Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 6
6- ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBgR 1994_______________________ FRÉTTIR Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra 1. 2. 1.-2. 3. 1.-3. 4. 1.-4. 5. 1.-5. 6. 1.-6. 7. 1.-7. Hjálmar Jónsson 832 197 1029 122 1151 87 1238 76 1314 46 1360 60 1420 Ágúst Guðmundsson 36 317 353 233 586 193 779 281 1060 128 1188 141 1329 Friðrik H. Guðmundsson 16 218 234 333 567 252 819 307 1126 121 1247 87 1334 Sigfús B.L. Jónsson 25 328 353 289 633 299 932 284 1216 151 1367 76 1443 Þóra Sverrisdóttir 3 103 106 278 384 530 914 309 1223 132 1355 74 1429 Runólfur Birgisson 77 268 345 240 585 209 794 285 1079 181 1260 106 1366 Vilhjálmur Egilsson 626 184 810 129 939 47 986 73 1059 32 1091 181 1272 Prófkjör sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra Séra Hjálmar Jónsson hafnaði í efsta sæti SÉRA Hjálmar Jónsson varaþing- maður hafnaði í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra sem fram fór síð- astliðinn laugardag. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður hafnaði í öðru sæti og Sigfús B.L. Jónsson í því þriðja. Frambjóðendur í prófkjörinu voru Ágúst Guðmundsson, Geita- skarði, sem sóttist eftir 1.-2. sæti, Friðrik Hansen Guðmundsson, Reykjavík, sem sóttist eftir 2.-3. sæti, séra Hjálmar Jónsson, vara- þingmaður á Sauðárkróki, sem sóttist eftir 1. sæti, Sigfús B.L. Jónsson frá Söndum, Laugabakka, sem sóttist eftir 2.-4. sæti, Þóra Sverrisdóttir, Stóru Giljá, sem sótt- ist eftir 4. sæti, Runólfur Birgis- son, Siglufirði, sem sóttist eftir 2. sæti og Vilhjálmur Egilsson þing- maður, Reykjavík sem sóttist eftir 1. sæti. Alls tóku 1.641 þátt í prófkjör- inu, en auðir seðlar og ógildir voru 26. MORGUNBLAÐIÐ Séra Hjálmar Jónsson Vinnum samkvæmt þessari niðurstöðu „ÞAÐ var einróma samþykkt á kjör- dæmisþingi að efna til prófkjörs og hvetja sjálfstæðisfólk í kjördæminu til að taka þátt í því. Þátttakan er góð, eða um 150 atkvæðum undir kjörfylginu síðast. Fólk er þar með búið að segja sitt um þetta og við vinnum á grundvelli þessarar niður- stöðu,“ segir séra Hjálmar Jónsson. „Við frambjóðendurnir vissum ekki hvert fylgi okkar væri en eng- inn okkar hafði tekið þátt í próf- kjöri áður. Hins vegar fann ég smám saman betur að róðurinn var ekki mjög þungur, sérstaklega þegar fólk áttaði sig á því að mér var full al- vara og væri tilbúinn að skipta um starf. Eg átti eiginlega mest við það að glíma að fólk vildi ekki að ég færi úr prestskapnum. Ég mun fara í fjögurra ára leyfi og það verður ráðinn prestur til fjögurra ára. Þetta verður því leyst með sama hætti og í öðrum embættum þegar þessi staða kemur upp,“ sagði Hjálmar. Góður byr Hann sagðist telja að góð breidd væri með þá Vilhjálm Eg- ilsson í tveimur efstu sætum framboðslistans, en samstarf þeirra hefði verið með ágætum og hann vildi að það ykist. „Vilhjámur er í baráttusætinu og honum gekk vel í því síðast þegar við unnum mann. Eg hef fulla trú á því eftir þetta góða þátttöku í prófkjörinu að þá höfum við vakið meiri áhuga í kjördæminu. Það sýn- ir það líka að Sjálfstæðisflokkurinn hefur góðan byr og þau málefni sem við tölum fyrir“. Séra Hjálmar Jónsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fyrsta messan í Grensáskirlgu HÁTT í 700 manns sóttu að- ventuhátíð og kirkjudag í Grensáskirkju á sunnudag. Séra Halldór S. Gröndal, sóknarprest- ur, segir afar ánægjulegt hversu margir hafi komið í messuna sem er sú fyrsta í kirkjunni. Hún er nú fokheld og standa vonir til að hægt verði að vígja hana áárinu 1996. Séra Halldór fékk séra Kjart- an Örn Sigurbjörnsson sjúkra- húsprest til liðs við sig í mess- unni. Tónlist fluttu Kirkjukór, Barnakór, Kammerkór og __ strengjasveit úr sókninni. Á eftir buðu kvenfélagskonur upp á veitingar. Vilhjálmur Egilsson Niðurstaða sem maður þarf að spá í VILHJÁLMUR Egilsson, sem hafnaði í 2. sæti í prófkjöri Sjálf- ■ stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra, segist þurfa að ræða það við stuðningsmenn sína hvort hann tekur sæti á framboðslistan- um. „Prófkjörið var haldið til þess að reyna að henda mér út og það var reynt mjög stíft en það tókst ekki. Hins vegar vann ég í sjálfu sér engan sigur, þannig að þetta er óbreytt staða hvað mig snertir. Þetta er niðurstaða sem maður þarf að spá í,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið. Vilhjálmur sagði að nú væri það spurningin um að stilla upp sem sterkustum lista í kjördæminu sem skipti máli, og þá lista sem menn væru tilbúnir til að vinna fyrir. Hann sagði að einhugur hefði ríkt meðal sjálfstæðismanna í kjör- dæminu fyrir síðustu alþingiskosn- ingar þegar hann skipaði 2. sætið, Vilhjálmur Egilsson baráttusætið, og þá hefði allt gengið upp. Þarf sama einhug „Það þarf að vera til staðar sami einhugur ef þetta á að vera möguleiki núna. Ég vil ekkert fullyrða um það fyrr en á það hefur verið reynt hvort sami einhugur ríkir nú og það tekur smá tíma að fara í gegnum það. Ég vil hins vegar þakka öllum þeim sem studdu mig í þessu prófkjöri og unnu fyrir mig, en það voru margir sem gerðu það af mikilli ósérhlífni, og að sjálfsögðu óska ég séra Hjálmari til hamingju með sigurinn. Hann er góður frambjóðandi," sagði Vil- hjálmur. Morgunblaðið/Þorkell Vígsla kirkjumuna FJÖLMENNI var við vígslu altaris og skímarsárs í Neskirkju á sunnudag. Raunar er talið að yfir 1000 manns hafi komið til messu þennan dag. Fyrstu hópurinn sótti barnamessu um morg- uninn, annar hátíðarmessuna eftir hádegi og sá þriðji aðventu- kvöld síðdegis. Hönnuður skírnarsárs og altaris er Vatnar Við- arsson arkitekt en bráðabrigðaaltari hefur verið I Neskirkju í meira en þrjátíu ár. Báðir sóknarprestar kirkjunnar þeir séra Frank M. Halldórsson og Guðmundur Óskar Olafsson voru við vígsluna á sunnudag. Á myndinni sést séra Frank við altarið. Þrjár likamsárásír ÞRJÚ árásarmál komu upp um helg- ina. Gengið var í skrokk á feðgum við heimili þeirra á Hvolsvelli á laug- ardagskvöld, maður sleginn í andlit í Keflavík aðfaranótt sunnudags og maður stunginn í brjósthol á Seyði- firði sömu nótt. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli var aðdragandi árásarinnar þar sá að hringt var í húsráðanda á laugar- dagskvöld. Sá sem hringdi spurði hvort hann mætti koma í heimsókn. Húsráðandi spurði manninn að nafni og sagðist hann þá heita Sigurður. Þegar hann var spurður hvaða Sig- urður hann væri þá var lagt á. Sögðust hafa keyrt á Um klukkustund síðar er barið að dyrum og fyrir utan standa tveir menn sem segjast hafa ekið utan i bifreið sem stóð í innkeyrslunni við húsið og biðja þeir húsráðanda að koma út og líta á skemmdirnar. Hann fer út með þeim og lítur á bílinn og getur ekki betur séð en hann sé óskemmdur. Þegar hann hefur orð á því ráðast mennirnir á hann og eru þá allt í einu orðnir fjórir. Hann öskraði og sonur hans kom út honum til aðstoðar. Árásarmennimir voru með bar- efli sem feðgarnir telja að hafi ver- ið hornaboltakylfur. Þeir börðust við hópinn og voru að tvístra honum þegar sonurinn fékk slæmt högg aftan á höfuðið þannig að hann hlaut opinn skurð. Við svo búið hlupu mennirnir í bíl sinn og óku á brott. Fluttur á slysadeild Syninum blæddi mikið og var fluttur á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli og síðan til Reykjavíkur. Meiðsl hans reyndust þó ekki mjög alvarleg. Faðirinn er mikið marinn, bæði á baki og lærum eftir barefli, • en hann hlaut hvorki opið sár eða beinbrot við barsmíðarnar. Árás þessi ber öll merki hefndar en húsráðandi telur sig, að sögn lögreglu, ekki eiga sökótt við nokk- urn mann. Leit var gerð að árásarmönnun- um um kvöldið og fram á nótt en án árangurs og er málið óupplýst. Maður sleginn í andlit Ráðist var að manni aðfaranótt sunnudags þegar hann kom út af veitingastaðnum Ránni í Keflavík. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi beðið eftir fómarlambi sínu og slegið hann í andlitið þegar hann kom út af veitingastaðnum. Maður- inn nefbrotnaði og einhveijar tennur losnuðu. Fjölmörg vitni urðu að árá- sinni. Að sögn lögreglu hyggst maður- inn að leggja fram formlega kæru í dag vegna árásarinnar. Maður stunginn í brjósthol Átök tveggja manna á aðalgöt- unni á Seyðifirði aðfaranótt sunnu- dags enduðu með þvi að annar fékk hníf í brjóstið. Gert var að sári mannsins á sjúkrahúsinu á Seyðis- firði og fékk hann síðan að fara heim. . . . Að sögn lögreglu á Seyðisfirði hefur rannsókn leitt í ljós að svo virðist sem ekki hafi verið um ásetn- ing að ræða. Mennirnir tveir hafi verið að kljást, annar hafi 1 hræðslu sinni tekið upp hníf og sagt hinum að koma ekki nær sér. Hann hafi ekki sinnt því og sennilega ekki séð hnífinn sökum ölvunar, ráðist að manninum með hnífínn með þeim afleiðingum að hnífurinn stakkst í bijósthol hans. L I I » I l » I * +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.