Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 87 Tveir truf laðir... og annar verri Frábær grínmynd fyrir unglinga á öllum aldri. Tveir stjörnuvitlausir gæjar í Harlem ganga í lögguna og gera allt vitlaust. f myndinni leika allar frægustu rap og hip hop stjörnurnar í dag. SýndíA-salkl. 5,7,9og11. Sýnd 5,7,9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára Frábær gamanmynd Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Hreyfimyndafélagið sýnir heimildarmynd í Háskólabíói HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ sýnir fimmtudaginn 23. sept- ember kl. 17 heimildarmyndina „Hearts of Darkness" í Háskólabíói. Myndin fjallar um gerð meistaraverks Francis Ford Coppola, „Apocalypse Now“ sem Hreyfi- myndafélagið sýnir nk. fimmtudag. I mars 1976 hélt Coppola ásamt fylgdarliði inn í frum- skóga Filippseyja til að hefja tökur á „Apocalypse Now“. Tökutími var áætlaður fjórir mánuðir. Hann bað eigin- konu sína, Eleanor, að gera heimildarmynd_ um gerð myndarinnar. Ýmislegt gekk á við tökurnar svo vægt sé til orða tekið. Coppola rak aðalleikarann eftir örfáar vikur, borgarastyijöld á Filippseyjum olli gríðarlegum vandræðum, fellibylur þurrk- aði út sviðsmyndina, nýi aðal- leikarinn fékk hjartaáfall og Coppola sjálfur fór nærri yfir um þegar kostnaðurinn rauk úr 12 milljónum í rúma 31 milljón. Coppola hefur sagt að eftir eitt og hálft ár í frum- skóginum hafi næ.r allir verið orðnir klikkaðir, myndin hafi ekki lengur verið um Víet- nam; hún hafi verið Víetnam. Coppola lauk loks mynd- inni nær þremur og hálfu ári eftir að hann hóf verkið. Heimildarmyndin sem kona hans hafði unnið að var hins vegar lögð til hliðar og það var ekki fyrr en tólf árum seinna sem leikstjórinn Fax Bahr fullgerði myndina. Myndin verður einnig sýnd þriðjudaginn 28. september kl. 9 og Apocalypse Now verður sýnd fimmtudaginn 30. september kl. 5. Norræn samkeppni mat- reiðslumeistara stendur yfir KLÚBBUR matreiðslu- meistara á íslandi tekur þátt í Norrænni keppni matreiðslumeistara í Tam- pera í Finnlandi dagana 19.-23. september. Islenskir matreiðslumeist- arar keppa í gerð heitra rétta þann 22. september en síðan í gerð kaldra rétta eftir þann 23. september. Keppendur heíja ströf við matreiðsluna kl. 10 um morguninn og eiga síðan að bera réttina fram til úrskurðar kl. 13.30. Þátttakendur í keppninni af íslands hálfu eru meðlimir í Klúbbi matreiðslumeistara: Örn Garðarsson, Baldur Öxndal, Þórarinn Guðlaugs- son, Friðrik Sigurðsson og Úlfar Finnbjörnsson. Núver- andi formaður Klúbbs mat- reiðslumeistara er Jakob Magnússon. Meðal annarra þátttak- enda í ferðinni er forstjóri ísberg hf., Fagraberg sf. sem hefur verið eitt helsta stuðn- ingsfyrirtæki Klúbbs mat- reiðslumeistara í keppnum þeirra og starfi. Úrskurður dómnefndar verður svo kunngerður kl. 16 síðdegis fimmtudaginn 23. september. Þarna er um að ræða keppni til verðlauna í gulli, silfri og bronsi. Þá um kvöldið fer svo fram hefð- bundið kveðjuhóf að lokinni keppni. -----»..»-■»--- Fræðslufundur Kvennakeðj- unnar í Risinu Fræðslufundur Kvennak- eðjunnar verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105, í kvöld kl. 20 en ekki í Sókn- arsalnum eins og fram kom í fréttatilkynningu frá starfshópnum í gær. LOFTSKEYTAMAÐURINN ★ ★ ★GE-DV ★ ★ ★ Mbl. Margföld verðlaunamynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morgunblaðið/Knstmn Keppendurnir STÚLKURNAR 9 sem taka þátt í keppninni, efri röð frá vinstri: Berglind Sigþórsdótt- h> Hlaðgerður íris Björnsdóttir, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, Amfríður Arnardóttir, Arna Gerður Guðmundsdóttir og Anna María Jónsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hrefna Jóna Jónsdóttir, Diana Bjarnadóttir og Auður Hansen. Níu stúlkur í úrslitum sund- Áreitni Spennumynd sem tekur alla átaugum. Hún var skemmti- ieg, gáfuð og sexí. Eini galiinn við hana var að hún var bara 14ára og stór- hættuleg. Aðalhlutverk: Alicia Silverstone, Cary Elwes (The Princess Bride, Days of Thunder og Hot Shots), Jennifer Rubin (The Doors) og Kurtwood Smith (Dead Poets Society). Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. SUPER MARIO BROS. „Algjört möst." ★ ★ ★ G.Ó. Pressan. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. SÍMI: 19000 Red Rock West ★ ★ ★ Pressan Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Stranglega bönnuð innan16ára. ÞRÍHYRNINGURINN ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★★'/• DV Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. THE D'WABABTfAOlUSH ?>n WAS ÍXiAOWROW i. 1 m fatakeppni á Hótel Sögu SUNDFATAKEPPNIN Miss Hawaiian Tropic verð- ur haldin í fyrsta skipti hér á landi í Súlnasal á Hótel Sögu fimmtudaginn 23. september. Niu stúlkur taka þátt í keppninni. Þar verður þátttakandi val- inn fyrir íslands hönd til að taka þátt í Miss Hawaiian Tropic International keppn- inni sem haldin verður á Day- tona Beach í Flórída í mars á næsta ári. Húsið verður opnað kl. 19 með fordrykk og matur hefst kl. 19.30. Stúlkunar munu sýna tískufatnað og koma síðan fram fyrir dóm- nefnd í sérhönnuðum sund- fatnaði. Nemendur frá Dans- skóla Auðar Haralds sýna dans og kvöldinu lýkur með krýningu sigurvegarans. Kynnir kvöldsins er Sigrún Waage. Vegleg verðlaun Keppni þessi er haldin í mars ár hvert á Daytona Be- ach og koma þangað kepp- endur víða að úr heiminum. Sú sem hreppir fyrsta sætið á fimmtudaginn fær ferð, hótel og uppihald í viku á Daytona Beach, Majorca perluhálsfesti, sundfatnað, samfellu, No Name snyritvör- ur, tösku fulla af fatnaði, svo sem kjól, skó, íþróttagalla, boli, buxur o.m.fl. Einnig ferð í Universal Studios Flórída, möguleika á að vera valin í auglýsingar fyrir Yamaha sjó- ketti, Clearly Canadian vatn, Jeep/Eagle og margt fleira. Að keppninni standa Ice- landic Models og Samútgáfan Korpus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.