Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 OLYMPIULEIKARNIR ARIÐ KNATTSPYRNA Athugasemd Andri Marteinsson, leikmaður FH, hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á fram- færi: „í umsögn frá leik KR og FH, sem fram fór s.l. sunnudag, er haft eftir Rúnari Kristinssyni, fyrirliða KR, að ég hafi gert eitthvað á hans hlut, sem varð til þess að hann sparkaði í mig og sló í andlitið á mér. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir, því ég braut ekki af mér og í sann- leika sagt komu viðbrögð fyrirliðans eftir leik mér á óvart — ég hefði frekar átt von á að hann kæmi til mín og bæðist afsökunar." Peking líldega fyrír valinu Niðurstaðan tilkynnt á morgun í Mónakó PEKING virðist vera líklegust þeirra fimm borga sem sækj- ast eftir því að halda Ólympíu- leikana árið 2000. Fram- kvæmdastjórn Aljóðaólympiu- nefndarinnar (IOC) fundar þessa dagana í Monte Karló og á morgun verður Ijóst hvar leikarnir verða haldnir eftir sjö ár. Borgimar sem sækjast eftir leik- unum eru Peking, Sidney, Manchester, Berlin og Istanbul og síðustu tölur herma að líkleg röð á atkvæðaseðlum flestra nefndar- manna IOC verði sú sama og hér er talið upp. Sidney var lengi vel talin líklegust og í skýrslum nefnd- armanna í sumar sagði að aðstaðan þar væri eins góð og hún gæti orðið, og mun betri en IOC færi fram á. Astralir segja líka að Sidn- ey sé val íþróttamannanna, en það er víst alls ekki það sama og val nefndarmanna IOC. En á morgun klukkan 18.20 að íslenskum tíma rennur stund sannleikans upp, en þá tilkynnir Juan Antonio Samar- anch, forseti Alþjóðaólympíu- nefndarinnar, hvar leikarnir árið 2000 verða haldnir. Pólitísk andstaða við Peking Mikil pólitísk andstaða er við að leikarnir verði haldnir í Peking því í Kína eru mannréttindi fótum troðin og telja menn því óþarft að verðlauna Kínveija með því að láta þá fá Ólympíuleikana. Forsvars- menn IOC hafa haldið því fram að þeir séu óháðir stjórnmálum og stjórnmálamönnum og telja sumir að nefndarmenn IOC muni kjósa Peking til að sýna svart á hvítu að nefndin sé ekki háð stjórnmál- um. Önnur ástæða sem talin er vega þungt er að Kínveijar stóðu sig vel á síðustu leikum og með því að halda leikana í Peking árið 2000 sé IOC að sýna Kínveijum að þeir standi að baki íþróttaupp- byggingunni hjá þeim. Enn önnur ástæða, sem reyndar er ekki mikið fjallað um, en talin er skipta mjög miklu máli í vali IOC er að í Kína er svo til óplæg- úr markaður fýrir risafyrirtæki sem styðja við bakið á IOC og Ólympíuleikunum. Hafa menn í því sambandi nefnt Coca Cola, Visa og fleiri stór fyrirtæki. Samkvæmt skýrslu nefndar IOC um aðstæður þá ætti Sidney að verða fyrir val- inu, ef hagsmunir íþróttamann- anna eru settir á oddinn, því að- stæður í Ástralíu eru mjög góðar. 89 greiða atkvæði Nefndarmenn eru 91 en aðeins 89 greiða atkvæði. Ivan Slavkov, forseti Ólympíunefndar Búlgaríu, kemst ekki til Monte Karló þar sem hann er í farbanni í heimalandi sínu vegna gruns um að hafa mis- notað almannafé, en hann er tengdasonur Todor Zhivkov fyrr- um leiðtoga búlgarska kommún- istaflokksins. Samaranch greiðir ekki heldur atkvæði. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að fyrst eru greidd atkvæði um borgirnar fimm og ef engin borg fær hreinan meirihluta, 45 atkvæði eða fleiri, greiða menn aftur atkvæði og nú um þær fjórar borgir sem flest atkvæði hlutu í fýrstu umferð. Sú borg sem fæst atkvæði fær fellur sem sagt út og þannig er haldið áfram þar til ein- hver borg fær hreinan meirihluta atkvæða. Menn telja nokkuð víst að Peking sé þegar búin að tryggja sér 35 atkvæði og vanti því aðeins tíu atkvæði til að fá leikana. Mjög sjaldgæft er að aðeins þurfi að greiða einu sinni atkvæði en svo Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfyssingar — 3. deildar meistarar LIÐ Selfyssinga hafði nokkra yfirburði í 3. deildinni í knattspyrnu, sem lauk nýlega. Liðið hlaut 42 stig úr 18 leikjum, en HK varð í öðru sæti með 34 og flyst einnig upp í 2. deild. Selfyssingar eru á myndinni. Aftari röð frá vinstri: Auðunn Hermannsson, gjaldkeri knattspyrnudeildar, Sævar Sverrisson, Hrafnkell Björnsson, Stefán Hólmgeirsson, Ingólfur Jónsson, Jón Einarsson, Þór Sigmundsson, Grétar Þórsson, Anton Hartmannsson, Sigurður Fannar, Gísli Björns- son, Elvar Gunnarsson, liðsstjóri, fyrir framan hann Einar Ottó Antonsson (Hartmannssonar), Magnús Sveinsson, Einar Jónsson, sonur hans Elías fyrir fram- an, Magni Blöndal Pétursson, þjálfari og leikmaður. Fremri röð frá vinstri: Ólafur Björnsson, formaður knattspyrnudeildar, Hjalti Þorvarðarson, Kjartan Bjömsson, stjórnarmaður, Valgeir Reynisson, Gunnar Garðarsson, Sveinn Jónsson, fyrirliði, Guðjón Siguijónsson, Gylfi Siguijónsson, Guðjón Þorvarðarson og Halldór Hlöðversson. Pekingbúar vongóðir STÚDENTAR í Peking tóku forskot á fagnaðarlætin í gær en íbúar þar í borg eru mjög vongóðir um að halda Ólympíuleikana árið 2000. toémR FOLK ■ GEIR Sveinsson gerði fjögur mörk fyrir Avidesa er liðið tapaði fyrir Pontivedra, 22:21, á útivell í fyrstu umferð spænska handbolt- ans um helgina. Júlíus Jónasson, félagi Geirs hjá Avidesa, komst hinsvegar ekki á blað yfir marka- skorara í leiknum. ■ BOGDAN Wenta, pólski landsliðsmaðurinn sem leikið hefur með Bidasoa á Spáni undanfarin ár, er nú kominn í herbúðir Barcel- ona. ■ MIKE Stulce, fyrrum ólympíu- meistari í kúluvarpi frá Bandaríkj- unum, sem vann bronsverðlaun á HM í Stuttgart í sumar, hefur ver- ið dæmdur í ævilangt keppnisbann fyrir að falla öðru sinni á lyfja- prófi. Hann hefur því verið sviptur bronsverðlaununum. ■ KEVIN Keegan, fram- kvæmdastjóri Newcastle, snaraði peningabuddunni á borðið í gær og keypti markvörðinn Mike Hooper á 500 þús. pund. Hooper, sem er 29 ára, hefur aðeins leikið 50 leiki með Liverpool síðan hann gekk til liðs við félagið 1985. ■ LÍKURNAR á að Bernhard Langer leiki með Evrópuúrvalinu gegn því bandaríska í Ryder- keppninni jukust verulega í gær en þá lék hann æfingahring með liðinu og stóð sig mjög vel. Hann fann ekkert til í hálsinum og telur líklegt að hann verði með. ■ LÍKLEGA verður Jose Maria Olazabal frá Spáni einnig með, en hann var í vafa áður en hann lék æfingahringinn í gær. ' gæti farið á morgun að Peking fái 45 atkvæði í fyrstu umferð. Sú nýbreyttni verður nú höfð við atkvæðagreiðsluna að nefndar- menn fá ekki að vita á milli um- ferða hversu mörg atkvæði hver borg hefur fengið, aðeins hvaða borg hefur dottið út. Þessi aðferð er höfð til að koma í veg fyrir að nefndarmenn greiði það sem kalla má „samúðaratkvæði“ eins og gerst hefur í fyrri kosningum. Árið 1991 hittist nefndin í Birm- ingham til að kjósa um hvar vetra- rólympíuleikarnir skyldu haldnir árið 1998. Salt Lake City var nærri dottin út í fyrstu umferð kosninganna og munaði aðeins einu atkvæði. Ástæðan var að margir nefndarmanna kusu Jaea á Spáni og Aosta á Italíu þar sem enginn bjóst við að þessir staðir fengju Ieikana og menn vildu koma í veg fyrir niðurlægjandi úrslit. Með þessu nýja formi á að koma í veg fyrir að menn greiði atkvæði í fyrstu umferð á annan hátt en þeir í raun og veru ætla sér. Gríðarleg öryggisgæsla Lögreglan í Mónakó hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga, eða á meðan Alþjóðaólymp- íunefndin hefur fundað í Monte Karló. Talsvert hefur verið um mótmæli við hótelið þar sem nefndarmenn funda, bæði hafa brottfluttir Tíbetbúar mótmælt því að Peking fái að halda leik- ana árið 2000 og Þjóðveijar sem eru á móti því að Berlín fái leik- ana hafa látið ófriðlega. Lögreglan í Mónakó var þó við öllu búin því hún hafði fengið aðstoð frá frönsku lögrelgunni auk þess sem hún hefur fengið 17 hunda til liðs við sig. Lögregl- an hefur 810 lögrelguþjóna á vakt til að vera við öllu búnir ef til alvarlegra mótmæla kemur. Úr frönsku óeyrðalögrelgunni koma 360 lögrelgumenn og 450 heimamenn eru einnig á vakt, þar af eru aðeins 260 í lögrelgu- búningum. Þyrlur fljúga stöðugt yfir ströndinni og átján lögrelgu- þjónar á mótórhjólum eru til taks nærri hóteli nefndarmanna. Ástæða þessarar miklu örygg- isgæslu er að Þjóveijar sem eru á móti því að Berlin bjóðist til að halda leikana hafa staðið fyrir blóðugum mótmælum í Þýska- landi og hótað því að endurtaka leikinn í Monte Karló áður en niðurstaða nefndarinnar verður tilkynnt. Lögreglan hefur einnig haft náið samstarf við starfsfé- laga sína í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.