Mannfræðingar hafa hins vegar í vaxandi mæli sett spurningannerki við slíkar hugmyndir. Ástæðurnar eru margþættar, m.a. sú fræðilega endurskoðun sem í vaxandi mæli hefur sett mark sitt á flest vestræn fræði og stundum er kennd við „póstmódernisma“ og þær djúp- stæðu breytingar á mannlegu samfélagi sem átt hafa sér stað á undanförnum árum og áratugum, ekki síst á sviði fjölmiðiunar og alþjóðasamskipta. Endalok kalda stríðsins og upplausn þjóðríkisins hafa vafalaust einnig haft sitt að segja. í bókinni Beyond Boundari- es er spurt hvaða áhrif slíkar fræðilegar, menningarlegar og pólitískar hræringar hafi á mann- fræðilega orðræðu. í bókinni eru tíu greinar: Gísli Pálsson rekur í inngangi breyting- ar á hugmyndum mannfræðinga um hvað það er að iðka mann- fræði, Ulf Hannerz fjallar um flæði fólks, hluta og hugmynda í heims- þorpi nútímans, Sholomo Deshen rekur deilur harðlínumanna og friðarsinna í ísrael, Halldór Stef- ánsson fjallar um „þýðingu“ ís- lenskra fornsagna á myndmál jap- anskra teiknimyndasagna, Levon Abrahamian gerir grein fyrir reynslu sinni af pólitísku umróti í Armeníu samfara upplausn sov- éska ríkisins, Gísli Pálsson fjaliar um ólíkar hugmyndir um fram- leiðslu og fiskveiðar með áherslu á íslensk viðhorf, Birgitta Edelman fjallar um nám og hæfileika í hópi járnbrautarstarfsmanna í Stokk- hólmi, Dan Sperber ber saman ólíkar hugmyndir um mannfræði- lega túlkun og skýringu, Unni Wikan fjallar um takmörk tungu- málsins í samskiptum fólks og mannfræðirannsóknum, og Tim Ingolf fjallar um sögu þýðingar- vandans og hlutverk þýðandans í samfelldum heimi án menningar- legra landamæra. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Silli Húsið sem konurnar hafa komið sér upp skammt frá Goðafossi. Handverkskonur inilli heiða Húsavík. „HANDVERKSKONUR milli heiða“ kallar sig félagsskapur kvenna úr Ljósavatns-, Háls- og Bárðardalshreppum, sem rekið hafa í sumar svokallaðan Goða- foss-markað í húsi, sem þær hafa komið sér upp skammt frá Skjálf- andafljótsbrúnni við Goðafoss. Konurnar framleiða markaðsvör- urnar mest á heimilum sínum yfir veturinn en koma þó saman stöku UNWERSITY HOSPITALITY MAN AGEMENT Gætir þú hugsað þér að stunda háskólanám á einum sólríkasta stað á jörðinni, Fort Lauderdale, Flórída? NOVA University, hospitality management býður upp á nám á eftirfarandi brautum: Hotel/cruise management. Food industry management. Travel industry management. ★ Menntun og starfsreynsla metin. ★ NOVA University er lánshæfur skóli skv. reglum LÍN. ★ Tækifæri til atvinnu í Bandaríkjunum á meðan, og að loknu námi. Fulltrúi skólans veitir upplýsingar og ráðgjöfá íslensku, fimmtudaginn 23. september, á Hótel Loftleiðum, kl. 20.00. Nova University is accredtied by the Commission on College of the Southern Association of Colleges and Schools to award bachelor's, master's, educational specialist, and doctoral degrees. Nova University admits students of any race, color, sex, age, religion or creed, or national, or ethnic origin. NOVA University's Center for Hospitality Management, 3301 College Avenue, Fort Lauderdale, Florida 33314, USA Tel: 901-305-476-1961. Fax: 901-305-476-1959. sinnum til vinnu, skrafs og ráða- gerða. Þær leggja áherslu á að vinna úr íslensku hráefni, svo sem ull, leðri og birki, og er framleiðslan mjög fjölbreytt og vel unnin. Þær segja að salan í sumar hafi gengið vel og þær hafi skapað sér nokkra vinnu með þessu, þótt tíma- kaupið sé ekkí alltaf hátt. Fréttaritari. ■ Grovbr0ds I blanding 1 i-komsbr&d med kefir lkg TILSÆT KUN VAND OG GÆR Ab*> RÚG- 0G KORNBRAUÐSBLANDA Þú bokar hollt og gróft brauð jyrir heimilið Nú er ttekifierið til að reyna sig við brauðbakstur. íAMO rúg- ogkombrauðsblöndunni er sérlega vönduð samsetning ofþeim hróefnum sem þarfitil að baka gimileg og holl brauð. Framkvtemdin er einfióld, allt frá því aðþutfia aðeins að bteta vatni oggeri saman við innihaldpakkanna. Sm - spennandi möguleiki i matargerð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.