Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐ.JUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 Sjúkraliðum var boðin 4% hækkun Tilboð sjúkraliða sagt þýða 20% hækkun MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus BÍLAVERKSTÆÐIÐ Bílaspítalinn varð alelda á svipstundu þegar kviknaði í bensíni sem lak á gólf verkstæðisins. Á innfelldu myndinni eru slökkviliðsmenn að beijast við eldinn. Eldur gaus upp í Bílaspítalanum í Hafnarfirði I Alelda á svipstundu SAMNINGANEFND ríkisins bauð sjúkraliðum 4% launahækkun í gær, en á laugardag höfnuðu sjúkraliðar 3% hækkunartilboði og lögðu fram gagntilboð upp á 5.500 króna hækkun allra launaflokka. Það hefði þýtt að þeirra mati rúm- lega 9% hækkun lægstu launa og hlutfallslega minni hækkun ofar í launastiganum, en samninganefnd ríkisins heldur hins vegar fram,að hækkun samkvæmt tilboðinu hafi numið yfir 20%.. Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að í gær hafi samninganefnd ríkis- ins hafnað þessari tillögu sjúkra- liða, en á móti hækkað tilboð sitt í 4%. Það tilboð sagðist hún skilja svo að launakostnaður vegna sjúkraliða myndi í heild hækka um 4%, en semja ætti um skiptingu innan þess ramma. Samninganefnd ríkisins og Reykjavíkurborgar hafnaði á sunnudag tilboði Sjúkraliðafélags íslands frá deginum áður og seg- ir samninganefnd ríkisins að hækkun samkvæmt tilboðinu hafi numið yfír 20% sem hefði leitt til að laun sjúkraliða yrðu 20-30% hærri en laun sambærilegra heil- brigðisstétta, 30-40% hærri en laun ófaglærðra starfsmanna heilbrigðisstofnana og áþekk eða litlu lægri en laun ýmissa háskóla- menntaðra heilbrigðisstétta. Eng- in dæmi fyrir slíkri hækkun verði sótt í almenna launaþróun í land- inu eða til sambærilegra stétta. Boðað er til fundar í húsakynn- um ríkissátta3emjara klukkan hálftíu í dag. Hafnar ekki endurskoðun launatöflu í minnisblaði samninganefndar ríkisins, þar sem greint er frá af- stöðu nefndarinnar til tilboðs sjúkraliða, segir að nefndin hafni því ekki að endurskoða launatöflu sjúkraliða, þar á meðal að breyta henni um fasta krónutölu enda rúmist þær breytingar innan ramma sem markaður verði utan um þau heildarútgjöld sem af samningi aðilanna muni leiða. Inn- an þess ramma verði gerðar þær breytingar á launatöflu, launa- flokkaröðun og öðrum atriðum sem hafa áhrif á launaútgjöld. Einnig segir í minnisblaðinu að hækkun í samræmi við það tilboð sem sjúkraliðar lögðu fram myndi hafa í för með sér að samræmi í launum milli heilbrigðisstétta myndi raskast verulega. Laun sjúkraliða séu nú svipuð eða hærri en laun annarra starfs- hópa á heilbrigðisstofnunum með sambærilegá menntun, sjúkraliðar hafí 10-20% hærri laun en ófag- lært fólk á þessum starfsvett- vangi, en séu með 10-30% lægri laun en háskólamenntaðar heil- brigðisstéttir á borð við röntgen- tækna, meinatækna og hjúkrunar- fræðinga. MIKIL mildi var að enginn slasaðist þegar eldur bókstaflega gaus upp á bflaverkstæðinu Bílaspítalanum við Kaplahraun 9 í Hafnarfirði eftir há- degið í gær. „Við vorum að taka bensíntank undan bíl og það skvett- ist mikið bensín á gólfíð, tanknum var ýtt upp aftur til að stöðva lekann og þá virðist hann hafa rekist í ljósa- hund sem líklega brotnaði. Þá varð allt alelda á svipstundu," sagði Ingvi Þór Sigfússon eigandi Bílaspítalans um tildrög eldsvoðans. Mikil hætta á ferðum Að sögn Ingva átti að gera við bilaðan bensínmæli í bflnum og stóðu starfsmenn í þeirri trú að lítið eld- sneyti væri á bensíngeyminum. „Ég Starfsmennimir áttu fótum fför að launa tók slökkvitæki og ætlaði að dæla á eldinn en þurfti að hörfá undan og náði ekki að tæma tækið. Eldurinn gaus upp í þak og eftir öllu þakinu. Við ætluðum að reyna að ná bflunum út en eftir um 5 sekúndur var ekki lengur vært inni í húsinu." Starfs- mennimir fjórir sluppu allir ómeiddir en allt sem inni var eyðilagðist, fjór- ir nýlegir bílar, verkfæri og ýmsir bflhlutar. Einungis tókst að bjarga einum bfl sem var á sprautuverk- stæði við hliðina. Að sögn Ingva e nemur tjónið mörgum milljónum. Allt lið Slökkviliðs Hafnarfjarðar | var kvatt til hjálpar kl. 13.43 og ■ komu fyrstu slökkvibílar á staðinn " tveimur mínútum síðar. Þá var bíla- verkstæðið alelda og mikil hætta á ferðum, að sögn Haraldar Eggerts- sonar aðstoðarvarðstjóra. Fjórir gas- kútar voru inni á verkstæðinu og fjórir bílar. Engin uppgjöf Ingvi eigandi Bflaspítalans sagði I enga uppgjöf í starfsmönnum. „Við I erum eldhressir, ef maður má orða < það þannig, og ætlum að koma starf- ' seminni sem fyrst aftur í gang.“ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kannar heiðursvörð í fylgd Li Peng forsætisráðherra Kína. DAVÍÐ Oddsson og föruneyti heimsóttu Kínamúrinn « Opinber heimsókn forsætisráðherra til Kína Jákvæðar viðræður við kínverska ráðamenn DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra, sem nú er ásamt föruneyti í opinberri heimsókn í Kína, segist hafa átt gagnlegar viðræður við þarlenda ráðamenn um ýmis mál- efni sem varða samskipti íslands og Kína. Davíð hitti Li Peng for- sætisráðherra Kína að máli á sunnudaginn og í gær ræddi hann við Qian Qichen utanríkisráðherra, en í dag ræðir hann við Jian Zem- in forseta Kína. Davíð sagði í sam- tali við Morgunblaðið að í viðræð- um við Li Peng hefði m.a. verið rætt um þau íslensku fyrirtæki sem hafa verið með verkefni í undirbúningi í Kína, t.d. varðandi hitaveitu eða vegagerð. „Þarna eru ákveðin verkefni í burðarlið og það hefur strandað á viðurkenningu kínverskra stjórn- valda á lánstilboðum sem borist hafa og heimildum til að ganga áfram til verka.' Við vöktum at- hygli á stöðu þessara mála, og kínverski forsætisráðherrann lof- aði að taka þau mál til sérstakrar athugunar. Við gerum ekki ráð fyrir að fá beinni svör við slíkum atriðum á þessum fundum, en ég tel jákvætt að þetta mál kom til kasta á fundi af þessu tagi,“ sagði Davíð. Davíð átti IV2 klst. fund með Li Peng forsætisráðherra Kína á sunnudaginn og um kvöldið sat hann ásamt föruneyti kvöldverðar- boð í boði forsætisráðherrans. Davíð sagði að á fundi hans með Li Peng hefðu þeir rætt um sam- skipti Islands og Kína og fyrirhug- aða opnun á sendiráði íslands í Kína. Þá hefðu þeir rætt um efna- hagsþróun í Kína og áhrif hennar annars staðar í veröldinni, og jafn- framt hefðu þeir rætt um við- skipti íslands og Kína og hvernig hægt væri að auka þau og efla. Rætt um lýðræðisþróun og mannréttindi „Þá var rætt um Sameijiuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra ’ að loknu kalda stríðinu, og eins möguleika á nýtingu svæðisbund- inna alþjóðlegra stofnanna eins og NATO til þess að bregðast við ástandi sem upp kæmi eins og í óaðskiljanlegur hluti af umræðum hér í Kína og á Vesturlöndum hins vegar. Það sama gilti auðvitað í viðræðum milli íslands og Kína, en þetta væri umræðuefni sem ekki væri hægt að víkja sér und- an. Þá ræddum við um horfurnar varðandi GATT og möguleika á því að Kína myndj gerast stofnað- ili að GATT. Loks ræddum við svo um stöðu kjarnorkuvopna og vilja ríkja til að takmarka útbreiðslu þeirra og reyndar að eyða þeim í framtíðinni," sagði Davíð. Athygli vakin á sjónar- miðum Islendinga fundi hans með Qian Qichén utan- ríkisráðherra hefðu verið áþekk umræðuefnunum á fundi hans með Li Peng, en auk þess hefðu þeir rætt töluvert um umhverfismál og möguleika þjóðanna á sameigin- legum verkefnum á því sviði. „Það var vakin athygli á að fyrir land eins og ísland, sem væri matvælaframleiðsluland, væri samtök um ný viðhorf til umhverfismála brýn og ekki síst ættu iðnríkin að skipta máli í því sambandi. Þá ræddum við líka um stöðuna á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki hefur alveg legið fyrir hvaða af- stöðu Kína myndi hafa, og vöktum við athygli á okkar sjónarmiðum í þeim efnum. Annars vegar að gæta hagsmuna strandríkja, en jafnframt að gæta sanngirni gagn- vart úthafsveiðiríkjum varðandi möguleika á að taka þátt í stjórn- un á einstökum svæðum sem tengdust verndun á stofnum," sagði Davíð. I dag á Davíð Oddsson forsætis- ráðherra fund með Jian Zemin forseta Kína, en að honum loknum heldur hann ásamt föruneyti flug- leiðis til Xián þar sem hann hittir ráðamenn í Shaanxi héraði að máli. fyrrum Júgóslavíu. Við ræddum líka um lýðræðisþróun og mann- réttindi, og kom fram af okkar _ hálfu að þau mál hlytu að vera Davíð sagði að umræðuefnin á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.